Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. Atburðirnir í Tékkóslóvakíu frá sjónarhóli „austanmanna” Kjallarinn Tíu ár eru (jegar liðin frá atburðun- um í Tékkóslóvakíu. Engu að síður heldur þetta mál áfram að sækja á síður ýmissa málgagna hinnar vest- rænu pressu. Yfirgnæfandi meirihluti þessara skrifa er eftir vestræna blaða- menn og sérfræðinga vestursins í málefnum sósíalísku ríkjanna. Þar af leiðandi fær hinn vestræni lesandi — hinn islenski þar með talinn —- aðeins möguleika á að sjá málið frá annarri hliðinni* það er í gegnum skekkigler vestrænna skoðana. 1 mörgum þessara skrifa er því haldið til streitu að herir fimm sósíalískra landa hafi að morgni hins 21. ágúst „ráðist með valdi inn fyrir landamæri TSSR og brotið með því á bak aftur „endurfæðingu” frjáls- Borðbúnaður nýkominn Hinn vinsæli vestur-þýzki og sænski borðbún- aður nýkominn. 20 glæsilegar tegundir. Verð við allra hæfi. Siffurbúðin Laugavegi 55. Sími 11066. Borgarnes Til sölu eru nokkrar íbúðir í fjölbýljshúsi sem nú er í bygg- ingu. íbúðirnar fást keyptar á föstu verði án vísitöluhækkana. Afhendingardagar eru 10. júlí og 10. okt. 1979. Uppl. gefur Ágúst Guðmunds- son Kveldúlfsgötu 15, sími 93- 7458. Borgarás hf. Borgarnesi. lyndrar og lýðræðissinnaðrar sam- félagsþróunar, „hindrað uppbyggingu manneskjulegs sósíalisma.” En var raunin nú þessi? Staðreyndir geta að minnsta kosti ekki staðfest réttmæti slíkra ályktana. Mig langar að kynna lesendum Dagblaðsins nokkrar þessara staðreynda. Byrjum á einni alveg nýlegri. t mars þessa árs var það undirstrikað einu sinni enn á miðstjórnarfundi Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, að herir sósialistalandanna hefðu ekki framið hernaðaríhlutun í málefni Tékkóslóvakíu, heldur hefðu „Sovét- ríkin og önnur sósialistariki veitt þá bróðurlegu hjálp sem dugði hinum heilbrigðu öflum tékkneska kommúnistaflokksins til þess að ná tökum á hættulegu ástandi.” (undir- strikun höfundar) Hvernig lýsti svo þetta hættu- ástand sér? t ársbyrjun 1968 voru þegar starf- andi af nokkrum krafti borgarasinnuð hægriöfl 1 Kommúnistaflokki Tékkóslóvakiu og stjórnarskrifstofum hans. Eftir þing miðstjórnar KPT notuðu þessi hægriöfl sér kunnáttusamlega óákveðni hinna nýju leiðtoga, sem ekki reyndust þess um- komnir að fylgja eftir ákvörðunum janúarþingsins með nægilegri festu. Þeir skipulögðu afflutning upplýsinga, bæði meðal flokksmanna og almennings. Þeim tókst að ná valdi á helstu fjölmiðlunum og rangfærðu með þeirra hjálp megininntakið í ályktunum þingsins. Allt þetta var gert undir yfirskyni stuðnings við hina „nýju” stefnu KPT. 1 reynd var aftur á móti verið að grafa undan trausti flokksins og skapa glundroða í röðum hans. Og að síðustu var hér verið að reiða öxina að rótum byliingasigra þjóðarinnar frá febrúar 1948. Eftir því skal jafnframt tekið, að það voru menn sem sjálfir voru félagar í kommúnistaflokknum sem þarna reiddu öxina að grundvallaratriðum sósíalismans. Þetta hlaut að leiða til þess, að almenningur áleit að bæði í landinu og í flokknum væri einungis um að ræða árekstur „framfara- sinnaðra” afla, sem leituðust við að bæta samfélagsþróunina, byggja upp „betra form af sósíalisma” við þá sem settu sigá móti slíku. Með slagorðinu „Ný stefna verður aðeins framkvæmd af nýjum mönnum” að skálkaskjóli, tóku andsósíalísk öfl að knýja fram uppsagnir reyndra forystumanna i stjórnarstofnunum, flokks og ríkis og neyttu til þess allra tiltækra bragða. Þeirra í stað voru settir í lykilstöður í stjórnsýslu rikisins menn, sem í raun og veru voru viðsfjarri sósíalismanum. Þannig tókst hópi endurskoðunar- sinna að fá stuðning staðfestulítilla og lítt þroskraða einstaklinga og jafn- framt teygja álitlegan hóp heiðarlegra borgara á villigötur. í kringum þennan kjarna endurskoðunarsinna hófu ólikustu andspyrnustraumar að renna. Hvað gerðu austan- tjaldslöndin til þess að skakka leikinn? í fyrsta lagi voru haldnir fjölmargir Ieiðtogafundir sósíalísku Iandanna, bæði tveggja aðila og fleiri. Það ætti ekki að þurfa skýringar við, að í her- búðum sósialista gátu menn ekki látið sér örlög sósialismans i Tékkóslóvakíu í léttu rúmi . liggja, enda er Tékkóslóvakía fullgildur aðili að Var- sjársáttmálanum, en hlutverk hans er að standa vörð um áunna stöðu sósíalismans. Þess vegna var allt gert sem mögulegt var til þess að sannfæra þáverandi leiðtoga KPT um hættur þeirrar leiðar sem þeir höfðu kosið að fara, án þess þó að þrengt væri að þjóðarhagsmunum TSSR. Þannig skoruðu leiðtogar KPSS á fundinum í Chierna am Tissa einarðlega á þáverandi forystu Tékkóslóvakíu að bjarga af eigin rammleik landinu frá yfirvofandi hættu. Þá var það á miðju sumri ’68 að endurskoðunarsinnar og gagn- byltingarmenn töldu sig svo örugga, að þeir hættu að fela hið raunverulega markmið sitt: að hnykkja landinu aftur til borgaralegs lýðræðis eins og það hafði verið fyrir byltinguna i febrúar 1948. Viðræðurnar i Cierne am Tissa stóðu yfir i fjóra daga, i sal, sem útbúinn var i skyndingu á járnbrautar- stöðinni þar. Opinberlega voru fundir þessir lokaðir. Engu að siður lak umræðuefnið einhvern veginn í borg- arapressuna, efni öllu rangsnúið, svo sem vita mátti. Tékkneska sjónvarpið, sem þá var í höndum hægri erindreka, fylgismanna breytts samfélagskerfis, bar sig einnig að mjálma í þessum kór. Þrátt fyrir alla erfiðleika, var í viðræðulok undirrituð sameiginleg yfirlýsing. Þar stóð meðal annars skrifað, að það væri „sameiginleg skylda allra sósialisku rikjanna að styðja, styrkja og verja þá sigra sem þjóðir hvers þessara ríkja hafa unnið með hetjudáðum og fórnfúsu starfi....” Texti þessarar. yfirlýsingar var birtur í tékkneska útvarpinu fljótlega eftir undirskrift. Engu að síður gat út- varpið þá, í þeim töluðum orðum, birt yfirlýsingu Blaðamannasambands TSSR, sem var undir stjórn endur- skoðunarsinna og skipti miklu máli í þeim hita sem kominn var i málið. Þar með, með uppskrúfaðri hneykslan og skelfingu, hrópað að leiðtogayfir- lýsingin túlkaði ekki vilja þjóðarinnar og hefði verið undirrituð „undir pressu", og annað i þeim dúr. Siðan tók atburðarásin svofellda stefnu: Hægri menn hertu á ofsóknum á hendur því fólki sem reyndist hug- sjónum sósialismans trútt og heiðarlegt, með hótunum um að ganga því milli bols og höfuðs. Ástandið varð æ ískyggilegra og að lokum ógnvænlegt. Blaðið „Rude Pravo" sagði frá því, þegar það minntist þessara tíma fyrir skömmu, að 'uppi hefðu verið áætlanir um að reisa einangrunarbúðir á tékknesku landi. Slíkt var það hlutskipti sem gagnbyltingarmenn höfðu búið þjóðinni — innan frá. Þá loks var brugðið á það eina ráð sem um var að velja eins og málum var komið og ákveðið að rétta tékknesku þjóðinni bróðurlega hjálparhönd og þar með — vopnaðan styrk. V/estrið og Tékkóslóvakía Til þess að fá frekar skilið ástæður sósíalísku landanna fyrir því að koma tékknesku þjóðinni til hjálpar, verðum við að staldra við hlutverk það sem ákveðnir vestrænir aðilar léku í at- burðarás þeirri sem að ofan hefur verið rakin. Rétt er að taka það fram hér, að áhugi vesturveldanna á Tékkóslóvakiu er ekki nýtilkominn. Á fyrri hluta fimmta áratugsins var unnið opinskátt gegn sósialíska kerfinu í TSSR og hafði sú barátta grófa ihlutunar- ásýnd. Tugum milljóna flugumiða var ausið yfir landið i þvi skyni að espa þjóðina gegn stjóminni, rangfæra tilganginn með breytingunni á þjóðfélagskerfinu og hræða fólk. Risa- stórir loftbelgir, fylltir eldfimu gasi, lífshættulegu fyrir landsfólkið, svifu yfir tékknesku landi, sendir þangað utanlands frá. En þessar og þvilikar aðgerðir báru ekki árangur. Þá var aðgerðum breytt i svonefnt „hljóðlátt” strið gegn sósíalísku löndunum. Einn af höfund- um. þessara aðferða var prófessor Herman Kan , sem ekki er óþekktur meðöllu. Kjarni kenninganna bar að þeim brunni, að smátt og smátt skyldi grafa EvgeníBarbukho undan sósíalistalöndunum, leitast við að „holgrafa hugmyndafræðina” og framkalla „uppblástur” í kenningum marx-leninismans. Með öðrum orðum, að koma af stað pólitiskri vantrú í landinu innan frá, til þess að skapa pólitiska og efnahagslega kreppu með hjálp tilbúinnar óánægju meðal þjóðarinnar. Hvernig átti svo „úrslitatilraunin” (svo nefndi prófessor Kan atburðina í Tékkóslóvakiu) að þróast? Þessari spurningu svarar Kan sjálfur á síðum bandaríska tímaritsins „Fortune”. Þau svör eru ekki laus við að vera forvitnileg, ekki sist þeim sem enn þann dag i dag vilja verja „tékknesku tilraunina” og fullyrða að málið hafi þá snúist um það eitt, að gera sósialíska skipulagið „lýðræðislegra” og „manneskjulegra”, en siður en svo um gagnbyltingu. Hér fara á eftir orðréttar tilvitnanir í Herman Kan: a) Viðurkenning Bonnstjórnarinnar fljótlega. Henni munu fylgja vestur- þýsk lán, verslun og áhrif. b) Komið á öflugum vestrænum, einkum frönskum og þýskum, áhrifum á menningarsviðinu. c) „Lýðræðislegu miðstjómarvaldi” hafnað. d) Tilkoma ríkisstjórnar sem sett væri ofar flokknum og að veikja áhrif flokksins almennt. e) ^æðing andstöðuflokka og myndun virkrar pólitiskrar andstöðu. f) Geislakrans „efnahagsundursins” kviknar. g) Möguleg fæðing — sósíalísks lýðveldis með kapítalískum blæ. Á þennan hátt var hin „hljóðlega” gagnbylting hugsuð. Sósíalískt skipulag sem átti að víkja fyrir kapitalisma, huldum gæru „sósíalisma” með manneskjulegri ásýnd”. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Næsta skref þessarar áætlunar var að velta stjórnum fleiri kommúnista- flokka og -ríkja úr sessi. Og að siðustu dregur H. Kan þá ályktun, að „máttarmissir Varsjár- bandalagsins mætti, með að sama skapi vaxandi styrk Vestur-Þýska- lands, fullkomna einn góðan veðurdag með árás Vestur-Þýskalands á SSSR. aðfengnu fulltingi Bandaríkjanna”. Með þessu nióti hefðu „tékknesku aðgerðirnar" orðið fyrsta skrefið til þess að koma af stað nýrri heims- styrjöld, samkvæmt pt ófessor Kan. Hvað hafa 10 ár endurheimts sósíal- isma gefið TSSR? Engin hnignun hefur að minnsta kosti átt sér stað, hvorki i stjórnmálum landsins né, efnahagsmálum, heldur þvert á móti.' Áttundi áratugurinn telst, að áliti Tékka sjálfra, til mestu framfaraskeiða í uppbyggingarsögu sósiallsmans í TSSR. Á síðustu 10 árum hafa þjóðartekjur aukist um 63 prósent, iðnaðarframleiðslan um 76, landbúnaðarframleiðslan um 22 prósent. Einkaneysla hefur aukist i Tékkóslóvakíu á siðustu tíu árum um 44 prósent og sámneysla um 93 prósent. Þessar staðreyndir gefa tékknesku þjóðinni varla ástæða til að syrgja ósigur hinnar „hljóðu” gagnbyltingar i landi sinu. Evgení Barbukho forstöðurmaður frétta- stofu APN á íslandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.