Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 14
14 DAGBLADID. MÁNUDAGUR S. MARZ 1979.
ERUM VIÐ í LEIT AÐ
SfDUSTU LODNUTORFUNNI?
Athyglisverð orð Jakobs Jakobssonar f iskif ræðings um uppsjávarf iska
v
Síldaraflinn vestan Skotlands og norðan íslands
1925—1976.
NORSK- ISLENSKA SILDIN
„Þegar vel árar fyrir loðnuklak
eins og t.d. á tímabilinu 1970—75 var
stofninn stór og veiðiþol hans
örugglega langt umfram þær veiðar
sem stundaðar voru 1972—77. Hin
síðari ár hefur viðkoman aðeins verið
helmingur þess sem áður var. Það er
einkum af þessum sökum sem nú er
óttazt að hinar stórauknu veiðar
verði stofninum ofviða.”
Þessi orð mælti Jakob Jakobsson
fiskifræðingur á ráðstefnu
verkfræðinga um nýtingu sjávarafla.
Hann ræddi um viðkvæmni
loðnustofnsins og sagði að er Haf-
rannsóknastofnunin hefði sett fram
tillöguna um eina milljón tonna há-
marksveiði á því 12 mánaða tímabili,
sem nú er brátt á enda runnið, haft
tillagan fyrst og fremst verið miðuð
við þá nauðsyn að fá fram hver
viðbrögð stofnsins yrðu við svo
miklum veiðum, áður en lengra yrði
haldið, ekki sízt með tilliti til lélegri
árganga sem eru að bætast í stofninn.
Jakob kvað afrakstursgetu
loðnustofnsins sennilega skipta
milljónum tonna þegar stofninn er
hvað stærstur en sveilfur eru miklar
og snöggar.
Um kolmunna sagði Jakob að
varla léki vafi á því að sá flökkufisk-
ur hefði nýtt sér þá fæöu er til hefði
fallið við hrun norsk-íslenzka síldar-
stofnsins. Veiði og nýting kolmunna-
stofnsins væri óskrifað blað en veiði
kolmunna eykst nú svo ört að ekki er
aflatakmarkana langt að bíða, eða að
stofninn verði ofveiddur.
Um islenzku sumargotsíldina
sagði Jakob að á næstu 5 árum ætti
stofninn að vaxa svo að veiða mætti
50—60 þúsund tonn. Er þá miðað við
að stofninn hafi náð sinni stærstu
stærð, þ.e. 350 þúsund tonnum eins
og hann var 1960.
Síðan sagði Jakob:
„Þegar almenn umræða um of-
veiði ýmissa nytjastofna hófst fyrir
40—50 árum beindist hún eingöngu
að botnlægum fiski. Engan grunaði
þá að uppsjávarfiskar, þ.e. síld,
loðna og kolmunni væru í nokkurri
hættu. Þetta sjónarmið var enn
ríkjandi allt fram á síðasta áratug, að
menn vöknuðu við vondan draum,
þegar hrun þessara stofna var
augljóslega á næsta leiti.
Ég get ekki stillt mig um að sýna
þrjú línurit, því þau sýna hvernig
aðdragandi ofveiðinnar birtist í afla-
tölum.
Þessar myndir eiga það
sameiginlegt að sýna að afli eykst
snögglega og er hár í nokkur ár, en
fellur svo jafnskyndilega, þegar
stofninum hafði verið eytt. Þannig
hafði sUdaraflinn við vesturströnd
Skotlands og norðurströnd íslands
haldizt tiltölulega jafn í nærri hálfa
öld (efsta myndin) þegar aukin sókn
leiddi tU þess að aflinn þrefaldaðist á
fáum árum og hélzt mjög hár unz
hrun stofnsins varð að staðreynd.
þróun fiskveiða er byggjast á
torfumyndandi fiskstofnum í öllum
heimshöfum hringinn í kringum
hnöttinn.
Jakob benti á að tvær meginálykt-
anir mættu draga af reynslu undan-
farinna ára um afrakstursgetu
uppsjávarfiska. Stofnstærð endur-
speglastekkiíminnkandiaflafyrr en
stofninn er hruninn. Nútímatækni
gerir okkur þvi kleift að halda
miklum afla unz kastað hefur verið á
síðustu torfuna.
Hin ályktun er sú að
DB-mynd: Ragnar Th.
Jakob Jakobsson fiskifræðingur.
Síldveiðibann er nú á þessum
slóðum.
Sveiflur urðu nokkru meiri í heild-
arafla norsk-íslenzku síldarinnar eins
og næst efsta mynd sýnir. Þar ráku
gegndarlausar smásíldarveiðar
smiðshöggið á hrun stofnsins.
Loðnuaflinn í Barentshafi jókst
hratt fram til 1970, hélst nokkuð
jafn eða um 1,4 milljónir tonna í sex
ár (1970—75) en jókst svo í 3
milljónir tonna 1977. Árið 1978 féll
aflinn um nærri helming og á þessu
ári (1979) verður hann takmarkaður
um 1 milljón tonna. Þróun veiðanna
á Barentshafsloðnunni (neðsta
línuritið) fram til 1977 minnir
óþyrmilega á ört vaxandi loðnuafla
hér við land en ósagt skal látið hvort
framhaldið verður hið sama.”
Jakob kvað þessi þrjú dæmi um
hrun uppsjávarfiska sem á línuritun-
um eru sýnd vera einkennandi fyrir
viðkomubrestur i uppsjávarfisk-
stofnum á sér stað tiltölulega miklu
fyrr en þegar um botnfiska er að
ræða. Ef sömu hlutföll giltu um sild-
og þorskstofninn væri hann (þorsk-
stofninn) löngu hruninn hér við land.
,,Af þessu er ljóst,” sagði Jakob,
„að algert grundvallaratriði er að
tryggja stóran og öflugan hrygning-
arstofn, þannig að viðkomu
uppsjávarfiska sé ekki hætta búin af
völdum veiða. Því er þörf enn meiri
varfærni við stjórnun veiða uppsjáv-
arfiska en botnfiska.”
Lokaorð Jakobs voru:
„Ef frumframleiðni helzt há og
svifdýrin dafna gefur auga leið að
mergð uppsjávarfiska á íslands-
miðum getur verið mjög mikil og af-
raksturgetan skiptir þá milljónum
tonna. Aflasveiflur verða þá vafa-
laust miklar en oft má draga mjög úr
þeim meðskynsamlegri stjórnun.”
-ASt.
J
ELDHÚS-OG BADINNRÉTTINGAR
SHVIOREMA eru fallegar og vandaðar norskar
innréttingar.
Höfum sétt upp eldhús- og baðinnréttingar í
húsnæði okkar. Þar gefst yður kostur á að sjá
hinar ýmsu gerðir, ef til vill er einhver sem
hentar yður.
Komið og skoðið þessar glæsilegu innréttingar
og leitið upplýsinga.
Það er ekki oft sem þér fáið yður nýtt eldhús,
þess vegna verður að vanda valið.
Eldhúsinnréttingar 12 gerðir
Baöinnréttingar 3 gerðir
Fataskápar 12 gerðir (hæð 210 cm)
Fataskápar 1 gerð (hæð 148 cm)
yv
innréttinga-
húsið
Háteigsvegi 3 105 Reykjavik
Verslun sími 27344
Skrifstofa sími 27475
Virðið
lögin um
óperu-
flutning
—segir Þjóóleik-
hússkórinn
Þjóðleikhússkórinn hefur
skorað á stjómvöld að sjá svo um
að Þjóðleikhúsinu verði greitt
nægilegt fé tif flutnings óperu i ár
og að ákvæði 3. greinar laga um
Þjóðleikhús verði virt varðandi
flutning óperu- og söngleikja ár-
lega, með sérframlagi í þessu
skyni á fjárlögum, að því er segir í
fréttatilkynningu kórsins.
Nefnd lagagrein fjallar um að
Þjóðleikhúsinu beri að halda
uppi óperustarfsemi. Á aðalfundi
kórsins fyrir skömmu var Þor-
steinn Sveinsson endurkjörinn
formaður hans í tuttugasta og
fimmta sinn.
-ÓV.