Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 1
rl frjálst, 'nháð dagblað Vinninga- skrá Happ- drættis HÍ -sjábls.29 Laturað hlaupa og þess vegná settur ímarkið! — sjá íþróttir bls. 16ogl8 Það cr örn Guðmundsson ball- ettdansari, sem hér hefur brugðið sér I gervi jólasveins dagsins, Stekkjastaurs. örn er þó mun liprari en Stekkjastaur og tók eitt gott stökk fyrir Ijósmyndarann þrátt fýrir erfitt gervi. „Kerti og spil vil ég fá I jóla- gjöf,” sagði Örn. Ljósm. Ragnar Th. 4. ARG. — MIÐVIKIJDAGUR 13. DESEMBER 1978 - 279. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMOLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Ríkisstjómin á tæpasta vaði: „Versta kreppan sem stjórn- arsamstarfið hefur lent P’ Jólaundirbúningur ífullum gangi: Litla fólkið önnum kafið „Sjáðu jólaeplið mitt,” sagði hún Gunna litla og brosti svo allar finu tennurnar hennar sáust. Gunna er á Múlaborg á daginn og þar er mikið um að vera þessa dagana. Jólasveinar, jólakettir, pokar og jólatré eru i smfðum og litlar hendur eru ataðar málningu. En slfkt eru bara smá- munir sem enginn fárast út afþví bráðum komajólin. - DS / DB-mynd R.Th. Sig. „Þetta er 16 flokka stjóm,” segir Steingrímur stærsta vandamálið sem rekið hefði á fjörur rikisstjórnarinnar. „Það hlýtur náttúrlega öllum að vera Ijóst, að það eru óþolandi vinnu- brögð hjá krötum að vera með heilan þingflokk á biðstofunni,” sagði Stein- grímur Hermannsson dómsmálaráð- herra í morgun. „í hvert sinn sem eitt- hvað kemur upp er hlaupið út og þing- flokkurinn látinn ráða. Þetta er eins og 16 flokka stjórn — 14 kratar og tveir aðrir stjórnmálaflokkar.” Alþýðubandalag haf nar formlegu bandalagi Þingflokkur Alþýðubandalagsins klofnaði í umræðum um fjárlagafrum- varpið í gærkvöldi. Meirihlutinn var á því að mynda ekki „formlegt banda- lag” við Alþýðufiokkinn í málinu heldur reyna að halda ríkisstjórninni saman. Alþýðufiokkur og Alþýðu- bandalag höfðu þó í efnisatriðum stað- ið þétt saman gegn tillögum Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra. Á þing- fiokksfundi Alþýðuflokksins seint í gærkvöldi töluðu menn um, að Al- þýðubandalagið hefði „svikið” með þessari nýju afstöðu. Ágreiningurinn er einkum tvíþætt- ur. Þvert ofan í tillögur skattanefndar ríkisstjórnarinnar, sem DB hefur greint frá, lagði Tómas Árnason fram tillögu um hækkun vörugjalds úr 16% I 20%. Þetta hafði í engu komið fram í skattanefndinni. Alþýðubandalag og Alþýðufiokkur risu gegn tillögu Tóm- asar, en hann svaraði með því að gefa þeim hálfs annars sólarhrings frest til að samþykkja tillöguna. Einnig vildi Tómas hafa hærri skatta á tekjulágt fólk en fiokkarnir tveir vildu og skatta- nefnd hafði samþykkt. Þá er einnig ágreiningur um, hve mikill niður- skurður skuli vera á opinberum fram- kvæmdum, þar sem kratar vilja meiri niðurskurðen hinir. Forsætisráðherra sleit ríkisstjórnar- fundi í gær í fússi. Áður hafði Ragnar Arnalds menntamálaráðherra talað gegn tillögum Tómasar og Kjartan Jóhannsson hóf ræðu urn tekjuskatts- lækkun. Þótti Ólafi þá nóg komið, sleit fundi og hótaði stjórnarslitum. -HH/HP „Þetta er versta kreppan sem stjórn- arsamstarfið hefur lent í,” sagði einn þingmaður Alþýðuflokksins í morgun. „Tómas Árnason fjármálaráðherra hefur klúðrað málunum á ótrúlega skömmum tíma,” sagði einn þing- maður Alþýðubandalagsins. Reynt verður að bræða sjónarmiðin saman á ríkisstjórnarfundi í dag en óvíst að það takist. Greinilegt er, að framsóknarmenn eru orðnir þreyttir á stjórnarsamstarf- inu og var sagt í herbúðum þeirra í morgun, að „þetta væri dropinn, sem fyllti mælinn”, án þess þó að þeir vildu meina, að þetta væri í sjálfu sér 35 m Getrauninni lýkur í dag — sjá baksíðu Jólagafahandbók DB á morgun Dagblaðinu á morgun fylgir hin árlega jólagjafahandbók, meiri og betri en nokkru sinni. Bókin verður á 16 siðum í miðju blaðsins og er hægt aö kippa henn: út með sér þegar farið er að verzla. í bókinni eru gefnar yfir 200 hugmyndir um góðar jólagjafir handa börnun- um, táningunum, honum og henni. Einnig er sérstakur flokkur ódýrra gjafa. Rjúpnaskytta finnst látin Víðtæk leit var gerð í gærkvöldi að rjúpnaskyttu sem saknað var í Norðurárdal i Borgarfirði. Um fjöru- tíu manns úr björgunarsveitum SVFÍ víðs vegar að úr Borgarfirðinum tóku þátt í leitinni og skömmu eftir mið- nætti fannst maðurinn látinn. Hann hafði verið á veiðum ásamt félaga sínum skammt fyrir ofan bæinn Hvamm í Norðurárdal og var allt i bezta lagi er félagi hans yfirgaf hann um kl. 14.30 í gær. Þegar hann skilaði sér ekki var hafin leit og fannst hann eins og fyrr segir laust eftir miðnætti og hafði orðið bráðkvaddur. Ekki er unnt að birta nafn mannsins, sem var' um fimmtugt, aðsvostöddu. - GAJ /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.