Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. 18 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir mm Breiðablik með sundtíma í Garðabæ „Sunddeild Breiöabliks hefur nú fengiö aðstöðu til æfinga tvo daga i viku 1 sundlaug Garðabæjar og bætir það mjög úr því aðstöðuleysi, sem sundfólk deildar- innar hefur búið við undanfarin ár,” sagði Sveinn Oddgeirsson, formaður deildarinnar, I viðtali við DB i gær. Sundlaug Kópavogs er það lítil, að hún rúmar ekki það marga á æfingu að unnt hafi verið að bæta við nýjum félögum — fólki, sem áhuga hefur á að æfa sund. Einnig cr sundlaugin ólögleg hvað varðar lengd laugar. Hún er 16 2/3 metrar en sundlaugin i Garðabæ 25 metrar. Með þessari breyttu aðstöðu getur sund- deild Breiðabliks nú tekiö við nýjum félögum. „Við höfum fengið nýjan þjálfara til deildarinnar. Það er hinn kunni spndmaður Axel Alfreðsson og hann æfir sundfólk Breiðabliks sex daga í viku. Árangur af starfi hans er þegar farinn að koma í Ijós til dæmis hefur Margrét Sigurðardóttir bætt telpna- met 13—14 ára í 50 metra flugsundi um 3/10 úr sek. og í 200 m skriðsundi um 2.2 sek. Katrín Lillý Sveins- dóttir hefur sett 7 telpnamet í flokki 12 ára og yngri og t.d. bætt metið í 800 m skriðsundi um 18 sek og í 200 m skriðsundi um 8.2 sek. Ennfremur á Steingrímur Davíðsson 6 met. Aðrir sem æfa með sunddeildinni hafa bætt tíma sinn verulega og búast má við að sunddeildin í heild eigi eftir að sýna bæjarbúum að það sé hægt að æfa þó aðstaða sé léleg. Sunddeildin getur bætt við sig áhugasömu fólki, er hefði áhuga á að æfa sund. Æfingatimar deildarinnar eru sem hér segir: í Sundlaug Kópavogs: Mánudagakl. 19:30—21:30 Fimmtudaga kl. 20:30—22:30 Föstudagakl. 19:30—21:30 |1 SundlaugGarðabæjar: Þriðjudagakl. 20:15—22:00 Laugardaga kl. 8:00—9:30 Miðvikudaga — þrekæfingar. Bæjarstjórn Kópavogs hugar nú að nýrri sund- laugarbyggingu og vonar sunddeildin að bæjar- stjórnin geri meira en hugsa málið ” sagði Sveinn Oddgeirsson að lokum. Allison fékk banninu aflétt Malcolm Allison, einum tilþrifamesta framkvæmda- stjóra í ensku knattspyrnunni, sem nú stjórnar Ply- mouth í 3. deild, var í gær gefið leyfi af enska knatt- spyrnusambandinu til að vera á hliðarlinu leikvalla i leikjum liðs sins. Allison var settur í bann 1968, þegar hann lét linu- vörð heldur betur heyra til sin i leik milii Manch.City og Southampton. Hann var þá hjá Man.City og náði mjög góðum árangri með liðið. Þetta er i fjórða sinn, scm Allison reynir að fá banninu aflétt — og tókst það loks í gær. Hann verður nú loks meðal varamanna sinna á ný við hliðarlinu. íslandsmet í lyftingum fatlaðra íSvíþjóð Nýlega fóru fjórir keppendur á vegum iþróttafélags fatlaðra I Reykjavfk i keppni i lyftingum — bekk- pressu — á alþjóðamót fatiaðra, sem haldið var i Solna i Sviþjóð. Jón Eiriksson kcppti í 52 kg flokki. Lyfti 45 kg sem er sama og íslandsmet hans I þessum flokki. Jónatan Jónatansson keppti f 56 kg flokki og lyfti 67.5 kg. Sigmar Ó. Mariasson keppti i 75 kg flokki og lyfti 100 kg, scm er nýtt íslandsmet. Fyrra mct hans var 95 kg. Gisli Bryngeirsson keppti í 82.5 kg flokki og lyfti 92.5 kg sem einnig er nýtt íslandsmet. 10 kg betra en hann átti áður. Þjálfari og fararstjóri i ferð þessari var Július Arnarsson fþróttakennari, sem verið hefur þjálfari ÍFRfrá upphafl. D-vakt lögreglunnar i Reykjavík — vakt Rúnars Guðmundssonar aðalvarð- stjóra — bar sigur úr býtum í knatt- spyrnukeppni lögreglumanna innanhúss. Lék til úrslita við C-vaktina og sigraði 3- 2. Mörk D-vaktarinnar skoruðu Stein- dór Gunnarsson, sem nú leikur með íslenzka landsliðinu i handknattleik i Frakklandi, tvö, og Iiaukur Ásmunds- son. Leikið var i iþróttahúsinu á Sel- tjarnarnesi og Grétar Norðfjörð, dómarí og lögregluvarðstjóri, dæmdi alla leiki f keppninni. Á myndinni að ofan er sigursveitin. Efri röð frá vinstri: Július Árnason, Steindór Gunnarsson, Óskar Bjartmarz og Haukur Ásmundsson. Fremri röð: Rúnar Guðmundsson og Kristinn Peder- sen, fyrírliði. DB-mynd Sveinn Þormóðsson Ólafur H. Jónsson Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi Axel Axelsson Leikbannið á Spengler var stytt í sex vikur Dankersen 27. nóvember 1978. Það er greinilegt aö Hofweier er lið Bundesligunnar þessa stundina. Eftir 10 umferðir hefur liðið aöeins tapað einu stigi. Liðið sigraði Dankersen um sfðustu helgi 21-16 en mjög erfirðir leikir eru framundan hjá liðinu. Annan desem- ber i Gummersbach og 16. desember i Grosswallstadt. Lið Dankersen mátti þola tvö töp á fjórum dögum. 1 fyrri viku lék liðið gegn Kiel í Ostsee-höllinni. Sá leikur var mjög jafn fyrstu 40 mínúturnar — staðan 10- 9 Kiel í hag — en þá náði lið Kiel góðum kafla. Komst i 14-10 og vann að lokum með 18-14. Lið Dankersen náði sér aldrei á strik í þessari viðureign — leik- menn virkuðu taugaóstyrkir og slappir. Hvað hinir 7000 áhorfendur i Kiel hafa mikið að segja fyrir heimaliðið er eigin- lega ólýsanlegt. Baulað á hverja sóknar- lotu gestanna en heimaliðið óspart hvatt. Flest mörk Dankersen skoruðu Axel 4/2, Waltke 4 og Ólafur 2. Úrslit leikja um síðustu helgi urðu þessi: Leverkusen — Milbertshofen 19-19 Nettelstedt —Hilttenberg 22-14 Gummersbach — Grambke 23-15 Kiel — Göppingen 14-19 Rheinhausen — Gensungen 13-18 Hofweier — Dankersen 21-16 Rintheim — Grosswallstadt 13-13 Hofweier fékk Dankersen I heimsókn að þessu sinni. Áhorfendur 6000 í Ortenanhalle í Offenburg og þeir urðu vitni að skemmtilegum og spennandi leik, sem var öllu jafnari en lokatölur segja til um. Um dómgæzluna verður þó að segjast að hún var ekki í samræmi við gæði leiksins — til þess hagnaðist heima- liðið um of. Þegar talað er um lið Hof- weier verður að skrá einn leikmanninn í hærri gæðaflokk en aðra. Arno Ehret er nefnilega yfirburðamaður og árangur liðsins til þessa er mest honum að þakka. Af 199 mörkum liðsins hefur þessi 1.79 m hái leikmaður skorað 80. Þrettán urðu mörkin hans á laugardaginn, þar af fimm úr vítaköstum. Ótrúlegt hvernig einn leikmaður getur skorað á móti jafn sterkri vörn og Dankersen hefur yfir að ráða. Sennilega hefur Dankersen aldrei leikið gegn jafn sterkum einstaklingi og Arno Ehret var á þessum degi. Hofweier hafði yfirleitt yfirhöndina i leiknum — komst í 6-2, 8-4,10-5 en staðan í hálfleik var 10-9. Dankersen jafnaði strax i siðari hálfleik — tveimur leikmönnum var þá vísað af leikvelli með stuttu millibili og Hofweier náði forustu á ný. 14-12 var staðan eftir 45 mínútur, þegar einn leikmaður Dan.kersen var sendur til hvíldar. Hofweier jók forustuna og vann örugglega 21-16. Ehret skoraði 13/5 fyrir Hofweier, Schieske 2, Schobel 2, og Leibiger 2. Fyrir Dankérsen skoruðu Axel 8/3, Waltke 3/1, von Oepen 2, Grund 2 ogólafur 1. Aftur voru 7000 áhorfendur mættir i Kiel, þegar Göppingen kom í heimsókn. Leikmenn Göppingen létu þá ekkert hafa áhrif á sig — léku rólega og yfirveg- að. 14-19 urðu úrslitin Göppingen i hag. nokkuð, sem enginn hafði reiknað með. Salzer 4, Bressmer 4 og Busch 4 skoruðu flest mörk Göppingen en íslendingarnir Gunnar og Þorbergur skoruðu ekki. Grambke tók það til ráðs i Gummers- bach að setja mann til höfuðs Joachim Deckarm. Björgvin Björgvinsson fékk það hlutverk. Það er nú svo að lið Gummersbach hefur yfir það jöfnum og sterkum leikmönnum að ráða, að lítil áhrif hefur þó einn þeirra sé tekinn úr umferð. Þó náði Grambke sterkum leik i byrjun og hélt jöfnu upp í 7-7 eftir 20 mínútna leik. Kæruleysi hvað skot snertir hjá útileikmönnunum varð til þess, að Gummersbach náði hverju hraðaupphlaupinu á fætur öðru og staðan í hálfleik var 11-7. Leikmenn Grambke gáfust þó ekki upp og tókst að minnka muninn i 14-12 en af sömu or- sökum og i fyrri hálfleik náði Gummers- bach afgerandi forustu á ný. Sigraði 23- 15. Wunderlch 6/3, Fey 3 og Rosendahl 3 skoruðu flest mörk Gummersbach. Björgvin skoraði tvö mörk I leiknum. Það sem mest kom á óvart var jafn- tefli Grosswallstadt í Rintheim. Klaus Zöll, þjálfari Grosswallstadt, var mjög óánægður að leik loknum — sérstaklega með sóknarleikinn. Hann lét einnig i það skína að sigurvissa meðal leikmanna Grosswallstadt hefði haft áhrif. Rint- heim komst i 5-2 I byrjun og hafði yfir 9- 7 í hálfleik. 1 lokin mátti Grosswallstadt þakka fyrir að ná öðru stiginu. Staðan eftir 10 umferðir er þessi: Hofweier 10 9 1 0 199-155 19 Gummersbach 10 7 2 1 169-131 16 Grosswallstadt 10 7 2 1 180-147 16 Göppingen 10 6 I 3 183-167 13 Dankersen 10 6 1 3 173-159 13 Nettelstedt 10 5 2 3 188-156 12 Grambke 10 4 2 4 158-185 10 Kiel 10 3 2 5 151-158 8 Milbertshofen 10 3 2 5 162-172 8 Húttenberg 10 3 1 6 173-187 7 Gensungen 10 3 I 6 166199 7 Rintheim 10 1 2 7 147-168 4 Rheinhausen 10 2 0 8 148-179 4 Leverkusen 10 0 3 7 157-191 3 Um síðustu helgi var dæmt í máli Horst Spengler, fyrirliða Húttenberg og þýzka landsliðsins. Dómsorð hljóðaði upp á sex vikna leikbann. Þetta var áfrýjunardómur en Spengler fékk fjög- urra mánaða leikbann I undirrétti. Þessi dómur er nokkuð furðulegur þar sem framburður vitna í málinu var Spengler nokkuð óhagstæður. Án efa spilar per- sónan Horst Spengler stórt hlutverk hvað dóminn snertir. Óþekktur leik- maður hefði eflaust fengið strangari dóm en fjóra mánuði, svo ekki sé minnzt á sex vikur. Vlado Stenzel, landsliðsþjálfari, getur verið ánægður. Hann hafði gagnrýnt dómstólana harðlega eftir að Spengler fékk dóm sinn i undirrétti og sagði að mesta refsing — yfir fjóra mánuði — væri sennilega „dauðarefsing”. Kveðja, Axel Axeisson, Ólafur H. Jónsson. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Axel skoraði 10 mörk er ísland vann B-lið Frakka! — Kristján Sigmundsson, markvörður, bezti maður íslenzka liðsins í leiknum í gærkvöld — ísland sigraði með eins marks mun 22-21 ítvísýnum leik „Það var greinileg þreyta i strákunum eftir leikinn erflða við Pólland á miðviku- dagskvöld — og eins og slappað væri af eftir alla spennuna, sem var i sambandi við þann leik, þegar við lékum við B- landsliö Frakklands í Mantes í gærkvöld Sigur vannst þó — en aðeins með eins marks mun, 22—21. Axcl Axelsson var í miklum ham í markaskoruninni eins og áður. Hann skoraði tíu mörk í leiknum — fimm úr vítaköstum — og hefur því skorað 27 mörk I leikjunum þremur á mótinu i Frakklandi — það cr gegn Túnis, Póllandi og nú B-liðinu. En Kristján Sigmundsson, markvörður, var þó að minu áliti bezti maður islenzka liðsins í gærkvöld. Hann varði oft mjög vel — vitakast, eftir hraðupphlaup Frakka, einnig langskot, og var í markinu i 50 mínútur. Siðustu tíu mínút- urnar lék Ólafur Benediktsson í markinu,” sagði Jón Magnússon, farar- stjóri íslenzka landsliðsins, þcgar DB ræddi við hann í Paris í morgun. „Við höfðum ekki séð iþróttahöllina i Mantes — ekki Nantes þar sem við héldum upphaflega að leikurinn ætti að fara fram — fyrr en við komum þar i gær. Þetta er rétt fyrir utan Parisarborg Kaserer sigraði Monika Kaserer, austurríska skiða- konan fræga, sem er 26 ára, sigraði í gær í stórsvigi I gær í Stubai í Austur- riki. Keppnin var liður í heimskeppninni — world series. t öðru sæti varð Christa Kinshofer, V-Þýzkalandi, tólf sekúndu- brotum á eftir Moniku. í þriðja sæti var Maria Teresa Nadig, Sviss. Vegna snjóleysis i frönsku ölpunum hefst keppni heimsbikarsins ekki i Val D’Isere í Frakklandi um aðra hclgi eins og fyrírhugaö hafði verið. þess í stað verður keppt i Austurríki og á ítaliu. Forráðamenn FIS — alþjóðaskíðasam- bandsins — tóku þessa ákvörðun i gær — en aö öðru leyti verður reynt að fylgja því keppnisformi, sem ákveðið hafði verið. og gólfið í íþróttahöllinni í Mantes er glerhált. Strákarnir máttu hafa sig alla við að fóta sig. Þetta minnti okkur í ýmsu á leikinn við Honved í Ungverja- landi hér á árum áður en var þó ekki alveg eins slæmt. Það var sleipt en ekki virtist það há Frökkunum. Þeir, sem fylgzt hafa með keppninni, voru á einu máli um að þetta hefði verið bezti leikur franska B-liðsins í keppninni. Það eru ungir leikmenn i liðinu og nokkrir þeirra munu verða i franska liðinu i B-keppn- inni á Spáni. Við náðum okkur ekki á strik í leiknum og eins og ég sagði áður er farið að gæta þreytu hjá leikmönnum okkar. Þeir eru ekki vanir því að leika svona dag eftir dag og æfa einnig. Við sleppt- um þó æfingunni, sem fyrirhuguð var i gær, enda komum við ekki heim á hótelið í Paris fyrr en kl. tvö um nóttina eftir Pólverjaleikinn. Þar var um talsvert ferðalag frá Rouen að ræða. En í dag verður ekkert gefið eftir. Við förum á æfingu um 10-leytið og i kvöld verður leikið við A-landslið Frakklands i St. Maur,” sagði Jón ennfremur. Leikurinn í gær við B-landslið Frakka gekk þannig fyrir sig, að Hörður Harðarson skoraði fyrsta mark leiksins. Frakkar jöfnuðu. Þá fékk Ólafur Jóns- son, Víking, viti, sem \ >el skoraði úr, og á 6. min. kom Ólafur I landi i 3—1. Hörður skoraði fjórð.i mml íslands, 4— 2,en Frakkar jöfnuðu í 4—4 Þáskoraði Axel, 5—4, og um .uðjai. ''vrri hálf- leikinn var jafnt 5 —5. Sigurður Gunnarsson skoraði sjolta mark Íslands, 6—5, en Frakkar jöfnuðu. Komust á 19 mín. í fyrsta sinn yfir 6—7 og síðan 6— 8. Þorbjöm Jensson og Axel jöfnuðu. 8—8. Frakkar koniust aftur yfir, þegar þeir skoruðu úr viti. Siðan fylgdu tvö viti íslands, sem Axel skoraði úr en Frakkar jöfnuðu i 10—10. Sigurður. Ólafur H. Jónsson og Axel komu íslandi í 13—10 en Frakkar skoruðu siðasta markið í fyrri hálfleiknum. Staðan í leikhléi 13— II. 1 byrjun síðari hálfleiks kom Ólafur Víkingur íslandi í 14—11, Ólpfur H. Jónsson í 15—13 og Frakkar minnkuðu muninn í 15—14. Axel skoraði 16—14 íslenzka liðsins með tilþrifum. og skoraði einnig næstu þrjú mörk íslands, tvö úr vítum. Frakkar svöruðu alltaf og jjeim tókst að jafna i 19—19 á 22. min. Ólafur Jónsson Víking skoraði 20. mark íslands á 25. mín. en Frakkar jöfnuðu 20—20. Ólafur H. Jónsson kom íslandi í 21—20 og Páll Björgvinsson. sem kom þá inná í 22—20. Frakkar skoruðu siðasta markið í leiknum og lokatölur urðu því 22—21. Mörk íslands í leiknum skoruðu þvi Axel Axelsson 10/5, Ólafur Jónsson 3, Ólafur H. Jónsson 3, Hörður Harðar- son, 2, Sigurður Gunnarsson 2, Páll Björgvinsson I og Þorbjörn Jensson I. Þeir sem hvíldu að þessu sinni voru Jens Einarsson, Stefán Gunnarsson, Þorbjörn Guðmundsson, Hannes Leifs- son og Viggó Sigurðsson en Viggó mun leika fyrsta leik sinn í keppninni í kvöld. „Þeir Axel og Ölafur halda heim til Vestur-Þýzkalands í dag og leika þvi ekki meira á mótinu hér i Frakklandi. Umferð verður I Bundeslígunni um helgina og Axel og Ólafur leika þá með Dankersen við Rheinhausen. Islenzka landsliðinu hefur verið mjög mikill styrkur af þeim hér í Frakklandi — þeir hafa báðir leikið skinandi vel. Eftir æfinguna i dag förum við svo til sendi- herra íslands í París, sem hefur boðið okkur til sín — en svo förum við að undirbúa leikinn við A-landslið Frakka. Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig liðsskipan verður i kvöld. Liðsandinn hér hjá okkur hefur verið alveg einstakur — þetta eru frábærir piltar og ferðin hefur verið hin ánægju- legasta og lærdómsríkasta í alla staði. Mótinu lýkur á morgun, laugardag. og þá leikurn við gegn Kínverjum i Coubertin. Heim kemur liðið um miðjan dag á sunnudag.” sagði Jón Magnússon að lokum. Tveir aðrir Ieikir voru háðir á mótinu í gær. Pólland vann Túnis 33—22 og A- lið Frakklands vann Kína með eins marks mun, 23—22. Þorsteinn hættir í mót- mælaskyni Þorsteinn Hallgrimsson hefur sagt af sér formcnnsku í nefnd, sem undirbúið hefur tillögur um framtiðarstefnu Körfu- knattlcikssambandsins á næstu árum. Mun Þorsteinn gera þetta í mötmæla- skyni við meðhöndlun stjórnar KKÍ á máli Paul Stewart, leikmanns ÍR, sem var dæmdur i eins leiks bann cftir átök við Stefán Bjarkason, Njarðvík, á auka- móti á Keflavíkurflugvelli. Þorsteinn Hallgrimsson ætlar ekki að starfa á vegum KKÍ þetta árið. Kemur þetta fram í Fréttabréfi Körfu- knattleikssambandsins en þcss er einnig getið að dómararnir Sigurður Valur Halldórsson, Stefán Kristjánsson og Kristján Sigurðsson, allir í ÍR, hafl ákveðið að dæma ekki fyrst um sinn. -ÓG. Árósa-KFUM í efsta sæti í 1. deildinni Árósa-KFU.M liðið, sem Gunnar Einarsson landsliðsmarkvörður úr Staðan i 1. deild í þannig: Danmörku er nú Haukum leikur með I 1. dcild í Dan- ÁrhusKFUM 7 156-111 14 mörku, er nú komið I efsta sætið i deild- Fr. KFUM 8 201-147 13 inni. Fyrr í vikunni sigraði Árhus- SAGA 7 147-120 10 KFUM Skovbakken, sem einnig er Helsinger 1F 7 120-116 8 Árósa-lið með 24-12 eftir 11-8 í hálfleik. Holte 7 132-129 6 Jan Have skoraði flcst mörk KFUM- AGF 7 114-131 5 liðsins í leiknum eða sjö — en danski ÁlborgHK 8 155-185 4 landsliðsntaðurinn Erik Bue var mark- Skovbakken 7 127-159 4 hæstur hjá Skovbakken með fjögur FIF 7 109-147 4 mörk. Helsingor FC 7 117-140 2 Heimsmeistarakeppnin í golfi á Hawaii: Islendingar í neðsta sæti Þeim Björgvini Þorsteinssyni og Ragnari Ólafssyni gekk afleitlega á fyrsta degi heimsmeistarakeppninnar i golfl á Hanalei á Hawaii í gær. Björgvin lék á 85 högggm og Ragnar á 87 högg- um og ísland var i neðsta sæti eftir keppnina i gær með samtals 172 högg. Kanada var i fyrsta sæti á 137 höggum. Þeir Dave Barr og Dan Hallderson léku á 67 og 70 höggum. Ekki tókst öllum þjóðunum að Ijúka keppninni i gær — írland, Venezúela, Burma, Finnland, Belgía og Júgóslavia áttu að Ijúka fyrstu umferðinni snemma í morgun. Keppendur á mótinu eru frá 48 þjóðum og gekk keppnin hægt fyrir sig í gær. Suður-Kórea náði beztum árangri um morgunin og hafði forustu fyrstu þjóðanna, sem luku keppninni í gær. En svo komu Kanadamennirnir og Dave Barr náði beztum árangri allra keppenda. Lék á 67 höggum — fimm undir pari vallarsins. Þegar Dan Hallderson lék á 70 höggum náði Kanada tveggja högga forustu i keppn- inni. 1 öðru sæti voru keppendurnir frá Filippseyjum með 139 högg. Eleuterio Nival lék á 69 höggum og Rady Lavares á70 höggum. Bandaríkin, sem eru talin hafa mikla sigurmöguleika í keppninni, var á 141 höggi. John Mahaffey lék á 69 höggum og Andy North, sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í sumar — US open — lék á 72 höggum. Eins og áður ségir gekk keppnin hægt fyrir sig og í sumum riðlunum tók keppnin um fimm klukkustundir. Oft var bið við þriðju holuna — hina stytztu á vellinum og greinilegt fljótt i gær að ekki mundi öllum keppendum takast að Ijúka keppn- inni fyrir myrkur. Mótið mun standa í fjóra daga á hinum fagra golfvelli Princeville Makai, sem er á norður- strönd eyjunnar Kauai. Helztu úrslit í gær urðu þessi. 137 — Kanada (Dave Barr 67 — Dan Hallderson 70) 139 — Filippseyjar (Aleuterio Nival 69 — Rudy Lavares 70). 141 — Bandaríkin (Andy North 72 — John Mahaffey 69) 141 — Argentína (Florentino Molina 71 — Vicente Fernandez 70). 142 — Ástralía (Greg Norman 71 — WayneGrady71) 142 — Mexíkó (Ernesto Acosta 71 — Victor Regaldo71) 142 —Suður-Kórea (Han Cgang Sang 72 — Kim Suck Bong 70) 143 — Skotland (Ken Brown 72 — Sam Torrance71) 144 — Kolombia (Juan Pinzon 72 — Luis Eduardo Arevalo 72) 145 — Svíþjóð (Gunnar Muller 71 — Hans Hedjerson 74) 145 — Brasilía (Jaime Gonzalez 71 — Josias Draxler 74) 145 — Spánn (Manuel Pinero 72 — Antonio Garrido73) 146 — England (Howard Clark 72 — MarkJames74) 146 — Wales (Craig de Foy 71 — David Vaughan 75) 146 —Suður-Afrika (Nicky Price 73 — Bobby Verwey 73) Af öðrum þjóðum má nefna Noreg 166 (Tore Svilland 84 — Erik Donne- stad 82). Frakkland 149 (Patrick Cotton 76 — Jean Garaialde 73), Holland 156 (Simon van der Berg 79 — Jan Dorre- stein 77). Vestur-Þýzkaland 148 (Siegfried Vollrath 75 — Bernhard Langer 73, Nýja-Sjáland 159 (Denis Clark 75 — Kim Southerdan 84), Sviss 171 (FrancoSalmina 79 — Denis Maina 92). Danmörk 155 (Per Greve 78 — Herluf Hansen 77), halíu 153 (Renato Campagnoli 80 — Gerlamo Defino 73) og Japan 149 (Norio Suzuki 73 Shirgeru Uchida 76).

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.