Dagblaðið - 28.08.1978, Page 23

Dagblaðið - 28.08.1978, Page 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. 23 Lengsta rall sem haldið hefur verið hér á landi til þessa: OG ENN UNNU ÓMAROGJÓN Tryggðu sér sigur á síðustu sérleiðinni „Þetta var geysihörð keppni. Úrslitin réðust ekki fyrr en á.siðustu sérleiðinni, sagði Ómar Ragnarsson sigurvegari í lengsta ralli sem haldið hefur verið hér á landi, um 1050 kílómetra. Það er Ómari ekkert nýnæmi að sigra í rallakstri því að tvisvar sinnum áður hafa hann og Jón bróðir hans tekið á móti fyrstu verðlaununum. Ómar og Jón óku bifreið af Simca gerð eins og venjulega. í öðru sæti urðu Hafsteinn Aðalsteinsson og Magnús Pálsson á Datsun 160. Þeir héldu forystunni lengst af en undir það síðasta fór bifreið þeirra að gefa sig. Haft var á orði að undirvagninn liti einna helzt út eins og ekið hefði verið yftr jarðsprengju. Á siðustu sérleiðinni, sem Ómar Ragnarsson minntist á, urðu Hafsteinn og Magnús að aka í öðrum gír vegna bilunar. „Það er ekkert að Simcunni hjá okkur,” sagði Ómar. „Hún litur út eins og óspjölluð mey að neðan." í þriðja sæti rallkeppninnar urðu Hrafnkell Guðmundsson og Þorvaldur Guðmundsson. Þeir óku Saab 96 og urðu ekki fyrir neinum skakkaföllum. Hrafnkell ók, eins og einn keppandinn komst að orði, svoað unun varáað horfa. Alls voru 28 keppendur skráðir til leiks í rallinu. Einn komst ekki af stað því að hann varð fyrir því óhappi að detta af hestbaki stuttu fyrir keppnina. Af þeim 27 sent ræstir voru luku aðeins þrettán keppni. Jafnslæmar heimtur hafa ekki orðið í ralli hér á landi hingaðtil. Þeir sem féllu úr keppninni urðu fyrir alls konar skakkaföllum. Bilanir urðu hjá sumum, aðrir veltu bílum. óku út af eða hvor á annan. „Okkur var hætt að lítast á blikuna að kvöldi fyrri keppnisdagsins,” sagði Ólafur Guðmundsson gjaldkeri í stjórn Bifreiðaiþróttaklúbbs Reykja- víkur (BÍKR) er Dagblaðið ræddi við hann að rallinu loknu. „Eftir fyrri Jaginn voru aðeins fimmtán keppendur eftir en siðan duttu ekki nema tveir út seinni daginn.” Að sögn Ólafs gekk öll framkvæmd rallsins snurðulaust fyrir sig. Örlitið var um skekkjur á timavarðstöðvum ;n þær voru leiðréttar jafnóðum. Að keppninni lokinni kærði aðeins einn jtreikninga keppnisstjórnar og voru hans mál lagfærð snarlega. Alls unnu um fimmtíu manns að því að rallið gengi sem bezt fyrir sig. Þá er eftir að telja fjölda viðgerðarmanna sem voru út um allar trissur á vegum keppend- anna sjálfra. Fyrri dag rallsins, laugardaginn, var fyrir nú orðið ef slys á að hljótast af." í gærkvöld hlutu sigurvegararnir laun sín í hófi á Hótel Loftleiðum. Visisrallið breyttist i hálfgildings sjórall á laugardagskvöldið er keppendur tóku sér far frá Akranesi til Reykjavikur með Akraborginni. Hér ræða nokkrir þcirra saman — um bíla. DB-mynd Ari Hrafnkell Guðmundsson ók svo að unun var á að horfa, svo að notuð séu óbreytt. orð eins keppanda. Hér fer Saabinn vfir einn af mörgum pollum á leiðinni. DB-mynd Ragnar Th. ekið um Vesturland, allt vestur á Mýrar. Þann daginn reyndist keppendum erfiðast að aka Kaldadal og dálitla Hringleið neðan Húsafells. Þar þurftu menn að aka þrettán sinnum yfir vatnsföll, þar af níu sinn- um yfir sömu ána. Blotnaði í hjá ýms- um og urðu nokkrar tafir af þeim sökum. Seinni daginn var ekið um suðurland. Þar voru vegir mun auðveldari yfirferðar. Einna erfiðust var þó leiðin í Þykkvabæ, þar sem nokkrir urðu fyrir skakkaföllum. Mesta tjón á bil varð á laugar- daginn er Fiatbifreið valt á Kaldadal. Þá skemmdust tveir bílar nokkuð í árekstri, annar þeirra rallskódi Sverris Ólafssonar. Hann varð óökufær á eftir og sömuleiðis Cortinan er olli árekstrinum. „Það sýndi sig í þeim veltum og út- afkeyrslum sem urðu að öryggiskröfur okkar gagnvart bílum og bílstjórum standa fyrir sínu,” sagði Ólafur Guðmundsson í samtalinu við Dag- blaðið. „Þetta átti til dæmis við um Fiatinn sem valt á Kaldadal. Það þarf i raun og veru geipilega mikið að koma Margs kyns hindranir urðu á vegi stað. rallaranna. Hér mætir Sigurður Grétarsson tveimur hægfara skemmtiferðabllum á versta DB-mynd Ragnar Th. Dagblaðið Vísir stóð að rallinu í sam- vinnu við BÍKRoggaf verðlaun. -ÁT- Sigurbilarnir fjórir. Fremstur er Datsuninn, sem hafnaði i öðru sæti. Þá kemur SimcaÓmars og Jöns. Þriðji er Saabinn sem varð númer þrjú og loks grillir aðeins í Escort Sigurðar Grétarssonar, sem varð númer fjögur. — DB-mynd Ragnar Th. Úslit Vísisrallsins Af þeim 27 keppendum, sem lögðu af stað á laugardagsmorguninn, luku þrett- án keppni. Röð þeirra varð sem hér segir: 1. Ómar og Jón Ragnarssynir (Simca) 2. Hafsteinn Aðalsteinsson og Magnús Pálsson(Datsun) 6.51 mín.i refsistig 3. Hrafnkell Guðmundsson og Þorvaldur Guðmundsson (Saab) 9.06 mín. í refsistig 4. Sigurður Grétarsson og Halldór Úlfarsson (Escort) 11.01 mín. I refsistig 5. Bragi Haraldsson og Þorsteinn Friðþjófsson (Lada) 16.51 mín.í refsistig 6. Úlfar Hinriksson og Sigurður Sigurðsson (Escort) 18.05 mín. I refsistig 7. Árni Bjarnason og Sigbjörn Björnsson (Lada) 18.47 mín.í refsistig 8. Eirikur Hjartarson og Jón Magnússon (Datsun) 9. Jóhann Hlöðversson og Jóhann Helgason (Escort) 10. Guðmundur Jónsson og Geir Árnason (Simca) 11. Örn lngólfsson og GuðmundurStefánsson(Trabant) 12. Garðarfyland og Gunnar Gunnarsson (Saab) 13. Þórður Þórmundsson og Bjarni Haraldsson (Skoda)

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.