Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. í þjóðlegum stíl Bók menntir ÖLAFUR JÓNSSON Birgir Sigurðsson: SKÁLDRÖSA Loikrít f 3 þáttum. Lystrœninginn of. 1978.132 bb. Leikhúsin í Reykjavík frumsýndu i vetur fjögur ný leikrit eftir islenska höfunda, Kjartan Ragnarsson, Vé- stein Lúðvíksson, Birgi Sigurðsson og Jónas Árnason, fyrir utan skóla- og nemendasýningar, en á slíkum sýning- um voru lika í gangi ný íslensk verk- efni eftir Pétur Gunnarsson og Flosa Ólafsson. Eins og endranær gengu i vetur á sviðinu nokkur íslensk verk- efni frá fyrri leikárum. Og þá er ótalið það sem til féll af nýju íslensku efni í útvarpi og sjónvarpi. Þetta er mikið. Og þó held ég það sé ekki ýkja miklu meir en verið hefur á undanförnum leikárum. íslensk leik- ritagerð stendur með furðu miklum blóma um þessar mundir, og samtímis aukinni leikritun hefur áhugi leikhús- gesta farið sívaxandi á nýjum ís- lenskum leikritum á undanförnum ár- um. Flestöll þau viðfangsefni leikhús- anna sem best ganga i seinni tíð eru ís- lensk og flest þeirra ný verk. Að þessu leyti eru kringumstæður leikritahöf- unda gerbreyttar frá þvi sem var fyrir fáum árum aðeins þegar fullvíst mátti heita að ný og óreynd íslensk leikrit kolféllu á sýningum. Leikritagerð og bókaútgáfa í vetur bar lika annað til nýlundu á sviði íslenskra leikbókmennta sem ég veit ekki hvort margir hafa tekið eftir eða haft á því orð: allt í einu var farið að gefa út leikrit i bókum. En hingað til hefur íslensk leikritagerð verið hornreka í bókaútgáfu, rétt eins og í bókmenntasögunni að sínu leyti, og næsta fátítt að ný íslensk leikrit, þótt þau væru sett á svið, kæmu líka út á prent. Af hinum vinsælu leikritum Kjartans Ragnarssonar og Jónasar Árnasonar frá undanfömum árum er ekkert þeirra prentað, svo að einhver dæmi séu nefnt. Þó ætti þetta að vera svo sem sjálfsagt mál, að ný íslensk 'leikrit sem tekin eru til sýningar í at- vinnuleikhúsum okkar komi að jafn- aði út á prent samtímis frumsýning- unni eða þvi sem næst. Og þetta er orðið beinlinis brýnt eftir að leikrita- gerð er orðin svo mikill þáttur nýrra bókmennta sem raun ber nú vitni. En þótt skömm sé frá þvi að segja eru ekki nema örfá af leikritum t.a.m. Jökuls Jakobssonar aðgengileg á prenti, og er þó Jökull óumdeilt í hópi okkar helstu samtiðarhöfunda og raunar sá sem varð til að ryðja hinni nýju leikritun brautina til almenningshylli. Ef að þessu hefur verið fundið hafa útgefendur jafnan átt létt um svör: hér væri svo sem enginn markaður fyrir leikrit, hafa þeir þá sagt, og vonlaust að láta slíka útgáfu standa undir til- kostnaði. En vera má að þetta sé að breytast, þótt dæmið hafi áður fyrr verið rétt reiknað, að með vaxandi al- menningsáhuga á nýjum íslenskum leikritum fari einnig lesendahópur leikrita smávaxandi. Og i vetur og vor komu sem sé út I bókum leikrit eftir þrjá höfunda, sem er alveg óvenju- mikið. Iðunn gaf út leikrit Vésteins Lúðvíkssonar, Stalin er ekki hér, og Lystræninginn I Þorlákshöfn Skáld- Rósu eftir Birgi Sigurðsson sem bæði voru frumsýnd í vetur. Og hjá Letri kom út safn leikrita eftir Þorvarð Helgason, Textar 1, tveir einþáttungar fyrir svið og tvö útvarpsleikrit Þor- varðar sem flutt hafa verið á undanförnum árum. Taka má eftir þessu, að tveir af þremur útgefendum eru jaðar-for- lög sem svo má kalla og hafa einkum fengist við fjölritaútgáfu. Raunar er Skáld-Rósa prentuð og að öllu leyti venjulega og snyrtilega gerð bók. En ef lesendahópur leikrita er svo fá- mennur sem sagan segir má vel vera að framtíð leikritaútgáfu felist í út- gáfuháttum eins og Letur tíðkar, off- set-fjölritun sem er miklum mun kostnaðarminni en venjuleg prentun. Og Textar Þorvarðar Helgasonar er líka mjög svo snyrtilega gerð bók eftir þessum hætti. Hún telst fyrsta bindi í Leikritasafni Leturs svo að Ijóslega er fyrirhugað framhald leikritaútgáfu I þessum sniðum. Þjóðleg rómantíska Skáld-Rósa var frumsýnd í Iðnó um jólaleytið I vetur, við heldur dræmar undirtektir gagnrýnenda, að mig minnir, að minnsta kosti þótti mér ekki gaman í leikhúsinu I það skipti. Það hefur aftur á móti öðrum þótt. Leikurinn var leikinn fyrir fullu húsi fram á vor og verður að ég ætla brátt tekinn upp á ný ásamt öðrum göngu- stykkjum Leikfélagsins. Raunar er auðráðið I vinsældir Skáld-Rósu ef út í það-er hugsað. Leik- ritið heyrir til rótgróinni „þjóðlegri hefð” leikrita og leiksýninga í Iðnó sem Þjóðleikhúsið síðan tók I arf og hefur lagt rækt við eins og fleira gott úr leikhúsinu við Tjörnina. Strangt tekið má rekja þessa leikritagrein aftur til elstu íslensku leikritanna og klass- iskra verka í íslenskum leikbókmennt- um. Og í meðförum þeirra og annarra seinni verka af sama eða svipuðu tagi hefur á sviðinu komist hefð á róman- tískan skilning og úrlausn þeirra, mannlýsinga og atburða í leikjunum, þjóðlífs- og þjóðháttalýsingu sem verður umgerð frásagnarefnisins. Segja má að þessi „rómantíska leik- hefð” lúkist enn í dag eins og spenni- treygja um verk Jóhanns Sigurjóns- sonar og meini beinlínis leikendum og áhorfendum afnot þeirra. En langt er nú orðið síðan fram hafa komið ný frumort leikrit af þessu tagi sem máli skipta. Ætli Gullna hliðið sé ekki síðasta slíkt verk sem varanlegt hefur orðið á leiksviði? 1 þeirra stað hafa komið leikgerðir al- kunnra og vinsælla, jafnvel klassískra skáldsagna sem oft hafa orðið vel heppnaðar og vinsælar leiksýningar. Þessi grein leikrita hófst í Iðnó fyrir lifandi löngu — með leikgerðum eftir AF HVERJU HÖGGDEYFA? Vegna þess aö þeir eru: 1. stillanlegir, sem býður upp á mjúka fjöðrun eða stifa eftir aðstæðum og óskum bílstjórans. 2. tvlvirkir, sem kemur i vegfyrir að bíllinn, ,slái saman " í holum eða hvörfum. 3. viðgerðanlegir, sem þýðir að KONI höggdeyfa þarf í flestum tilfellum aðeins að kaupa einu sinni undir hvern bíl. 4. með ábyrgð, sem miðast við 1 ár eða 30.000 km akstur. 5. ódýrastir miðað við ekinn kílómetra. Eff þú metur öryggi og þægindi i akstri oinhvers, þá kynntu þú hvoit ekki borgar sig afl setja KONI höggdeyfá undir bilinn. Varahluta- og viflgeröarþjónusta er hjó okkur. SMYRILL H/F Ármúla 7, sími 84450, Rvík Styrkið og fegríð líkamann Ný 4ra vikna námskeið hefjast 4. september Frúarleikfimi — mýkjandi og styrkjandi. Megrunarleikfimi — vigtun — mæling — hollráð. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg. eða meira. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13-22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — guffuböðy- kaffi ©/ Júdódeild Armanns Ármúla 32 skáldsögum Jóns Thoroddsen sem brúkaðar eru enn þann dag i dag, og síðan hefur bæst við fjöldi verka af sama tagi. Skálholt Guðmundar Kambans, Islandsklukka Halldórs Laxness eru alkunn dæmi, og svo aðrar seinni leikgerðir eftir sögum Halldórs í Þjóðleikhúsinu og Iðnó. Um áhuga og aðsókn Skáld-Rósa sver sig í þessa ættina, leikgerð frásögn en ekki eiginlega dramatískt verk. Yrkisefnið er ævi- saga Vatnsenda-Rósu, eða réttara sagt tveir nafntoguðustu þættirnir úr ævi hennar, ástasaga þeirra Páls Melsteðs i æsku hennar, og ástir Rósu og Natans Ketilssonar og afdrif Natans. Birgir lýsir í leikritinu skilnaði Páls og Rósu á Ketilsstöðum á Völlum árið 1817, eftir að Páll er kvæntur, og hann lýkur frásögn af Rósu skömmu eftir aftöku Agnesar og Friðriks, morðingja Natans Ketilssonar, árið 1830. Aðal- heimild er frásögn Brynjúlfs frá Minna-Núpi í Sögu Natans Ketils- sonar og Skáld-Rósu, og eru tveir seinni þættirnir nánast leikfærsla á frásögn Brynjúlfs. Birgir hafnar að vísu hinni dramatísku lýsingu Brynj- úlfs á atburðum á Ketilstöðum, þar sem Páll sýslumaður færir konu sína heim í garð til Rósu, frillu sinnar, og fylgir í staðinn frásögn Guðrúnar Helgadóttur, sem einnig hefur skrifað þátt um Rósu, í Skáldkonum fyrri alda. Engu að síður virðist hann að- hyllast sálfræðilega skýringu Brynjúlfs á örlögum R'ósu, að það sem kom fram við hana á Ketilsstöðum hafi mestu ráðið um ævi hennar síðan. Það er nú ekki efi á því að þetta al- kunna söguefni hefur mestu valdið um áhuga manna og aðsókn að leiknum. Og Ijóst er að meðferð þess hefur fallið fólki í geð, leikurinn snýst fyrst og fremst um uppmálun rómantískrar kvenlýsingar, þar sem Rósa verður einhvers konar ígildi lífsins sjálfs, ósigrandi í vanmætti og veikleika og umfram allt kærleika sínum, i umgerð þjóðhátta- og þjóðlífslýsingar sem all- ténd mun eiga að vera trúverðug. Nú væri einu sinni sem oftar fróðlegt að vita hverjir einkum hafa sótt leikhús i vetur. Einhvern veginn finnst mér að óreyndu ósennilegt að þetta söguefni og aðferð höfði mjög til unglinga og ungs fólks, miklu trúlegra að það hafi einkum verið miðaldra og eldra fólk sem fyrir hafði áhuga og einhverja þekkingu á efninu sem leikinn sótti. Ef þetta er rétt ættu áhorfendur Skáld- Rósu í vetur að hafa verið mun eldri en almennt gerist í leikhúsunum. Upphaf að efni Birgir Sigurðsson aðhyllist hina þjóðlegu og rómantísku leikritahefð, en leggur enga sérstaka rækt við hana.1 Hann reynir t.a.m. alls ekki til þess að líkja eftir málfari þess tíma sem leikur- inn gerist, og skal ekki fundið að þvi, þótt að visu verði sumar setningar skrýtnar i munni Páls Melsteðs, Natans og Rósu, Björns sýslumanns Blöndals. Fólk hans er eða vill vera nútiðarfólk að hugsun og orðfæri, samtöl oft með ljóðrænu ívafi og hrynjandi. Áftur á m'óti orkar sitthvað tvímælis í sögulegri umgerð og aldar- farslýsingu og leiðir af því mótsagnir innan leiks. Einkennilega kemur það fyrir að sýslumaður á Ketilsstöðum búi í fjósbaðstofu í fyrsta þætti. Og fráleitt virðist samtal þeirra Natans og Björns Blöndals í upphafi þriðja þáttar þar sem sýslumaður er látinn leita ásjár sakamanns sins — nánast af hræðslu eða heimsku að þvi er virðisL Hvað sem sögulegum staðreyndum líður kemur hvorugt þetta heim við þann stéttamun og félagslegu and- stæður sem leikurinn virðist þó vilja ganga út frá. En mest eru vandræðin með Natan Ketilsson. Eftir fyrirmynd Þorgeirs Þorgeirssonar í Yfirvaldinu virðist Birgir sjá hann sem einhvers konar uppreisnarmann gegn yfirstétt og yfir- völdum, stéttlausan mann sem hæfi- leikar hans hafa leyst frá uppruna sínum meðal alþýðunnar, en uppruni hans meinar frama meðal yfirstéttar. Um leið virðist Birgir vilja gera Natan að einhvers konar ósjálfráðum vin smælingjans. En torvelt er að koma heim og saman lýsingu Natans í lsta og 2ru atriði annars þáttar, lsta og 3ja atriði þriðja þáttar — og ekki tókst á sýningunni i vetur að gera úr honum heillega eða sannfærandi mannlýs- ingu. Af að lesa leikinn fannst mér á ný hið sama og við að sjá hann í vetur, að brotalöm sé á efni og aðferðum hans. Fyrsti þáttur er langsamlega áhuga- verðastur. Þar er í rauninni lýsing Rósu fram komin í öllum meginat- riðum, og þar eru að öðru leyti eftir- tektarverðustu mannlýsingar leiksins, Páls Melsteðs og Önnu Sigríðar, konu hans. í fyrsta þættinum held ég að liggi eiginlegur efniviður Birgis Sigurðssonar: uppkast að leikriti um ástir Páls Melsteðs og Rósu, átök Rósu og önnu Sigríðar um sál og lik- ama sýslumannsins, sem endanlega gæti miðlað sigrihrósandi mannlýs- ingu Rósu sjálfrar. En þetta efni lætur Birgir liggja eftir fyrsta þáttinn og tekur í staðinn til við að endursegja ævi Rósú og Natansmál með meló- dramatískum aðferðum í staðsálfræði- legs efniviðar, Ijóðræns ritháttar fyrsta þáttarins. Þar verður margt býsna klökkt í meðförunum: ég nefni til dæmis niðurlag annars þáttarins, Akureyrarför Natans og Rósu með sínum klámfengna leirburði, eða 6ta og 7da atriði þriðja þáttar, eftir aftök- una og friðilstak Rósu á vinnumanni sínum. Hvað *m aðsókn og vinsældum liður held ég að hér hafi orðið mistök á mikilsháttar efni — sem Birgir Sigurðsson hefði þrátt fyrir allt átt að geta gert skil. Til þess benda hin fyrri leikrit hans, það sem þar tókst best. Og til þess bendir, þrátt fyrir allt, það upp- haf á efninu, uppkast að leik, sem eygja má í fyrsta þætti Skáld-Rósu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.