Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. * ' Högni svarar Friðrik: - „6, þú guöslambiö Odda frá, ill var þín gangan fyrsta” Nýjarbcekur Þetta er óbrengluð útgáfa um jesús FRÁ NASARET eftir William Barclay í þýðingu Andrésar Kristjánssonar Þetta er ekki bókin sem deilt er um þessa dagana, þessi bók er óumdeilanlegt listaverk um áhrifamestu lífssögu hins feg- ursta manndóms sem við þekkj- um. 150 litmyndir prýða bókina. ÞÓRLEIFUR BJARNASON Sú arunna lukka ,,Það mátti öllum vera Ijóst af rithöf- undarferli Þórleifs Bjarnasonar, að hann væri góðskáld á mál og mann- lýsingar og sömuleiðis vandvirkur og þolgóður fræðimaður. Þar með var auðsætt, að hjá honum væru for- sendur þess,- að hann gæti ritað merka og trúa heimildaskáldsögu. Og nú er einmitt slík saga frá honum komin". Guðmundur G. Hagalín, Morgun- blaðlnu LINDEN GRIERSON SÖGULEGT SUMARFRÍ Snjólaug Bragadóttlr þýddl Það fer margt öðruvísi en ætlað er. Það átti Anita Wilson eftir að sanna í sínu sögulega sumarfríi á Tasmaníu, en þangað lagði hún leið sína ásamt tveim vinstúlkum. JOE POYER Höfrungar í hernaði og ÁTÚK I UNDIRDJÚPUNUIVI Snjólaug Bragadóttir þýddl Stórveldin nota höfrunga í tilrauna- skyni til hernaðar að því er margir telja. ísland hefur dregist inn í þessa mynd undanfarið. Hér er saga sem þyggir á þessum staðreyndum. Hrollvekjandi bók, þrungin spennu frá fyrstu blaðsíðu. • • • • Om&Orlygur léstuigötu 42 sími:25722 „Poyer er frábmlsga anjali'* ALISTAIR MACLEAN Átök í undirdjúpunum SUMARFRÍ Si ijc'iku 19; Bnigair k'x tir jntkli —enn magnast deilur skáksambandsmanna og FriðriksÓlafssonar Deilur Skáksambandsins og Friöriks Ólafssonar halda áfram að magnast. Nú síöast hefur Högni Torfason, varaforseti Skáksambandsins, sent frá sér langt og Itarlegt „svar til Friðriks Ólafssonar, for- seta Fide” viö grein Friðriks i blöðum í mánaðarbyrjun er DB sagði frá i frétt. er DB sagði frá i frétt. Sakar Högni Friðrik um að hafa svikið Skáksamband íslands, misnotað Alþjóðaskáksambandið Fide, platað Gísla Árnason gjaldkera SÍ til stuönings við sig og fyrir að hæðast að Guðmundi G. Þórarinssyni meðoflofi. Högni sakar Friðrik um að hafa staðið að „samsæri” um kjör gjaldkera Fide — hann hafi þar farið með „veislu i farangrinum til Buenos Aires,” þar sem heimsþing Fide var haldið nýlega. „Friðrik Ólafsson segir i sibylju, að hann vilji fá „starfsfrið". Hann ætlar okkur að gefa sér sinn frið," segir i bréfi Högna. „Hann ætlar að höggva á báðar hendur og vega að okkur, sem allra manna mest höfum unnið fyrir hann: að slíðra sverðin og láta eins og ekkert hafi gerzt.” Högni segir frá því að eftir heim komuna frá Buenos Aires, og áður en fyrsta greinargerðin i málinu var birt frá Sl. hafi hann leitað eftir sáttum milli Friðriks og Skáksambandsins. Kom hann á fundi með sér, Friðrik og „tveimur valinkunnum sómamönnum utan skák- hreyfingarinnar". Þar lagði Högni fram tillögu unt að „báðir aðilar harnti þau orð. sem orðið hafa i fjölmiðlum í sam- bandi við Argentinuförina og FIDE- þingið, og telja þar ómaklega að vegið, sérstaklega Einari S. Einarssyni og Gísla Árnasyni.." Niðurlagið var að deilurnar skyldu falla niður. Þegar Friðrik hafði lesið tillöguna tók hann frakkann sinn og fór af fundinum. Högni greinir frá upphafi fáleikanna með Friðrik og Skáksambandinu, eða núverandi stjórn þess. „Friðrik Ólafsson hefur orð á sér innan skákhreyfing- arinnar fyrir að vera féglöggur maður.” segir Högni. „Það fengum við að reyna á sl. vetri þegar Skáksamband íslands BBinfotec ATVINNUREKANDI! Gætir þú hugsaó þér aö bjóóa þessari stúlku annaó en þaó besta? linfotec á Islandi Auövitaö ekki, því aö 1. flokks starfskraftur útheimtir 1. flokks tækjabúnað. Þú getur því ekki boöiö henni aöra Ijósritunarvél en Infotec. Infotec, mest selda Ijósritunarvélin í Evróþu. Ljósritar báöummegin á venjulegan pap^1'' glærur og löggiltan skjalapappír. Infotec tryggir gæöi og fullkomna nýtingu Fullkomin varahluta- og viögerðarþjónusta Sérstakir kynningarskilmálar til áramóta. GÍSLIJ JOHNSEN HF. Vesturgata 45 Reykjavík sími 27477

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.