Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. (* Iþróttir Iþróttir 21 Iþróttir Iþróttir D KR jafnaði á síð- ustu sekúndunum! Þór og KR léku fjörleik 1 2. deild á Akureyri á laugardag að viðstöddum 550 áhorfendum. Þórsarar voru óheppnir að vinna ekki. Jafntefli varð 3—3 og skoruöu KR-ingar þriðja mark sitt nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Flestir áhorfenda voru þá komnir niður að hliðarlinu — og ætluðu sér að óska Þórsurum til hamingju með sigurinn. Dauðaþögn sló hins vegar á flesta, þegar KR jafnaði. Það hafði stefnt I tvöfaldan sigur Þórs gegn efsta liði deildarínnar — en leikmenn liðsins gættu ekki að sér. KR-ingar voru betri í f.h. og hefðu þá getað skorað fleiri mörk þó svo eina mark liðsins í hálfleiknum væri með heppnisstimpli. Þór sótti hins vegar mun meira í síðari hálfleik. Sigþór Ómarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Þór snemma leiks. Fékk sendingu frá Óskari Gunnarssyni. Á 30. mín. jafnaði Sigurður Indriðason fyrir KR — furðulegt mark. Næstum skorað frá miðju og fór knötturinn yfir Eirík markvörð, sem hafði hætt sér of framar- lega. Á 54. min. náði Sigþór aftur forustu fyrir Þór. Markvörður KR hélt ekki þrumuskoti Óskars utan vítateigs. Sigþór fylgdi á eftir og skoraði. Um miðjan hálfleik bjargaði Þór tvívegis á marklínu — en KR tókst að jafna á 77. min. Vilheþn Fredriksen með skalla eftir fyrirgjöf Sig. Indriðasonar. Á 84. min. ikoraði Sigurður Lárusson fyrir Þór með skalla eftir vel tekna aukaspyrnu Sigtryggs Guðlaugssonar af löngu færi — en það nægði Þór ekki. Nokkrum sekúndum fyrir leikslok jafnaði Sigurður Indriðason. Fékk lausa sendingu og breytti stefnu knattarins í markið. Vilhj. Þór Vilhjálmsson var góður dómari. -StA. Ármann vann Ármann sigraði Völsung 4—2 í 2. deild á laugardag. Egill Steinþórsson og Snorri Jósefsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Ármann — Kristján Valgeirsson fyrir Völsung. Jafntefli KR á Sauðárkróki KR, sigurvegarar 2. deildar, lék viö Tmdastól á Sauöárkróki í gær. Jafntefli varð 3—3. Wilhelm Fredriksen, 2 og Sverrir Herbertsson skoruðu mörk KR — Örn Ragnarsson, 2, og Óskar Björns- son mörk Tindastóls. Bodö Glimt, Norcgi, sigraði Sportive, Luxemborg, 4—1 I fyrri lcik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa i gær. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Luxemborgar- liðið. Solhaug, tvö, Berg og Hansen skoruðu fyrír Bodö i s.h. Áhorfendur 4900. Bikarmeistarar Reynis I 11. flokki. Aftarí röð frá vinstri: Eggert Jóhannesson, þjálfari, Þórír Eiríksson, Jón Guðmann Pétursson, Ómar Björnsson, Axel Vilhjálmsson, Jón Jónsson, Grétar Sigurbjörnsson, Ásgeir Þorkelsson, Rúnar Helgi HUðberg, og Sigurður Jóhannsson form. Reynis. Fremri röð frá vinstri. Jóhannes Sigurjónsson, Hallvarður Jónsson, Gisli Garðarsson, Jón örvar Arason, Óskar M agnússon, Sigurður Guðnason, Viðar Arason og Pétur Sveinsson. DB-mynd, emm Reynir bikarmeist- ari í öðrum flokki Keflavíkurvöllur, Bikarkeppni U-fl. Reynir-UBK, 5:2 Reynispiltarnir frá Sandgerði vörðu titil sinn sem Bikarmeistarar Il-flokks, með sigrí sínum yfir BreiðabUki, á gras- vellinum i Keflavik, á laugardaginn, — fimm mörkum gegn tveimur, eftir að hafa verið komnir með fjögurra marka forustu, þegar skammt var liðið af seinni hálfleik. Sigur Sandgerðinganna var verðskuldaður, en þó ber að geta þess, að Breiðablik, gat ekki stiilt upp sinu sterkasta liði, þar sem nokkrir leikmenn þeirra voru þátttakendur i Bikarkeppni KSÍ, með meistaraflokki. Ómar Björnsson, skoraði tvö mörk Reynismanna, fyrsta og þriðja, mjög laglega. Annað markið skoraði Grétar Sigurbjörnsson, en Þórir Eiríksson og Jón Guðmann, fjórða og fimmta markið. Fyrir Breiðablik skoraði Þórir Gíslason, bæði mörkin, hið fyrra úr víta- spyrnu. Árni Þorgrimsson afhenti Reynismönnum Bikarinn að leikslokum. ásamt verðlaunapeningum, en þetta er í 15. sinn sem keppnin fer fram, en Akur- nesingar hafa unnið hana oftast eða fimm sinnum alls. emm CAULKINS KOMIN MEÐ 5 HM-GULL — ítalir óvænt sigurvegarar ísundknattleik Hin 15 ára Tracy Caulkins, USA, vann enn til tveggja gullverðlauna á HM i sundi i V-Berlin á laugardag. Hefur unnið fimm gull i allt og er stjarna heims- meistarakeppninnar. Hún jafnaði heims- metið I 200 m flugsundi — og var i sigur- sveit USA, sem stórbætti heimsmetið í 4X100 m skríðsundinu. Itaba varð mjög óvænt heimsmeistarí í sundknattleik I gærkvöld. Gerði jafntefli við Ungverja- land i siðasta leiknum, 4-4. Hlaut 5 stig. Ungverjaland í öðru sæti með 4 stig. Júgóslavía þriðja með 2 stig en heims- meistarar Sovétrikjanna urðu fjórðu með eitt stig. Úrslit i sundinu á laugar- dag urðu þessi: 1500 m skríðsund karla 1. Valdimir Salnikov, Sovét, 15:03.99 2. Borut Petric, Júgóslaviu , 15:20.77 3. Bobby Hackett, USA, 15:23.38 4. Max Matzker, Ástralíu, 15:25.60 5. Zoltan Wladar, Ungverjalandi, 15:35.87 6. Daniel Machek, Tékkóslóvakíu, 15:38.57 7.SimonGray, Bretlandi, 15:41.33 ÍBÍ féll á Norðfirði Þróttur sigraði ÍBÍ I 2. deild á Norð- firði í gær I spennandi leik, en sigur Norðfjarðarliðsins var nokkuð öruggur 3-2. Fyrsta mark leiksins kom á 20. mín. Njáll Eiðsson skoraði fyrir Þrótt og á óO.ntín. komst Þróttur i 2—0 með marki Björgúlfs Halldórssonar. Örnólfur Oddsson minnkaði muninn i 2—1 á 75 mín. og á lokamínútunni voru skoruð tvö mörk. Fyrst Einar Sigurjónsson fyrir Þrótt, 3—1, en siðan Krístinn Kristjáns- son fyrir ÍBÍ. ÍBÍ lék á Eskifirði á föstudag við Austra og vann 4—1. ÍBÍ náði forustu á 44 mín. með marki Gunnars Péturssonar — en Bjarni Krístjánsson jafnaði fyrir Austra í síðari hátfleik. Þannig stóð þar til venjulegum leiktlma var lokið — en miklar tafir voru i leiknum og leiknar 10 mín til viðbótar. Þá skoruðu Kristinn Kristjánsson, örnólfur Oddsson og Jón Oddsson þrjú mörk fyrir ÍBÍ. VS. Djan Madruga, Brasiliu, sem komst i úrslitin, lauk ekki sundinu. 100 m flugsund karla 1. JoeBottom, USA, 54.30 2. Greg Jagenburg, USA, 55.26 3. Per Arvidsson, Sviþjóð, 55.38 4. Roger Pyttel, A-Þýzkalandi, 55.40 5. Dan Thompson, Kanada, 55.43 j6. KlausSteinbach, V-Þýzkal.. 55.50 7. Miloslav Rolko, TékkósJóvakiu, 55.96 8. Kees Vervorn, Hollandi, 56.27 200 m flugsund kvenna 1. T racy Caulkins, USA, 2:09.87 2. Nancy Hogshead, USA, 2:11.30 3. Andrea Pollack, A-Þýzkalandi, 2:12.63 4. Wendu Quirk, Kanada, 2:14.08 5. Cinzia Rampazzo, ttaliu, 2:14.76 6. Kelly Albright, Kanada, 2:15.44 7. Ann Osgerby, Bretlandi, 2:16.01 8. Jane Lang, A-Þýzkalandi, 2:17.43 4X100 m skriðsund kvenna 1. Bandarikin 3:43.43 2. A-Þýzkaland 3:47.37 3. Kanada 3:49.59 4. Holland 3:50.88 5. Sovétríkin 3:51.27 6. V-Þýzkaland 3:51.76 7. Sviþjóð 3:52.46 8. Bretland 3:54.88 Dýfingar kvenna af háu bretti 1. Irena Kalinina, Sovét, 412.71 2. Martina Jaeschke, A-Þýzkal., 384.09 3. Melissa Briley, USA, 364.74 4. Barb Weinstein, USA, 363.84 5. Kerstin Krause, A-Þýzkal., 362.16 Staðan Í2. deild Úrslit 12. deild um helgina urðu þessi. Fylkir-Haukar 1-2 Ármann-Völsungur 4—2 Austri-ÍBÍ 1-4 Þór-KR 3-3 Þróttur-ÍBÍ 3-2 Staðan er nú þannig: KR 16 12 3 1 45- -7 27 ÍBÍ 17 7 5 5 29- -23 19 Reynir 17 7 4 6 22- -20 18 Haukar 16 6 5 5 19- -17 17 Þór 16 6 5 5 15- -15 17 Austri 16 6 4 6 15- -19 16 Þróttur 16 6 4 6 20- -25 16 Fylkir 16 6 1 9 17- -20 13 Ármann 16 5 2 9 19- -26 12 Völsungur 16 2 3 11 13- -40 7 Þú gsarft ekki að leita viðar EYflUNDSSON Austurstræti 18 Sími 13135 Allt til skólans Námsbækurnar Ritföngin urnar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.