Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979. 13 r .....- DISNEY OG „SKÁLDff)” Á íslandi hefur þaö aldrei verið talið til mannkosta að baknaga ná- ungann, og þeim mun síður að níða dauða menn í gröfinni. Þau firn hafa þó gerzt að upp er risið „skáld” meðal íslendinga sem lætur sig ekki muna um að níða einn heimsfrægasta og dáðasta listamann sögunnar, Walt Disney. Kverið Disneyrímur er ekki aðeins fullt af svívirðilegu níði um lista- manninn, heldur sýnilega hnoðað saman til að fullnægja hatursórum í þágu þess sem hatar allt sem á upptök sin í Bandaríkjunum. Það örlar hvergi á tilhneigingu til skáldskapar né heillar hugsunar, aðeins hatur og níð. Þjóðviljinn lét ekki standa á sér að kynna „skáldið”. Gleði hans yfir níðinu átti sér lítil takmörk. Af síðum hans mátti eins vel lesa: „Mikill spá- maður er risinn upp meðal vor.” Hjá Þjóðviljanum fór ekki milli mála hvaða málstað drengstaulinn var að þjóna. öllu lakara þótti mér að sjá Áðalstein Ingólfsson listfræð- ing eyða löngu máli í það að gera þessum fádæma leirburði skil. Helst var hægt að lesa út úr umsögn Aðal- steins vandræðalega meðaumkun ásamt nánast aumkunarlegum tu- burðum til að viðra sig upp við „aðalinn”. í Dagblaðinu frá 28. okt. er klausa frá „einum undrandi” sem lýsir leir- burðinum á réttan hátt, en þorir ekki „aðalsins” vegna að láta nafns síns getið. Mannlegt en ekki stórmann- legt. Þeir sem eitthvað þekkja til sögu íslands vita hvaða augum alþýða manna á Islandi leit þá sem lágu flatir og flaðrandi fyrir Bessastaðavaldinu á timum dönsku áþjánarinnar. Þá tima er óþarft að rifja upp fyrir viti- bornu fólki. Ég á þess von að íslensk alþýða væri sama sinnis í dag, ef örl- aðiásliku. Ekki má skilja orð mín svo, að ég sé á einn eða annan hátt að vega að hinu núverandi „Bessastaðavaldi”, enda þótt ég megi eiga von á slikri kveðju i Þjóðviljanum. Hins vegar tel ég enga þá persónu vera til á ís- landi í dag, sem vegna stöðu sinnar á að vera „skotheld” fyrir gagnrýni. Dæmi þiess eru enn í fullu gildi, þar sem ÞjóOviljinn sparaði ekki gagn- rýni á fyrsta forseta lýðveldisins, Svein Björnsson, í forsetatíð hans. Einn höfuðpaur kommúnista, Magnús Kjartansson, hélt sig við sama heygarðshornið, er hann 16. júní sl. fékk inni í Morgunblaðinu til að sletta úr klaufunum og sverta minningu Sveins, enda þótt hann hefði uppi aumlega tilburði til að éta ofan í sig óhróðurinn. Þjóðviljinn sendi mér, Hannesi Gissurarsyni og Jóni Árnasyni „kær- leikskveðju” sína fyrir nókkru. Það er visbending til okkar um að við séum á réttri Ieið. Færi hann að hæla okkur værum við á glötunarbraut- inni. Kommúnistum er heldur illa við að bent sé á hvernig þeir misnota að- stöðu sína í skjóli lýðræðisins til að grafa undan því þjóðskipulagi sem þeir njóta góðs af að lifa við á ís- landi, en hafa svarið dýran eið að tor- tíma. M.ö.o. þeir ná ekki upp í nef sér út af því að hafa ekki ennþá haft aðstöðu til að koma á kommúnistísku einræði á íslandi. Ef til vill sjá þeir nú hilla undir þann óskadraum, enda þótt forustusauður þeirra yrði af for- sætisráðherra stólnum að þessu sinni. Var þó gerð óvænt og ótrúleg tilraun til að koma honum í það sæti. Góðskáld kommúnista kvað eitt sinn: „Sovétísland óskalandið, hvenær kemurþú”. Á hraðri leið til sósíalisma Ég endurtek þess vegna spuming- una, sem fór svo herfilega í taugarnar á Þjóðviljanum: „Hvers vegna hefur kommúnistum verið hleypt svona langt á kostnað lýðræðisins?” Þeir mundu ekki hafa hneykslast svo á þessari spumingu minni nema til að viðurkenna að ástæða er til að hafa allan varann á um þeirra fyrirætlanir. AUir vita að í fjölmiðlum, útvarpi og sjónvarpi, svo og í skólakerfmu hafa þeir haft langtímaskipulag um að ná undirtökum. Það er þetta sem við erum að aðvara um og sem betur fer er að ná í ríkara mæli augum og 'eyrum íslendinga. Við munum því :ekkert til spara að vara þjóðina við, ;því of lítið hefur verið að því gert til þessa. Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins frá 3. des. sl. lauk með þessum orðum Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar: „Við erum á hraðri leið til sósíalisma, leið til ánauðar og versn- andi lífskjara”. Það gUdir einu þótt skáldfákar kommúnista skeiði um völl með frísi og fretum, framleiðslan verður aldrei nema á einn veg. Ef Kjallarinn ÞórðurHalldórsson skáldskapur er réttnefni á Disneyrim- um er vandséö hvar menningu íslend- inga er komið. En takið eftir, góðú hálsar, þær verða verðlaunaðar með skáldastyrk. Brauðstritsfólkinu er ætlað að kosta þennan lýð á skóla- bekk erlendis. Þetta er afraksturinn. Við lestur Disneyríma sá ég fyrir mér ungan mann, sem gerði það sér það til frægðar að æsa upp ungUnga- hóp og storma niður að höfn til að sletta rauðri málningu á skip í opin- berri heimsókn „Skáldinu” mun ganga erfiðlega að slá út frægð Walt Disney, nema þá helst að endemum. Þórður Halldórsson, Luxemburg. Dæmi 22" kr. 555.265 — Útb. 194.343 og eftirstöövar ca. 60 þús. á mánuði nordíDende Mest seldu sjónvörp á íslandi | Hvers vegna? — V-þýsk gæðavara. Það hefur sýnt sig að Islendingar eru vandlátir, vanda valið og velja NordMende. Okkur er það ánægja að kynna yður árgerð 1979. Sjaldan hefur tæknin þjónað mannin- um jafn dyggilega. Ein mesta byltingin á árgerð 1979 er nýr myndlampi PIL (precision in-line) sjálfvirk samhæfing á lit sem gefur miklu skarpari mynd en áður þekktist,.jafnvel þó bjart sé inni. V BUÐIN Skipholti 19, simi 29800. nordíDende

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.