Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. í tísku á nýjan leik: YNDISLEG ER ULLIN „Ég hlakka svo til að verða gömul,” sagði við mig útivinnandi móðir, stórfum hlaðin upp fyrir haus, „því þá get ég loks leyft mér að setjast niður með nokkur blöð af Hugur og hönd og gáð hvort mér tekst að búa til nokkuð af þeim dásamlega fallegu prjónavörum, sem þareru sýndar." Hugur og hönd er ársrit Heimilis- iðnaðarfélags íslands. Hel'tið 1978 er nýkomið ut og er mjög vandað að öllum frágangi, góður pappír og prentun. En það sem vekur saml mesta hrifningu er aðsjá hvað islenzkar konur er unaðslega fingrafimar. Það'sem þær geta gert úr ullinni af blessuðum rollunum, sem hrekjast um fjöll og firnindi í hvers kyns veörum! í þessu nýjasta hefti eru myndir af yndislega fögrum peysum, pilsum, hyrnum, vettlingum, og meira að segja kápu til að prjóna og hekla. Og er þó ekki allt upp talið. Myndunum fylgja ýt- arlegar verklýsingar, þvi þó það virðist ótrúlcgt er það vist satt. að með réttum áhöldum og nokkurri þolinmæði geti flestar konur sjálfar búið til þessi lista- verk. Heimilisiðnaðarfélagið hefur einnig í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Þjóðdansafélag Reykjavíkur gefið út heftið Islenzka þjóðbúninga II, peysuföt. Í því eru mjög góðar myndir af öllu sem tilheyrir þessum þjóðlega spari- búning, ennfremur snið að peysufata- peysu og peysubrjóstf. Einnig er gefin nákvæm tilsögn í orkeringu, sem er sér- stök tegund blúndu. Heftið lslenzkir þjóðbúningar I kom út l974ogsýndi upphlutsbúning. Bæði heftin, það seinna kostar 750 krónur, fást hjá þrem ofangreindum félögum. En Hugur og hönd fæst I verzlunum Heimilisiðnaðarfélagsins á Laufásvegi og Hafnarstræti. IHH. —gömul vinnubrögð og gamlir þjóðbúningar standa enn fyrir sínu (WÍa'mftnH Hvaö vantarhana?.. ... auövitaö góö ullamœrföt Glæsibæ — Sími 83210 Finlux Litsjónvörp s FISHER Hljómtæki OCOSIIMA Myndavélar TSIGíílfl Linsur sunpflK Flöss MAGNON Kvikmynda sýningavélar HOYfi Ljósmynda filterar MallorY Rafhlöður ZENITH ZORKI - KIEV MYNDAVÉLAR Feróasegulband á kr. 19.400 Jynrþiff ogputa Sjónvarpsleiktæki frá kr. 21.500 Ferðakassettuúpvarp á kr. 53.800 Við bjóðum einnig úrval af Ijósmyndavörum og hljómtækjum SJÓNVARPSBÚÐIN BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI27099 Elsa E. Guðjónsson safn- vörður sem er kvenna fróð- ust um íslenzka þjóðbúning- inn og hefur ritað margt um hann, á stutta grein um sjöl f nýjum bæklingi um peysuföt Greininni fylgir þessi fallega mynd af reykvfskri stássmey tutt- ugustu aldar. (Mynd: íslenzkir þjóðbúning- ar II). Nákvæm vinnulýsing á orkeringu er rítuð af Gerði Hjörieifsdóttur, verzlunar- stjóra Heimilisiðnaðarfélags íslands. Þessi blúnda er gerð með sérstakri orkeringar- skyttu og er skemmtileg handavinna. (Mynd: íslenzkir þjóðbúning- ar II). I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.