Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 35

Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 35
Munið söfnunina ”GLEYMD BÖRN 79„ giro nr. 1979-04 Enn ein hljómsveitin lítur dagsins Ijós þú lœtur sjá Þ'S í kvöld Jámsíða — breiðsíða ' ELTON JOHN hlaut prýðisgóðar viðtökur hji Parisarbúum að þessu sinni. Fyrir niu árum fleygðu þelr i hann skemmdum ávöxtum. EltonJohn___________________ „Aldrei að segja aldreiff „Ég veit það nú, að maður á aldrei að segja aldrei,” sagði Elton John á biaðamannafundi, sem hann hélt til Paris í tilefni af nýhaTinni hljómleikaferð sinni. Elton tilkynnti sem sagt fyrir um það bil tveimur árum að hann myndi aldrei framar halda opinbcra tónleika, aðdáendum hans til mikillar skelfingar. Elton John er ekki með stóra út- gerð á ferðinni að þessu sinni. Aðeins einn maður kemur fram með hon- um, ásláttarhljóðfæraleikarinn Ray Cooper. Hann er sá sami og kom lítilsháttar við sögu á sólóplötu Björgvins Halldórssonar, Ég sýng fyrirþig. Ferðalag þeirra tvimenninganna um meginland Evrópu og England hófst í París, nánar tiltekið í salnum Champs Elysee Theatre. Fyrir hljómleikana var Elton ákaflega kvíðinn yfir áheyrendunt. Síðast þeg- ar Itann lék í þessu húsi, árið 1970, hlaut hann varmar viðtökur. Hundleiðir Fransarar fleygðu í hann skemmdum ávöxtum og öðru álíka. En að sögn viðstaddra fréttamanna hefði hann ekki þurft að óttast. Hvað eftir annað þurfti hann og Cooper að koma fram og taka aukalög eftir að hljómleikununt var opinberlega lokið. Að sögn viðstaddra virtist Elton John vera við prýðilega heilsu. Hann veiktist nýlega og var fluttur á sjúkra- hús, talið að hann hefði fengið snert af slagi. — Hann er orðinn 3I árs gamall. -Ors af hljóðfæraleikurum ,,í guðsbænum, farðu ekki að kalla okkur ungt og efnilegt band eða neitt svoleiðis,” sagði Andrés Helga- son, einn stofnenda glænýrrar hljóm- sveitar í samtali viö DB á föstudag- inn. Sveitin sú hefur hlotið nafnið Járnsíða. í henni er breiðsíöa af ungum mönnum jafnt sem sjóuðum f islenzku músíklifi. „Við leikum i fyrsta skipti opin- berlega á þriðjudaginn kemur á skemmtun hjá Jazzvakningu að Hótel Sögu,” sagði Andrés. Hann lék áður á bassa með hljómsveitinni Tivolf, en verður nú flautu- og trompetleikari i Járnsiðu. „Á næstunni verðum víð einnig í Klúbbnum og á tónlistarkvöldum hjá nokkrum menntaskólanna.” Bandarísk- irpoppar- aráKúbu Fyrstu rokkhljómleikar vest- rænna tónlistarmanna síðan I959 voru haldnir á Kúbu nú um helgina. Þeir voru haldnir til að endurgjalda heimsókn kúbönsku jazzhljómsveitarinnar Irakere til Bandaríkjanna fyrir um það bil ári. Meðal tónlistarmanna sem skemmtu á Kúbu um helgina voru hjónin Kris Kristofferson og Rita Coolidge og Billy Joel. Hljómleikarnir, sem voru þrir að tölu, voru haldnir I Karl Marx leikhúsinu. „Þessi atburður á vonandi eftir að hjálpa til við að brjóta niður fjölda múra, sem byggðir hafa verið upp siðan á sjötta ára- tugnum,” sagði Kris Kristofferson við fréttamenn er hann kom til Havana, höfuðborgar Kúbu. ,,Mig hefur alltaf langað til að koma hingað. Ég er aðdáandi Fidels,” bætti hann við. Það voru menningarmálaráðu- neyti Kúbu og bandariska hljómplötufyrirtækið Colombia sem stóðu að listamanna- skiptunum. Hljómleikar banda- riska listafólksins voru lítið sem ekkert auglýstir en þrátt fyrir það var talsverð eftirspurn eftir aðgöngumiðum. Bandarísk tónlist er lítils háttar leikin í kúbanska út- varpinu. Eyjarskeggjar eiga auðvelt með að stilla útvarpstæki sín inn á bandarískar stöðvar. KEUTER. Sænsk hljómsveit, Zamla Mammaz Manna er I heimsókn hér á landi þessa dagana. Að sögn þeirra sem til hennar hafa heyrt er þarna á ferð hópur hæfileika- manna. Sér i lagi þykir trommu- leikari Mammanna liflegur. Hljómsveitin lék i nokkrum fram- haldsskólum I síðustu vlku og var I Klúbbnum i gærkvöld. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Auk Andrésar Helgasonar er i Járnsíðu annar blásari, Éiríkur Páls- son trompetleikari. Þá eru fimm manns eftir, sem leika á „hefðbund- in” hljóðfæri. Gunnar Hrafnsson er bassaleikari, Guðmundur Ingólfsson leikur á píanó, Sigurgeir Sigurðsson á gitar, Gústaf Guðmundsson á trommur og Eirikur Hauksson sér um söng. Þrir þeir siðastnefndu störfuðu allir með hljómsveitinni Octopus meðan hún var og hét. „Okkur finnst mikilvægt að hafa blásturshljóðfærin með. Við getum þannig boðið upp á fjölbreyttara lagaval en ella,” sagði Guðmundur Ingólfsson. „Það er líka alveg komið nóg af þcssum hljömsveitum með hefðbundinni hljóðfæraskipan, gítar, bassa, trommum . . .” Þeir Guðmundur og Andrés sögðu að Járnsiða væri stofnuð i þvi augna- miði að geta leikið jöfnnni höndum á tónlistarkvöldum skólanna og á al- mennum dansleikjum. Að lokum trúðu þeir DB fyrir umboðssima hljómsveitarinnar, 13595. JÁRNSÍÐA — Hljómsveitin leikur tónlist sem jafnt gcngur á tónlistarkvöldum sem á dansleikjum. Hún hefur það fram yfir aörar starfandi hljómsveitir að i henni eru tveir trompetleikarar. Ljósm.: Friðþjófur. ----- ---------------- iWíckíeGee nálgast takmarkið í KVÖLD HEFUR HANN SPILAÐ PLÖTUR SLEITULAUST í 41 SÓLARHRING EDA 993 KL.ST. nti á hann eftir ^9 daga ^ I heimsmetió OG SPENNAN EYKST MEÐ HVERJUM DEGINUM SEM LÍDUR !

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.