Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. \Bömogdagar\ Skrautfjöður hljómplötuútgáfunnar BÖRN OG DAGAR — Ýmsir flytjendur. (Jtgefandi: Hljómplötuútgáfan hf. (JUD—017) Stjórn upptöku & útsetningar: Del Newman. Kórstjórn: Egill Friðleifsson. I pptökumenn: Geoffrey Calver & Jónas R. Jóns- son. Aöstoðarmaóur við upptöku & útsetningar: Magnús Sigmundsson. SvavarGests hljómplötuúlgefandi sagði nýlega i viðtali i útvarpsþætt- inum Kvöldljóð að sér þættu starfs- bræður sínir leggja orðið i allt of mikinn kostnað við plötur sínar. Svavar taldi kostnaðinn oft á tíðum vera orðinn slíkan við gerð einnar plötu að ætla mætti að hún ætti að fara á alþjóðamarkað en ekki seljast i fáum þúsundum eintaka upp á litla tslandi. Þessi skoðun á fullan rétt á sér að vissu marki. Útgefendur eru sér þessa líka fyllilega meðvitandi og því róa þeir að því öllum árum að reyna að skera kostnaðinn niður, til dæmis með því að fækka upptökutímum. Hitt er annað mál að allt er í lagi að ein og ein plata komi út, sem ausið hefur verið i fé — ef menn telja sig hafa efni á slíku. Slíkar plötur eru þá eins konar skrautfjaðrir útgef- endanna. verk sem þeir geta verið stoltir af og sagt barnabörnunum frá í ellinni — Þær hækka jafnframt standard markaðsins til muna. Hljómplatan Börn og dagar er stærsta skraut'iöður Hljómplötuút- gáfunnar hf. hingað til. Hún er áreiðanlega langdýrasta platan sem íslenzkir aðilar hafa staðið að. Ekkert virðist hafa verið til sparað. Heimsþekktur útsetjari og upptökustjóri er ráðinn. Erlendir hljóðfæraleikarar eru i aðalhlutverk- unum. allir eða að minnsta kosti flestir helztu söngvarar hérlendis koma við sögu og árangurinn: Vand- aðasta og áreiðanlega bezta plata sem gefin hefur verið út til þessa. Börn og dagar er ein af þeim plötum sem maður hristir höfuðið yfir i upphafi og skilur ekkert i útgef- andagreyinu sem hefui \eriö pkuaður lil að standa straum af kostnaðinum. En sú skoðun á eftir að breytast hægt og sigandi. Platan er sem sagt ein af þeim sem vinna sífellt á eftir þvi sem hún er leikin oftar. Slikt er einkenni góðra verka. Það tók höfund laganna, Magnús Sigmundsson, langan tíma að semja öll lögin á Börn og daga. Verkið (Vlagnus Sigmundsson og Lgill f riOleitsson skála tyrir vel hcppnaöri hljúmplötu. vann hann þannig að hann settist öðru hvoru niður og greip niður í skriftirnar og hafði þá gjarnan börn sín með sér. Síðan söng hópurinn saman eftir þvi sem lögin fæddust. Magnús segir að þó að lextar plötunnar liolð Iremur til barna en fullorðinna, se Börn og dagar engin barnaplata. Skoðun min er sú. að allir eigi að geta haft gaman af plötunni. án tillits til aldurs. Ánægjan af að heyra vandaða tónlist hlýtur að sitja í fyrirrúmi. Ekki verður hér gert upp á milli laganna á Börnum og dögum að öðru leyti en þvi að bcnda lesendum DB-mynd: llörður. á að hlusta á lagið Vondur slrákur. væn stúlka. Pálmi Gunnarsson syngur lagið ásanit kór Öldutúns- skóla og er álitamál hvor kemst betur frá sinu. Af öllum söngvurum Barna og daga er platan mestur sigur fyrir Pálma sent aldrei hcl'ur \erið betriennú. -ÁT- Gunnar Þórðarson Slegið á nýja strengi GUNNAR ÞÓRÐARSON Útgefandi: Ýmir (Ýmir-007) Stjóm upptöku og útsetningan Gunnar Þóröarson Hljóðrítun: Hljóóríti, Hafnarfirði Rodondo Pacrfic Studios, LA Amigo Studios, LA Star Track Studios, LA CJ. Studios, New York Hljóðrítun fór fram á timabilinu apríl-október '78. Einhverra hluta vegna hafði maður gert sér í hugarlund gjörólíka sólóplötu þeirri sem Gunnar Þórðarson hafði í farangri sínum, er hann kom heim eftir margra mánaða dvöl i Bandaríkjunum nú á dögun- um. Þó er ómögulegt að segja, hvað var öðruvísi en við mátti búast. því að platan eða plölurnar réttara sagt eru alveg i þeim stil. sem Gunnar hefur þróað með sér á undanförnum árum. Undantekning er vitaskuld fjórða plötuhlið sólóplötunnar. Á þeirri hlið slær Gunnar Þórðar- son á algjörlega nýja strengi í tón listarsköpun sinni. Verkin Bergþeyr við ströndina og Djúpavik eru gjör- ólik öllu sem Gunnar og aðrir ís- lenzkir popparar hafa sent frá sér til þessa. Mér kæmi ekki á óvart að þarna á fjórðu hliðinni væri einmitt lög með íslenzkum textum, og eru visir að þess háttar tónlistarsköpun. sem Gunnar á eftir að leggja aðal- áherzlu á i framtíðinni. Það sem eftir er af tvöfaldri sóló- plötu Gunnars eru lög frá ýmsum tímum, flest þó samin á þessu ári. Meirihlutinn er með enskum textum Toby Herman. Textar hennar eru víða innhverfir og dálítið sérstakir, stundum jafnvel nær þvi að flokkast undir ljóð en dægurlagatexta. Ef frá er lalið auðheyrt æfingarleysi Toby Herman við textagerð, þá kemst hún þokkalega frá sinu. Lögin við erlendu textana taka yfir heila plötu, alls rúmlega fjörutíu minútur í flutningi,- Þar skiptast á róleg lög og hröð. Þau, sem grípa hugann strax, eru lögin Hold On og Gipsy Rose, þar sem Gunnari tekst bezt upp i söngnum. Þegar betur er hlustað vinna rólegu lögin á. Að lok- um vill maður helzt ekki á annað hlusta en She Had Reality, Like Love ... og Wake Up. Þá er aðeins eftir að fjalla um þriðja hluta plötunnar —þriðju plötusíðuna. Á henni eru einungis þau aðgengilegasti hluti heildarinn- ar. Tvö lögin eru gamlir kunningjar frá Trúbrotstima Gunnars. Lit ég börn að leika sér var á fyrstu Trú- brotsplötunni. i dag er sania lag og nefndist Today á plötunni Mandala. Lögin þrjú, sem ónefnd eru. hefur Gunnar samið nýlega. Tvö þeirra voru samin fyrir sjónvarpskvik- mynd. Það þriðja gerðu Gunnar og Egill Eðvarðsson upptökustjóri hjá sjónvarpinu í sameiningu. Textarnir við lögin þrjú eru eftir Hrafn Gunn- laugsson skáld. Þeir eru prýðilega ortir, myndrænir svo að af ber og fullir af hnyttnum líkingum og öfug- mælum. Þessarar sólóplötu Gunnars Þórðarsonar — annarrar i röðinni — hefur verið beðið lengi og með eftir- væntingu. Ýmsir hafa legið Gunn- ari á hálsi fyrir að fást við of mikið léttmeti, svo sem Lummuplöturnar. Þær eru þó mikilvægur kapituli i tónlistarsöau hans. þó ekki væri nemafyiii i sök, að þær fjármagna stærri viðtangsefni eins og sólóplöt- una. Enginn þarfaðefast um aðslíkl Frá hljómleikum Gunnars Þórðarsonar, er hann kynnti lög af nýju sólóplöt- unni. DB-mynd: Ragnar Th. verk kostar mikla peninga og á Gunnars Þórðarsonar niega vel við sennilega aldrei cftir að bera sig enda una. Þeir vita núna hvar þeir hafa ekki unnið með gróðasjónarmið i sinn mann. huga. En hvað um það. Aðdáendur -Á l StúlknakórHliðaskóla á hljómplötu__ Gömlu, góðu jólalögin með orgelundirleik Nýtt hljómplötufyrirtæki, lsa- lög, sendir á næstu dögum frá sér hljómplötu, er nefnist Bjart er yfir Betlehem. Á henni syngur Stúlknakór Hlíðaskóla fjórtán jóla- lög við orgelundirleik Jóns Stefáns- sonar. „Það eru gömlu. góðu jólalögin, sem kórinn tekur til meðferðar á plötunni. Við fórum ekkert út í að breyta útsetningunum, poppa þær upp eða þess háttar. nóg er af sliku samt,” sagði annar aðstandenda Ísalaga. Jón Kristinn Cortes í sam- tali við Dagblaðið. — Hinn eig- andi útgáfunnar er Garðar Cortes. Sem dæmi um lög á plötunni Bjart er yfir Betlehem er vitaskuld titillagið. Auk þess má nefna Nótt- in var sú ágæt ein, Frá Ijósanna hásal, Hátið fer að höndum ein og Það aldin út er sprungið. Upptaka, plötunnar fór frani i Háteigskirkju í Reykjavík við erfiðar aðstæður að sögn Jóns. Anthony Cook upp- tökumaður í Hljóðrita annaðist þá hliðmála. Bjart er yfir Betlehem er enn ekki komin á markaðinn. Jón Cortes kvaðst vonast til að svo yrði einhvern næstu daga. „Það hefur gengið allt á aftur- fótunum með vinnslu plötunnar Jón Kristinn Cortes: Vonandi kemur plötusendingin fljótlega fram. DB-mynd: Björgvin. erlendis. svo að platan er mun seinna á ferðinni en áætlað var. sagði Jón. „Til að byrja með týnd usi upptökurnar á leiðinni til Bandarikjanna og komu ekki Iram fyrr en sama dag og varakópíurn ar. sem við sendurn út. bárust. Siðan gerist ekkert markvert fyrr en ég fæ staðfestingu á að búið sé aö senda plöturnar af stað til ls lands. Þær hafa enn ekki komið frani og nú er ekkert vitað livar sendingin er. Hún kemur þó von- andi fljótt fram. Annars verðum við að geyma útkomu plötunnai til næstu jóla." Kórinn i Hlíðaskóla er skipaður stúlkum á aldrinum cllefu til tjór- tán ára. Hljómplötudeild Fálkans hefur tekið að sér dreifingu á plötu þeirra. ef hún berst i tæka tið fyrir jól. -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.