Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 2
2 r DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. Meðlag með þremur bömum töluverður útgjaldaliður bera á móti því að það sé erfitt að standa ein uppi með þrjú börn. Konan hlýtur strax í byrjun að hafa gert sér grein fyrir því að meira þyrfti að leggja af mörkum en sá aðilinn sem ekki er til staðar. Það er eins gott að þeir menn sem greiða meðlög með þremur börnum séu ekki neinir almennir verkamenn með um eða yfir 200 þúsund í mánaðarlaun. Það yrði þá eitthvað fá- tæklegt um að litast i launaumslaginu hjá þeim, þegar búið væri að draga frá til Innheimtustofnunarinnar í skatt- ana, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Þá eiga þeir góðu menn eftir að greiða húsa- skjól, rafmagn, hita, fæði og svo fram- vegis. Alveg eins og hin fráskilda móðir og börnin þrjú. Ég veit ekki hvort hún gerði sér að góðu að lifa af því sem eftjr væri. Eins og bréfritari minntist á þá eru það margar konur sem gifta sig aftur og sem betur fer segi ég. Það ætti nú að létta undir með þeim. Þá annað hvort getur móðirin verið heima hjá börnunum sinum eða aflað tekna til heimilisinssem áður. En það fer nú að versna þegar faðirinn hyggur á makaveiðar og vill stofna nýja fjölskyldu. Hvernig á hann að geta framfleytt fjölskyldu af t.d. 130 þúsund krónum á mánuði ef það kostar um 100 þúsund að sjá fyrir einu barni i mánaðartíma. Þetta getur þó gengið ef nýja konan vinnur úti allan daginn og kaupir gæzlu fyrir börn þeirra hjóna í heimahúsi. Ekki hefur hún forgang á barnaheimili fyrir börnin þó faðirinn sé barnameðlags- greiðandi. Ég sem þetta rita held að ég megi segja að ég viti nokkurn veginn hvað þetta er; ég er gift barnameðlags- greiðanda, sem hefur lagt út í það að stofna fjölskyldu á nýjan leik. Ég er alls ekki að mælast til þess að meðlagsgreiðslur lækki og heldur ekki að þær verði felldar niður ef móðirin giftir sig. Ég vil aðeins benda á að mér finnst ekki hægt að taka meira af þess- um mönnum i barnsmeðlög, þótt einstæðum mæðrum finnist þessar greiðslur hrökkva skammt. Finstæðir foreldrar hafa forgang að dagvistarstofnunum. DB-mynd Sveinn. Solka skrifan Varðandi grein sem birtist i Dag- blaðinu 21.11 frá fráskilinni 3ja barna móður. Ég ætla ekki að hefja neinn áróður gegn barnsmeðlögum, þó ég sé ekki heldur hlynnt hækkun þeirra í bráð. Ég hef ekki samúð með neinum þeim, sem hefur með einu barni að borga, en þegar þau eru orðin þrjú hlýtur þetta að vera þó nokkur útgjaldaliður fyrir þann sem greiðir mánaðarlega árið í gegn. Umræddur bréfritari sagðist vera fráskilin kona með 3 börn á framfæri og hélt hún því fram að meðlag það sem greitt er í dag væri ekki nema einn fjórði af því sem þyrfti til að barn gæti lifað tiltölulega eðlilegu lifi. Þessi kona verður auðvitað að leggja einhverja fjárhæð á móti, hve mikla veit ég ekki, en a.m.k. ekki 75 þúsund á mánuði á hvert barn. Kaup hennar myndi aldrei hrökkva fyrir því og trúlega þarf hún eitthvað til að lifa af sjálf. Með þrem börnum hefur kona um 75.000 á mánuði, mæðralaun 45.000 plús fjölskyldubætur sem ég kann ekki að gera skil á. Þessi kona hlýtur að vinna úti, því einstæðir foreldrar hafa forgang á dagvistunarstofnunum og borga því helmingi lægra verð en gæzla i heimahúsum kostar. Ef meðlag með einu bami er ekki nema einn fjórði af þvi sem það kostar að ala önn fyrir þvi mánaðarlega, get ég alls ekki skilið hvernig hægt er fyrir 4—5 ban t ramfærendur að sjá þeim farborða.Þaö þarf þá að kosta fjögur til fimm hundruð þúsund mánaðar- lega í barnauppeldið fyrir utan það sem foreldrarnir þyrftu til sjálfra sín. Ekki veit ég hvort þessi kona hefur reiknað sér tímakaup með börnum sinum, en það hlýtur líka að vera gleðilegt að fá að hafa börn sín hjá sér þótt þvi fylgi erfiði og er ég ekki að Krúttiö Tom Jones. Krúttið Tom Jones — ogGustogLassý ísjónvarpið Asa skrifar: Ég er hérna húsmóðir og tveggja barnamóði \estur i A-Barðastrandar Felmtri sleginn yfir vinsældavali Hugsuðurinn Jón á Hofi skrifar: Þegar fyrir augu mín bar listi yfir vinsældaval Dagblaðsins og Vikunnar 1978, var ég ielmtri sleginn. Hvar er þin fornaldarfrægð Ég fylltist miklum söknuði, því ekki er gefinn kostur á að velja um einstaka hljóðfæraleikara. björtustu vonina, sviðsskrilslæti o. fl. í þeim moll. Hvað er orðið af þessum mönnum (þ.e.a.s. gitarpikkarar, bassagaukarar o.s.frv.). Eru þeir allir komnir undir græna torfu eða hafa þeir verið af- máðir a! yfirboröi jarðar meðeinhverj-i um öðrum ráðum. Eða eru þeir kannski allir farnir til útlanda til að gefa út hvítar, tölusettar og áritaðar hljómplötur, sem fjalla um gutl i innylfum húsdýra, svo að ekki er lengur hægt að velja þá til verðlauna. Hvað eru beztu blaðamenn þjóðarinnar (þ.e. HP, ÓV og ÁT) að hugsa. Halda þeir að hægt sé að horfa Milli- brúnt leður Kr. 31.535.- Finnsk gæðavara Loðfóðruð leðurstígvél framhjá meirihluta popptónlistar- manna í þessu vinsældarvali með þvi að kjósa aðeins um hljóðfæraleikara almennt. Man ég þá tíð í minu ung- dæmi að þetta tiðkaðist og þykir mér mikill sjónarsviptir af niðurfellingu þessara atriða. Vil ég nefna máli mínu til stuðnings að í Stóru Brittaniu, því miklar menningarriki, tíðkast þessi siður enn þann dag í dag. En að öðru leyti vonast ég til að lif- dagar þessa vinsældarvals verði sem lengstir, þó svo að umbætur verði ekki framkvæmdar fvrr enaðáriliðnu. meira horft á blessað sjónvarpið. Einmitt af þvi langar mig að koma með tillögu um efni fyrir börn. Fyrir nokkrum árum voru sýndir i sjónvarpinu þættir um hest sem hét Gustur og hund sem hét Lassý og voru þetta að mínum dómi góðir þættir og kominn tími til að sýna þá aftur. Og hvernig væri svo að leyfa okkur sem alltaf sitjum heima á laugardags- kvöldum að sjá krúttið hann Tom Jones. Það voru sýndir þættir með honum veturinn 71-72 og þeir voru mjög góðir. Stjörnumessa DB og vikunnar 1977. DB-mynd Ragnar. JÓNAS HARALDSSON )

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.