Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979 Pétur Pétursson, Feyenoord vann stór- sigur á nágrönnum sinum, Spörtu frá Rotterdam. Jón Sigurðsson — meiddist f upphitun- inni fyrir leik KR og Njarðvfkur. Og KRingar töpuðu. Þar var skarð fyrir skildi þar sem vantaði Jón Sigurðsson og vonandi að þessi snjalli leikmaður missi ekki fleiri leiki í úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Bob Byman sigraði í bráðabana íFlorida Bob Byman sigraði i Bay Hill Classic golfmótinu í Orlando , Florida í gær. ‘Hann sigraði í bráðabana við John Schröder þegar á annarri holu. Annars kastaði Schröder sigrinum frá sér því á 16. holu missti hann af auðveldu pútti og varð því að leika bráðabana. Byman, 23 ára fór umferðirnar fjórar á 278 höggum, 67—70—70—71. Johan Schröder fór á 68—68—72—70. Næstir komu Andy Bean á 279, Bill Rogers á| 279, Hale Irwin 279, Jerry Pate 283. Tom Watson fór einnig á 283 höggum. Þrumufleygur Ásgeirs tryggði Standard sigur Þrumufleygur Ásgeirs Sigurvins- sonar small f þverslá og inn og Stand- ard Liege sigraði Anderlecht 1—0 í Liege í gær. Leikmenn Standard fögnuðu Ásgeiri mjög — sérlega glæsi- legt mark og leikvangurinn í Liege ætlaði beinlínis að sprínga. Það var hörkuleikur þegar Standard Liege mætti Evrópumeisturum bikar- hafa, Anderlecht í Liege völlurinn drullusvað eftir rigningar. Standard sótti miklu meir, og Ásgeir var maður- inn á bak við flestar sóknarlotur Stand- ard. Tvívegis átti hann hörkuskot en naumlega framhjá. Um miðjan síðari hálfleik fékk Ásgeir sendingu fyrir mark Anderlecht, tók knöttinn við- stöðulaust frá vítapunkti og þversláin hristist gífurlega þegar knötturinn small í henni og síðan inn. Gullfallegt mark, sem verðskuldaði sigur. V-þýzki blökkumaðurinn Kostedde, sem Standard keypti nýlega, 32 ára gamall átti mjög góðan leik með Standard, ávallt skeinuhættur. Stand- ard var mun betra liðið í Liege og Kostedde var óheppinn að skora ekki mark. La Louviere, lið þeirra Þórsteins Bjarnasonar og Karls Þórðarsonar tapaði gegn FC Brugge, 2—1 í Brussels. En naumara gat það vart verið. FC Brugge skoraði sigurmark sitt 10 sekúndum fyrir leikslok! „Við vorum óheppnir þar en liðið er í mikilli sókn og hefði verðskuldað stig. Þjálfarinn hældi Karli Þórðarsyni mjög eftir leikinn,” sagði Þorsteinn. La Louviere náði forustu í fyrri hálfleik með marki Gardenne. En FC Brugge jafnaði. í síðari hálfleik meiddist Þorsteinn. ,,Ég fékk spark í andlitið, náði knettinum en sóknarmaður FC Brugge lét engu að síður svo lítið að sparka og braut í mér tönn auk þess að þumalfingurinn er tvöfaldur. í fyrstu var óttazt að hann hefði brotnað. Ég var þóallan leikinn í markinu. Það kom ekki svo mjög að sök, þar sem tækifæri FC Brugge voru fá í siðari hálfleik,” sagði Þorsteinn ennfremur. En úrslitin í Belgíu urðu: Standard Liege — Anderlecht 1 —0 FC Brugge — La Louviere 2—1 Courtrai — Lokeren 1 — 1 Lierse — Beerschot 1 —0 Molenbeek — Waregem 5—0 Charlerloi — Winterslag 2—1 Beveren — Andtwerpen 3—1 Waterschei — Beringen 2—1 Lokeren náði stig í Courtrai við frönsku landamærin. Pólski landsliðs- maðurinn Lubanski skoraði mark Lokeren og Arnór Guðjohnsen lék með. Staða efstu liða er nú: Beveren 21 14 5 2 41—14 33 Anderlecht 21 13 1 7 50—26 27 Lokeren 21 9 8 4 28—20 26 FCBrugge 2 1 8 10 3 29—21 26 Standard Liege 2 1 9 7 5 26—18 26 Molenbeek 2! 9 6 6 30—19 24 Valur varð meistari m Villeneuve sigraði í s-afríska Grand-Prix —á Islandsmótinu íinnanhússknattspyrnu. Hafði yf irburði yf ir önnur lið, sigraði KR í úrslitum Valsmenn sönnuðu enn einu sinni yfirburði sfna í innanhússknattspyrn- unni er þeir í gærkvöld urðu íslands- meistarar, 1979. Unnu yfirburðasigur, voru með hælana þar sem önnur lið voru með tærnar. Valsmenn, með Inga Björn Albertsson í fararbroddi — hreint frábæran á marklinunni oft á tfðum, sigruðu KR-inga f úrslitum 7— 3. Það voru yfirburðir og Valsmenn komust I 6—0 áður en KR-ingar náðu að komast á blað. Staðan í leikhléi var 4—0 Val í vil — já, Valsmenn voru beztir i Höllinni. Valsmenn sigruðu Hauka í undanúr- slitum og það var í raun i eina skiptið sem þeim var veitt keppni þó sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Valsmenn sigruðu 8—6 eftir að hafa komizt í 6— 1. KR-ingar komust í úrslit á kostnað Víkinga, unnu 7—4 eftir að hafa komizt í 3—0 í upphafi, forskot sem dugði KR vel. En lítum á úrslit.í hinum 4 riðlum: 1. ríðiil: Valur—Þróttur, N 12—0 ÍBK — Reynir 8—5 Valur — ÍBK 9—2 Þróttur, N — Reynir Sand. 8—5 Reynir — Valur 1—14 ÍBK — Þróttur 3—3 Staðan í riðlinum varð: Valur 3 3 0 0 35—3 6 ÍBK 3 111 13—17 3 Þróttur 3 11111—20 3 Reynir 3 0 0 3 11—30 0 2. riöill: Þróttur, R —KR 5—6 Ármann — KR 3—7 í A — Ármann 6—1 ÍA — Þróttur 1 — 1 KR — ÍA 8-3 Þróttur — Ármann 4—6 Staðan varð: KR 3 3 0 0 21—11 6 ÍA 3 111 10—10 3 Ármann 3 10 2 10—17 2 Þróttur 3 0 12 10—13 1 3. ríðill: Fram — Víkingur 6—8 Fram — Fylkir 7—3 Fylkir — Þór, Ak 9—5 Víkingur — Þór 5—3 Fylkir — Víkingur 4—4 Þór — Fram 0—9 Staðan í riðlinum varð: Víkingur 3 2 10 17—13 5 Fram 3 2 0 1 22—11 4 Fylkir 3 111 16—19 3 Þór, Ak 3 0 0 3 8—23 0 4. riðill: Brciðablik — Haukar 5-9 FH — Breiðablik 5—7 FH — Týr 5—4 Týr, Eyjum — Haukar 6—11 Breiðablik —Týr 6-3 Haukar —FH 3—6 Staðan í 4. riðli varð: Haukar 3 2 0 1 23—17 4 FH 3 2 0 1 16—14 4 Breiöablik 3 2 0 1 18—17 4 Týr 3 0 0 3 13—22 0 Þá var leikið í B-riðli og C-riðli — .nokkurs konar 2. og 3. deild. Staðan í B-flokki varð: 1. riðill: Stjarnan 6 stig, Óðinn 4, Þór, Þorláks- höfn 2, ÍK 0. 2. riðill: ísafjörður 6, Skallagrímur, KS og Sel- foss2stig. 3. riðill: Grindavík 6, KA 4, Einherji 2 og Njarðvík 0. 4. riðill: Þór, Eyjum 5, Víðir, Garði 4, Aftur- elding 3, HeklaO. ísafjörður færist upp í A-flokk, sigr- aði Grindavík 7—5 í baráttunni um sæti í A-flokki og með þeim færist Þór, Eyjum upp en Þór sigraði Stjörnuna 9—5. Þá léku um sæti í A-flokki næsta ár Týr og Þróttur og sigraði Þróttur, Reykjavík 8—6. Týr fellur því niður. Einnig Reynir en Þór Akureyri sigraði Reyni Sandgerði 9—3. Þá halda sæti sínu í B-flokki Skallagrímur og ÍK. í baráttunni um sæti í B-flokki sigraði Skallagrímur Njarðvík 8—6 og ÍK sigr- aði Heklu, Hellu 5—3. Leiknir og Grótta taka sæti þeirra í B-flokki en staðan í C-flokki varð: 1. riðill: Leiknir 6 stig, HSÞ 4, Árroð- inn 2 og Austri, Eskifirði 0. 2. riðill: Grótta 6 stig, Völsungur 4, Katla og Léttir 1 stig hvort félag. íslandsmeistarar í kvennaflokki urðu stelpumar af Akranesi, þær sigruðu Breiðablik 4—2 í úrslitum. Úrslit í riðlum kvenna: 1. riðill: ÍA 4, FH 2, Fram 0. 2. riðill: Breiðablik 4, Valur og UMFK 1 stig hvort félag. H.Halls. Stórsigur Feyenoord — 4-1 á Spörtu í Rotterdam Feyenoord, lið Péturs Péturssonar landsliðsmannsins markhcppna vann stórsigur í viðureign Rotterdamliðanna Feyenoord og Spörtu, 4—1. Pétur var þó ekki meðal markaskorara Feyenoord en hann lék með. Van Teo, Jansen, Nollen og Peters skoruðu mörk Feyenoord, sem nú er í fjórða sæti. Þetta var fyrsti leikur Fey- enoord í langan tíma vegna vetrar- hörku á meginlandi Evrópu. Roda frá Kerrade er nú efst í Hol- landi eftir 3—1 sigur á Nec frá Nij- megen. Leik Go Ahead Eagles og Ajax frá Amsterdam var frestað. í Hollandi varð að fresta helmingi leikja vegna vatnsaga á völlunum en úr- slitin urðu: NAC Breda — Zwolle 1 — 1 Twente — Utrecht 2—2 Roda — NECNijmegen 3—1 Feyenoord — Sparta 4—1 Staða efstu liða er nú: Roda 18 11 6 1 34-12 28 Ajax 17 12 2 3 46-16 26 PSV 16 10 3 3 31-11 23 Feyenoord 17 872 25-9 23 AZ’67 17 9 2 6 54-30 20 Kanadamaðurinn Gilles Villeneuve sigraði í suður-afríska Grand-Prix kappastrinum á laugardag. Villeneuve sigraði á Ferrari eftir að félagi hans, Jody Schekter hafði lengst af haft for- ustu en Villeneuve fór fram úr Schekt- er, sem varð annar. Þríðji varð Jean Pierre Jaríer á Tyrrell. Heimsmeistar- inn Mario Andretti varð fjórði á Lotus og félagi hans, Carlos Reutemann fimmti. Nicki Lauda, fyrrum heims- meistari varð sjötti. Frakkinn Jacques Laffite, sem sigraði i tveimur fyrstu keppnunum, í S-Ameríku missti stjóm á bilnum og fór útaf brautinni. Hann hefur þó forustu i baráttunni um heimsbikarínn, með 18 stig, annar Reutemann með 12 stig og Villeneuve hefur 11 stig. Patrick Depailler hefur hlotið 9 stig. íslandsmeistarar Vals innanhúss: Albert Guðmundsson, Jón Einarsson, Hörður Hilmarsson, Atli Eðvaldsson, Ingi Björn Albertsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Hálfdán Örlygsson og Ólafur Danivalsson. DB-mynd Hörður. Þorsteinn Bjarnnson missti tönn og fékk tvöfaldan fingur í Brússel.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.