Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 13.12.1978, Blaðsíða 9
DAGBLADID. MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1978. 9 Noregur: 40 MIUJARDA STYRKUR TIL NORSKRA FISKVEIÐA útgerðarmenn og sjómenn óánægðir ogvilja63milljarða Norskar fiskveiðar verða styrktar um 640 milljónir norskra króna af opinberu fé á næsta ári, samkvæmt til- lögum opinberrar nefndar. Formaður samtaka þeirra sem gera út og eiga fiskibáta — Norges Fiskarlag — hefur lýst vonbrigðum sínum yfir upphæð styrksins og hefur í viðtali við frétta- stofuna NTB látið hafa eftir sér að krafa þeirra hafi verið um styrk sem næmi einum milljarði norskra króna. Fregnir um þennan styrk koma fram i frétt í norska blaðinu Fiskaren en hann nemur jafnvirði um það bil 40 milljarða íslenzkra króna en krafa Norges Fiskarlag um það bil 63 milljörðum íslenzkra króna. Hluti af 640 milljónunum norsku eða 100 til 150 milljónir er reitt fram í formi lána, sem að hluta til þarf að endurgreiða eftir tiltekinn tíma. 1 Fiskaren kemur fram, að styrkur þessi er sambærilegur og svipaður til norskra fiskveiða og undanfarin ár. Að sögn er stefnt að því, þegar styrkur þessi er ákveðinn, að tryggja sjómönnum sambærilegar tekjur við þá sem starfa að iðnaði og landbúnaði i Noregi. Er byggt á gögnum frá fiski- fræðingum og spám um afkomu og markaðsmál. Helzta vandamálið eru tíðar sveiflur á aflamagni og markaðs- verði. sem erfitt er að sjá fyrirfram. Bæði árin 1976 og 1977 voru hag- stæð fyrir fiskveiðar Norðmanna og tókst að halda afkomu sjómanna betri en gert var ráð fyrir er opinber styrkur til atyinnugreinarinnar var ákveðinn. Aftur á móti þykja öll teikn benda til þess, að erfiðara verði að ná því marki áárinusemeraðliða. Róóesía- Eldar loga gíatt i olíustöðinni Slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldinn í oliubirgðastöð nærri Salis- bury, höfuðborg Ródesíu, í morgun. Var reynt að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist i þrjá stóra geyma með bútan- gasi. Eldurinn kom upp í fyrrinótt og i morgun munu þess ekki hafa verið nein merki að hann væri i rénun. Líklegast er því að kasta sprengjum að oliustöðinni. Hafa orðið þar þrjár miklar sprengingar en ekki mun neinn hafa látiz: eða særzt af völdum eldsins eða sprenginganna. Þetta þykir eitt mesta áfall stjórnar lans Smith siðan svartir skæruliðar hófu virka andstöðu gegn hvítum ibúum Ródesíu. talið að eldurinn hafi verið kveiktur með Erlendar s fréttir 5. tbl. 1978 Verð kr. 1490 mm Élp *SÉ m c;

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.