Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 32
frjálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 13. DES. 1978. Páfagaukur við f lugstjórn á Vellinum —erþóekkiá launaskrá Rafn Pétursson í Njarðvík, sem rekur og birtur var i blaðinu i gær. Af því til- samnefnt fyrirtæki þar, var talinn upp á efni hefur blaðinu verið tjáð að hann lista yfir þau frystihús, sem ekki er fyrir- hafi ekki farið fram á neina opinbera að- hugaðaðveitasérstakaopinberaaðstoð, stoðviðrekstursinn. -G.S. SÍDASTA GÁTAN í DAG Nú er komið að lokum jólagetraunarinnar þetta árið. I síðasta sinn eigið þið að geta upp á hvert hinna þriggja umferðarmerkja á við hér. Eföll hin svörin ykkar eru rétt getið þið verið sú heppna fjölskylda sem fœr jólagjóf fráDB. Safnið saman öllum lausnunum ogfariðyfirþœréinusinniennþá, til öryggis. Munið að fœra inn bœði númerið á teikningunni og réttan bókstaf umferðarmerkisins, tildœmis 1-C, 2-A og svo framvegis. Nafn Heimilisfang Póstnúmer. Sveitaifélag. Skrifið nafn og heimilisfang og setjið þetta SNEMMA i pöst svo þið verðið örugglega með þegar dregið er. Við verðum að vera búin aðfá bréfið fyrir 22. desember „Þetta er einhver erfiðasta lending sem ég tekið á móti,” sagði Hermann Þórðarson, varðstjóri í flugtuminum á Keflavíkurflugvelli í gær. Þá hafði lent þar litill, gulgrænn páfagaukur, fengið inni í flugstjórn og líkað vel í þessu stóra búri. Það var um miðjan dag í gær að flug- stjórnarmenn heyrðu undarlegt krafs einhvers staðar i námunda við sig. Ekk- ert fannst —- fyrr en einn þeirra, Halldór Hilmarsson, fór að ná sér i mjólk út í kaffið. Þá sá hann páfagauksræfil, sem var að reyna að komast inn. Eftir nokkuð stapp tókst flugstjórnarmönnum að ná gauknum inn úr kuldanum og var hann þá fremur illa haldinn. Eftir hvíld- ar- og hressingarstund á heitum ofni hresstist hann mikið og fór að fljúga um í nýja „búrinu”. Hoppaði gauksi líka af einum takkan- um í mælaborðum þar í flugstjórninni á annan og virtist svo heimavanur, að mönnum þótti rétt að kanna hvort hann væri á launaskrá hjá Flugmálastjórn. Það reyndist ekki vera, enda trúlega ekki gott til afspurnar fyrir alþjóðaflug- völlinn að þar sé páfagaukur við flugum- ferðarstjórn. Gauksi var orðinn nokkuð hungraður þegar hann kom inn til lendingar. Fékk hann að borða í flugturninum og hakk- aði i sig skýrslueyðublöð Flugmála- stjórnar Islands og Dagblaðið, en Tim- ann vildi hann ekki sjá. -ÓV/emm. Gauksi er einna hændastur ad Hermanni Þórðarsyni varðstjóra — nefnilega formaður handknattieiksdeildar Hauka 1 Hafnarfirði. jafnvel þótt Hermann sé hálfgerður „ránfugl”, hann er DB-mynd emm Keflavík: Áttræður maður lézt í gangbraut- arslysi Banaslys varð í umferðinni í Keflavík í gær. Áttræður maður, Fred Jensen, Hátúni 10 Keflavík, varð fyrir bifreið á gangbraut kl. 8.57 í gærmorgun og hlaut mikil höfuðmeiðsl. Hann var fluttur á Borgarspítalann í Reykjavík en lézt skömmu eftir að komið var með hann þangað. Tildrög slyssins voru þau að Fred heitinn var á leið yfir merkta gangbraut á mótum Hringbrautar og Tjarnarbrautar, fyrir framan verzlunina Nonni og Bubbi, er hann varð fyrir pickup vörubifreið er bar þar að. - G AJ Bensínogolía hækka í dag Bensín og olíur hækka í dag. Bensínlítrinn hækkar um 8.3%, úr 167 kr. í 181 kr. Gasolía hækkar um 15.7%, úr 59.65 i 69 kr. Þá hækkar hvert tonn af svartolíu úr 32.500 í 39 þúsund, eða um 20%. Hækkun þessi er til komin vegna erlendra verðhækkana og gengissigs, en opinber gjöld hækka jafnhliða, en slíkaf hækkanir verða sjálfkrafa við hverja olíu- hækkun. Álagning olíufélaga eða sölulaun hækka ekki. Búizt er við því að verð á bensini og olíum hækki aftur eftir áramót í rúmlega 200krónur. -JH 10,7 stiga hiti f Reykjavíkígær: Ekki orðið hlýrra ídesember síðan 1946 Tiu stiga hiti og sjö kommum betur var í Reykjavik í gær þegar hlýjast var og hefur ekki orðið jafn hlýtt í desember mánuði síðan 1946, en þá komst hitinn upp i 11,4 gráður. Fyrir 1946 hefur hit- inn hins vegar orðið enn meiri. Ekki er búizt við að hitinn verði meiri í dag en í gær, þrátt fyrir að hann væri orðinn 10 stig klukkan sex í morgun. Vindur er smátt og smátt að snúast i norð-austur og fer þá kólnandi á næstu sólarhring- um. Páll Bergþórsson veðurfræðing- ur sagði i morgun að þeir veður- fræðingar væru ekkert farnir að reyna að spá fyrir um jólaveður. Veðrið í vetur hefði verið svo ein- kennilegt að menn vissu ekki dæmi annars eins. Fyrst kom langur snjóakafli en síðan skipti yfir í langan þíðukafla á einni helgi. Væri þetta einkennilegt háttálag veðurguðanna í landi þar sem gert væri grín að þvi við útlendinga að oft skipti um veður á sólarhring. DS pað 6 6 9 Kaupiö TÖLVUR' 6> * <9 B AN K ASTRÆTI Frystihúsamaður á Suðurnesjum: HEFUR EKKIBEÐIÐ UM STYRKI Flestir Grindavíkurbátar til sSlu og margir undir hamrinum: ENGIN FISKVINNSLA í GANGI í LENGRITÍMA —togaramir og stóru bátarnir sigla út með af lann vegna lágs f iskverðs hér Alger deyfð ríkir nú í atvinnumál- um í Grindavík, fiskvinnsla hefur ekki verið i gangi i hvorugu frystihúsinu um tíma, flestir bátar undir 200 tonn- um að stærð eru til sölu og a.m.k. tiu bátar „undir hamrinum" eins og það er orðað. Þetta kom fram i viðtölum DB við nokkra Grindvíkinga í gær. Bræla hefur verið nær samfelld á miðum litlu bátarina i tvo mánuði og stærri bátarn- ir og togararnir sigla út með fisk sinn vegna hins lága fiskverðs hér heima. Tveir togarar hafa haldið frystihús- unum í gangi i haust með að landa þar hluta afla síns, en nú er nær mánuður síðan þeir lönduðu síðast. Lítils háttar vinna er hjá fyrirtækj- unum Fiskanesi og Þorbirni, nær ein- göngu við eftirmeðferð á sild. Sáralitill afii hefur borizt á land í Grindavik siðan síldveiðum lauk. Nú er svo komið að þótt tið fari að batna er fjárhagur sumra útgerðar- mannanna orðinn svo bágur að sýrtt þykir að þeir komi bátum sínum ekki á sjó. Nokkuð algengt er í Grindavík að sjómenn eigi hluti í bátunum. Hluthaf- ar í bátum, sem sýnt er að ekki komast á sjó vegna rekstrarörðugleika, fá hins vegar ekki atvinnuleysisbætur þvi þeir skoðast sjálfstæðir atvinnurekendur. í haust reyndu frystihúsin að gera út þrjá línubáta, en eru nú hætt þvi og hafa afskráð áhafnirnar. Telja heimamenn mikla vá fyrir dyrum verði fiskverð ekki hækkað hið bráðasta svo stærri skipin sigli ekki út með afiann og rekstrargrundvöllur smábátanna rétti eitthvað við. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.