Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 36
Stjórnarmyndunin: ff 90% líkur á vinstri stjórn ff segir Steingrímur „50:50” segja kratar ágreiningur um landbúnað armálenann- ars talsvert samkomulag „í málefnasamningi viðræðuflokk- anna er ákaflega lítið sem menn greinir á um, að minnsta kosti varð- andi efnahagsmáilin,” sagði Stein- grímur Hermannsson i viðtali við DB. „Ég tel nú 90% líkur fyrir því, að þessar viðræður leiði til stjórnarmynd- unar.” Hann sagði að vitanlega væru menn ekki algerlega sammála um alla hluti en að það væru nánast áherzluatriði og nánast tæknileg atriði í gerð mál- efnasamnings, sem menn kynni helzt aðgreinaá um. Aðspurður um skipun i ráðherra- embætti sagði Steingrimur að lítið hefði verið rætt um hana og ekkert i viðræðunefndunum ennþá. Er frétta- maður spurði Steingrím að þvi hvort Geir Gunnarsson (AB) kæmi til greina sem fjármálaráðherra sagði hann: „Það er auðvitað mál Alþýðubanda- lagsins fremur en okkar Framsóknar- manna. Annars get ég lýst þvi yfir, að •ég gæti vel fallizt á Geir i það embætti. Ég tel aðsú reynsla sé af störfum hans í fjárveitinganefnd, að ég ber traust til hans fyrir glöggskyggni og staðfestu,” sagði Steingrímur Hermannsson. „Líkurnar eru 50:50, að þessi stjórnarmyndun takist,” var álit tveggja þingmanna Alþýðuflokksins á möguleikum á vinstri stjórn. En Alþýðubandalagsmenn voru bjart- sýnni. „Við erum á lokasprettinum. Ég sé ekki hvað ætti að geta komið í veg fyrir þessa stjórnarmyndun,” sagði einn þingmaður þess flokks i morgun. Ágreiningur hefur komið upp um ýmis mál, svo sem landbúnaðgrmál. Framsókn og Alþýðubandalag vilja láta landbúnaðinn fá 1300 milljónir í útflutningsbætur til áramóta. Alþýðu- flokkur hefur þar maldað i móinn og óskað ýmissa grundvallarbreytinga á landbúnaðarkerfjnu og að tryggt verði að fátækustu bændurnir fái stuðning. „Það er ekki timi til að ræða í botn ýmis ágreiningsmál,” sagði einn þing- maður Alþýðubandalags i morgun. „Þau verður að láta liggja og taka aftur upp síðar. Stjórnina á að mynda um lausn núverandi efnahags- vanda og meginstefnu í framtiðinni. Ef til vill ætti að gera „verkefnaskrá” fremur en málefnasamning. Prógrammið fyrir þetta ár er til og megin „prinsipin” fyrir næsta ár.” Skiptar skoðanir á Alþýðubandaiagi Miðstjórn Alþýðubandalagsins fól þingflokkinum i gær að ganga frá myndun vinstri stjórnar. Skoðanir voru nokkuð skiptar. „Skoðun meginþorra manna var sú, að halda ætti áfram á sömu braut og hingað til," sagði Kjartan Ólafsson, varaform. Alþýðubandalagsins, i viðtali við DB. „Flestir eru á því að líkurnar séu býsna miklar á þvi að þessar viðræður leiði til stjórnarmynd- unar,” sagð i Kjartan Ólafsson. „Efnahagsmálanefnd kom saman kl. 10 í morgun. Nefnd, sem fjallar um önnur mál, svo sem utanríkismál og félagsmál, kemur þá saman. Alls- herjarnefnd heldur svo fund kl. 2 í dag. BS/HH Enn einn rallsigur Ómars og lóns Enn einu sinni sigruðu bræðurnir Jón og Ómar Ragnarssynir í rallkeppni. Um helgina fór fram lengsta rall, sem haldið hefur verið hér á landi til þessa. Eknir voru 1050 kilómetrar á tveimur dögum. Keppendur komu til Reykjavtkur uppúr fimm i gærdag, og tveimur klukku- stundum síðar lágu úrslitin fyrir. Ómar og Jón höfðu sigrað með 6.01 minútu í refsistig. Helztu keppinautar þeirra, Hafsteinn Aðalsteinsson og Magnús Pálsson hlutu 6.51 minútu í refsistig. „Þetta hafa verið tveir alveg einstak- lega skemmtilegir dagar," sagði Ómar, er Dagblaðið hitti hann að máli rétt eftir að úrslitin lágu fyrir. „Keppnin var hörð og jöfn og úrslitin lágu ekki fyrir fyrr en á síðustu sérleiðinni.” -ÁT Sjá nánar um rallið á bls. 23. » Jón og Ómar Ragnarssynir hafa verið einstaklega sigursælir i undanförnum röllum — hafa unnið hvorki meira né minna en þrjú. Hér kasta þeir mæðinni og einhverju öðru áður en þeir leggja i torfærurnar fyrir ofan Gunnarsholt i ' DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson Læknadeild svipt rétti til að beita takmörkunum — Ákvörðun menntamálaráðuneytis og háskólaráðs Menntamálaráðuneytið mun i dag tilkynna breytingu á reglugerð Há- skóla íslands sem felur i sér að sam- þykki háskólaráðs þarf til að beita fjöldatakmörkunum í læknadeild skól- ans. „Það er eðlilegt að svo mikilvæg ákvörðun, sem er bæði póltísk og sér- fræðileg, sé ekki í höndum einnar deildar heldur sé mál háskólaráðs og ráðuneytisins,” sagði Birgir Thorla- cius, ráðuneytisstjóri í menntamála- ráðuneytinu, í morgun. „Ákvörðun ráðuneytisins var tekin í samráði við mig og háskólaráð,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson há- skólarektor í samtali við DB í morgun. „Á fundi háskólaráðs á fimmtudaginn var samþykkt að breyta reglugerðinni með þrettán atkvæðum gegn einu, einn sat hjá.” Ástæðan fyrir því að ákveðið er að grípa til þessara aðgerða gegn lækna- deild Háskólans er sú að i vor sam- þykkti deildin að takmarka fjölda nemenda á öðru námsári í læknisfræði við 35. Aftur á móti stóðust 46 öll próf og 20 þreyta nú haustpróf. Að óbreyttri ákvörðun læknadeildar hefði þvi svo getað farið að um 30 nemendur sem uppfylla faglegar kröfur Háskólans hefðu ekki fengið að stunda nám í læknisfræði. Háskólarektor sagði að starfandi væri nefnd sem ynni að úttekt á mál- um læknadeildar og mundi hún skila endanlegri skýrslu um áramót. Hefði hann talið eðlilegra að biða með ákvarðanir um fjöldatakmarkanir þangað til niðurstaða nefndarinnar lægi frammi. DB reyndi í morgun að ná tali af formælendum læknadeildar en það reyndist árangurslaust. — GM frfálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST1978. Gengis- skráningu hætt — innborgunarskylda — gengisfelling Gjaldeyrisdeildum bankanna var lokað í morgun. Búizt var við, að það væri fyrirboði gengisfellingar, sem spáð hefur verið að verði nálægt tuttugu af hundraði. Viðskiptabankamir setja innborgunarskyldu á gjaldeyrisviðskipti, þar sem ekki er unnt að hætta þeim alveg. Vera má, að gengisskráning verði látin falla niður um hrið, eða þangað til fyrirséð verður, hvernig fer um tilraunir til myndunar nýrrar rikisstjórnar. HH mynd á 20 mínútum Þegar gestir mættu á opnun sýningar Gunnars Gíslasonar listmálara frá Stokkseyri á föstudagskvöldið kom í ljós að allfiestar myndirnar voru seldar. Strax á föstudag, þegar Gunnar og vinir hans voru að hengja upp mynd- irnar í Eden í Hveragerði dreif að við- skiptavini og seldist 21 mynd á 20 mín- útum en það sem eftir var fór svo að mestu þetta sama kvöld. „Ég er náttúrlega mjög ánægður með þessar viðtökur,” sagði Gunnar, „ein myndin var seid tvívegis, það voru bara mistök, ég var búinn að taka hana frá en svo kom útlendur ferðamaður, keypti hana og fékk að taka hana með sér heim.” -JBP Eldur íverzl- un á Selfossi Laust eftir miðnætti aðfaranótt sunnudagsins kom upp eldur i verzlun Helga Björgvinssonar á Selfossi. 1 þessu verzlunarhúsi eru þrjár verzlanir en eldurinn breiddist ekki út fyrir verzlun Helga. Slökkviliðið kom á staðinn og gekk mjög greiðlega að ráða niðurlögum eldsins en talsverðar skemmdir urðu af völdum reyks. Eldsupptök eru ókunn en grunur leikur á að um ikveikju hafi verið að ræða. Lögreglan á Selfossi beinir þeim til- mælum til þeirra sem urðu varir manna- ferða við verzlunina aðfaranótt sunnu- dagsaðgefasigfram. -GAJ/GM Ungur maður ferst í bílslysi Banaslys varð skammt frá Akranesi snemma á laugardagsmorgun, þegar bif- reið fór út af veginum við Fellsöxl og valt margar veltur með þeim afleiðing- um að ökumaðurinn beið bana. Að sögn lögreglunnar á Akranesi fékk hún tilkynningu um slysið kl. 6.45. öku- maðurinn var einn i bifreiðinni og eru frekari tildrög slyssins ókunn. ökumaðurinn hét Ómar Bragi Inga- son, til heimilis að Skólabraut 18, Akra nesi. Hann var 25 ára að aldri. -GAJ/GM (y Kaupið^ TÖLVUR OG TÖLVUI BANKASTRÆTI8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.