Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978.
7
STEFNIR ENN FREKAR
í STÖÐVUN VERTÍÐAR-
FLOTANS UM ÁRAMÓT
v
aðeins opinberar aðgerðir geta iappað upp a f iskverðið að mati
Verðlagsráðsins
Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur
að undanförnu fjallað um fiskverð,
sem taka á gildi 1. jan. nk. og hefur í
þeim viðræðum komið I Ijós að af-
komuskilyrði fiskveiða og fiskvinnslu
eru svo slæm að engir möguleikar eru
til þess að samkomulag náist um nýtt
fiskverð, nema til komi ráðstafanir af
hálfu hins opinbera, að mati ráðsins.
Eins og DB skýrði frá í gær skoraði
kjararáðstefna Sjómannasambands
íslands á sjómenn að ráða sig ekki I
skipsrúm eftir áramót nema viðunandi
fiskverð væri þá tryggt. Telja sjómenn
sig hafa dregizt 14% aftur úr öðrum
launþegum miðað við sólstöðusamn-
ingana. Það þarf þó ekki að þýða að
14% fiskverðshækkun sé nauðsynleg.
Þá telja fulltrúar útgerðarmanna
og sjómanna i ráðinu að fiskverð eigi
ekki að ákveða til lengri tíma en 1.
marz en ekki 31. mai, eins og venja
hefur verið. I Ijósi þessara atriða hefur
ráðið ákveðið að vísa ákvörðun fisk-
verðs til yfirnefndar.
Þetta síðasta innlegg í fiskverðsmál-
ið virðist því enn ýta undir líkur á að
það liggi ekki fyrir um áramót og að
vetrarvertiðin muni a.m.k. fara treg-
lega af stað. - GS
Námstef na Stjórnunarfélagsins:
Bætt stefna f opinberum rekstri
Stjórnunarfélag Islands hélt fyrri
hluta námstefnu um bætta stjórnun i
opinberum rekstri i síðustu viku. Nám-
stefnan var haldin i Kristalsal Hótels
Loftleiða og stóð í þrjá daga, mánudag
til miðvikudags.
Síðari hluti námstefnunnar verður
síðan haldinn í Munaðarnesi dagana
19.—21. janúar nk. Á fyrri hluta nám-
stefnunnar í Reykjavík voru flutt 8
fræðsluerindi og einnig dreift tímarits-
greinum um skyld efni og fjallað var
um í fyrirlestrunum. Þátttakendur völdu
sér síðan umræðuefni, sem tekin verða
til umfjöllunar í umræðuhópum á síðari
hluta námstefnunnar.
Á síðari hluta námstefnunnar mun
sænski stjómunarfræðingurinn Peter
Gorpe flytja erindi um hagræðingu í
opinberum fyrirtækjum. Þá mun Jón
Sigurðsson forstjóri Islenzka járnblendi-
félagsins flytja erindi um tengsl stjórn-
málastarfsemi og embættismanna.
Borgarstjóri Reykjavíkur mun síðan
ávarpa fundarmenn.
Námstefna er nýjung sem Stjórnunar-
félag íslands bryddaði upp á nú í haust
og þótti gefast vel. Námstefnan er að
hluta ráðstefna og að hluta fræðslustarf-
semi.
- JH
Mtam
Hluti þátttakenda á námstefnu Stjórnunarfélagsins, en námstefnuna sátu um fjörutiu manns.
Núllinaftanaf
krónunni:
Verða
orðin jafn
mörg
fyrir lok
næsta
áratugar
Skv. lauslegum útreikningum verður
verðgildi krónunnar, eftir að tvö núll
hafa verið skorin aftan af, svipað og
verðgildi hennar var um 1950. Sem
kunnugt er er nú í undirbúningi að taka
tvö núll aftan af og taka aftur upp aur-
ana.
Miðað við verðbólguna á þessutn ára-
tug og með tilliti til þess að enn hillir
ekkert undir að takast megi að vinna
bug á hinni geysilegu verðbólgu hér,
verða núllin orðin jafnmörg strax fyrir
lok næsta áratugar, eða fyrir 1990. Þá
veröa aurarnir væntanlega aftur horfnir
og þvi enn orðið tilefni til niðurskurðar
núllaeftirsvosemtíuár. -G.S.
Námsmenn
hafa f hót-
unum
„Það er skýlaus krafa okkar að Lána-
sjóði námsmanna verði tryggt nægt fjár-
magn til 100% brúunar umframfjár-
þarfar og að full tillit verði tekið til fjöl-
skyldustærðar,” segir i ályktun sem sam-
þykkt var á fundi í SÍNE-deildinni í
Kaupmannahöfn 20. nóvember.
Segir þar og að námsmenn muni ekki
sitja með hendur í skauti, heldur gripa til
aðgerða verði ekki komið til móts við
kröfur þeirra. Harmaði fundurinn. ef
núverandi rikisstjórn hyggst feta i fót-
spor fyrri stjórna og skerða kjör náms-
manna.
Naf n Loftleiða
þurrkað út
— Loftleiðaf lugmenn
mótmæla lcelandair
nafninu
Eins og DB greindi frá fyrir helgi
hefur verið ákveðið að leggja niður hið
erlenda nafn Loftleiða, en taka þess i
stað upp Icelandair fyrir Flugleiðir, en
það er hið gamla nafn Flugfélags
Íslands.
Ágreiningur er nú kominn upp um
nafnabreytingu þessa og stjórnarfundur
Félags Loftleiðaflugmanna samþykkti
harðorð mótmæli gegn þessu. Félagið
telur að með þessu verði nafn Loftleiða
hreinlega afmáð af korti íslenzkra sam-
göngumála. Einnig bendir félagið á að
ekki hafi verið leitazt við að finna nýtt
sameiginlegt nafn, heldur ryðji Flug-
félagsnafnið Loftleiðanafninu út.
Loftleiðaflugmennirnir telja líklegt að
næsta skrefið verði að segja upp öllum
Loftleiðaflugmönnum og endurráða þá
síðan hjá Flugleiðum-Icelandair. Þar
með sé nafn Loftleiða éndanlega úr sög-
unni. Þá gæti og verið stutt í það að
kenna félagið við landið og látá það
heita Flugfélag íslands. Þar með væri
endanlega búið að koma Loftleiðanafn-
inu fyrir kattarnef, en sá mun tilgangur-
inn.
- JH
Martröö undanhaldsins
Ný bók eftir Sven Hazel er komin út.
Auk þess hafa verið endurprentaðar þrjár fyrstu bækur Sven Hazels, sem lengi hafa verið .
ófáanlegar. Hersveit hinna fordœmdu, Dauðinn á skriðbeltum og Stríðsfélagar.
A llar bækur Hazels hafa selzt uppfyrir jól á hverju ári og eru ófáanlegar.
Bækur hans eru gefnar út í yfir 50 löndum og flestir telja hann mesta og bezta stríðsbóka-
höfund allra tíma.
Frábærlega tekst Hazel að blanda saman napurri ádeilu gegn styrjöldum, ruddaskap og
harðneskju, sem fylgir hermennskunni, að ógleymdum húmor sem gerir bækur hans svo
áfengt lestrarefni sem raun ber vitni.
Sá sem les eina bók Hazels les þær allar.
Ægisútgáfan