Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 18
18 DAGBLADID. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979. BR. 78x13 B. 78x14 DR. 78x14 ER. 78x14 195/75R x 14 205/70RX 14 FR. 78X14 HR. 78x14 600 x 15 F. 78x15 FR. 78x15 GR. 78x15 HR. 78x15 LR. 78x15 Póstsendum Nýkomin amerísk dekk 6 mjög hagstæðu verði GÚMMÍViNNUSTOFAN SKIPHOL Ti 35 - SÍMi 31055 22 tegundir svefnherbergissetta. Skoðið úrvalið okkar um leið og þið komið á BÓKAMARKAÐINN / SýningahöUinni Traktorsgrafa - Snjómokstur Lindarhvammur 28 Hafnarfirði Símar: 53720 51113 Klossar Vorum að fá sænsku tréklossana í stærðum 32-44 Verð frá kr. 4.100.- Inniskór Lrtur: Svart, brúnt -39 Kr. 3.100.- Póstsendum Skóbúðin Suðurveri Stigahlíð 45-47. Simi 83225 Eitt landsfyrirtæki f raforkumálum hækkar raforku- verð f Reykjavík Reykvíkingar eiga von á 5,5 til 8% hækkun á raforkuverði ef samningar nást um nýtt landsfyrirtæki sem annist meginraforkuvinnslu á Islandi og orku- flutning um landið. Nefnd átta manna sem skipuð var til tillögugerðar um málið hefur skilað einróma áliti. Nefndin leggur til að stofnað skuli landsfyrirtæki, þannig að núverandi Landsvirkjun, Laxárvirkjun og 132 kilóvatta byggðalínurnar sameinist i eitt. Lagt er til að fyrirtækið heiti áfram Landsvirkjun og að síðar geti fleiri raforkumannvirki sameinazt þessu landsfyrirtæki. Eigendur fyrirtækisins verða í upp- hafi Reykjavíkurborg, Akureyrarbær og ríkið, sem lagt er til að eigi 50%. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið fái einkaleyfi til að reisa og reka 5 mega- vatta og stærri virkjanir og leggja meginstofnlínur til raforkuflutnings um landið. Heildsölugjaldskrá fyrirtækisins nýja á samkv. tillögunum að vera hin sama á öllum afhendingarstöðum, en þeir eru auk afhendingarstaða Lands- virkjunar og Laxárvirkjunar aðveitu- stöðvar á 132 kV byggðalínum. Ráðuneytið hefur óskað eftir því við Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ að nú þegar verði gengið til samninga um stofnun umrædds fyrirtækis á grund- velli tillagna nefndarinnar og kosnar verði nefndir sem vinni að samningum með fuUtrúum tilnefndum af iðnaðar- ráðuneytinu. SKIPULAGSNEFND UM RAFORKUÖFLUN, skipuð af iðnaðarriðherra 4. október 1978. Talið frá vinstri: Jóhannes Nordal stjórnarformaður Landsvirkjun- ar, Magnús E. Guðjónsson framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfélaga, Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri, Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræöingur, formaður nefndarinnar, Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, Helgi Bergs bankastjóri, varaformaður nefndinnar, Jakob Björnsson orkumálastjóri, Kristján Jónsson raf- magnsveitustjóri og Valur Arnþórsson stjórnarformaður Laxárvirkjunar. NefndaráUtið er mjög umfangsmikið og vel unnið. Þar segir að ríkið þurfi að leggja fram eitthvert fé til þess að ná 50% eignarhluta. Er talað bæði um 2 milljarða og 5 milljarða framlag en hallazt að því að 3 milljarðar séu nærri lagi. Gæti það annað hvort gerzt með fjárframlagi eða að ríkið taki að sér ógreidd lán vegna byggðalínanna. Eignaraðild Reykjavíkurborgar er talin verða rúm 42% og Akureyrarbæj- ar rúm 7%. Með sama heildsöluverði á öllum útsölustöðum raforku frá fyrir- tækinu mun raforkuverð hækka á Reykjavíkursvæðinu um 5,5—8% eftir framlagi ríkisins en lækka á ýmsum stöðum úti um land. -ASt. Kvennaráðstefna fKungalvum byggingar- og skipulagsmál — umsóknir sendist strax Reynslú kvenna er ótrúlega lítill gaumur gefinn, þegar verið er að skipuleggja umhverfi og hanna hús. Þó er fátt sem hefur meiri áhrif á líf og möguleika konunnar en einmitt það heimili þar sem hún vinnur við sín marg- rómuðu uppeldis- og aöhlynning- arstörf. í bygginganefnd Reykja- víkur er engin kona, ekki heldur í skipulagsnefnd sömu borgar. Til að vekja athygli á ýmsum þáttum varðandi þetta mál verður haldin ráðstefna í Kungálv i Sví- þjóð dagana 4.—6. maí næst- komandi. Ráðstefnan er studd af Norræna menningarsjóðnum og höfðar til kvenna sem á einn eða annan hátt vinna að þióðfélags-, skipulags- og húsnæðismálum. Dagskráin er þriþætt: 1. Skipulag samfélags byggt út frá reynslu og mati kvenna. 2. Framtíðarstefna: Hvað viljum við? Hvernig er það' samfélag byggt, sem hæfir konum og þá um leið öllu fólki? 3. Baráttuleiðir og stefnuskrá. Þátttökutilkynningar verða að berast Kristínu Guðmundsdóttur, Hvassaleiti 133, 108 Reykjavík, fyrir 10. marz næstkomandi. Hún veitir jafnframt allar nánari upplýsingar og hefur síma (91) 36065. Eins og Kristín bendir á, er hér kjörið tækifæri fyrir konur sem hafa á hendi oddvita- og sveitar- stjórastörf að kynna sér nýjustu hugmyndir um hlut kvenna í skipulags- og byggingarmálum, og eins væri mjög gaman, að nokkrar konur úr Reykjavík sæju sér fært að sækja ráðstefnuna. IHH. Skrifaði doktorsritgerð íguðfræði um Heimsljós Laxness: „Oft gagnleg gagnrýni hjá skáldum á trú- arleg viðhorf” „Þetta er guðfræðileg könnun á nokkrum trúarlegum hugtökum og hugmyndum í Heimsljósi Halldórs Laxness. Segja má að ritgerðin séá jað- arsviði milli guðfræði og bókmennta,” sagði sr. Gunnar Kristjánsson í viðtali við Dagblaðið en hann lauk fyrir skömmu nýstárlegri doktorsritgerð i guðfræði. Er hann þriðji íslendingur- inn sem lýkur doktorsprófi núna á mjög skömmum tíma. ,,Ég hef unnið að þessari ritgerð i 2 1/2 ár en áður hafði ég í langan tíma unnið óbeint að henni þannig að hún á sér nokkuð langan aðdraganda. Ég sótti tíma í bókmenntum við háskólann í Bochum og einnig hafði ég samstarf við bókmenntafræðinginn Peter Hall- berg. Ritgerðina vann ég undir hand- leiðslu Hans-Eckhard Bahr, sem er prófessor í praktískri guðfræði við há- skólann í Bochum. Dr. Gunnar Kristjánsson, sóknarprest- ur að Reynivöllum í Kjós. — Stærstu hugtökin í ritgerðinni eru þjáningin, fegurðin og persóna Ólafs Kárasonar. — Jú. Þarna koma í ljós sterkir kristilegir þættir sem eiga sér rót i þján- ingarmystik kirkjunnar og í sambandi við fegurðina kemur fram mjög sterk náttúrumystik sem gæti verið kristin en þarf ekki að vera það. — Jú. Ég held að slíkar athuganir geti haft mjög mikið gildi fyrir kirkj- una og geti jafnvel útvíkkað skilning guðfræðinnar á hugtökum sem hún notar og sömuleiðis kemur oft fram gagnleg gagnrýni hjá skáldum á ýmis trúarleg viðhorf,” sagði dr. Gunnar Kristjánsson að lokum en hann er nú starfandi prcstur að Reynivöllum í Kjós. -GAJ-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.