Dagblaðið - 01.12.1978, Side 10

Dagblaðið - 01.12.1978, Side 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. Rúmenía: CEAUSESCU HELDUR FRELSISRÆÐUNA í DAG — mun réttlæta sjálfstæftisbáráttuna gegn Sovétríkjunum ogítreka fyrri yfirlýsingar Ræöu þeirrar sem Causescu forseti Rúmeniu ætlar að halda í dag er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þar er talið víst að hann muni undirstrika þá skoð- un sína að riki undir kommúnista- stjórn hafi rétt til að ákveða málefni sin sjálf án afskipta og skipana frá Sovétríkjunum. Haft er eftir háttsettum embættis- mönnum i Búkarest, að verið geti að ræða forsetans verði enn ein ögrun hans gagnvart forsjá Sovétríkjanna en samband Rúmeniu við þau hefur verið mjög stirt meginhluta þessa árs. Búizt er við að Ceausescu forseti muni í ræðu sinni réttlæta ástæðurnar fyrir því að Rúmeníustjórn hefur sett sig uppá móti Moskvuvaldinu. Samskipti Sovétríkjanna og Rúmeníu hafa veriö stirð undanfarin ár og hafa þar komið til siaukin sam- skipti Rúmeníu við Kína. Rúmenar hafa einnig haft uppi sjálfstæðar skoð- anir á ýmsum málum svo sem deilum araba og ísraelsmanna og eru þeir eina Austur-Evrópuþjóðin, sem enn hefur stjórnmálasamband við ísrael. Síðan Ceausescu forseti neitaði að fallast á að auka hernaðarútgjöld lands síns hefur hann flutt fjórar ræður þar sem hann hefur ítrekað skoðanir sinar og sjálfstæði Rúmeníu gagnvart Sovétríkjunum. Margir sér- fræðingar telja að forsetinn sé á þeirri skoðun að stjórnin í Moskvu eigi nú nóg með að leysa forustuvandamál sín innan dyra og þvi sé rétti tíminn til að auka sjálfstæði og áhrif Rúmena. Ceausescu forseti mun halda ræðu sína á fundi flokksleiðtoga og þing- manna, sem formlega er haldinn vegna þess að liðin eru 60 ár frá þvi að Rúmenia varð frjálst og sameinað ríki í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. í> Ceausescu forseti Rúmenlu. Bandaríkin: _ GETA HOPSJALFS- MORD ORDHJ HJÁ ÖDRUM TRÚFLOKKUM? — mótmælaaðgerðir við höf uðstöðvar trúf lokks Kóreumannsins Moons í NewYork Hópur fólks safnaðist í gær saman fyrir framan aðalstöðvar trúflokks Kóreumannsins Sun Myung Moon i New York i Bandaríkjunum. Vildi hópurinn mótmæla slíkum sértrúar- söfnuðum og vara við að atburðir eins og fjöldasjálfsmorðin í Guyana gætu endurtekið sig. Flestir mótmælend- anna eru ættingjar félaga í ýmsum trú- flokkum víðs vegar um Bandaríkin. Hrópuð voru slagorð eins og — foreldrar berjist fyrir börnum vkkar — — niður með sértrúarflot.'* Fólkið heldur þvi fram að börnum þeirra og ættingjum sé haldið nauðug- um, heilaþvegnir og sé misþyrmt á ýmsan hátt. Einn í hópnum sem safnaðist saman fyrir utan aðalstöðvar Moons sagði frá því að sonur hans hefði gengið sér- trúarflokki á hönd fyrir sex árum og hefði hann ekki fengið að sjá hánn í meira en fjögur ár. Er fjölskyldan reyndi að hafa samband við soninn væri henni skýrt frá því að ef hún kæmi riærri stöðvum trúflokksins mundi hún ekki sleppa lifandi. Haft var eftir ungri konu sem ekki hefur séð frænku sina í sex ár, þrátt fyrir itrekaðar tilraunir að hún væri þess fullviss að atburðirnir hjá trú- flokki Jim Jones i Guyana gætu endurtekið sig hjá öðrum sértrúar- flokkum viðs vegar um Bandaríkin. Talsmaður trúflokks Moons, þar sem mótmælendurnir söfnuðust saman, sagði að slíkt væri óhugsandi innan þeirra samtaka. Félagar þeirra einangruðu sig ekki frá umheiminum heldur hjálpuðu til við að byggja hann upp. Hálfmáni Kr. 398.000.- Staðgreiðsluverð Kr. 358.000.- 2? Síðumúla 6 REUTER Argentína: Biðja hæsta- rétt að f inna 1542 horfna ættingja sína Ættingjar '1542 manna í Argentinu, sem horfið hafa að því er virðist spor- laust eftir að hafa verið handteknir og færðir á brott af vopnuðum mönnum, hafa leitað til hæstaréttar landsins. Kom þetta fram i yfirlýsingu, sem samtök, sem berjast fyrir almennum mannrétt- indum, gáfu út í gær. 1 samtökunum eru meðal annars bæði lögmenn og prestar. Að sögn hafa venjulegar fyrirspurnir til yfirvalda ekki borið neinn árangur og þvi einu verið svarað til að ekki væri vitað til að þetta fólk hafi verið handtek- ið. Venjan mun vera sú, að handtök- urnar fari fram opinberlega og þá venju- lega framkvæmdar af einkennisklædd- um mönnum. Segir í yfirlýsingu mann- réttindasamtakanna, að aðfarirnar hafi gefið öllum almennum borgurum tilefni til að ætla að þar væri öryggislögregla landsins áferð. London: Rolling Stones félagi skilur Sjö ára hjónabandi Ron Wood gitar- leikara rokkhljómsveitarinnar Rolling Stones og eiginkonu hans Chrissie lauk í gær er henni var veittur skilnaður fyrir rétti í London vegna framhjáhalds eigin- mannsins. Fyrir réttinum var upplýst að ástæðan fyrir skilnaðinum væri sýn- ingarstúlka að nafni Jo Howard sem fæddi Wood barn í síðasta mánuði. Mexíkó: Dótturfisk- framleiðanda- rænt Dóttur auðugs mexíkansks fiskfram- leiðanda var rænt í gær þar sem hún var á ferð í bifreið í Mexíkóborg. Ræningj- arnir krefjast tveggja milljóna dollara lausnargjalds. Er það jafnvirði nærri því eins og hálfs milljarðs íslenzkra króna. Allsherjarþingið: Vítur fyrir samstarf við Suður-Afríku Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti vítur á meðlimi Atlantshafs- bandalagsins fyrir að vinna ekki nægi- lega gegn minnihlutastjórn hvítra manna í Suður-Afríku. Samþykkt var að víta öll ríki, sem hefðu einhver samskipti við Suður- Afrikustjórn, hvort heldur er á sviði stjórnmála, efnahags, hernaðar, menningareða íþrótta. Einnig var samþykkt að víta þær þjóðir sem ekki færu að fullu og öllu eftir viðskiptabanni þvi, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti gegn Ródesíu. Tillagan á allsherjarþinginu var samþykkt með 92 gegn 19, 20 greiddu ekkiatkvæði. Marokkó: Sökktu togara og drápu sjö sjómenn Spænska stjórnin hefur harðlega mótmælt þvi við stjórnina í Marokko að Polisarioskæruliðar sökktu spænskum togara og drápu áhöfn hans, sjö manns. Segja Spánverjar að þetta hafi gerzt við strönd Marokkó. Skæruliðarnir hafa opinberlega lýst sök á hendur sér fyrir þennan verknað.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.