Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979.
a ne ytendamarkaði
Svar
mjólkur-
bússtjórans
á ísafirði:
Ófærð, dagstimplun og
seinkun á skipaferðum
— valda erfiðleikunum með m jólkina
„Við tókum við umboði Mjólkur-
samsölunnar í Reykjavik um ára-
mótin, en það var áður i höndum
kaupfélagsins. Við höfum reynt að
gera okkar bezta en við erum háðir
skipaferðum og oft kemur fyrir að
þegar við fáum mjólkina frá
Reykjavik, er hún á síðasta sölu-
degi,” sagði Pétur Sigurðsson,
mjólkurbússtjóri á Isafirði, í samtali
við Neytendasíðuna, er leitað var
svara við bréfi húsmæðranna 30 frá
Bolungarvík.
„Við reynum að jafna mjölkinni
eins og hægt er. Núna fáum við yfir-
leitt 20 þúsund litra af mjólk utan frá
á mánuði, en seljum um 120 þúsund
lítra. Það sem upp á vantar fáum við
af okkar eigin svæði. Ef mjólkur-
skortur verður hjá okkur er það út af
ófærð, en miklum erfiðleikum getur
verið bundið að ná mjólkinni saman
af okkar eigin svæði. Mjólkina frá
Reykjavík verðum við að panta með
löngum fyrirvara. Stundum kemur
fyrir að seinkun verður á skipa-
ferðum.
Mjólkurneyzlan er mjög misjöfn.
Fólk virðist hamstra þegar
Reykjavíkurmjólkin kemur.
Pokarnir
óvinsælir
í sambandi við leka mjólkurpoka
má benda á að þeir þola mun minna
hnjask en hyrnurnar og fólk virðist
fara eitthvað öðru visi meö pokana.
Við gerum okkur grein fyrir að þetta
er ekki gott ástand, en við höfum
ekki haft tækifæri til þess að skipta
um umbúðir. Til þess þarf nýja vél,
en það er því miður ekki á dagskrá i
bráð.
1 sambandi við mjólkurskömmtun
vil ég benda á aö ástandiö er alls ekki
eins slæmt og fólk gæti haldið eftir
þeim blaðaskrifum sem orðið hafa.
Þurft hefur að fara fram á skömmtun
þrisvar sinnum í vetur, þegar salan
fór langt fram úr þvi sem pantað
hafði verið. Þá kom loðnuflotinn hér
inn og þurfti á mjólk að halda. Fyrir
kemur einnig að togararnir koma hér
inn fyrirvaralaust og þurfa að fá
mjólk. Við vitum aldrei hvenær
skipin koma hér inn, en reynum eftir
beztu getu að mismuna ekki fóiki.
Rjóminn aðeins
í vikulokin
í sambandi við rjómann. Fyrr i
vetur var byrjað á því að panta rjóma
tvisvar í viku, samtals 6—700 lítra.
Urðum við að henda stórum hluta
þess rjóma, því hann var kominn
fram yfir síðasta söludag í vikulokin.
Síðan við fórum að panta rjóma
aðeins seinnipart vikunnar. Þá brá
'svo við að sama magn seldist upp.
Fólk virðist þvi aðeins kaupa rjóma
seinnihluta vikunnar.
Undanrenna
aðeins samkvæmt
læknisráði
Rétt er að við höfum ekki pantað
undanrennu nema i mjög litlum
mæli, raunar aðeins 40—50 lítra á
viku. Er það aöeins fyrir þá sem
nauðsynlega þurfa á undanrennu að
halda, t.d. samkvæmt læknisráði.
Hjá Mjólkursamsölunni fékk ég þær
upplýsingar að Framleiðsluráðið
greiddi ekki flutningskostnað af und-
anrennunni. Viðkomandi mjólkurbú
verður að standa straum af honum.
Á sumrin eigum við jafnan nóg af
undanrennu sem við framleiðum
sjálfir. Lélega undanrennan sem
minnst er á í bréfinu, var framleidd
úr undanrennudufti. Reyndist það lé-
leg vara og var hætt við þá fram-
leiðslu.
í sambandi við jógúrt, sýrðan
rjóma og ými, scm sjaldan er til, vil
ég benda á eftirfarandi. Þar erum við
einnig háðir dagsetningarstimplum
og skipaferðum. Hins vegar hafa
skipafélögin reynt að leysa vanda
okkar. Vonandi eru örðugleikarnir
Lingu
pnone
tungumálanámskeid á hljómplötum
og kassettum
LINGUAPHONE tungumálanámskeió fást á eftirtöldum stöóum:
Bókaverslun Sigfúsar Eymiíndssonar
Bókabúö Máls.o^ mei)nirig?r
Hljóöfærahús Reykjavikur i
Bókabúð Keflavikur
. '' — Haraldar Nielssonar.Akranesi
— Jónasar Tómassonar, ísafirói
Tónábúóin Akúreyri,
Bókaverslun Þórarins* Stefánssonar, Húsavík
Nú er rétti tíminntil þessad
auka málakunnáttuna
APHONE-umboóid
’ ðfærahús Reykiavíkur
a'i/egi 96 - Simi 13656
með þessar vörur aðeins byrjunar-
örðugleikar.
Plássleysi háir
starfseminni
Komið hefur til tals að við fengjum
umboð frá Osta og smörsölunni, en i
þvi sambandi háir plássleysi okkur.
Við eigum I erfiðleikum með að
panta gott úrval af ostum, því við
höfum ekki húsrými til þess að geyma
miklar birgðir. Við framleiðum sjálf-
ir nokkurt magn af smjöri. Það
höfum við selt ópakkað og þá á sama
verði og 11. flokks smjör er selt (sem
er 935 kr.) Hluta þess smjörs flytjum
viö til Reykjavikur. Við flytjum
einnig smjör hingað frá Reykjavik,”
sagði Pétur mjólkurbússtjóri.
Hann hefur verið I starfi síðan 15.
mai i fyrra, vann áður hjá Osta og
smjörsölunni I Reykjavík.
A.Bj.
Ófremdarástand ímjólkurmálum Bolvíkinga:
Umbúöirnar hriplekar,
mjólkin geymist illa — og oft
Kvartað yfir lítilli og vondri mjólk f Bolungarvfl
„Getum við ekki skipt
beintvið Reykjavík?’
er mjólkurskortur
— Bolvíkingar f sömu hættu og aðrir vegna
hjarta- og æðasjúkdóma, en er meinað
að fá undanrennu á sama verði ogaðrir
Neytendasíðunni hefur borizt eftir-
farandi bréf frá Bolungarvík, undir-
ritaö af 30 húsmæðrum á staðnum.
„ Mikið urðum við glaðar þegar við
sáum lesendabréf í Dagblaðinu mið-
vikudaginn 7. febrúar frá húsmóður i
Bolungarvík. Loksins kom að því að
einhver kvartaði. Við erum búnar að
þegja alltof lengi.
Við viljum þó leiðrctta eitt atriði
sem fram kom i lesendabréfinu, en
það er að hverri fjölskyldu sé oftlega
skammtaður einn litri mjólkur til
helgarinnar. Réttara er að fyrir
kemur að hverjum fjölskyldumeðlim
sé skammtaður 1/2—1 lítri mjólkur i
einu, en mjólk kemur hingað á mánu-
dögum, miðvikudögum og föstu-
dögum. Þess má geta að nærri und-
antekningarlaust er öll mjólk í bæn-
um búin um miðjan dag á föstu-
dögum, hverju sem þar er um að
kenna.
Við erum mjög óánægðar með ísa-
fjarðarmjólkina, pokarnir eru sífellt
hriplekir og mjólkin gcymist mjög
illa. Okkur finnst skritið að iðulega
þegar við komum í búðir á ísafirði
fæst þar Reykjavíkur- og/eða Akur-
eyrarmjólk, sem við fáum örsjaldan
hér.
Og þá er það rjóminn. Við sættum
okkur ekki við að geta ekki keypt
rjóma þegar við þurfum á að halda,
að ekki sé talað um fyrir stórhátiðir,
s.s. jól eða páska. Hvernig ætli þeim
likaði það Reykjavíkurhúsmæðrun-
um að þurfa að byrja að frysta rjóma
til jólanna í september? Það er langt í
frá að rjómi fáist hér í hverri viku.
Undanrenna fæst hér aldrei. Fyrir
löngu fékkst hér undanrenna frá fsa-
firði, sem gekk illa út, enda ekki
furða, þar sem sú undanrenna var
áreiðanlega óskyld þeirri sem fram-
lcidd er annars staðar, bæði hvað
bragð snertir og yfirleitt var hún
orðin fúl á öðrum degi.
Það er lögð mikil áherzla á að fólk
minnki fituneyzlu vegna hættu á
hjarta- og æðasjúkdómum og viljum
við bcnda á að Bolvíkingar eru áreið-
anlega í jafnmikilli hættu gagnvart
þessuin sjúkdómum og aðrir íslend-
ingar.
Að lokum viljum við geta þess að
ýmsar mjólkurvörur s.s. jógúrt, sýrð-
ur rjómi, ýmir og ýmsar ostategundir
eru svo sjaldséðar hér að þegar þær
loksins sjást, höldum við helzt að þar
sé um hillingar einar að ræða.
Undirritaðar húsmæður. í Bolung-
arvík vilja bcina þeirri spurningu til
réttra aðila hverjum sé um að kenna
og hvort ekki megi vænta cinhvcrra
úrbóta.
Valgerflur Jónsdóttir
Elisabet Guðmundsdóttir
Sigriður Ása Einarsdóttir
Steingerður Jóhannsdóttir
Helga Svana Ólafsdóttir
IKnmMlr I Bnlunnanlk hringdl:
Sagði hún það undarlegt að á
íessum timum sem sifellt er rætt um
ifframleiðslu mjólkur gætu Bolvlking
ir ekki fengið naega mjólk Mjólk
tænii þangað 3svar I viku frá Isafiröi,
I mánudðgum. miðvikudögum og
ostudðgum A fösludögum v*ri það
ðuleg.iþannigaðhvemfjölskyldu væri
kammtaöur emn lilri af mjólk til helg
irinnar. Mcili ncrri geta að þaö
lygði ekki fólki með ttöran barnahóp
Annað atriði vcri að mjólkin vcri
ifl á liðum vond. Ufirðingar fengju
njólk frá mjólkursamsölunni I
(eykjavlk en sendu sjálfir
Bolvikingum og jafnvel Súgfirðini
lika sina rigin mjólk. það er að s
mjólk úr vestfirzkum kúm. Hvorl
það vcri af þvl að þessi mjólk s
geymd of lengi á Isafirði cða af þv
hún vcri illa verkuð vcri mjó
mjög fljói að súrna. fyrir nú uur
oft vcri hún bragðvond áður en að
kcmi. bessari mjólk vcri lika það
inn pakkað að ofust spryngi svo •
einn poki I löskunni áður en heim v
komið.
Vildi nú húsmóðirin viu hi
Bolvikingar gctu ekki fengið m.
.beinl frá Reykjavlk lil þess að þt
ekki að skipu meira við Isfirðinf
þeim efnum.
Kismóðir I Hohmgirdk vUI heldur mjólk frá ReykJ.dk ea ItaflrðL
Sigríður Kfcradóttir
Anna SkarpbMlnsdóttir
Veronica M. Björnsson
Fríða Pétursdóttir
Björg Guðmundsdóttir
Hrund Hjaltadóttir
Sigurveig Sigþórsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Margrét Guðfinnsdóttir
Eva Kristjfcnsdóttir
Særún Avelsdóttir
Martlia Sveinbjömsdóttir
Eva M. Ásgeirsdóttir
Soffia Guðmundsdóltir
Svaniaug Ingimundardóttir
Guðný Kjartansdóttir
Sigriður 1». Jakobsdóttir
Krístjana Arnardóttir
Guðrún Sigurjónsdóltir
Sigriður Simonardóttir
Margrét Þorgilsdóttir
Fríða Snorradóttir
Sigurborg Sigurgeirsdóttir
Erla Sigurgeirsdóttir
IngaG. Ingólfsdóttir."
Er þegnunum mismunað?
Flutningskostnaður greiddur niður
af Framleiðsluráði landbúnaðarins
— Fiutningskostnaðurinn á undanrennu ekki greiddur niður
„Samgöngur við Bolungarvik eru
ekki þannig að framkvæmanlegt sé
að senda þéim mjólkina beint frá
Reykjavík. Það er mjólkurbúiö á ísa-
firði sem sér um dreifingu á
svæðinu,” sagði Guðmundur
Sigtryggsson, aðstoðarmaður
dreifingastjóra Mjólkursamsölunnar
í Reykjavík þegar Neytendasíðan
spurði hann hvort ekki kæmi til
greina að senda Bolvikingum
mjólkurvörurnar beint.
Guðmundur sagði hins vcgar að
samsalan þjónaði Þingeyri. Vegna
samgönguerfiðlcika á vcturna á landi
fá Þingeyringar sína mjólk flugleiðis
frá Reykjavík. Þar sem mjólkurverð
á að vera það sama á’ öllu landinu
greiðir Framleiðsluráð land-
búnaðarins niður þessa mjólkur-
flutninga. Það greiðir aftur á móti
ekki niður flutninga á undanrennu
eins og fram kemur í viðtali við Pétur
Sigurðsson, mjóikurbústjóra á ísa-
firði. Sagði Guðmundur að yfir
stæðu umræður um niðurgreiðslur
ráðsins á flutningskostnaði undan-
rennunnar.
Ástandið hefur hins vegar batnað
töluvert vegna þess að Isfirðingar
hafa nú betri samgöngur með
skipum. Hins vegar cr það vandamál
á Isafirði þegar samgöngur innan
Djúpsins spillast og þeir ná ekki
saman mjólkinni af sínu eigin svæði.
Hitt er svo annað mál, að eitt er
að hafa ckki nóga mjólk og svo
annað að fá skemmda vöru. Það er í
vcrkahring heilbrigðisyfirvalda á
hverjum stað að sjá um að skemmd
vara sé ekki á boðstólum.
Við fylgjumst með mjólkurfram-
leiðslunni á okkar eigin sölusvæði. Á
vegum samsölunnar er rekin full-
komin rannsóknarstofa þar sem vel
er fylgzt með öllu. Fulltrúar
heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík taka
einnig stikkprufur af mjólkuraf-
urðum álltaf af og til,” sagði
Guðmundur.
Þannig virðist svo sem
Framleiðsluráð landbúnaðarins
mismuni þegnum landsins nokkuð,
með þvi að greiða niður mjólkur-
flutninga á einn stað en ekki annan.
Einnig cr mjög athyglisvcrt að svo
virðist sem ráðinu sé ekki til þægðar
að fólk úti á landi drekki undan-
rennu, þvi það neitar að greiða niður
flutningskostnað hcnnar! -A.Bj.