Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. 5 Suðumesjabáta- skipstjóri gerist háseti á skuttogara: Bátum fækkar óðf luga á Suður- nesjunt — og enn fleiri eru á söluskrá Margir Suðurnesjabátar eru nú á söluskrá, líklega 12, og undanfarið hafa allnokkrir verið seldir þaðan án þess að aðrir kæmu í staðinn, eða 10 í ár. Stafar þetta að sjálfsögðu af stöðugt og ört minnkandi afla Suðurnesjabáta, svo nú er ekki lengur hægt að tala um neina vetrarvertíð. Fiskifræðingar spá sizt batnandi ástandi á þessum slóðum á næstunni. Af þrem bátum, sem nýlega eru seldir, má nefna Óla í Tóftum, Báruna og Eini. Sá siðastnefndi var skráður í Reykjavik en gerður út frá Suðurnesjum. Þá hefur blaðið fregnað að skipstjóri eins bátanna, sem seldur var í hausi. hafi ráðið sig háseta á skuttogara. svo nú virðist það freista frekar en að vera skipstjóri á Suðurnesjabát. .G.S. / ..... Skipstjórarnir á Berki NKfengsælastir íár: 156 tom á dag að jafnaði — Annar stundar veiðiskap í f rístundum og hinn er að byggja „Ég er nú að byggja en Magni stundar alls konar veiðiskap i sinum fristundum,” sagði Sigurjón Valdi- marsson, annar skipstjórinn á Berki NK frá Norðfirði, er DB spurði hann hvað þeir félagar gerðu i fristundum þar sem þeir skipta skipstjórninni á milli sin og annar er alltaf i landi. Það þýðir að meðalaflinn á dag hefur veriðá milli 150og lóOtonneða tæp sjö tonn á klukkustund. Þeir félagar hafa nú aflað nálægt 39 þúsund tonn af loðnu og kolmunna á árinu sem er langmesta aflamagn islenzks skips i ár. Ef tillit er tekið til hvilda frá veiðum á milli vertíða og skammri heimadvöl við landanir lætur nærri að aflinn hafi fengizt á liðlega átta úthaldsmánuðum. Miðað við fjölda landana hefur skipið að meðaltali landað nálægi 800 tonnum en mest hefur það borið 1170 tonn i blíðskaparveðri. 15 manna áhöfn er á skipinu. Börkur var keyptur notaður frá Noregi fyrir nokkrum árum og hefur reynzt vel. Er Sigurjón var spurður hvað mætti hugsanlega betur fara um borð, nefndi hann strax vélina. Hún væri ekki nema 1200 hestöfl. sem væri fulllitið fyrir kolmunnaveiðarnar og kæmi einnig niður á gangi bátsins. Sagði hann hugmyndir uppi um að skipta um vél í Berki og fá a.m.k. 2000 hest- afla vél. Blaðinu er aðeins kunnugt um eitt skip sem komizt hefur yfir 40 þúsund tonna ársafla til þessa. er það Sigurður RE. -G.S. Börkur I heimahöfn á Neskaupstað, eða Norðfirði, eftir þvi hvort nafnið fólk notar. Sendibílastöð Kópavogs h/f heldur AÐALFUND sinn fimmtudaginn 21. desember kl. 18.30 á stöðinni. Stjómin. Eyjagötu 7,Örfirisey Sími 13320 og 14093 Kr. 38.400 Ennfremur furuhúsgögn í úrvali, verð frá kr. 70.400settið. \a RfiGNfiRÖK eftir Jan Björkelund PRENTHÚSIÐ BARONSSTÍG 11 B SÍMI 26380 O Að gefhu tilefhi skal það tekið fram að skáldsagan Ragnarök sem nýlega er komin út hjá Prenthúsinu sf. styðst ekki við raunveruleika að neinu leyti, hvorkimynd, persónurné texti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.