Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 13
13
\
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978.
Ffíabeinsturninn og furður hugans
Um konsept-list og sýningu -
Helga Þorgils í Gallerí SÚM
Meðal ungra listamanna hefur ^
ýmiss konar konsept-list ráðið ríkjum
hér á landi undanfarin ár. Ég held að
ég taki ekki of mikið upp í mig með
þessari yfirlýsingu. Þeir hafa lagt
megináherslu á gildi hugmyndarinnar
eða hugdettunnar, hreinnarog ómeng-
aðrar og þeir hafa i stórum dráttum
túlkað hana á tvo vegu. Annars vegar
eru þeir sem eru ögn rómantiskt sinn-
aðir og hafa þeir hiklaust vitnað i eigin
vitund og hegðunarmynstur og hafa
þeir framkvæmt verk sem eru t.d.
skrásetningar á gefnum athöfnum yfir
ákveðið timabil. Við skulum taka ein-
hvers konar bílferð sem dæmi: lista-
maðurinn ásetur sér að aka ákveðinn
rúnt á hverjum degi um svipað leyti og
lætur hann taka Ijósmyndir af sér að
verki og sýnir þær síðan, ásamt lista
yfir þann tima sem það hefur tekið
hann að Ijúka hverjum hring fyrir sig.
Ljósmyndirnar og útskýringamar eru
ekki verkið, heldur skrásetning þess.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON
Strangtrú
Hins vegar eru þeir sem eru strang-
trúaðri og reyna að framkvæma verk á
næstum ópersónulegan hátt, afmá
sjálfið eftir megni og þá oft eftir ein-
hverri utanaðkomandi forskrift, hvort
sem hún á sér formfræðilegan, atferlis-
legan eða þjóðfélagslegan uppruna. Ég
gæti t.d. nefnt margvíslega meðferð á
landakortum, sérstaklega íslandskort-
inu — en bæði þessi dæmi hefur mátt
sjá á sýningum hér. Hvorutveggja
miðar að því að upphefja hið vits-
munalega i myndlist (að áeggjan
Duchamps) — hugann og afstrakt
hugmyndatengsl og umturna veldi og
viðgangi hins svokallaða „formal-
isma" — aðallega fagur- og formfræði
málverksins og þeirri gallería og safna-
pólitík sem tengist því. En þótt
konsept-listin virðist á yfirborðinu
vinna gegn þvi sem margir áhang-
endur hennar nefna „and-vitsmuna-
legan áróður” hefðbundinnar listar og
kerfisþræla hennar, þá er hún í raun á
svipaðri bylgjulengd.
Sýnt og selt
Hugdettur á Ijósmyndun eða prent-
uðu máli eru nú sýndar i galleríum
(hér og erlendis) á svipaðan hátt og
málverk og seldar fyrir líkt verð. Sé Á
ungur konsept-listamaður spurður
hvað hann sé að fara, þá segir hann
verk sín vera algjörlega persónulega
sköpun, og þau séu sjálfum sér næg.
Hin innbyggða þversögn i konsept-list
kemur ágætlega fram í ritgerð eftir
Joseph Kosuth er nefnist „List á hæla
heimspeki”, en Kosuth hefur um
nokkurt skeið verið framarlega I hópi
konsept listamanna. Þar ræðst hann
harkalega á fagurfræðilega undirstöðu
„formalismans” og hina tilfinninga-
legu og skynrænu hliðar hans. En að
lokum stendur hann i nákvæmlega
sömu sporum og „formalistar” (eins og
t.d. gagnrýnandinn Greenberg) er
hann segir: „listin verður aðeins séð í
eigin samhengi... og hefur enga aðra
þýðingu”. Sem sagt, list er fyrst og
fremst um list, og má helst ekki segja
neitt um samtimann eða umhverfið.
Hér sýnist mér konsept-listin sigla í
strand og einangra sig, þótt hún búi
yfir tjáningamöguleikum sem beinlínis
kalla á þjóðfélagslegan, sögulegan og
pólitískan efnivið.
Vídd og fantasía
Ég bendi á fordæmi manna eins og
Joseph Beuys, Hans Haacke, Robert
Morris o.fl.
Það eru kannski ekki ýkja margir
meðal ungra islenskra listamanna sem
verið hafa strangtrúaðir á konsept-
sviðinu — en þó e.t.v. nægilega
margir til að beina öðrum starfs-
bræðrum í aðra átt — að eins konar
Ijóðrænni konsept-list sem að vísu er
álíka persónubundin og torræð og
strangtrúar-konsept, en hefur þó meiri
vídd, i fantasíu og ærslafullu hugar-
flugi. Af þessum toga er t.d. róman-
tiskur leikur Ólafs Lárussonar með
rósir, þrívið verk Birgis Andréssonar
og svo mynd-ljóð sporgöngumanna
eins og Sigurðar Guðmundssonar og
Magnúsar Tómassonar. Steingrím Ey-
fjörð má einnig bendla við þennan
hóp, en þó sker hann sig úr fyrir þá ó-
íslensku viðleitni að reyna að fjalla um
ákveðnar þjóðfélagsstaðreyndir, t.a.m.
neyslumenningu og ofbeldi.
Helgi Þorgils
Helgi Þorgils Friðjónsson, sem
sýndi verk sín i Gallerí SÚM til 27.
ágúst, virðist í fyrstu vera á svipaðri
línu og Steingrimur. Báðir nota þeir
teiknimyndafígúrur og alls kyns
mynd-frasa úr fjölmiðlum og verk
þeirra spila hátt á mismunandi mein-
lega hæðni, en þó er afstaða þeirra
gjörólík og lýsir e.t.v. þeim meginvið-
horfum sem nú ríkja í nýlistum, hér
sem annars staðar. Steingrímur reynir
með misjafnlega góðum árangri að
tengja myndlist sína þjóðfélagslegum
aðstæðum en Helgi Þorgils heldur sig
við einkarlega reynslu, fantasíu og
furður hugans. Ég er ekki alveg viss
um hvað hann er að fara og mundi
giska á að hann sé sjálfur ekki viss í
sinni sök, enn sem komið er. Hug-
myndir um umbreytingu (metamor-
fósis), hlutverkaskipti og andstæður
ganga Ijósum logum í verkum hans og
notar hann samspil mann- og dýra-
heims sem eins konar myndmál. Menn
hegða sér eins og dýr og öfugt og
„sápukúlur” teiknimyndanna eru
notaðar fyrir margs konar ein- eða
samræður innan myndanna. Ég er
ekki frá því að ísmeygileg kimnigáfa
Hollendingsins Peter Holstein hafi
haft einhver áhrif á Helga Þorgils, þótt
ekki sé ég viss um hvert hún leiði
hann.
Blæbrigði mannlegra
samskipta
Helgi Þorgils telur sig raunsæjan
listamann og það örlar á tilraunum til
að fjalla um ýmis blæbrigði í mann-
legum samskiptum í myndum eins og
nr. 18 („Og við gefum af okkur fugla-
skugga”) og nr. 19 („Ik zit wel...).
Hins vegar fæst hann einnig við
hreinar „formlegar” samraðanir eins
og í „18 myndir” þar sem hið fígúra-
tifa virðist skipta sára litlu máli og
held ég að sameining þessara tveggja
viðhorfa hljóti að vera næst á dagskrá
hjá Helga Þorgils. Ég vona að það sé
heldur engin goðgá að minnast á það
að teikning hans mætti víða vera lip-
urri og skrif hans í myndunum eru oft
til lýta.
AAVPtíR.....
Helgi Þorgils — ein af „18 myndum
— DB-mynd R.Th.S.
> vtrtt* BÍBif
t J3X y
Kort eftir Steingrim Eyfjörð — „Áróðurskort nr. 5”
GÆM
SEMSTiIMDA
löngu eftirað verðið er gleymt og grafíð
Berir þú saman verð, gœði og endingu, se'rðu
fljótt að samanburðurinn við aðrar
innréttingar er hagstœður fyrir Haga eldhús-
innréttingar.
Það er nú einu sinni svo að vandaður hlutur er
dýrari en óvandaður og það er skoðun okkar
að „ vel beri að vanda það sem lengi á að
standa“. Það er vissulega freistandi að láta
lœgsta fáanlegt verð ráða kaupunum en
reynslan sýnir að það getur verið dýru verði
keypt.
Við sýnum mörg mismunandi uppsett eldhús í
sýningarsölum okkar að Suðurlandsbraut 6,
Reykjavík og Glerárgötu 26, Akureyri.
Komið og kynnið ykkur möguleikana sem
bjóðast.
HAGIr
Suðurlandsbraut 6,
Reykjavík.
Sími: (91) 84585.
Verslunin Glerárgötu 26,
Akureyri.
Sími: (96) 21507.