Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. 3 íslendingar lítt ökuhæf ir Spurning dagsins Davíö og Linda skrifa: Af hverju leggur fólk bílum sinum svona? Er það af þvi að það er latt, eða er þetta sjálfselska eða kannski af því að það vantar ökuhæfni? Við höfum fylgst með hvernig fólk reynir að leggja bílum sínum. Sumir reyna að bakka bilum sínum í stæði sem er nógu stórt fyrir stærstu gerð ameriskra bila. Eftir tvær eða þrjár tilraunir gefst það upp og ekur áfram inn í stæðið, endar með framhluta bílsins á gangstéttinni og afturhlulann að miðri götunni. Þetta skapar gifurlega hættu og hefur í för með sér mikla töf á bilaum- ferð um götuna. svoekki sé nú minnst á óþægindin fyrir gangandi vegfar- endur, mæður með bamavagna. sjóndapurt fólk og fólk í hjólasiólum. Þegar siðan kemur að þvi að keyra út úr stæðinu bakkar þetta sama fólk hálfblindandi út á aðalbraut i stað þess að gefa stefnuljós og keyra síðan beint áfram. Veit þetta fólk ekki hvernig á að leggja bilum löglega? Síðan eru það sjálfselsku- ökumennirnir sem finnst þeir eiga veginn og nota tvö bilastæði þegar þeir komast mjög vel af með eitt stæði. Sumir ökumenn leggja einnig fyrir framan aðkeyrslu að húsum. þannig að þeir sem þar búa komast alls ekki með bíla sina inn í bilskúrinn og verða jafnvel að leggja bílum sinum í næstu götu. Gangið niður Laugaveg eða Hverfisgötu þar sem umferðar- þunginn er stöðugur eða litið út um glugga þar sem þið búið og takið eftir öllum bilunum sem er iagt ólöglega. hættulega og af hugsunarleysi. Af hverju þarf þetta að vera svona? Er Ómaklegar árásir á sjómenn þetta af þvi að Islendingar eru latir og sjálfselskir eða er ökuhæfni þeirra kannskiekki meiri. Er þessi þáttur ekki verður umhugs- unar i þessari geigvænlegu slysaöldu hér í Reykjavík. Getur lög- reglan ekki komið á fót umferðarher- ferð. viku og viku i senn, til að vekja upp sofandi ökumenn áður en þeir leggjast alveg í dvala yfir veturinn. Frá Vigfúsi Aöalsteinssyni skrifstofu- stjóra hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Vegna skrifa um verð á lúðu i DB núna að undanfömu og sérstaklega vegna greinar Einars Ásgeirssonar for- manns Fisksalafélagsins sl. laugardag þar sem vikiö er að bæjarútgerðum g viljum við taka fram eftirfarandi ef átt er við Bæjarútgerð Reykjavikur. Verð á lúðu 1. flokkur 10 kg ogyfir er í dag kr. 380 pr. kg skv. til- kynningu Verðlagsráðs sjávarúl- vegsins. Til v iðbótar þvi verði kemur stofnfjársji'nðsgjaId. 10%. þannig að verðið á lúðunni upp úr skipi er kr. 418 pr. kg. Er þá eftir að koma lúðunni inn i hús og afgreiða hana til fisksalanna. Fyrir þá fyrirhöfn fær B.Ú.R. kr. 72 pr. kg eða sem samsvar- ar tæplega 15% álagningu og er það langt undir heimilaðri álagningu verðlagsstjóra á fiski til fisksala. Varðandi þá ásökun Einars að sjómenn velji það bezta úr lúðuaflanum áður en bæjarútgerðir og fleiri aðilar fá lúðuna. viljum við taka fram að við teljum þetta mjög ómaklegar árásir á okkar góðu sjómenn os viljum algjörlega visa á bug dylgjum um það að sjómenn á togurum B.Ú.R. beri i land lúðu til sölu til fisksala. Hins vegar það hel'ð að sjómenn alls staðar á landinu taki eftir veiðiferð með sér i land fisk i eina eða tvær máltiðir fyrir sig og teljum Raddir lesenda við þeim það ekkert of gott þegar tekið er tillit til hins erfiða starfs þeirra. Þess má geta i lokin að áætlað er að sala RU.R a lúðu ul fisksala verði i ár um 20 lonn. Ómaklegt er að ásaka sjómenn um aó velja þaó besta úr lúóuaflanum áöur en b .'jarútgerðir og fleiri fá lúóuna. DB-mvnd Höróur. Heimffls- /æknir riaddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virkadaga. Endurbætið og lagfærið heimilið með B/acksi Decken DN 110 spífeijAu byssa án lofts. Skilar fljótt og vel góðri áferð. Hentug trreprautunar með nær hvaða tegund málningar sem ej. Sprautan er einnig hentug til aðsprauta t.d. skordýraeitri, olíu og fleira. Kraftmikill "loftlaus" mótor gefur góða yfirferð án þess að ryka efninu upp. G. Þorsteinsson & Johnson Þú getur gert heimili þitt að þægilegri íverustað með Blackog Decker sérbyggðum verkfærum. Þau hafa rétt afl og hraða, þvímótorinn er innbyggður. Fjölskylda þín og vinir munu dást að þvf sem þú getur gert með Black og Decker sérbyggðum verkfærum. DN 54 127 mm hjólsög. Sérbyggð sög með eigin vélarafli. Sög með sérstaklega sterkum 450 w mótor. Stillanleg sögunardýpt allt að 36 mm. Halli á skurðialltað45°. Fylgihlutir: venjulegt hjólsagarblað og og hliðarland fyrir nákvæma sögun. DN 35 fjölhæf stingsög Sagaraf nákvaémni bæðibeintogí mynstur í nær hvaða efni sem er því sérstök blöð eru fáanleg fyrir járn, plastikog fleira. Vélin sagar allt að 50 mm þykkan við og 25 mm harðvið. pN £5 hefill. Fetta kraftmikla tæki heflar tré fIjótt og 'auðv^ldiega. Gamalt timbur verður sem nýtt og grófsagað tjmbur slétt og fellt á svipstundu. ÁtækinuernákvæmdýptarstillingfráO.1 mmtil 1.5mm sem skapar betri og réttari áferð. ARMULA 1 - SIMI 85533 DN 65 fræsari. Hraðgengt verkfæri til allskonar fræsivinnu. Snúningshraðinn er 30.000 snúningar á mínútu og tekur þessi fræsari tennur allt uþp í 19 mm, úrval af tönnum er fáanlegt. ✓ Heldurðu að þú f arir í jólaköttinn? Brynja Benediktsdóttir nemi: Nei. ég fæ oftast frekar litið af fötum en samt alltaf eitthvað. Lilja Úlfarsdóttir nemi: Nei, ætli það. Valdis Daniclsdóttir afgreiðslumaður: Nei, áreiðanlega ekki. Það hefur aldrei komiðfyrir. Kristrún Halla Helgadóttir, 9 ára: Nei. Hvað það er? Það cr ef maður fær ckki fin föt. Lilja Sigriður Guðlaugsdóttir, 10 ára: Veit ekki. Jólakötturinn er stór, svartur köttur, sent étur ntann ef maður er i Ijót- um fötum. Sigríður Björnsdóttir nemi: Nci, það hef ég aldrei gert.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.