Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 18
DAfiBlAailLMÁNVfíAff l/B 2«^Cflsmg78. 18 Iþróttir Iþróttir Sþróttir íþróttir Iþró Dikarínn /i Sportvöruverslun Hafnarstræti 16 simi 24520 INGAR BIKARMEISTARAR! ÍA bikarmeistari í fyrsta sinn í sínum níunda úrslitaleik. Sigruðu Val 1-0 Loksins kom að þvi að Akumesingum tókst að brjóta i ísinn i Bikarkeppni KSÍ. Þeir unnu Val mjög verðskuldað 1- 0 i órslitaleiknum á Laugardaisvelli i gær — fyrsti sigur Akurnesinga i níu úr- slitaleikjum. Mörgum þótti mál til komið og það fór aldrei á milli mála, að Akurnesingar verðskulduðu sigurinn gegn slöku Valsliði. Þeir gáfu tóninn nær allan leikinn — voru áberandi betri og hefðu átt að sigra með meiri mun. 4-1 hefði gefið réttari mynd af gangi leiksins. Kátir voru karlar hljómaði um allan völl i gær, þegar Akurnesingar tóku við bik- arnum mikla og stemmning var gifurleg þá eins og á öllum leiknum. Einar Agóstsson utanrikisráðherra afhenti sigurvegurunum verðlaun sin — og bað áhorfendur að hylla þá. Það var gert hraustlega eins og hið vinsæla og sterka lið ÍA átti skilið. Áhorfendur voru hátt á áttunda þósund — bikarstemmning og rammi leiksins allur hinn skemmtileg- asti. Deyfð nýbakaðra íslandsmeistara Vals kom á óvart i leiknum. Liðið lék einn sinn lakasta leik á keppnistímabil- inu. Framherjarnir sáust vart — og vömin hægra megin hriplek. Hins vegar gat ég ekki sætt mig við — eftir hfna miklu yfirburði í A í fyrri hálfleik — hve leikmenn f A drógu sig aftur í siðari hálf- leiknum. Gáfu þá Val oftast eftir miðj- NY Cosmos meistarar New York Cosmos varð bandarískur meistarí I knattspyrnu I gær annað áríð i röð. Sigraði Tampa Bay 3—1 að viðstöddum 74.901 áhorfenda i New Jersey. Dennis Tueart, áður Man.City, skoraði tvö af mörkum Cosmos og var eftir leikinn kjörinn „bezti leik- maðurinn”. ítalinn Chinaglia skoraði eitt mark. Mirandinha skoraði mark Tampa á 76-min., 2—1, en Tueart skoraði sitt annað mark strax á eftir. una og það skapaði vissa hættu þó Vals- menn nýttu það ekki. Það virtist óþarfi hjá Skagamönnum. Að visu er gott að halda fengnum hlut en sókn er oftast bezta vörnin. Leikurinn var aldrei-ris- mikill — spenna augnabliksins of mikil til þess. Fyrri hálfleikur þokkalegur vegna góðs leiks Akurnesinga. Síðari hálfleikurinn svo sem ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Akurnesingar mættu ákveðnir til leiks. Nú átti það að takast. Sigur í bikar- keppninni. Og það tókst. Strax skapaðist hætta við Valsmarkið. Fyrst eftir mistök Sævars Jónssonar og litlu munaði að Pétri Péturssyni tækist að skora á fyrstu mínútunni en Grímur Sæmundsen bjárgaði á síðustu stundu — og síðan urðu Atla Eðvaldssyni á mistök. Spyrnu Matthíasar Hallgrímssonar var bjargað í horn. Og á 4. mín. var enn hætta við Valsmarkið. Sigurði Haraldssyni tókst að ná knettinum næstum af tám Péturs. Ólga í vörn Vals gegn ákveðnum Skaga- mönnum. Eftir að Guðmundur Þor- björnsson hafði skallað hátt yfir Skaga- markið úr góðu færi var nær allur þung- inn í sókn hjá Skagamönnum. Tveir leikmenn ÍA áttu mestan heiðurinn af því — Árni Sveinsson og Karl Þórðarson. Áberandi beztu menn í leiknum og samvinna þeirra oft frábær. Þeir renndu sér í gegn að vild upp vinstri kantinn. Valur átti ekkert svar við stór- leik þeirra og þó elti Atli Karl að mestu allan fyrri hálfleikinn slæmt að láta einn helzta uppbyggjara liðsins I slíkt hlutverk. Akurnesingar fengu margar hornspyrnur og hætta var oft við Vals- markið. En það vantaði herzlumuninn að Skagamenn skoruðu — auk þess, sem ’ Sigurður Haraldsson stóð vel fyrir sínu í markinu. Þá brotnuðu margar sóknar- lotur þeirra á Dýra Guðmundssyni. Hann var langbeztur Valsmanna í leikn- um — Grimur einnig ágætur bakvörður. Sérstaklega varði Sigurður vel skot frá Árna Sveinssyni neðst í markhornið — og greip oft vel inn í að öðru leyti. Árni virtist alls staðar á vellinum — bjargaði snilldarlega innan markteigs um miðjan hálfleikinn í einu hættulegasta upp- hlaupi Vals. Þau voru fá. Þó gat Ingi Björn gert betur á 36. min. Jón Einars- son frir en Ingi reyndi að leika á mót- herja og missti knöttinn. En sóknarþunginn var hinu megin. Það hlaut að koma að því að Akurnes- ingar skoruðu. Sigurður varði skot Árna i horn. Karl tók hornspyrnuna vel. Lyfti knettinum inn í vítateiginn. Af höfði Harðar Hilmarssonar barst hann til Péturs, sem fékk tima til að athafna sig. Fast skot hans lenti neðst i vinstra mark- horninu. Fögnuður gifurlegúr. Loksins höfðu Skagamenn uppskorið laun erfiðis sins og það ekki fyrr en eftir 42 mín. Rétt á eftir munaði litlu að Matthías skoraði. Snéri illilega á Valsvörnina. Spyrnti á markið næstum frá hliðarlínu. Knötturinn lenti innan á stöng og út aftur. Síðari hálfleikurinn var lakari — og oft daufur. Samleikur þó oft allgóður vegna litils hraða. Akurnesingar léku sterkan varnarleik. Drógu sig að mér fannst alltof mikið aftur. Hins vegar snöggir upp — og Karl Þórðarson var beinlínis of góður fyrir nokkra samherja sína eins og Stanley Matthews hér á árum áður hjá enskum. Sumir Skaga- menn gátu ekki spáð í snilldarleiki Karls. Framlína Vals hresstist, jregar Hálf- dán Örlygsson kom i stað Jóns Einars- sonar án þess þó að það bjargaði neinu. Valur fékk þó sín færi. Fyrst Ingi Björn dauðafrír inn á markteig en skaut beint i Jón markvörð Þorbjörnsson. Rang- stöðutaktik Skagamanna heppnaðist mjög vel í þessum leik — og einnig i þessu tilviki. Ingi Björn var rangstæður en línuvörðurinn Óli Olsen brást. Rétt á jeftir fékk Atli gott færi en spyrnti knett- inum í hliðamet. Hann lék í sókninni hjá Val í s.h. Mínúturnar snigluðust áfram. Matthías meiddist og varð að yfirgefa völlinn. Jón Áskelsson kom í hans stað — Dýri og Kristinn Björnsson báðir bókaðir fyrir innbyrðis átök, og svo kom að þvi að ágætur dómari leiks- ins, Guðmundur Haraldsson, flautaði leikslok. Fögnuður — faðmlög — tár. Gleði Akurnesinga — og Valsmenn tóku ósigrinum með mikilli stillingu. Árni og Karl voru menn leiksins. Halldór Sigurðsson mjög sterkur mið- vörður með Jóhannesi. Þeir kaffærðu miðherja Vals. Guðjón sterkur bak- vörður og Sveinbjörn Hákonarson kom á óvart með góðum leik. Pétur ávallt hættulegur og Matti barðist hetjulega. Þetta var ekki dagur Vals — liðið óþekkjanlegt frá þvi, sem það getur bezt. Dýri þó mjög snjall — Grimúr, Sigurður og Albert góðir. Aðrir langt frá sínu bezta. kallaði Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnuráðs Akraness eftir að hafa fengið heildaruppgjöríð frá leiknum. Það fengu Valsmenn einnig — og forustu- menn beggja liða virtust ánægðir með „hlutinn”. Áhorfendur, sem greiddu aðgang, voru 6746, svo áhorfendur I heild hafa verið talsvert á áttunda íþróttafatnaður Merkjum og setjum auglýsingar á iþróttabúninga. Magnafsláttur til félaga, skóla og starfshópa. ráðherra. „Ég er ánægður með þessi ór- slit en Akurnesingar áttu að vinna með meiri mun,” sagði Halldór brosandi og skrifaði tékk: Styrktargjald til ÍA — og hann þakkaði hverjum leikmanni fyrir leikinn I leikslok. Eiður Guðnason, þingmaður Vestur- landskjördæmis. „Ég er ánægður með þessi órslit fyrir hönd minna manna. Fyrri hálfleikurinn er einn sá bezti, sem ég hef séð til fslenzkra liða. Að visu hef ég ekki verið tíður gestur á vellinum sfðustu árín en var það hér á árum áður. Akurnesingar hefðu átt að skora fleiri mörk,” sagði Eiður, sem fagnaði leik- mönnum ÍA i bóningsherberginu eftir ieikinn — og þar var mikið fjör. ÞAÐ TÓKST - AKURNES- Þröstur Stefánsson, formaður lþrótta- bandalags Akraness. „Ég er mjög ánægður að ÍA skyldi nó sigra l nfundu tilraun — sjálfur var ég þátttakandi i sex úrslitaleikjum, sem töpuðust. Skaga- menn léku betur og hefðu átt að vinna með meiri mun. Þessi sigur verður lyftistöng fyrir alit okkar starf — og markar tfmamót. Við höfum nó sannað, að við getum sigrað i Bikarkeppninni. ” Gunnar Sigurðsson, formaður Knatt- spyrnuráðs Akraness. „Þetta er stærsti dagur minn með Akranesliðinu. Við vorum óheppnir að tapa fyrir Val á Akranesi i 1. deiid i sumar. Nú var aldrei vafi á þvi hvort liðið hlyti bikarinn og Kirby hefur stigið enn eitt þýðingar- mikið skref með liðið. Ég reikna með því. að hann verði áfram þjálfari ÍA — við förum að ræða um það við hann.” -hsim. PÓSt- sendum George Kirby, þjálfari í A. „Valsmenn eru góðir — en þeir eru ekki beztir. Ég er mjög ánægður með þessi úrslit — allir leikmenn minir léku vel. T.d. var þetta aðcins annar leikur Sveinbjörns Hákonarsonar með liðinu. Áfram með liöið? — Ja, þú ert sá fyrsti sem minnist á það. Jú, ég er reiðubúinn að þjálfa Akurnesinga næsta leiktfmabil. Þá get ég talað islenzku eftir öll þessi ár hér,” sagði Kirby og brosti. Karl Þórðarson. „Ég er mjög ánægður — alsæll, en þetta var ákaflega erfiður leikur. Það var mjög gaman af fyrri hálfleiknum og þá lékum við mun betur. Létum boltann vinna. Það var ánægjulegt að verða bikarmeistarí — þrísvar hef ég hlotið silfurverðlaunin. Það hefði ekki verið ósanngjarnt að við skoruðum fleiri mörk,” sagði hinn 23ja ára Karl, sem margir töldu bezta leik- manninn á vellinum. Pétur Pétursson, miðherji ÍA. „Það var alveg æðislegt að sjá á eftir knettin- um í markið. Þetta var fimmta mark mitt — af 11 mörkum Skagamanna — i bikarkeppninni. Þetta var erfiður leikur — einkum i siðarí hálfleik, þegar við reyndum að halda fengnum hlut. Við vorum ákveðnir i að vinna þá — og það tókst.” Pétur hefur skorað 24 mörk í tveimur helztu mótunum i sumar, islandsmótinu og bikarkeppninni. Það er afrek, sem erfitt verður að bæta. Matthías Hallgrímsson, leikmaður ÍA. „Ég er ánægður en það hefði verið sanngjarnt að við hefðum haft 2—3 mörk yfir f hálfleik. Það var svekkjandi að skora ekki, þegar ég spymti knettinum innan á stöngina. Ég hélt að hann ætlaði í markið — en það varð ekki,” sagði Matti, sem fékk slæmt spark á ökklann i s.h. og varð að yfirgefa völlinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.