Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. | Sólkveðjuhátíð íReykjavík: Uf og fjör á Lækjartorgi Það var litríkur og glaðvær hópur sem safnaðist saman á Skóla- vörðuholti á þriðja tímanum i gærdag og fór i skrúðgöngur niður á Lækjar- torg. Þar var haldin nýstárleg sam- koma, Sólkveðjuhátíð. Frumkvæðið kom frá ungu fólki, sem vildi lifga upp á dapra borg og hversdagslegt mannlíf. Hátiðir af þessu tagi eru algengar erlendis. í suðrænum löndum eru þær föst menningarhefð með aldalanga sögu að baki. í Reykjavik hefur hins vegar rikt furðulegt áhugaleysi um slíka almennings fagnaði. í lög- reglusamþykkt borgarinnar er meira að segja bannað að blístra á almanna- færi, hvað þá að safnast saman með söngli ogsprelli. Nú hafa gamlar hömlur verið yfir- stignar, og vonandi verður Sólkveðjuhátíðin á sunnudaginn ekki látin detta upp fyrir að ári. Hún ætti að verða fastur liður I menningarlífi höfuðborgarinnar. -GM. Allir aldurshópar mættu á Sólkveójuhátiöina en þaó var áberandi að smáfólkið hafði mest gaman af öllu tilstandinu. Litla fólkið krítaði myndir I öllum regnbog- ans litum á stóttir Austurstrætis, fór í Fram, fram fylking og söng og trallaði af hjartans lyst. Ljósmyndir Ari Kristinsson. 4C Vopnaðir trommum, gílurum, munnhörpum, flautum og fleiri hljóðfærum héldu þessir strákar uppi ágætri stemmningu i skrúðgöngunni og á torginu. Sjá miðmynd. Systurnar tvær sem mættu til hátíða- haldanna með henni mömmu sinni völdu sér viðeigandi grimur. Svona samkoma er nú ekki á hverjum degi. 4t Á slaginu klukkan hálf þrjú lagði Sólkveðjugangan af stað frá Skóla- vörðuholti. Flokkur hljóðfæraleikara sem átti að fara fyrir göngunni mætti aöeins of seint en laganna verðir leiddu mannsöfnuðinn þess í stað fyrsta spölinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.