Dagblaðið - 01.12.1978, Side 30

Dagblaðið - 01.12.1978, Side 30
34 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1978. Stjórnin í jólaköttinn? DB-mynd: R. Th. „Heldurðu, Ellert, að stjörnin fari ekki í jólaköttinn fyrir þetta fjárlagafrumvarp?” gæti Friðjón Þórðars- þeir allt eins verið að ræða um að fara saman á bíö í kvöld, eða hvort þeir eigi að skreppa saman í kaffi á son. sjálfstæðisþingmaður sem bezt verið að hvísla að fiokksbröður sinum, Ellert B. Schram. Annars gætu Borginni. _g.s „Ef ég væri ríkur" DB-mynd: R. Th. Verzlanagluggar skarta óvenju fallegum varningi þessa dagana, svo sem jafnan fyrir jól. Þótt flestir sem I þá lita séu á höttunum eftir jólagjöfum handa öðrum sakar ekki að staldra við og skoða eitthvað sem mann langar sjálfan I. „Ef ég væri rikur,” gæti maðurinn á myndinni verið að hugsa er hann horf- ir á glæsilegan herrafatnaðinn I glugganum, en hver veit nema glugginn verði einni flikinni fátækari þegar konan hans hefur keypt handa honum jólagjöfina? -G.S. „Ég er á leiðinni" db mynd: Bj.Bj. Jólatré streyma nú til borgarinnar hvaðanæfa, einkum úr Skorradal, Þjórsárdal, frá Þingvöllum og Jótlandi. Þau eru söguð niður, safnað saman og sett á stórvirka vörubila. Þeir aka þeim i bæinn og þar er þeim enn staflað upp uns þau eru hengd i raðir og föl kaupendum til skreytingar i stofum sínum á jólunum. Fáir imynda sér sjálfsagt allt það rask og ferðalag er þeir horfa á friðsælt tréð sitt er það skartar loks á aðfangadagskvöld. _G.S. UB-mynd: H.V, Allt í hund og kött? Að hlutirnir fari i „hund og kött” hefur venjulega neikvæða merkingu, en svo er þó ekki á þessari mynd, sem tekin var á Dýraspitalanum í fyrradag. Þar kom hundurinn aðeins i skoðunarferð til að sjá afkvæmi „stofufélaga” sins á spitalanum. Þvi er hér með komið á framfæri að kettlingarnir á myndinni fást gefins á Dýraspítalanum. •G.S.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.