Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 18
18
DAGBLAÐIÐ. MIDVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978.
Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir
Latur að hlaupa og þess
vegna settur í markið!
ROCKWOOL
Sparnaður á komandi árum.
..AUÐVELT í
UPPSETNINGU
ALGENGUSTU
STÆRÐIR ÁVALLT
T,L: jÁ
ab'ifisjs!*
Lækjargötu 34, Hafnarfirði
Slmi 50975
Njarðvikingar heiðruðu Þorstein
Bjarnason — færðu honum gjafir á leik
UMFN og ÍS i Njarðvík á laugardag
sem þakklætisvott fvrir leiki hans i
körfuknattleiknum með UMFN. Bogi
Þorsteinsson afhenti Þorsteini stytturn-
ar en 1 frásögn af leiknum var formaður
UMFN rangnefndur. Hann heitir Sigur-
jón Sveinsson. DB-mynd emm
um, sem menn verða að kunna að taka.
Margir Skagamanna sem þar kepptu
hafa síðan gert garðinn frægan. Hins
vegar hef ég orðið Íslandsmeistari í
körfuknattleik, með 2. flokki UMFN,”
sagði Þorsteinn, „en þá íþrótt tel ég
mjög góða undirstöðu fyrir flestar aðrar
iþróttir. Eins og komið hefur fram, kem
ég til með að sakna þess að geta ekki
spilað körfuknattleik, að minnsta kosti
ekki í bráð — og svo sakna ég einnig
félaganna í UMFN.”
Oft hefur þess verið getið að mark-
verðir fái ekki nægilega æfingu hjá þjálf-
urunum, verði hreint og beint útundan.
„Þetta er að mörgu leyti rétt. Mark-
varðarstaðan er sérstök og ólík öðrum
stöðum á vellinum. Til þess að geta leið-
beint markverði þarf þjálfarinn helzt að
vera búinn að leika þá stöðu og kunna
hana. Þorsteinn Ólafsson veitti mér til
dæmis ómetanlega tilsögn í yngri flokk-
unum og eins George Smith, sem eitt
sumar þjálfaði ÍBK. Án þeirrar kennslu
væri ég ekki kominn þetta langt i dag.”
Tala íslenzkra knattspyrnumanna
sem gerast atvinnumenn erlendis fer að
halla á annan tuginn. Mörgum þykir
blóðugt að missa okkar beztu menn úr
landi. „Timinn og kostnaðurinn sem fer
i það að iðka iþróttir að gagni. sérstaklega
knattspyrnuna, er það mikill að varla er
nema fyrir einhleypa að leggja slíkt á sig.
Þess vegna verður að reyna að finna ein-
hverja lausn á þessum vanda,” segir Þor-
steinn, „ekki aðeins til að okkur takist að
halda okkar beztu mönnum heima,
heldur líka til þess að þeir sem heima eru
geti gefið sig meira að íþróttinni, án þess
að hafa áhyggjur af afkomunni.”
Þorsteinn á nú þess kost að láta sina
drauma sem knattspyrnumaður rætast
en segist auðvitað sakna margs, en er
það nokkuð sem hressir hugann, þegar á
allt er litið? „Jú, að þurfa ekki að keppa
um markvarðarstöðuna hjá ÍBK við
minn fyrri lærimeistara, Þorstein Ólafs-
son.” ■ enim
Rioch til
Birmingham
Fvrirliöi skozka landsliösins í knatt-
spyrnu siðustu árin, Bruce Rioch,
Derby, mun leika sem lánsmaöur meö
Bir.mingham næstu vikur aö þvi tilkynnt
var i Derby i gær. Taliö er öruggt að i
kjölfarið veröi hann seldur til Birming-
ham fyrir 60 þúsund sterlingspund eöa
aðeins brot þess, sem Derby greiddi
Everton fyrir Rioch i fyrrahaust.
Þá keypti Tottenham i gær hinn snjalla
markvörð Luton, Milja Aleksic, fyrir
100 þúsund sterlingspund.
Ally McLeod, þjálfari og landsliðsein-
valdur skozka landsliösins á HM, hefur
verið ráöinn framkvæmdastjóri Mother-
well i stað Roger Hynd, sem sagöi upp
stöðu sinni fyrir þremur vikum. McLeod
hætti skyndilega meö skozka landsliðið i
haust og Jock Stein var ráðinn i hans
staö. McLeod gerðist þá framkvæmda-
stjóri Ayr og var þar 78 daga.
Þorsteinn ásamt foreldrum sínum og unnustu, frá vinstri Ingibjörg Gisladóttir, Þor-
steinn, Kristjana Héóinsdóttir, sem verður við nám í Grenoble I Frakklandi í vetur, og
Bjarni Albertsson. DB-mynd emm
SKERHI
HITAKOSTNAÐINN
MM
— MagnusGislason ræðir við Þorstein Bjarnason,
landsliðsmarkvörð, sem er á förum til Belgfu
„Bóið er að ganga frá samningunum i
öllum atriðum, en ég skrifa ekki undir
fyrr en ég hef farið ásamt föður mínum
til Belgiu og athugað aðstæður,” sagöi
Þorsteinn Bjarnason landsliðsmark-
vörður þegar við ræddum við hann i
Keflavik I gær, „og ég er mjög ánægður
með gang mála.”
Þorsteinn, sem er rúmlega 20 ára og
hefur að undanförnu stundað nám í
Verzlunardeild Fjölbrautaskóla Suður-
nesja, mun þvi aðötlum líkindum halda
utan innan tiðar til belgiska félagsins La
Louviere, sem leikur i 1. deild, og dvelja
þar næstu tvö árin. Frá blautu barns-
beini hefur Þorsteinn staðið á milli
stanganna i knattspyrnunni, auk þess
sem hann hefur lagt stund á handknatt-
leik og körfuknattleik með þeim árangri
að hann hefur komizt i landslið í „körf-
unni”. „Ég hef líklega verið svo latur að
hlaupa, að ég tók að mér hlutverk mark-
varðarins á sparkvellinum sem við strák-
arnir, leikbræður minir, erum að nokkru
leyti aldir upp á. Þar var maður næstum
allan daginn, hinn hlutann inni á lóðinni
heima, með knöttinn. Ég held að menn
verði að byrja mjög ungir til að ná langt
sem markverðir.
Fljótlega spurðist út að Þorsteinn
hefði mikla markvarðarhæfileika svo
ekki leið á löngu þar til hann var beðinn
að koma á knattspyrnuæfingu. Það var
Hólmbert Friðjónsson sem óskaði eftir
þvi að ég kæmi og reyndi mig. Ég var að
sjálfsögðu i Ungó — þetta er nokkurs
konar pabbaiþróttapólitik, án þess að
hann skipti sér nokkuð af því — gekk ég
I Ungó af því hann var félagi þar og
knattspymumaður fyrr á árum. Hólm-
bert reyndi mig á æfingum og setti mig
svo i markið i næsta leik, sem ég man nú
ekki lengur hver var, og þar hef ég staðið
siðan meðörfáum undantekningum.”
Við víkjum nánar að undantekning-
unum. „Já, þótt ég væri fastamaður í
yngri flokkunum sem markvörður átti
ég keppinauta um stöðuna. í 3. flokki
datt ég út úr liðinu en gafst ekki upp,
eins og títt er um stráka á þessum aldri
heldur æfði þvi meira og jók getuna.
Þetta sama kom fyrir í sumar. Ég missti
stöðuna i 1. deildarliði ÍBK, en lagði mig
bara þvi meira fram til að vinna hana
aftur og það tókst mér. Ég geri mér lika
grein fyrir því að sama getur orðið upp á
teningnum í Belgiu, en ég er staðráðinn í
þvi að standa mig þar.”
Þorsteinn var fljótlega látinn leika
stöðu markvarðar í næsta aldursflokki
fyrir ofan, strax og það var leyfilegt,
vegna hæfileika sinna. „Eg var t.d.
fjögur ár i 2. flokki og varð eiginlega að
segja skilið við 3. flokkinn áður en ég
gekk upp úr honum vegna aldurs. Að
ýmsu leyti var gott að leika snemma
með 2. flokki, ég öðlaðist fyrr leik-
reynslu, sem er hverjum markverði
mikils virði. Hins vegar sat ég í tvö ár á
varamannabekkjunum hjá tBK, i 1. deild,
— enda höfðu þeir Þorstein Ólafsson í
markinu þá, svo ég varð að biða mins
tíma þegar við slikan snilling var að
keppa. Ég fékk þá aðeins eitt tækifæri til
að reyna mig, í leiknum á móti York
City, en síöan ekki söguna meir það
sumar. En svo fór Þorsteinn Ólafsson til
Sviþjóðar og þá var röðin komin að
mér.”
Síðan hefur Þorsteinn Bjarnason
verið aðalmarkvörður ÍBK i I. deild.
Vegna góðrar frammistöðu hans gat
ekki hjá því farið að landsliðsnefnd og
þjálfari kæmu auga á getu hans. „Ég
hafði verið valinn í unglingalandsliðið á
móti Færeyjum, en fór aldrei inn á. Til
gamans má geta þess að ég var sama ár
valinn í körfuknattleiksunglingalandslið-
ið og spilaði ekki heldur þar. Ég var því
ekki of viss um að ég yrði látinn verja
markið þegar ég var valinn í landsliðs-
hópinn gegn Bandaríkjunum.”
Skemmtilegasti en jafnframt sá erfið-
asti leikur, sem Þorsteinn hefur tekið
þátt I var gegn Hollendingum og sá leik-
urinn, sem liklegast hefur orðið þess
valdandi að nú stendur Þorsteinn á tima-
mótum á ferli sinum sem knattspyrnu-
maður. „Minnisstæðasti leikurinn er þó
leikur sem ég lék með ÍBK gegn ÍBV í
Eyjum. Það var með fyrstu leikjunum í
deildinni. Auðvitað var ég dálitið tauga-
óstyrkur undir niðri, en fljótlega fékk ég
um annað að hugsa og „fann” mig i
leiknum, — eins og ég væri búinn að
yfirvinna einhverja þvingun sem háði
mér, þegar í meistaraflokk var komið.”
„Mér hefur ekki auðnazt að verða ís-
landsmeistari ennþá i knattspyrnu.
Aðeins einu sinni bikarmeistari i 2.
flokki. Við kepptum til úrslita við ÍA og
sigruðum. Nokkrum dögum seinna
kepptum við gegn sama liði og töpuðum.
Þannig skiptast á skin og skúrir í iþrótt-
136 ÞtíSUND KR. -
10 MEÐ11RÉTTA
Eftir kuldakastið á Bretlandseyjum er
nú aftur komin sumarblíða með 14° hita
og féll enginn lcikur niður á laugar-
daginn. Alls reyndust 10 raðir með II
réttum og vinningur á hverja röð kr.
136.500.- en með 10 rétta voru 151 röð
og vinningur á hverja kr. 4.100.-
Þátttaka minnkaði nokkuð frá fyrri
viku eftir teningakastið i byrjun desemb-
er. Sú aðferð sem hér er viðhöfð um af-
greiðslu frcstaðra leikja er sú hin sama
og gildir i Noregi og Danmörku, að því
undanskildu, að ekki er hér varpað ten-
ingi fyrr en frestað hefur verið 3 leikjum.
Vegna fyrírspurna um notkun á niður-
stöðum enska panelsins, er vert að vekja
athygli á, að hann er ekki kallaður sam-
an, fyrr en frestað hefur verið 20 leikjum,
en á ensku getraunaseðlunum eru 56
leikir, og þá vandinn sá að Snna út 8
jafnteflisleiki.
Getraunirnar verða án hlés um ára-
mótin, og verður notazt við leiki sem
fram fara á Þorláksmessu og siðan 2.
janúar. Þess skal getið, að laugardaginn
23. des. fellur niður leikur Bolton og
Manch. Utd, en hann verður háður
föstudaginn 22. des.
Evrópumeistarar Liverpool léku vin-
áttuleik við Werder í Bremen i V-Þýzka-
landi í gærkvöldi. Jafntcfli varð 1—1.
Uwe Reinders skoraði fyrír Bremen-liðið
á 26. min. með skalla en Alan Kennedy
jafnaði fyrír Liverpool á 80. min. Áhorf-
endur voru 24 þúsund.
Allar
útgefnar
bækur
fásthjáokkur
Snarið sporin nidur
í rniðbce-Næp bílastœð,
OPIÐALLA
lougordaga / desember
^HUJÍPI
(Nnsta hú» vlöS16nvar^ö)_