Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 28
28 TIMEX HEIMSFRÆGU ÚRIN - 60 GERÐIR 1 ÁRS ÁBYRGÐ. PANTIÐI SÍMA 50590 EÐA BRÉFLEGA m PÓSTSENDUM ID \lAl MAGNÚSGUÐLAUGSSON U ri" VHL STRANDGÖTU19 - HAFNARFIRÐI býður upp á margar gerðir af * kæli- og frystiskápum Tæknilegar upplýsingar Gerðir ! H. I cm. B. I cm. D. 1 cm. 6 23 Jd í» — B uc Frystir litr. £ w Jd L. 3 | Hillur í frysti W S JZ ■s u X Sjilfv. afhr. Hraðfr.hnap. 33 W -C 5 Frysting kg/24 klst. +1 jq 3 £ uc ZC1400T 853 52,5 56 134 6 3 X X 0,8 ZC2000A 124 523 53 186 14 4 X X 1,05 ZB 2500/2 TR 142 523 60 200 50 4 i X X 6 1,6 Z 16/12 R 170 523 60 160 120 4 4 X X X X 12 2,0 Z 20/15 PR 170 60 63 200 150 4 4 X X X X 12 2,2 ZB500V 49 543 59 50 1 6 0,75 SL 1201 F 85 523 60 120 4 X X 12 1,10 SL2001 F 125 523 60 200 6 X X 14 13 Allir skápar fáanlegir í RAFHA-litum viðurkennd varahluta- og viðgerðarþjónusta í Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 84445 og 86035 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. Bræðurnir Karl og Jónatan hittast að nýju f Nangijala. BRÓÐIR MINN UÓNSHJARTA Barnamynd fyrir fólk á öllum aldri ýmsa fallegustu staðina og klippt at- riðin saman án þess að taka tillit til að mörg hundruð kílómetrar aðskildu þessa staði í raunveruleikanum. Fyrir þá sem þekkja ekki staðhætti skiptir þetta engu máii en ef viðkomandi þekkir bakgrunninn virkar þetta rugl- andi. Islenski hesturinn skipar nokkuð stórt hlutverk í myndinni. Sum atriðin eru undurfögur og sæma íslenska hest- inum vel. Sérstaklega myndrænt var lokauppgjör Jónatans og Þengils sem fór fram á hestbaki og var tekið í „slow motion”. Ævintýramyndir Þótt Bróðir minn Ljónshjarta sé nefnd barnamynd þá held ég að allir aldursflokkar geti haft gaman af. Myndin skiptist i þrjá hluta. Fyrsti hlutinn og sá síðasti reynast án efa þungir fyrir börn sem geta ekki lesið islenska textann eða þekkja ekkert til sögunnar. Allt talið um dauöann og framtíðarlandið er of fjarlægt yngstu börnunum en miðhluti myndarinnar og sá lengsti er meira við þeirra hæfi. Þar erum við komin út í ævintýrið sjálft, baráttu hins góða og illa. Fyrir allmörgum árum var tekin hér á lslandi hluti myndarinnar um Sigurð Fáfnisbana. Báðar þessar myndir verða að teljast ævintýramyndir að vissu marki og eiga margt sameigin- legt. Að mínum dómi féllu atriðin frá íslandi miklu betur inn í heildina á sænsku myndinni heldur en þeirri þýsku. Virðist íslensk náttúra og landslag einkar heppilegt fyrir myndir af þessu tagi. Kærkomin tilbreyting Meðan á sýningu stóð datt mér i ■hug Star Wars nokkrum sinnum. Til dæmis voru búningar og hjálmar liðs- manna Þengrls ekki svo ólíkir þeim sem liðsmenn Dauðastjörnunnar báru í Star Wars. Að vísu er um mjög ólik-f an efnisramma að ræða en ævintýri eru yfirleitt byggð upp á ákveðnum grunnþáttum sem efnisþráðurinn er síðanspunninn í kringum. í þeim fábreytileika í vali kvik- mynda sem virðist undanfari jóla- myndanna er myndin Bróðir minn Ljónshjarta kærkomin tilbreyting. Það er von mín að hún týnist ekki í öll- um þeim ys og þys sem fylgir undir- búningi jólanna. Haiti: Brödema Lajonhjarta Leikstjórj: Olle Hellbom Handrít byggt á samnofndri bók eftir Astrid Undgren Kvikmyndun: Rune Ericson Tónlist Bjöm IsfSK og Lasse Dahlberg KKpping: Jan Person Gerfl I Svíþjóó 1977 Aflalleikendur Staffan Götestam Lars Söderdahl AHan Edwall Per Oscarsson Fyrir nokkru kom út bókin Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren I þýðingu Þorleifs Haukssonar. Fyrir þetta framtak sitt hlaut Þorleifur þýðingarverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 1976. Þessi saga hefur verið lesin i útvarpinu sem barnasaga þótt efnið höfði til fleiri aldurshópa. Svíar hafa gert kvikmynd eftir sögunni og þegar þetta er skrifað standa yfir sýningar á myndinni I Há- skólabiói. Fyrirheitna landið í upphafi myndarinnar kynnumst við bræðrunum Jónatan og Karli, sem er dauðvona vegna ólæknandi sjúk- dóms sem hann gengur með. Bræð- urnir eru mjög samrýndir og ræða mikið saman. Eins og gefur að skilja berst tal þeirra oft að dauðanum. Jónatan reynir að telja kjark i bróður sinn og segir að þeir muni hittast aftur í landinu Nangijala þar sem allt er gott. Skömmu siðar brýzt út eldur í hibýl- um þeirra og Jónatan lætur lífið við tilraun til að bjarga Karli. Þegar sjúk- dómurinn dregur Karl loks til bana þá hittast þeir aftur í Nangijala. En jafnvel paradís hefur sinn djöful að draga. Hluti landsins er kúgaður af illmenninu Þengli sem hefur sér til hjálpar ófreskjuna Kötlu. Jónatan tekur þátt I frelsisbaráttu íbúa Nangi- jala gegn Þengli. I átökum sem fylgja i kjölfarið særist Jónatan hættulega. Hann segir bróður sinum að ekkert sé að óttast, því handan við dauðann liggi annað land, Nangilima, land hins góða. I lokaatriði myndarinnar er það litli bróðirinn Karl sem tekur stökkið með stóra bróður yfir í hið óþekkta. Barnamyndir Þar sem ég hef ekki lesið bókina get ég ekki sagt hvort myndin viki mikið út frá efnisþræði hennar. Myndin sjálf virkar tiltölulega heilsteypt, enda skrif- aði Lindgren sjálf handritið. Leikstjórinn Olle Hellbom og rithöf- Kvik myndir Baldur H jaltason undurinn Astrid Lindgren hafa átt langt og heilladrjúgt samstarf. Hell bom fékkst á sínum yngri árum tölu- vert við gerð stuttra kvikmynda en 1957 fékk hann tækifæri til að spreyta sig á mynd I fullri lengd. Síðan hefur Hellbom ásamt Lindgren og framleið- andanum Olle Nordemar unnið að fjölda mynda, þar á meðal Tjorven, bátsman og Moses, sem fékk gullljónið á kvikmyndahátiðinni i Feneyjum 1963. Einnig hefur þessi hópur unnið að sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um Línu Langsokk og Emil frá Katt- holti, sem notið hafa mikilla vinsælda hér heima. Kvikmyndalandið ísland Myndin virkar mjög norræn og hefur yfir sér handbragð Svía. Megin- hluti myndarinnar er tekinn í Svíþjóð en hluti hér á íslandi. Eftir aö hafa horft á þessi atriði sem voru kvik- mynduð hér þá sést gjörla hve landið er miklum kostum búið til kvikmynda- -gerðar. Stórfenglegt, hrikalegt og til tölulega fjölbreytt landslag ásamt tæru lofti eru stórir kostir þegar um kvikmyndagerð er að ræða. Það sem ruglaði mig í riminu voru klippingarnar í þessum atriðum. Þegar bræðurnir voru á leið til Þengils var notað íslenskt landslag sem bak- grunnur. Leikstjórinn hefur notað V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.