Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978.
DB á ne ytendamarkaði
Nærri 40% verðmunur á einni
tegund „barnamjólkur”
Verðið alls ekki hærra úti á landsbyggðinni en íborginni
„Mér finnst ekki,úr vegi að þið gerð-
uð verðkönnun á barnamjólkinni sem
fæst i apótekunum,” sagði ungur faðir
i simtali við Neytendasíðuna. Sagðist
hann hafa orðið var við allt að 40%
verðmismun á sams konar mjólkur-
dufti í apótekunum í Reykjavík.
Við brugðum skjótt við og hringd-
um í öll apótekin í höfuðborginni, sem
eru þrettán talsins. Við hringdum
einnig i apótekin í Kópavogi, Hafnar
firði, Keflavik, Mosfellssveit, Akur-
eyri. Húsavik, Neskaupstað, Ísafirði
og Vestmannaeyjum.
Þrjár tegundir
á markaðinum
1 Ijós kom að á markaðinum eru
þrjár tcgundir af „barnamjólkinni”,
Mamex, Lidamin og Linolac. í einu
apótekinu, Apóteki KEA á Akureyri,
var til Baby O.K., sem kostaði ekki
nema 138 kr. dósin, en er þó af sömu
stærð og hinar dósirnar. — Afgreiðslu-
stúlkan hjá apótekinu sagði að þetta
væru gamlar birgðir — verðið siðan á
miðju sumri, en þessi tegund af barna
mjólk seldist hreinlega ekki. Kannske
er bamamjólkin tizkufyrirbrigði eins og
svo margt annað í þessum heimi. —
Verðið úti á landsbyggðinni var sizt
hærra en i Reykjavík en heyrzt hefur
að sumar vörutegundir væru mun dýr-
ari i dreifbýlinu en í þéltbýlinu á
höfuðborgarsvæðinu. — Svo reyndist
ekki vera.
Munaði nærri
40% á verði
Allar þrjár tegundirnar eru álika
stórar, Mamex inniheldur um 50 g
minna magn en Lidamin og Linolac.
Dýrasta Mamex dósin kostaði 1495
kr. en sú ódýrasta 1145 kr. Munar
þarna 350 kr„ 23,41%. Mun meiru
ntunaði á Lidamininu, kostaði dýrasta
dósin 1938 kr. en sú ódýrasta 1173 kr..
og var þannig 39,47% ódýrari. Ódýr-
asta Linolac dósin var á 1142 kr. og
reyndist 29,85% ódýrari en sú dýrasta
sem kostaði 1628 kr. (á þremur
stöðum).
í Apóteki Vestmannaeyja fékkst
upplýst að ekki hefði verið flogið til
Eyja undanfarna daga og þvi væri
engin barnamjólk til þar. Hins vegar
hafa bæði Mamex og Lidamin verið
þará boðstólum.
Þetta þarf þó ekki að þýða að ung-
börn í Eyjum séu i svelti, þvi matvöru-
verzlanir viða um land hafa einnig
haft þurrmjólkurduftið á boðstólum.
1 Apóteki Akureyrar var Mamexið
uppselt, en þegar það var til siðast
kostaðidósin 1180 kr.
„Nýtt verð"
eða hvað?
í Laugavegs Apóteki var tekið fram
að „verðið væri alveg nýtt”, mjólkur-
duftið hefði komið í síðustu viku. Hins
vegar er verðið i Laugavegs Apóteki
ekki nema i lægri kantinum á Mamex-
inu en hinar tvær tegundirnar eru i
hærri kantinum.
Athyglisvert er að yngsta apótekið
af þeim sem tekin voru með í könnun
þessa. Mosfellsapótek. er með næst-
lægsta verðið á Mamexí. Það hljóta þó
að vera alveg „glænýjar” birgðir með
„glænýtt” verð, því apótekið var opn-
að núna í nóvember!
90% tollur
á „mjólkinni"
Hjá verðlagsstjóra fengus' hær upp
lýsingar að 90% tollur sé harna-
mjólkurduftinu, 16% vörugjald, 7,9%
heildsöluálagning og 31,7% smásölu-
álagning. Enginn söluskattur er af
mjólkurduftinu.
Mjólkurduft þetta er gefið korna-
börnum, sem einhverra hluta vegna
geta ekki verið á brjósti og þykir holl
og góð fæða fyrstu mánuðina.
A.Bj.
Mamex Lidamin Linolac
Apótek Austurbæjar 1238,- 1563.- 1162.-
Árbæjarapótek 1495,- 1938.-
Borgar Apótek 1260,- 1591,-
Garðs Apótek 1220,- 1664,- 1203.-
Háaleitis Apótek 1240.- 1565,-
Holts Apótek 1292.- 1609.- 1628,-
lðunn 1240,- 1173,-
Ingólfs Apótek 1180,- 1565,-
Laugarnesapótek 1238.- 1649,- 1628.-
Laugavegs Apótek 1238,- 1570,- 1160,-
Lyfjabúð Breiðholts 1245.- 1572.-
Reykjavíkur Apótek 1275,- 1610,- 1160.
Vesturbæjar Apótek 1172.- 1563,- 1628.-
Apótek Hafnarfjarðar 1238,- 1563.-
Apótek Norðurbæjar, Hafnarf. 1145,- 1595.-
Kópavogs Apótek 1260,- 1650.- 1390.
Keflavíkur Apótek 1275,- 1649. 1142.-
Mosfellsapótek 1146,-
Mamex Lidamin Linolac BabyO.K.
Akureyrar Apótek Ekki til
Apótek KEA (1180) 1610. 138,-
Húsavíkur Apótek 1258,- 1675. — —
Ar í-'kið Neskaupstað 1390,- — —
Apr k ísafjarðar 1245.- — —
Apcie' Vesímannaeyja Ekki til — —
Það eru aðallcga þrjár tegundir af ungbarnamjólk til á markaðinum í apótekunum, Mamex, Lidamin og Linolac. í einu apó
tekinuá Akureyri var til Baby OK, sem var rúmlcga 1500 kr. ódýrara en dýrasta mjólkurdósin i Reykjavík.
DB-mynd Bjarnleifur
Segja má að nægilegt sé fyrir stóra fjölskyldu að eiga „eitt sett” af myndakökuformum. Hægur vandi er að fá þau lánuð
þegar kökurnar eru bakaðar fyrir jólin.
DB-mynd Bjarnleifur.
Málaðar sírópskökur
Við höldum enn áfram með smá-
kökuuppskriftir. Sirópskökur tilheyra
jólunum. Hérna ei uppskrift að alveg
prýðilegu deigi sem gott er að eiga við.
Það er þar að auki mjög bragðgott og í
„tilraunaeldhúsi” DB hefur það verið
notað í myndakökur ýmiss konar, sem
síðan eru skreyttar með mislitri sykur-
bráð. — Allir á heimilinu geta tekið
þátt i að skreyta kökurnar og úr því
verður hin bezta skemmtun.
500 g hveiti
250 g sykur
140gsmjörl.
1/2 glas af sf rópi (venjul. vatnsglas)
1/2 glas rjómi (hinn helmingurinn af
sama glasinu)
1 tsk. negull
.1 tsk. engifer.
Sykurbróð:
■ 2 eggjahvitur eru þeyttar með svo-
litlum flórsykri, nokkrir dropar af
ediki eru látnir út í. Sykurbráðinni er
síðan deilt í nokkrar litlar skálar og
mismunandi litur látinn út í. Sumir
nota sprautupoka til þess að sprauta
BAKAÐ MEÐ
DAGBLAÐINU
bráðinni á kökurnar. í „tilraunaeld-
húsinu” hafa verið notaðir tannstöngl-
ar til þess að mála með, þvi jafnan
hafa svo margir verið við málninguna.
Þetta er nokkuð stór uppskrift og
kostar hráefnið i hana í kringum 550
kr.
- A.Bj.