Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978.
16
i
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
I
Haukar Islandsmeistarar en
svartur sunnudagur hjá Val
Sunnudagurinn 1 gær var svartur hjá
Val. Eftir að hafa lotið 1 lægra haldi fyrir
Skagamönnum I knattspyrnu í Laugar-
dalnum, biðu þeir ósigur fyrir Haukum,
vestur við Melaskóla I útihandknatt-
leiksmeistaramótinu. Hins vegar var
þetta sannkallaður hamingjudagur hjá
Haukum, — fyrsti meistaraflokkssigur i
landsmóti, i 35 ár. Fyrir Stefán Jónsson
fyrirliða Haukanna, var þetta einnig stór
m-------------------------------*►
íslandsmeistarar Hauka. Efri röð frá
vinstri Þorgeir Haraldsson þjálfari,
Guðmundur Sigmarsson, Árni
Hermannsson, Guðmundur Haraldsson,
Þórir Gíslason, Svavar Geirsson, Sigur-
geir Marteinsson, Ingimar Haraldsson,
Hörður Harðarson, Sigurjón Gunnars-
son form. handknattleiksd. Hauka,
Hermann Þórðarson form. Hauka,
Neðri röð frá v. Lárus Karl Ingason,
Ólafur Guðjónsson, Stefán Jónsson
fyrirliði, Gunnlaugur Gunnlaugsson,
Sigurður Aðalsteinsson.
stund, en hann hefur verið í baráttunni,
fyrir Hauka yfir tvo áratugi og átti sinn
stóra bátt í sigrinum i gærdag, með
sinum snjöllu linumörkum. Stefán gat
þvi tekið viðmeistarabikarnum úr hendi
Ct___\__I i_______,.nno VCÍ mnA
stolti að leikslokum og einnig blóm-
vendinum sem honum var færður i tilefni
sigursins.
Valsmenn byrjuðu leikinn vel.
Skoruðu tvö fyrstu mörkin, þá sáu
Haukarnir að við svo búið mátti ekki
standa. Tóku á sig rögg, þéttu vörnina
og börðust eins og grimm Ijón leikinn á
enda. Þegar fyrri hálfleikur var um það
bil hálfnaður höfðu þeir náð forustu og í
leikhléi skildu fjögur mörk liðin að.
Stóran hlut átti þar enn einn snilldar-
markvörður Haukanna, Ólafur
Guðjónsson, sem varð hvað eftir annað
hin ótrúlegustu skot. Það var ekki fyrr
en undir lokin að Valsmönnum tókst að
finna veikleika hans, — langskot undir
þverslá, en það kom ekki að gagni.
Munurinn sem þá var orðinn, sex mörk,
varð ekki brúaður og Haukarnir
fögnuðu íslandsmeistaratitilinum, með
19-17.
Framarar kræktu sér I þriðja sætið
með yfir burðasigri yfir FH, 29—20,
eftir að hafa verið undir í hléi, 12— 13
emm
MEKKA
Stórglæsileg skápasamstæða
með höföingjasvip
Mekka skápasamstæðan frá Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hefur
vakið sérstaka athygli fyrir smekklega hönnun, fallega smíði og glæsilegt útlit.
Þér getið valið um einingar, sem hæfa yður sérstaklega, hvort sem þér óskið eftir
plötuhillum, vín- og glasaskáp, bókaskáp, hillum fyrir sjónvarp og hljómburðar-
tæki, o.s.frv. 1 Mekka samstæðunni má velja fallegan hornskáp, sem gerir yður
mögulegt að nýta plássið til hins ýtrasta. Mekka er einnig með sérstaka hillulýs-
ingu í kappa.
Mekka samstæðan er framleidd úr fallegri eik. Hún fæst ólituð, í brúnum lit eða í
wengelit. Mekka er dýr smíði, sem fæst fyrir hagkvæmt verð. Mekka gefur stofunni
höfðinglegan blæ.
Skoðið Mekka samstæðuna hjá:
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Reykjavík: Krlstján Siggeirsson hf. Ólafsvík:
Híbýlaprýði Ólafsfjörður:
JL-húsið
Augsýn h.f.
Verzl. Bjarg h.f.
Trésmiðjan Fróði h.f.
Verzl. Stjarnan
Akureyri:
Akranes:
Blönduós:
Borgarnes:
Bolungarvík: Verzl. Virkinn
Húsavík: Hlynur s.f.
Hafnarfjörður: Nýform
Keflavík: Duus
Kópavogur: Skeifan
Neskaupstaöur: Húsgagnaverzl.
Höskuldar Stefánssonar
Verzl. Kassinn
Verzl. Valberg h.f.
Húsgagnaverzl. Sauðárkróks s.f.
Kjörhúsgögn
Bólsturgerðin
JL Húsið, útibú
Vestmannaeyjar: Húsgagnaverzl. Marinós
Guðmundssonar
Sauöárkrókur:
Selfoss:
Siglufjörður:
Stykkishólmur:
FRAMLEIÐANDI:
KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF.
HÚSGAGNAVERKSMIÐJA.
Enn vinnur Celtic
í úrvalsdeildinni
„Sóknarlotur Motherwell brotna oft-
ast á Joe Edvaldsson,” sagði þulur
skozka útvarpsins á laugardag, þegar
Celtic sigraði Motherwell á útivelli 5—1
i úrvalsdeildinni. Leiknum var lýst I BBC
og Celtic er nú eina liðið i deildinni, sem
sigrað hefur f öllum sinum leikjum.
Það var Alfie Conn, sem náði forustu
fyrir Celtic í leiknum en rétt fyrir
leikhléið sendi Jóhannes Eðvaldsson
knöttinn til markvarðar síns. Það varð
misskilningur og knötturinn hafnaði í
markiCeltic 1 — 1.
í síðari hálfleiknum var Celtic
í miklum ham. Skoraði þá fjögur
mörk. Conn, Aitkens 2 og Tom
McAdam. Celtic hefur nú 6 stig og hefur
skorað 11 mörk í þremur fyrstu leikjum
sínum i deildinni. Liðið var þannig
skipað á laugardag. Peter Latchford, Joe
Pillippe, Andy Lynch, Roddy
MacDonald, Jóhannes, Roy Aitken,
Johnny Doyle, Ronnie Glavin,
McAdam, Tommy Burns og Conn.
Dave Latchford, áður markvörður
Birmingham, lék í marki Motherwell.
Bróðir hans í hinu markinu — en þriðji
bróðirinn, Bob Latchford, leikur með
Everton.
Úrslit í úrvalsdeildinni á laugardag
urðu þessi:
Dundee Utd.-Aberdeen 1—1
Hearts-Hibernian 1—1
Morton-St. Mirren 1—3
Motherwell-Celtic 1—5
Rangers-Partick 0—0
Meistarar Rangers hafa byrjað illa
og enn ekki skorað mark. Állt varð vit-
laust í Edinborgar-derbiinu, þegar tveir
leikmenn Hearts voru reknir af velli og
Hibernian jafnaði löngu eftir að
venjulegur leiktími var búinn. Joe
Harper skoraði mark Aberdeen — hans
fimmta í leikjunum þremur — en Dave
Haggerty jafnaði fyrir Dundee Utd.
Staðan er nú þannig:
Celtic 3 3 0 0 11- -2 6
Aberdeen 3 2 1 0 8- -3 5
St. Mirren 3 2 0 1 4- -2 4
Partick 3 1 2 0 2- -1 4
Dundee Utd. 3 0 3 0 2- -2 3
Hibernian 3 0 3 0 1- -1 3
Rangers 3 0 2 1 0- -1 2
Motherwell 3 1 0 2 2- -6 2
Hearts 3 0 1 2 2- -9 1
Morton 3 0 0 3 3- -8 0
Jafntefli hjá
meisturum
Kölnar
Úrslit i 1. deildinni vestur-þýzku á
laugardag urðu þessi: Frankfurt-Bielefeld 1—0
Núremberg-Hertha 2-1
Brunschweig-Darmstadt 4-1
Schalke-Bayern Mún. 2—1
Duisburg-Gladbach 0—3
Kaiserslautern-Köln 1-1
Hamborg-Bochum 1—1
Dússeldorf-Stuttgart 2—0
Dortmund-Bremen 1—0
Enn einn sigur hjá Kjærbo
Víkurbæjarkeppnin í golfi var haldin
um helgina á velli Golfklúbbs Suður-
nesja í Leiru. Þetta er opin keppni og
keppt í flokkum. 83 tóku þátt í keppn-
inni að þessu sinni og þótti keppnis-
stjóranum það léleg þátttaka, þar sem
hér væri um bezta golfvöll landsins að
ræða eins og hann orðaði það.
í meistaraflokki voru aðeins 11 þátt-
takendur og voru þvi fyrstu þessir:
högg
1. Þorbjörn Kjærbo 74—76 =150
2. Hannes Eyvindsson 73—79=152
3. Hallur Þórmundsson 80—75 = 155
Þorbjörn Kjærbo gerir það ekki enda-
sleppt í golfinu. Kominn á sextugsaldur
og samt sem áður einn bezti golfleikari
landsins. Hannes Eyvindsson, íslands-
meistari virðist hvergi kunna betur við
sig en í Keflavík og árangur hans í
Leirunni í sumar er frábær, i þremur
stórmótum þar hefur hann unnið tvisvar
og nú í öðru sæti. Þess má einnig geta
að það er athyglisverður árangur Halls
Þórmundssonar þar sem hann hefur
nánast ekkert leikið golf i tvö ár.
1 öðrum flokkum urðu úrslit þessi, en
þar voru aðeins leiknar 18 holur: 1. flokkur
1. Helgi Hólm 78
2. Guðlaugur Kristjánsson 81
3. Sveinbjörn Björnsson 84
2. flokkur
1. Sævar Sörensen 86
2. Annel Þorkelsson 88
3. Sæmundur Emilsson 88
3. flokkur
1. Árni Óskarsson 91
2. Kristján Einarsson 92
3. Þorstein Þorsteinsson 94
Kvennaflokkur, en þar var leikið með forgjöf.
1. Sólveig Þorsteinsd. 86-10 = 76
2. Kristín Pálsd. 87-10 = 77
Unglingaflokkur:
1. Gunnlaugur Jóhannsson 79
2. Sigurður Sigurðsson 80
3. Magnús Stefánsson 81 HBK.