Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978.
Hluti danskra fyrirtaekja hefur
meira að segja greitt of mikið i virðis-
aukaskatt og munu þau þvi fá endur-
greiðslu frá hinu opinbera. Samtals
hefur komið í ljós að ofgreiddur
skattur nemur 27 milljónum danskra
króna eða jafnvirði tæplega tveggja
milljarða islenzkra króna. Ef sama
hlutfall á ofgreiddum virðisaukaskatti
er hjá heildartölu danskra fyrirtækja
0337
heilbrigðisstéttanna, sem minnstan
áhuga hafi á að ganga á undan og
hætta aðreykja.
Samkvæmt könnuninni, sem gerð
var á vegum Heilsufræðistofnunarinn-
ar I Kaupmannahöfn, þá telja rúmlega
tveir þriðju hlutar læknanna, að það,
að þeir myndu hætta tóbaksreyking-
um, hefði ekki nein sérstök áhrif til að
draga úr þeim. Hlutfallslega eru jafn-
margir danskir læknar á þeirri skoðun
að þeir eigi ekki að taka beinan þátt í
þvi að berjast á móti reykingum eða
veita sjúklingum sinum fræðslu um
skaðsemi þeirra. Aftur á móti eru þrír
af hverjum fjórum læknum á þeirri
skoðun að rétt sé að þeir ættu að
fræða sjúklinga sína um kosti þess að
þá má búast við að endurgreiða þurfi
um það bil 120 milljónir króna eða
jafnvirði tæpra átta milljarða islenzkra
króna.
Ef ofgreiddur virðisaukaskattur er
dreginn frá vangreiddum þá koma út
eitt hundrað tuttugu og sex milljónir
danskra króna. 1 fyrra var samsvar-
andi upphæð um það bil eitt hundrað
milljónir króna.
Talsmaður tollgæzlunnar dönsku
telur að á hækkun vangreidds virðis-
aukaskatts séu ýmsar skýringar. 1
fyrsta lagi þá hafi verið betur unnið að
rannsóknum i ár en i fyrra. Komið
hafa upp stór mál innan vissra at-
vinnugreina eins og fyrirtækja sem
viðskipti hafi við skip og báta. Fleiri
atvinnugreinar mætti nefna að sögn
talsmannsins. Verðbólga hlýtur auk
þess að hafa hér einhver áhrif. Toll-
gæzlan telur ekki hægt að fullyrða á
grundvelli hækkunar milli áranna að
undandráttur á virðisaukaskatti aukist
í Danmörku.
reykja ekki. Hvernig sem tvennt hið
siðastnefnda má fara saman.
Samkvæmt áðurnefndri rannsókn
þá reykja hlutfallslega fleiri læknar af
karlkyni heldur en heildarhlutfallstala
allra Dana segir til um. Tveir þriðju
þessara lækna reykja.
Ef allir danskir læknar eru taldir i
einum hóp án tillits til kynferðis þá
reykja hlutfallslega jafnmargir meðal
þeirra og annarra Dana. Því er yfirleitt
öðruvísi fariö annars staðar í heimin-
um. Þar hafa rannsóknir sýnt, að
læknar hafa mjög dregið úr reyking-
um á siðari árum. Eru þá læknar í þró-
unarlöndunum undanskildir eins og
áður sagði.
Nokkrir punktar
um skrípaleiki
Það er ekki úr vegi í öllu umróti og
atburðum síðustu tíma að rifja með ör-
fáum orðum upp það, sem verið hefur
að gerast á sviði efnahags- og launa-
mála á undanförnum árum.
Ástæða afsagnar
Ólafíu 1974
Við skulum byrja á vordögum 1974.
Eftir að vinstristjómin — öðru nafni
Ólafía hafði setið að völdum i tæp 3
ár, gerðust miklir og merkilegir at-
burðir í sögu íslenzkra stjórnmála.
Mikil átök höfðu átt sér stað innan
þáverandi stjórnarflokka um aðgerðir
í efnahags- og launamálum. í Ólafs-
kveri svonefndu, þ.e. stjórnarsáttmála
þeirrar ríkisstjómar var því heitið og
hátíðlega lofað, að við stjórn efnahags-
mála skyldi haft náið samstarf og sam-
ráð við verkalýðshreyfinguna.
í frumvarpi, sem þá var lagt fram á
Alþingi og kallað stjómarfrumvarp,
þrátt fyrir að aðeins tveir af þremur
stjómarflokkunum stæðu að þvi, og 5
af 6 ráðherrum rikisstjórnarinnar
höfðu samþykkt, var gert ráð fyrir
stórfelldri kjaraskerðingu og áð rjúfa
með lagaboði löglega gerða kjara-
samninga, sem var að sjálfsögðu i al-
gjörri andstöðu við verkalýðshreyfing-
una.
Þetta voru verk þeirra framsóknar-
manna, alþýðubandalagsmanna og
Magnúsar Torfa. Þetta samþykktu
þeir, þrátt fyrir hin fögru fyrirheit,
sem stjómarsáttmálinn gaf.
Kjallarinn
Karvel Pálmason
meðal þeir alþýðubandalagsmenn og
Magnús Torfi, sem vorið 1974 höfðu
lagt blessun sina yfir hliðstætt kaup-
rán. Það virðist nefnilega vera margt
skritið í kýrhausnum. Sjálfstæðisflokk-
ur og Alþýðuflokkur töldu 1974, þá í
stjórnarandstöðu, slíka kjaraskerðingu
óverjandi. 1978 var Sjálfstæðisflokk-
urinn í ríkisstjórn og taldi hana þá
sjálfsagða. Vorið 1974 samþykktu al-
þýðubandalagið og Magnús Torfi
kjaraskerðingu þá í stjórn. í febrúar
1978 töldu sömu aðilar hliðstæðar að-
gerðir óhæfu, en þá auðvitað utan
stjórnar.
„Ólafur hefur veriö sjálfum sér samkvæmur sem
höfuðandstæöingur verkalýöshreyfíngarinnar.”
„Allt tal um náin samráð við verkalýöshreyfíng-
una eru slagorð ein.”
Þá gekk þáverandi forsætisráð-
herra, Ólafur Jóhannesson, sá hinn
sami og nú situr, svo langt, að hann
rak úr ríkisstjórninni félagsmálaráð-
herrann, Björn Jónsson forseta A.S.l.
vegna þess að Björn og pieirihluti
þingflokks Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna neituðu aö standa aö
frumvarpinu og vildu i heiðri hafa gef-
in fyrirheit, sem stjórnarsáttmálinn
hafði sagtfyrirum.
Þetta var ástæðan fyrir stjórnarslit-
um og þingrofi 1974, sem sagt sú, að
framsókn. alþýðubandalag og einn
anginn af S.F.V., að visu litill, sviku
gefin fyrirheit, gengu á bak gefinrta
loforða og vildu strið við verkalýðs-
hreyfinguna.
Ríkisstjórn
Geirs og Ólafs
Að loknum kosningum 1974 var
svo mynduð rikisstjórn Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks. Ekki skal rak-
inn ferill þeirrar rikisstjórnar að
öðru leyti en þvi að minnt skal á þá
lagasetningu, sem olli hvað mestu um-
róti og fjaðrafoki, en það voru febrúar-
lögin svonefndu, eða kaupránslögin
öðru nafni.
Með þeim lögum var, eins og frum-
varpið frá 1974, sem framsókn, al-
þýðubandalag og Magnús Torfi sam-
þykktu, framkvæmd stórfelld kjara-
skerðing og gerðum kjarasamningum
verkalýðshreyfingarinnar hrundið
með lagaboði.
Með febrúarlögunum var efnt til
mikilla átáka á vinnumarkaðinum þvi
verkalýðshreyfingin hlaut að snúast til
varnar eins og að henni var vegið. En í
þeirri varnarbaráttu urðu mörg mis-
tök. sem ekki skulu hér rakin en minnt
í því sambandi á verkföllin 1. og 2.
marz og útflutningsbannið.
En fleira gerðist. Stjórnarandstæð-
ingar á þingi snérust eðlilega með
hörku gegn þessum lögum. Þar á
Eins og á þessu sést er það með ólík-
indum hvað íslenskum stjórnmála-
mönnum líðst að viðhafa og sýna mik-
il óheilindi, gaspur og beinlínis vísvit-
andi blekkingar og virðast i engu þurfa
að taka ábyrgð á orðum sinum né
gjörðum. Það má þó Ólafur greyið Jó-
hannesson eiga, að hann hefur á þessu
timabili verið sjálfum sér samkvæmur
i einum hlut, sem sagt þeim að vera
höfuðandstæðingur vérkalýðshreyf-
ingarinnar og launafólks og beinlinis
stefnt að því leynt og Ijóst að hafa að
engu viðhorf þessara aðila til lausnar
efnahagsvandanum, þrátt fyrir gefin
loforð. Og það ótrúlega hefur gerst að
honum hefur tekist að fá í lið með sér
alla stjórnmálaflokka. sem nú eiga
sæti á alþingi.
Það er út af fyrir sig afrek, þó illt sé,
en sýnir þó hvers konar hrærigrautur
og sýndarmennska er orðin í hinni
pólitísku baráttu.
Kjörorðið
um samningana
í gildi
Febrúarlögunum var ekki hrundið,
þó leiðrétt væru að hluta með bráða-
birgðalögum fyrir kosningar, sem
fram fóru i júní s.l. undir kjörorðinu
„samningana i gildi”.
Andstæðingar febrúarlaganna i orði
unnu mikinn kosningasigur, sér i lagi
þó Alþýðuflokkurinn — svo merkilegt
sem það nú var. Og engum hefur lík-
lega dottið annað í hug, sérs.aklega
með tilliti til upphrópana frambjóð-
enda Alþýðubandalagsins, en að auð-
velt yrði að fá sólstöðusamningana í
gildi.
En hver varð raunin? Það er öllum
landslýð ljóst, að slagorðin um samn-
ingana í gildi í munni þeirra, sem mest
hrópuðu og nú ráða ferðinni i ríkis-
stjórn undir algjörri handleiðslu Lúð-
víks 10. ráðherra án ráðuneytis, voru
einhver mesta blekking sem viðhöfð
hefur verið í kosningaáróðri og hefur
þóoft verið langtgengið í þeim efnum.
1. desember
1978
Á 60 ára afmælisdegi islenzka full
veldisins, þann l. des. s.l. áttu laun-
þegar að fá, samkvæmt kjörorðinu um
samningana i gildi, 14% kauphækk
un. Nú er Ijóst, að þetta hefur verið
svikið. Launþegar fá nú samkvæmt
ákvörðunum loforðameistaranna að-
eins um 6% kauphækkun, en með
fylgir, að félagslegar umbætur eigi að
bæta þann mun sem á vantar til að
samningarnir taki gildi. Það er út af
fyrir sig rétt, að verkalýðshreyfingin
hefur marglýst því yfir, að hún sé
reiðubúin að meta félagslegar um-
bætur og réttindi sem kjarabót, enda
oft tekið gild loforð stjórnvalda í þeim
efnum. Loforð, sem í flestum tilfellum
hafa verið svikin. eða þá að tilteknar
umbætur hafa i framkvæmd einungis
náð til launþega á tilteknum svæðum.
s.s. Breiðholtsframkvæmdirnar á
sínum tíma.
Við skulum vona að loforðin haldi
betur nú um félagslegar umbætur
launafólki til handa og er þá vel. En
hitt stendur eftir sem áður óhaggað,
að loforðaglamrið í hinum pólitisku
spekúlöntum um samningana i gildi
voru slagorð af hinu versta tagi, þvi
Ijóst er að þessir sömu spekúlantar
voru fyrir fram ákveðnir í að svikja
þau við fyrsta tækifæri. Hér á þvi við:
„Vei yður hræsnarar”
Hvað með
samráðin?
Því hefur verið haldið fram, aðaðal-
munurinn á því sem nú er verið að
gera og áður hefur gerst sé sá, að nú
hafi verið haft náið samráð við verka-
lýðshreyfinguna. Þeir segja, Óli Jó. og
Steingrimur. sem allt veit, að þeir hafi
aldrei upplifað aðrar eins sælustundir
og samráðsfundinn með Guðmundi J.
og Co. og þeir telji lifsnauðsyn, líklega
sálarheill sinni til handa. að auka slik
fundahöld með Guðmundi J.
Ekkert skal um það fullyrt, hvort
þessi fundahöld hafa bætandi áhrif á
þá Ólaf og Steingrím, en vel væri ef
svo er, en þvi ekki að lofa okkur, sem
erum af veikum mætti kannski að
puða I verkalýðshreyfingunni úti á
landi að vera aðnjótandi þeirra sálar-
og líkamsupplyftingar sem þeir segja
af því vera að sitja þá fundi.
Á samráðið aðeins að vera i þvi fólg-
ið að tala við Guðmund J., Eðvarð
Sig., Snorra Jóns. Einar Ó. og Karl
Steinar? Er samráðsþörfinni við verka-
lýðshreyfinguna þá fullnægt?
Það er siður en svo að samráðið.
sem verkalýðshreyfingin biður um að
haft sé eigi aðeins að ná-til örfárra
toppa í hreyfingunni, að þeim algjör
lega ólöstuðum. Það er beðið um sam-
ráð við hreyfinguna sem heild, en ekki
örfáa einstaklinga innan hennar.
Eða á þeim tugum þúsunda félags-
manna innan hreyfingarinnar að vera
það nóg að lesa um það i blöðum að
samráð sé haft við þessa tilteknu ein-
staklinga?
Að lokum skal eftirfarandi varpað
hér fram: Hvers vegna var ekki nú,
íins og s.l. vetur, efnt til fundarhalda á
vegum A.S.I. Verkamannasambands-
ins, Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja og Farmanna og fiskimannasam-
bands íslands eins og gert var á s.l.
vetri vegna febrúarlaganna? Var ekki
eins mikil þörf á þvi nú að upplýsa fólk
um ágæti þessara ráðstafana. eins og
um galla febrúarlaganna?
Sannleikurinn er sá, að ekkert sam-
ráð-hefur verið haft við hreyfinguna
sem heild nú frekar en áður, einungis
örfáa einstaklinga innan hennar.
Þannig að allt tal um náið samráð við
verkalýðshreyfinguna um þessar að-
gerðireruslagorðein.
Karvel Pálmason.