Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. LEK FOTBOLTAI UÐIELTON JOHN Rokksöngvarinn Rod Siewart stendur nú i málaferlum viö eitt bezt þekkta poppblað í Bretlandi. Er það vegna lýsingar blaðsins á fótboltaleik sem Rod tók þált i. New Musicals Express notaði að sögn Rods orð um hann sem voru gróflega særandi og skemmdu mannorð hans. Rod keppti fyrir lið Eltons Johns, The Goaldiggers. Krefst hann þess að útgáfufélag blaðsins biðji hann afsök- unar og greiði honum skaðabætur. Rod dvelst á milli málaferlanna i Los Angeles og ganga sögur um að hann hyggi á hjónaband á næstunni. Sú útvalda mun vera Alana Hamiltori. -DS. ............ Rod Stewart ímálaferlum Rod og Alana. Sögur segja að þau ætli að giftast. Þetta hélt Britt Ekland lika. 4,5 milljónir hafa séð Músagildruna f London — sýningar orðnar tæplega ellefu þúsund og hófust árið 1952 Leikritið Músagildran eftir Agöthu Christie hefur nú verið sýnt í tuttugu og sex ár í London. Sýningar eru orðn- ar rúmlega tíu þúsund og átta hundr- uð. Frá því árið 1952 hafa um það bil fjórar og hálf milljón áhorfcnda séð leikritið. Enn hefur ekki verið gcrð kvik- mynd, sem byggð er á cfni lcikritsins. Kvikmyndarétturinn er þó löngu seld- ur. Gerðist það árið 1956 en með þeim skilyrðum, að ekki mætti hefja sýningu kvikmyndarinnar fyrr en sex árum eftir að leikritið væri horfið af fjölun- um í London. ÓG. V ✓ 19 ““———————V Þetta gat beinasleggjan Twiggý — Hin þvengmjóa sýningarstúlka eignaðist dóttur Foreldrarnir hamingjusömu, Twiggý og Michael Whitney með nýfæddu dótturina. Auðvitað eru þær báðar fallegar, Twiggý og nýfædd dóttir hennar. Twiggý, sem eitt sinn var frægasta beimsleggja þessa heinis. hefur heldur lag.i/. i vextinum. Hún er ekki lengur eins otmjó og hún var. Og ekki er ann- að að sjá en hún sé fullkomlega ánægð með frumburð sinn, en myndin var tekin af henni með barn sitt á fæðing- ardeildinni. Twiggý brosti hreykin, en dóttirin svaf. Þrátt fyrir það fékk hún að vera fyrir framan móður sina á þessari mynd. þótt Twiggý hafi hingað til vilj- að vera aðalatriðið á jveim myndum, sem af henni hafa birzt. Hún er enda vön að silja fyrir á niynd eftir margra ára störf sern sýningarstúlka. Twiggý er nú 28 ára gömul. Barns- faðir hennar er einnig 28 ára gamall. en hann er bandariskursjónvarpsmað- ur. Michael Whitney að nafni. Þau skötuhjúin sátu saman hjá fruntburð inum og dáðust að friðleikanunt. Á borðinu hjá þeint mæðgum stóð stór rósavöndur og kort með ham- ingjuóskum frá Paul McCartney fv. bitli og konu hans Lindu. Þá var einnig fyrsta leikfangið komið á staö inn, en það var lamb ntcð stór brún eyru. Gjöfin var frá afa og ömmti. for eldrum Twiggýar. Enn hel'ur ekki verið ákveðið hvað dóttirin á aö heita. Eoreldrarnir biöa eftir ábendingum. Þau vonast til þcss að nafnið verði óvenjulegt. þannig að litla stúlkan skeri sig úr fjöldanum. ..Við höfðum látið okkur detta i hug að ncfna Itana Cassöndru." sagði Twiggý. ,.En við luettum við þaö þvi við ótluöumst að hún yrði þá ætið kölluðCass.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.