Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979. MMBIAÐW Útgefandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjflri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjénsson. Fréttastjóri: Jón Birglr Pétursson. Rttstjómarfultrúl: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri rttstjómar Jóhannes ReykdaL iþróttin HaJtur Sfmonarson. Aðstoflarfréttastjórar AtU Stsinarsson og ómar Vaidi- marsson. Menningarméf: Aðalsteinn Ingórisson. Handrit Ásgrimur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómæson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Gtesur Sigurfls- son, Gunnlaugur A. Jónsson, Haflur Halsson, Helgi Pétursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Péteson. LJÓsmyndir Ámi PAII Jóhannsson, Bjamlelfur Bjamleifsson, Hörflur Vlhjélmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Svelnn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þrélnn Þorielfsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arstjóri: Mér E.M. Haldórsson. Ritstjóm SiflumCite 12. Afgreiflste, éskriftadeild, auglýsingar og skrtfstofur Þverhohl 11. Aflateimi blafleins er 27022 (10 Hnuri. Askrift 3000 kr. é ménufli Innanlands. i lausasöki 150 kr. elntaklfl. Setning og umbrot DagbteAIA hf. Stðumúla 12. Mynda- og ptötugerfl: Hilinir hf. Siflumúte 12. Prentun: Arvakur hf. Skelfunni 10. Nýtt spakmæli um þorsk Því lengur sem ráðamenn þjóðarinn- ar draga að taka mark á tillögum fiskifræðinga um minni þorskafla, þeim muni meiri fórnir verður að færa, þegar þar að kemur. Átakið, sem gera þarf, verður snöggtum erfiðara með ári hver ju. Ólafur Karvel Pálsson fiskifræðingur fjallaði í kjall- aragrein í Dagblaðinu fyrir skömmu um þetta ráðdeild- arleysi. Rakti hann söguna frá árinu 1976, síðasta ári Breta í fiskveiðilögsögunni, er íslendingar veiddu sjálf- ir 280 þúsund tonn af þorski. Þá lagði Hafrannsóknastofnunin til, að þorskafli okkar yrði minnkaður í 265 þúsund tonn árið 1977 og í 260 þúsund tonn árið 1978. Er þá búið að draga frá 10 þúsund tonna afla útlendinga hvort ár. í þessum tillögum fólst ekki nema 15 þúsund tonna samdráttur fyrra árið og 5 þúsund tonna samdráttur til viðbótar síðara árið. Þetta hefði verið svo miklu auð- veldara en að minnka aflann um þau 80 þúsund tonn, sem nú þarf. Ef tekið hefði verið mark á fiskifræðingum í fyrra og hittifyrra, mætti í ár veiða 280 þúsund tonn af þorski í stað 250 þúsund tonna og á næsta ári mætti veiða 310 þúsund tonn í stað 270 þúsund tonna. Samtals væri þetta 70 þúsund tonna aukning árin 1979 og 1980 á móti 20 þúsund tonna minnkun árin 1977 og 1978. Það hefði sem sagt verið stórkostleg skammtímafjárfesting að taka mark á aðvörunar- orðum fiskifræðinganna. Enn betri hefði langtímafjárfestingin verið. Hrygn- ingarstofn þorsksins væri nú 270 þúsund tonn í stað 200 þúsund tonna. Og hann hefði komizt upp í 400 þúsund tonn á næsta ári, 1980 og í 500 þúsund tonn árið 1981. Ólafur segir: „Með vísindalegri stjórnun hefði því mátt nýta til fulls það svigrúm, sem skapaðist við brotthvarf Breta til markvissrar endurreisnar þorsk- stofnsins og tryggja þannig viðkomu hans og afrakstur um ókomna framtíð og það án teljandi samdráttar í efnahag þjóðarinnar.” í staðinn var skarð Breta fyllt með aukinni sókn ís- lenzkra skipa í þorskinn. Áherzlan var lögð á tíma- bundinn gróða af útsæðisáti. Hrygningarstofninn snarminnkaði og heildarstofninn minnkaði niður í algert lágmark. Það var einmitt vegna þessara mistaka, að Dag- blaðið ásakaði ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar um til- ræði við þjóðarhag og taldi framferði Matthíasar Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra beinlínis glæpsam- legt. Nú er komin ný ríkisstjórn og í þetta sinn undir for-| sæti Ólafs Jóhannessonar, sem sagði um daginn, að vel mætti veiða 300 þúsund tonn af þorski á þessu ári í stað 250 þúsund tonna í tillögum fiskifræðinga. Um þetta segir Ólafur Karvel: ,,. . . eru viðbrögð ráðamanna óhugnanleg vísbending um að þeir hafí alls engan lærdóm dregið af mistökum í stjórnun fiskveiða á síðustu árum eða telji jafnvel, að mistök hafi hreint ekki átt sér stað ...” Fórnin, sem þurfti ekki að vera nema 15 þúsund tonn árið 1977, er árið 1979 komin upp í 80 þúsund tonn. Síðan mun hún aukast ár frá ári, unz ráðherrar vorir hafa endanlega eytt þorskstofninum og þjóðin getur beint öllum kröftum sínum að framleiðslu óselj- anlegra útflutningsafurða landbúnaðar. Enn verður að grátbiðja neikvæða, duglausa og þjóðhættulega ráðamenn okkar að taka sönsum. Dag- blaðið tekur undir þau lokaorð Ólafs fiskifræðings, að „það, sem er gott fyrir þorskinn, er enn betra fyrir ís- lendinga”. HUGSUDUKÍN- VERJARLDK- INN TIL ENPA? I — árásin á Víetnam átti að standa stutt og niðurlægja Víetnama — Hugsazt gæti að Sovétmenn vildu kenna Kínverjum sína „lexíu” Innrás Kínverja í Vietnam átti aug- ljóslega að vera með svipuðum hætti og hið árangursríka en stutta stríð þeirra við Indverja árið 1962. Árásin átti að vera stutt og skörp og stefna að því að auðmýkja andstæðinginn. Síðan átti að draga herliðið aftur inn fyrir kínversku landamærin. En vafa- samt er að kinversku leiðtogarnir hafi hugsað aðgerðir sinar til enda. Órói Kínverja vegna innrásar Víet- nama í Kampútseu er að vísu skiljan- legur þar sem Kampútsea hefur verið eini bandamaður Kínverja í Suðaust- ur-Asíu. Þá eru einnig eðlilegar áhyggjur Kínverja vegna nánari tengsla Sovétríkjanna við Víetnam. En innrás Kínverja í Víetnam var greinilega fremur gerð til þess að bjarga andlitinu heldur en að eitt- hvað gagnlegt leiddi af innrásinni. Það er varla hægt að segja að al- vara hafi legið á bak við innrás Kín- verja í Víetnam. Það má draga þá ályktun af yfirlýsingu Teng Hsiao- ping varaforsætisráðherra er hann hélt því fram að nauðsynlegt væri að refsa ráðamönnum í Hanoi fyrir inn- rásina í Kampútseu og kenna Víet- nömum lexíu. Þá er innrás Kínverja takmörkuð og hræðir vart hina striðsreyndu Víetnama en gerir þá mjög reiða. Það er ekki trúlegt að Kínverjar hafi ætlað sér að ná Víetnömum aftur frá Kampútseu með innrás sinni í Vietnam. í Kampútseu er um 100 þúsund manna herlið og u.þ.b. helm- ingur skriðdrekaflota og flugflota Víetnama sem enn berst við liðsmenn fv. stjómar. Þá eru um 40 þúsund hermenn frá Víetnam í Laos til þess að halda stjórninni þar við völd. Þrátt fyrir þetta er um hálf milljón hermanna í fastaher Víetnams heima fyrir. Einhverjir liðsflutningar hafa átt sér stað frá Kampútseu og Laos undanfarna daga en þó er þar enn mikið lið manna. Auk aðalliðsins er ein og hálf millj- ón manna í varaliði og þeir menn eru hernaðarlega vel þjálfaðir. Þá er víet- namski herinn ekki síður vel vopnum búinn en sá kínverski og á hann mun betri skotvopn. f aðalliði Kínverja eru 3,6 milljónir manna og styðjast þeir að mestu við vopn sem framleidd voru á sjöunda áratugnum. Þá er ekki síður þungt á metunum hve Víetnamar eru stríðsvanir. Þeir hafa harðnað i hverju stríðinu á fætur öðru en Kínverjar hafa ekki tekið þátt í stríði i 26 ár, ef undan er skilin hin snögga árás þeirra á Ind- verja árið 1962. Hið fjölmenna varnarlið Kínverja nýtist ekki í baráttunni við Víetnama. Kínverjar hafa því aðeins beitt 160 þúsund manna liði í Víetnam. Mikill hluti herliðs Kinverja er bundinn við landamæri Sovétríkjanna. Með innrás sinni tóku Kínverjar mikla áhættu. Það er engin trygging fyrir því að hinn voldugi banda- maður Víetnama ráðist ekki inn yfir kínversku landamærin. Sovétmenn eru með 44 herdeildir við kínversku landamærin og til muna öflugri en kínversku landvarnarsveitirnar hinum megin við landamæralínuna. Það yrði Sovétmönnum engin ofraun að hertaka hið eyðilega land og lítt byggða sem er handan sovézku landamæranna. Áætlun Kínverja var augljóslega snögg árás og síðan fljótt heim aftur. Sennilega hafa þeir gert ráð fyrir mun styttra stríði en gegn Indverjum árið 1962 en það stríð stóð í sex vikur. Snöggur sigur myndi niðurlægja hina sþerrtu Víetnama en tíminn væri jafnframt svo stuttur að Sovétmönn- um gæfist ekki tóm til meiriháttar árása inn yfir kínversku landamærin. Skítkast og illindi Hinn 1. marz lögðu allir þingmenn Sjálfstæðisfiokksins fram í samein- uðu þingi tillögu til þingsályktunar um þingrof og nýjar kosningar. Slíkar tillögur teljast venjulega til tíð- inda og eins er nú, þegar ástandiö i stjórnarherbúðunum er með þeim endemum sem alþjóð er kunnugt. í hverri þingræðunni á fætur annarri keppast stjómarþingmennirnir við að ata hverjir aðra auri sem mest þeir mega. Skítkast og illindi milli stjórn- arþingmanna eru orðinn svo fastur liður að þeir fáu dagar, sem ekkert slíkt á sér stað, eru fyrir þingmenn eins og helgir dagar gagnvart virkum hjáalmenningi. Á meðan þessu vindur fram ýtir ríkisstjómin vandamálunum á undan sér. Ráðherrastarfshópar em settir á laggirnar til að semja handrit að Kjallarinn Fríðrík Sophusson drögum að fmmvarpi um efnahags- stefnu, síðan semur forsætisráðherr- ann drög að fmmvarpi sem er opið í báða enda. Og þegar þetta er ritað er óvíst í hvaða formi og með hvaða efnisatriðum frumvarpið sér dagsins Ijós i sölum Alþingis. Reynslutímanum er lokið Ríkisstjómin hefur nú setið í rúma sex mánuði þannig að reynslutíminn er liðinn. öllum er ljóst að hingaö til hefur aðeins verið stjórnað frá degi til dags án nokkurrar framtíðar- stefnu. Á þessum sex mánuöum hafa stjómarflokkarnir svikið fiest kosn- ingaloforð sín. Mest áberandi atriðið í þeim efnum er að sjálfsögðu það hvemig samningarnir voru settir í gildi. Alþýðuflokkurinn sagðist fyrir kosningar vera skattalækkunarfiokk- ur en hefur í þessari ríkisstjórn stutt hvert skattpiningarfmmvarpiö á Húsnæði til leigu í Dagblaðinu þann 7. nóvember sl. birtist grein undir nafninu „Húsnæðisvandi braskarans” eftir Finn Birgisson arkitekt, sem ég þakka honum fyrir, og ég sé að hann er á svipuðu máli og ég um fjár- mögnunarkostnað útleigðrar íbúöar þar eð hann notar tölur þær sem ég gaf upp í fyrri greinum mínum sem grundvöll að sinum útreikningum. Þar með lít ég svo á að hann sé mér sammála um að þaö sé beint fjár- hagslegt tap af því að leigja út íbúðir og í dag lætur væntanlega enginn sér til hugar koma að byggja nýtt húsnæði í þeim tilgangi að leigja það meðhagnaði. Hins vegar fer Finnur inn á sölu- mál ibúða, sem ég tel málinu óskylt, og telur að á þann hátt megi hafa upp úr þessu kr. 1.5 milljónir í umræddu dæmi. Sölumál íbúða hafa hins vegar ekki verið á dagskrá í þeim greinum sem ég hefi ritað um þetta mál heldur hafa þær fjallaö um vandamál leigjenda og leigusala þar eð mikið skilningsleysi virðist ríkja milli þessara hagsmunahópa á vanda- málum hvors annars. En það er ekki óalgengt fyrirbrigði í okkar þjóðfélagi, sennilega vegna of lítils upplýsingastreymis milli fólks og hagsmunahópa almennt. Eg mun þvi ekki fjalla um þann hluta greinar Finns sem fjallar um kaup og sölu íbúða eða hvort það er arðvænlegt eða ekki. Leigumiðlanirnar Af ýmsum blaðaskrifum nú und- anfarið má ráða aö ýfingar hafi verið með leigumiðlunum og að ein sú nýjasta, sem rekin er af Leigjenda- samtökunum, hafi í október sl. sent ríkissaksóknara og fleirum bréf með beiðni um að starfsemi samkeppnis- aðilanna yrði rannsökuð. Verður að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.