Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 34
34
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979.
VARA
HLUTIR
VOLKS
WAGEN
BfLHLUT|R
SUNBEAM
BRETTI — SVUNTUR — STUÐARAR —
SPINDILKÚLUR - HOSUR
V ATNSDÆLUR - VIFTUSPAÐAR -
STARTKRANS — O. M.F._
Suðurlandsbraut 24 • Sími 38365
PÓSTHÓLF 4154
Okkur vantar
ÚTVARPSVIRKJA
eða laghentan mann með rafeindaþekkingu. Starfssvið
okkar er framleiðsla og þjónusta á háþróuðum rafeinda-
tækjum.
Upplýsingar í sima 26405, eða á skrifstofu okkar að
Hátúni 10 A.
Tœknivinnustofa öryrkjabandalags Íslands.
Bamaskíði
með bindingum og stöfum
70 cm
fyrir2ja—3ja
ára, kr. 12.700.-
90 cm með
öryggisbindingu
fyrir 3—5 ára
kr. 14.900
GLÆSIBÆ - SIMI30350
JUDO
Ný byrjendanámskeið
hefjast 12. marz.
Japanski þjólfarinn Yoshihiko Yura kennir.
Innritun og uppl. í síma 83295 alla virka
daga fró kl. 13—22.
JÚDÓDEILD ÁRMANNS
Ármúla 32.
Konur
í náttúrunni
Sýningar Sigriðar Björnsdóttur
listmálara hafa fram til þessa verið
ansi brogaðar og manni hefur fundist
sem þar væri listamaður að vinna út
frá forsendum sem hæfðu honum alls
ekki. Sjálf er Sigríður ör og til-
finningarikur persónuleiki, en hefur
fengist við afstraktlist sem krafist
hefur yfirvegunar, strangrar
myndhugsunar og nostursemi.
Árangurinn hefur oftast orðið mynd-
gerð sem virst hefur bæði
ósannfærandi og stirðleg. Nú sýnir
Sigríður fjölda lítilla mynda, sem
málaðar eru með akrýllitum, í FÍM
salnum og það er best að segja það
strax að þetta er heillegasta og besta
sýning hennar hingað til.
Náttúra
og hughrif
Ástæðan er sú að hún hefur alveg
gefið upp á bátinn alla geómetríu,
sem hefur gefið sér myndstærð og
vinnumáta sem hæfir henni eins og
glófi lófa. Myndefnið virðist vera
náttúran og þau hughrif sem Sigríður
verður fyrir af henni og þar sver hún
sig í ætt við hina íslensku landslags-
hefð, — ekki þó hinar stórbrotnu
landslagsmyndir Kjarvals og Ás-
gríms, heldur kannski innilegar smá-
myndir Jóns Stefánssonar, Snorra
Arinbjarnar, Hrings og Harðar
Ágústssonar, svo einhverjir séu
nefndir. Það eru kannski ekki mikil
átök í þessum myndum, en meira er
lagt upp úr stillu, heiðríkju og jafn-
vægi og landslaginu er hlaðið upp lá-
rétt — forgrunni, vötnum, fjalli,
himni, eða þá að listamaðurinn geng-
ur út frá einhverju jarðraski fremst
og byggir ofan á það eftir þörfum og
innblæstri. Þessi vinnuaðferð hefur
einnig leyst úr læðingi litaskyn
Sigríðar sem stundum brást hér áður
fyrr. Sérstaklega finnst mér eftirtekt-
arverð notkun hennar áalls kyns Ijós-
um litum, t.d. i snjómyndum hennar
(nr. J8). Meðal annarra mynda sem
snertu mig einnig má nefna nr. 11 —
14 og 18—20. Á þessari sýningu er
alltént góður kjarni, sem hver lista-
maður gæti verið fullsæmdur af.
Sýning Sigríðar stendur til 18. mars.
Námskeiðalist
Nú hefur lítið verið að gerast á
Loftinu á Skólavörðustíg eftir að
Sigriður Björnsdóttir ásamt afstraktmynd.
Helgi Einarsson hætti þar rekstri, —
þrátt fyrir góðan vilja hinna nýju eig-
enda í upphafi vetrar. Nú fer þar loks
fram lítil sýning. Sýnandinn heitir
Anna K. Karlsdóttir og mun þetta
vera fyrsta einkasýning hennar, en
mér skilst að hún hafi tekið þátt í
námskeiðum í myndlist og sótt
Myndlistarskólann við Freyjugötu
(nú á Laugavegi). Myndir hennar eru
35 talsins og eru gerðar með olíu,
vatnslitum og olíupastel. Þótt áhugi
sé fyrir hendi og viðkomandi hafi sótt
mörg námskeið, er það oft varasamt
fyrirtæki að setja upp einkasýningu,
þótt slíkt sé skiljanleg viðleitni. Það
er talsverður námskeiðabragur á
myndum Önnu, — mikið um upp-
stillingar, hluti á borði o.þ.u.l. og
tilraunir með mismunandi aðferðir
og því er erfitt að hafa hendur á þeim
listræna persónuleika sem á pensli
eða krit heldur.
Vísir að
sjálfstæði
Það má finna klaufaskap i gerð
margra þessara mynda, einkarlega í
teikningu (nr. 32 o. fl.), en þó ekki
svo að leiðrétting sé ómöguleg og lita-
samsetningar virðast á köflum til-
viljunarkenndar. Sýnandinn er að
vinna sig í gegnum ýmiss konar læri-
meistara, og er ég ekki frá því að
finna mætti snert af Jóhannesi Geir
og Örlygi á stöku mynd og er hægt að
Anna K. Karlsdóttir á Loftinu.
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
hugsa sér verri byrjun en það. En
þrátt fyrir allan þennan byrjenda-
brag, er á sýningunni vísir að sjálf-
stæði, sérstaklega þar sem sýnándinn
fer frjálslega með form (nr. 22 og nr.
34) og í stærri olíumyndunum er
nokkuð vel farið með liti, þó vinnu-
brögðin séu í grófara lagi. Á þessari
sýningu er Anna K. Karlsdóttir á
krossgötum og verður nú að gera upp
við sig hvert fara skuli.