Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979. 3 GÓÐUR ARANGUR ÍS- LENZKA LANDSUDSINS — en blikur á lofti - Spurning dagsins Skemmtir þú þér um helgina? KR-ingur skrifar: Heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik á Spáni hlýtur að verða öll- um hugsandi handknattleiksunnend- um tilefni til að staldra við. Enn er is- lenzkur handknattleikur mjög hátt skrifaður og hefur vafalaust vaxið í áliti eftir heimsmeistarakeppnina. En ýmsar blikur eru á lofti. Hættur steðja að íslenzkum handknattleik og þær helztar að það liggur í loftinu að stór hópur íslenzkra handknattleiks- manna flykkist til útlanda nú á næst- unni. Spánverjar hafa sýnt okkar mönnum mikinn áhuga og bjóða Vill ekki fræðslu- myndir í Stundinni okkar Áslaug 9 ára skrifar: Stundin okkar er alltaf að verða leiðinlegri og leiðinlegri. Við viljum eitthvað skemmtilegt, t.d. teikni- myndir og Palla en ekki þessa leiðin- legu fræðsluþætti. Þeir eiga ekki heima í barnatíma. Hvað er orðið af Jóka, Bleika pardusinum og Fred Flintstone? Ekki kennari Baldur Jónsson hringdi vegna þess að hann var titlaður sem kennari í spumingu dagsins í Dagblaðinu fyrir skömmu. Hann sagði að það væri ekki rétt. Hann væri fyrrverandi kennari en síðastliðin ár hefði hann starfað við fiskvinnslu. Reykjanesbraut: Nýjungin er til bóta Hróbjartur Ágústsson hringdi vegna fréttar í Dagblaðinu nýlega um nýjung á Reykjanesbraut. ,,í frétt- inni er talað um að þetta tefji um- ferðina. En eftir þessa breytingu hefur umferðin úr neðra Breiðholti gengið miklu betur en áður og álít ég því að þessi umrædda nýjung sé mjög til bóta.” Heimilis- læknir Raddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heimil- islæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. Raddir lesenda þeim gull og græna skóga. Við höfum síður en svo grætt á því að missa handknattleiksmenn til Þýzka- iands. Þannig fengu þeir Axel Axels- son og Ólafur H. Jónsson ekki leyfi húsbænda sinna til að leika síðasta leikinn í heimsmeistarakeppninni. Menn eins og Gunnar Einarsson, sem var álitinn líklegur arftaki Geirs Hall- steinssonar, hefur ekki orðið að neinu í Þýzkalandi. Einar Magnússon og Björgvin Björgvinsson hafa ekki heldur nýtzt landsliðinu eftir að þeir héldu til Þýzkalands og svona mætti lengi telja. Handboltamenn okkar virðast bókstaflega koðna niður í út- legðinni og á meðan verður hand- knattleikurinn hér heima ekki að neinu vegna þess að handknattleiks- mennirnir selja sig úr landi jafnóðum og þeir fara að geta eitthvað. Nú ætti handknattleiksforustan láta.góðan árangur íslenzka lands- handknattleiksmaður tslendinga dag. liðsins verða sér hvatning til að leita lausnar á þessu vandamáli. Hríngið ísíma 27022 Ég er til í allt . . . búin 1340 watta afli og r 12 lítra rykpoka. « l (MadeinUSA) 1 Hringlaga lögunin gefur hinurn risastóra 12 lítra rykpoka nœgjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. Hoover S-3001 er á margan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þín teppi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir því hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagrceðis errofinn íhandfanginu, undir þumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog- stykki sérfyrir þvt. Stór hjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þtn. Til þœginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartœki, svo núgeturþú loksins haft fullt gagn af þeim. Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér i marga mánuði án tœmingar. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Steinunn Ólafsdóttir afgreiðsludama: Jú, ágætlega, þakka þér. Ég fór á ball, í Sigtún. Kristin Hasslng rzlunarmaður: Nei, ég fór eldcert eins og venjulega. Ég var að vinna yfir helgina. Arnar Pálsson, 13 ára: Nei, blessaður vertu. Ég var bara að leika mér. Jú, jú, þaðvarágætt. Haraldur Þórisson, 14ára: Nei, ekkert, jú, ég fór I LaugardalshöUina að sjá íslandsmótið í knattspyrnu. Það var ofsalegt. Tómas Hassing bilstjóri: Bg? Nei, nei, ekkert skemmtilegt. Ég var bara að dytta að bílnum minum, og reyndar missti af einu stykki árshátíð fyrir bragðið. Eysteinn Nikulásson bilstjóri: Nei, ég var að gera við trogið. Jú, það er ágætt, það er gaman að mála.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.