Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 11
 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. 11 \ Stefnumótun Ný skilgreining á manninum Kjallarinn Fjölþætt gildismat við stjórnun Ef við fjöllum um stefnumótun fyrir íslenska þjóðfélagið eða fyrir hvaða þjóðfélag eða skipulagsheild sem er, þá hlýtur fyrsta spurningin að vera sú: í hvers þágu, með hvers konar hugmyndir.að viðmiðun, með hvers konar þarfir í huga erum við að vinna að stefnumótun? 1 því sem ég segi hér á eftir geng ég út frá því að verið sé að móta stefnu með þarfir allrar þjóðfélagsheildarinn- ar fyrir augum. Þaer hugmyndir, sem ég miða við eru af sviði félagsvisinda og sálarfræði, einkum styðst ég við flokkun félagsvísindamannsins Spranger á gildismati og skilgreiningu sálfraeðingsins Maslow á þörfum mannsins. Sú skoðun höfundar, að maðurinn sé fjölþætt menningarvara, sem með sköpunarkrafti sinum og framsýni sé fær um að ráða framtíð sinni, er ein aðalforsenda þess að þessi vinnuaðferð er sett fram. Þarfir mannsins Þarfir mannsins eru mismunandi skilgreindar eftir þvi út frá hvaða sál- fræðilegri stefnu það er gert, en ég miða hér viö uppröðun, sem kemur frá þekktum bandariskum sálfræðingi Abraham Maslow: 1. Lífeðlislegar þarfir. 2. Öryggisþörf. 3. Þörf fyrir ástúð og mannleg sam- skipti 4. Virðingarþörf. 5. Sköpunar- og sjálfsbirtingarþörf. 6. Andlegar og trúarlegar þarfir. Meðal undirstöðu likamsþarfa eru þörf'fyrir húsaskjól, klæði, mat, drykk, kynlif og annað i þeim dúr. Þessar þarfir eru tengdar líkamanum og starf- semi hans og fjölgun kynslóðanna. öryggisþarfir skipta miklu máli bæði i lífi einstaklingsins og í þjóðlífinu. við skulum bara taka eitt dæmi, trygg- ingakerfið. Bæði frjáls trygging, sem rekin er i ábataskyni og eins samtrygg- ing féíagslegs eðlis, sem byggð er á félagshyggjusjónarmiðum byggja starfsemi sína á öryggisþörf mannsins og það er margt í þjóðfélaginu sem beinist að þvi að fullnægja þessari þörf beint og óbeint. Aldrei er hægt að full- nægja öryggisþörfmni algerlega með ytri aðgerðum. Ákveðið magn af til- finningalegu öryggi, þor og hugrekki til þess að takast á við verkefni og vandamál lifsins eru einstaklings- bundnir hæfileikar, sem til þarf. Þörf fyrir ástúð og samskipti er félagsleg þörf. Við höfum öll þörf fyrir samveru, við höfum öll þörf fyrir sam- band við annað fólk, við höfum öll þörf fyrir manneskjur i okkar lifi, sem við höfum djúp tengsl við og lifum í nánu samlífi við, annars kemur fram einangrun og óánægja. Eitt af því, sem margir hafa talað um að væri undirrót ýmissa vandamála í samtimanum er einmitt skortur á slíkum djúpum mannlegum tengslum. Slík mannleg tengsl fást ekki i gegnum peninga, hins vegar má nota fjármagn til þess að búa til stofnanir eða fyrirtæki til þess að þjóna slikum þörfum, eins og t.d. veit- ingahús og félagsheimili. En frjáls félagsleg samskipti milli vina, innan fjölskyldu, i frjálsu félagsstarfi o.s.frv. kosta ekki endilega neina peninga og eru þess vegna fyrir utan þetta venju- lega efnahagskerfi og kæmu ekki fram Álagning í smásölu lækkaðiá síðasta kjörtímabili Nú eru álagningarmál i sviðsljós- inu. Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóð- viljans og nýbakaður þingmaður Vest- firðinga, segir í ritstjórnargrein í Þjóð- viljanum 29. júli sl.: „ ... enda er það staðreynd að verzlunarálagning hefur farið heldur hækkandi en lækkandi á síðasta kjörtímabili.” Hér er átt við álagningu í smásölu og mun vera við- leitni i þá átt að sanna að smákaup- menn hafi ekki hert beltisólina á sama tíma og öðrum stéttum hafi verið gert að gera það. Þar sé því um auðæfi að ræða, sem færa megi yfir til öreig- anna. Mun þingmaðurinn á þennan hátt vilja hjálpa til að böggla formanni sínum í forsætisráðherrastólinn. En staðreyndin um álagningu i smá- sölu allt frá því að vinstri stjórnin var við völd á fyrri hluta ársins 1974 og þar til nú eru þessar, og er miðað við að keypt sé af innlendum heildsala eða innlendum framleiðanda: Álagning á kaffi: Vinstri stjórn 1974............20.2% Nýstjórn.sept. 1974........... 17.9% Álagningnú, 1978 ..............18.0% Álagning á hveiti, ýmiss konar mjöli og sykri: Vinstristjórn 1974 ........... 30.9% Nýstjórn, sept. 1974.......... 27.4% Álagning nú, 1978 ............ 27.4% Álagning á niðursuðuvörur o.fl.: Vinstri stjórn 1974 .......... 39.3% Ný stjórn, sept. 1974......... 34.9% Álagningnú 1978................35.2% Álagning á kvenskó: Vinstri stjórn 1974 .......... 38.3% Nýstjórn,sept. 1974. 34.0% Álagning nú, 1978 ............ 34.4% Álagning á . búsáhöld, s.s. potta, pönnur, katla o.fl.: Vinstri stjórn 1974 .......... 25.2% Nýstjórn.sept. 1974. ....... 22.3% Álagningnú, 1978 ............. 23.2% Álagning á ytri fatnað kvenna: Vinstri stjórn 1974............42.9% Ný stjórn, sept. 1974......... 38.2% Álagningnú, 1978 ............. 38.7% Álagning á Ijósakrónur og lampa: Vinstri stjórn 1974 .......... 36.5% Nýstjórn, sept. 1974.......... 32.5% Kjallarinn Jón I.Bjarnason Álagning nú 1978.............33.0% Álagning á málningu og lökkum: Vinstri stjórn 1974 ........ 24.5% Nýstjórn,sept. 1974......... 21.7% Álagning 1978 .............. 21.8% Ofangreind dæmi um verzlunar- álagningu eru tekin af handahófi úr tilkynningum vérðlagsnefndar á til- greindum tíma. Þau tala skýru máli. í öllum tilfellum var álagningin stór- lækkuð eftir að núverandi rikisstjórn komst til valda, nál. 8—10%, og eins og glöggt má sjá, er í öllum tilgreind- um dæmum um lægri álagningu að ræða nú, en gilti við lok valdaskeiðs vinstri stjórnarinnar 1974. Ritstjóri Þjóðviljans og þingmaður Vestfirðinga er þannig uppvis að beinni fölsun staðreynda þegar hann birtir i blaði sínu fyrrgreind ummæli um verzlunarálagningu i smásölu á sl. kjörtímabili. Álagning i smásölu hefur lækkað, en ekki hækkað. Kaupmannasamtök íslands hafa mótmælt þessum fölsunum, en Þjóð- viljinn hefur ekki fengizt til að birta þau mótmæli, nema að hluta til. Kemur þar e.t.v. í Ijós einn anginn af „fréttamafiunni”. Jón I. Bjarnason ritstjóri. i hagvexti. Aftur á móti myndi starf- semi veitingahúss koma fram í hag- vexti. Og hérna erum við komin að því atriði, sem Jónas Haralz talaði um áðan, að hagvöxturinn er alls ekki neitt endanlegt markmið í þjóðfélagi og á heldur ekki að vera það. Virðingarþörf spilar mikið inn í þjóðfélagið eins og við þekkjum það í dag. Þörfin fyrir virðingu er sam- kvæmt hugmyndum Maslow alveg jafn eðlileg og nauðsynleg eins og þörfin fyrir mat. Við höfum öll þörf fyrir það að skynja, að okkar framlag sé virt, að við séum virt sem persónur. Það er mjög greinilegt hvernig þörfin fyrir virðingu getur haft áhrif á efnahagslíf. Tökum sem dæmi það að klifra upp efnahagslegan virðingarstiga með þvi að ná i íburð og stöðutákn eins og ákveðnar gerðir af bílum, við skulum bara taka Mercedes Benz sem dæmi eða þá dýran klæðnað, íburðarmikil heimkynni, einbýlishús og annað í þeim dúr. Þetta er liður í því hvernig hvatningarkerfi og hugsunarháttur þjóðfélagsins er. Menn leitast, eins og mál standa, töluvert við það að full- nægja virðingarþörf sinni í gegnum efnahagsleg tákn og efnahagslegar leiðir. Þetta þarf ekki að vera svona, aðrar tegundir af þjóðfélögum eða menningu geta lagt lítið upp úr því efnahagslega og mikið upp úr ein- hverju öðru, eins og t.d. skáldskapar- gáfum eða tónlistarhæfileikum, líkam- legu atgervi eða andlegum þroska. Auðvitað er okkar menning ekki svo einhliða að það sé eingöngu hið efna- lega og hið efnahagslega sem skapar virðingu, en þessi síðustu ár hefur ^ komið til ákveðin áherzla á hið efna- hagslega gildismat og ég ætla að fjalla um það nánar á eftir. Sköpunar- og sjálfsbirtingarþörf mannsins er samkvæmt hugmyndum Maslow sérstök þörf og byggir á því, að við viljum leggja eitthvað fram, skapa, birta okkar hæfileika og sjálf. Við þekkjum þetta kannski bezt i sam- bandi við störf. Lífið hefur yfirleitt ekki mikið gildi fyrir fólk nema það fáist við skapandi starfsemi og geti verið við vinnu. Þess vegna er at- vinnuöryggi og tækifæri til þess að vinna við starf afskaplega mikilvægt fyrir þjóðarfarsæld. Án þess, þá er mjög mikil hætta á þvi að vonbrigði og þunglyndi nái yfirhöndum. Þetta skeður t.d. oft með fólk, sem þarf að hætta að vinna vegna aldursaka, en sem enn hefur starfsgetu. En þessi sköpunarkraftur eða sköp- unarþörf getur fengið útrás i mörgu öðru en I starfi, t.d. i sambandi við áhugamál, í sambandi við félagsstörf, i sambandi við það að vinna í garðin- um, vinna við hús sitt, listræna tján- ingu eða eitthvað slikt. í síðasta lagi þá er það þörf fyrir andlega reynslu. Þetta var Maslow ekki með I sínum upprunalega lista sem hann setti fram í þekktri bók 1954, en hann bætti við i grein sem hann skrifaði 1968, að andlegi þáttur- inn í manninum, það að upplifa eitt- hvað ennþá stærra og dýpra heldur en hið persónulega, væri líka eðlileg og nauðsynleg þörf hjá fólki. Við sjáum þetta atriði m.a. i sambandi við dauð- ann, en hann verða allir einhvern tim- ann að horfast í augu við. Þar er spurningarmerki, sem við vitum ekki hvað er handan, þó um það séu að sjálfsögðu hinar margvíslegustu hug- myndir og kenningar. Þetta er örstutt yfirlit yfir þarfir mannsins. Fjölþættari mynd af manninum Margir hafa talað um nauðsyn þess að það kæmi fram nýr maður eins og hann kallaði þaðu Ég mundi heldur vilja orða þetta, ný sýn eða ný skil- greining á manninum. Ég vil stinga upp á þvi, að þetta sjónarmið Maslow sé gott dæmi um nýja og yfirgripsmeiri skilgreiningu á manninum. Hér er skil- greining á þörfurn mannsins sem nær til fleiri þátta mannlifsins lieldur en venjulega er gengið út frá í sambandi við hagfræði, i sambandi við atvinnu- rekstur, i sambandi við þjóðmál og GeirViðar Vilhjálmsson stjórnmálastörf. En af hverju er þetta svo? Af hverju höfum við lagt svona mikið upp úr þvi efnislega og efna- hagslega eins og ég held að ómót- mælanlega hafi verið gert. Einhæft gildismat er ein af frumorsökunum. Það eru mörg atriði, sem sýna ójafn- vægi í menningu nútima iðnrikja. Víg- búnaður, mengun, alls konar félagsleg vandamál og andlegir sjúkdómar eru nokkur dæmi. Einhæft gildismat liggur, meðal annarra orsakaþátta, hér á bak við. Á lslandi er verðbólga og efnahagsvandi skýrasta dæmið um slíkt menningarlegt ójafnvægi. Til þess að menningarlegt jafnvægi komist á þurfa hugmyndir okkar um það hvað sé góð menning og hvað sé gott mann- lif að breytast, verða fjölþættari og heildstæðari, og ég held að það sé stað- reynd, að ný menning og ný manngerð sem er fjölþættari, mannúðlegri og heildrænni séu i uppsiglingu. Með fjöl- þættari á ég m.a. við það, að þjóð- félagsleg markmið beinast meira að félagslegum, listrænum, fræðilegum og andlegum markmiðum, jafnhliða hinum stjórnmálalegu og efnahags- legu sem ber hæst nú. Þá á ég ekki bara við markmið i einkalífi heldur lika að slík félagsleg, fræðileg, andleg, listræn markmið verði skilgreind sem stjórnunarmarkmið og tekin inn i þjóðfélagslega skipulagningu og áætl- anir hjá fyrirtækjum, stofnunum og opinberum aðilum. Geir V. Vilhjálmsson sálfræðingur Þjóð í síðastaleik Skrýtið sumar! Stundum hefur sólin sézt hér á suðvesturskika, brosandi hátt á himni eins og ekkert hefði í skorizt. Hún hefur ekki virt þetta horn viðlits siðan árið 1974. Þá voru lika kosningar. En það var líka þjóðhátið! Allir voru kátir, og allir voru hressir og allir renndu hýru auga til fortiðar og framtíðar. En eins og eðlilegt er á vondum tímum gleyma menn þeirri bölvuðu staðreynd að við lifum í nútíð. Og nú hortugheitast sú nútið ærið gustmikil í hverju húsi og gerir sér engan'mannamun. Þjóðhátiðarfylliríið mikla var sem sagt aldrei drukkið út heldur sveif ölæðið þyngra á þjóðina er það breidd- ist út með æ ferlegri tilbrigðum. Loks misstu nokkrar manneskjur stjórn á sér og hófu forkostulegan bófahasar og undirheimaverk. Hefur sjaldan jafnlétt þúfa velt ein þungu hlassi. Ærðust nú allir hátíðargestir. Hin skynsömustu valmenni og skap- stjórnarmenn sáu ofsjónir: bófa og illþýði i hverju skoti. Hvað þá þeir er minna áttu vitið og skapstillinguna. Var nú allt þjóðfélagið frá rónanum í strætinu að veldisstólum landsfeðra, eitt kraumandi mafiuhysterí sem sá undirróður og lævís svik og pretti í öllum áttum. Var enginn maður óhultur um líf sitt en flestir fyrirgerðu mannorði sínu. Fáir vissu lengur mun hægri fótar frá þeim vinstri. Margir skriðu á fjórum fótum. En nokkrir fóru að tala tungum og bera náunga sínum vitni. Risu nú margir kolbitar úr öskustó. Stofnuð voru málgögn og máltól til að slökkva brennandi þorsta þjóðarinnar eftir nýjustu svala- drykkjum úr forarpyttum undirheima, sem á nokkrum misserum flæddu um öll byggð ból og kaffærði í aur og skít hvern Ijúfan friðarreit, sem þjóðin hafði ræktað og hlúð að í ellefu hundruð undirbúningsár fyrir Kjallarinn SigurðurGuðjónsson þjóðhátið. En stórmenni og andan- sjöfrar flúðu i ofboði á æðri tilverustig. Þar ræðast þeir við spaklega og reykja hass. E-n við sem hófum sumblið tíma- mótaárið góða með kurteisum skála- ræðum, stöndum nú allt í einu uppi með ferlega timburmenn í svínariinu miðju, hvert ekki er tiltakanlega hæverskt né prútt. Og hver á svo að þrífa flórinn? Stjórnvitringar vorir, sem ekki sprungu hreinlega á limminu og svifu eins og blöðrur út í tómið, sitja i hrókaræðum við sjálfa sig um það hvort eigi að moka hann með höndun- um einum eða í pottlokunum þvi eng- ar skólfur eru lengur til í landinu. Skutulsveinar þeirra og vikapiltar er ekki voru hættir að pissa undir er darraðardansinn byrjaði, en hröktust i ósköpunum fyrir óhönduglega slysni upp á ríkisflórinn hæstan, hafa aldrei lært að tálga tré né harma járn. Og hver á þá að ryðja haugfjandann? Nú er hún Snorrabúð stekkur. Hinn trausti og fámælti bænda- og búalýður er erjaði í hverjum dal og í hverri vik, hefur álpast fyrir björg nema þetta slitur sem tókst að smala i búr á landareign Mjólkurbús Flóamanna, börnum og hröfnum að leik. Islands hrafnistumenn, stoltustu kempur vorar og gjaldeyrisveiðarar síðan elztu menn dóu, láta ekki deigann síga fyrr en í fullar lúkumar. Þeir hafa sagt sig í land til að reyna að halda i siðustu leyfarnar af reisn og stolti þjóðarinnar sem fyrr á tímum sagði sig á sveit, en seinna á bæ og loks á Borg. En hin kúgaða stétt gjörðist voldug og sterk — og sleit af sér helvítis hlekkina, öllum að óvörum — og sameinast nú í heilögu bræðralagi undir suðrænni sól í sigursins palmanna lundum með alla álhlunka lýðveldisins í farangrinum. Menntá^ menn og námsfólk þjóðarinnar hefur eins og vænta mátti alveg gengið af göflunum og veit ekki lengur skil á vit- und né veruleika en æskan, síðasta hálmstráið í hallærinu, streitist við að stika út að kvöldi sin fjögra daga plön sem löggæzlan strikar út að morgni með ærnum tilkostnaði svo liggur við gjaldþroti ríkissjóðs. Og páfinn i Róm er dauður. Mér skilst að ástandið sé fremur slæmt. Hins vegar bý ég ekki yfir neinum þeim töfralyfjum sem hægt væri að hella ofan í þjóðina. Auk þess myndi mér auðvitpð ekki detta í hug að neyða þeim ofan í blessað fólkið. Ég er fanatiskur lýðræðissinni. Mig lang- ar bara til að fá að vera með í leiknum eins og hinir. Það er svo gaman í siðastaleik. Gert er upp reis sól Lúðvíks hins I. á íslandi. Sigurður Guðjðnsson rithöfundur. ✓ V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.