Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 12
Útboð
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar
eftir tilboðum í eftirfarandi verkþætti í 18
fjölbýlishúsum, 216 íbúðum í Hólahverfi í
Breiðholti:
1. Eldhúsinnréttingar.
2. Skápar.
3. Innihurðir.
4. Sólbekkir o. fl.
Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu VB
Máfahlíð 4, frá mánudegi 5. marz 1979 gegn
20 þús. kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð föstudaginn 16. marz
1979 kl. 14.00 áHótelEsju.
afmœlis (jósmynda-
stofunnar bjóðum við með nœstu 500
myndatökum ókeypis litmynd í sams
konar stœrð og stúlkan heldur á 28x37
cm. Þetta á við um allar okkar mynda-
tökur, hvort sem við myndum brúðhjón,
barn, jjölskyldu, fermingarbam, stúdent
eða ömmu og afa.
Hœgt er að fá myndina hamraða,-
upptímda á striga eða á tréplatta að við-
bœttum kostnaði.
Ennfremur bjóðum við fjölbreytt úrval
trémyndaramma.
oarna&f jölsk/Idu -
IjDsmyndir
AusruRsmi 6 sími 12044
500
UTMYNDIR
ÓKEYPIS
i
I
r
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979.
......................
Húsaleiga og
hagnaður
Síðastliðið haust birtust í Dag-
blaðinu nokkrar blaðagreinar um
húsaleigumál, sumar skrifaðar af
talsmönnum leigjendasamtakanna og
aðrar af talsmönnum leigusala.
Nokkrar þessara blaðagreina birtust
þ. 7/10, 12/10, 19/10, 21/10, 2/11
og 7/11. í greinum þessum má finna
margt furðulegt. Talsmenn leigjenda-
samtakanna virðast t.d. halda að
hserri skattar á leiguhúsnæði stuðli
að lægri húsaleigu, að maður, sem
leigir hjá öðrum manni, geti haft
fyllilega sama húsnæðisöryggi og sá
síðarnefndi, að ágóðaprósentu leigu-
sala megi reikna út frá krónutölu
verðmætis ibúðar eins og krónutalan
var fyrir áratug og nota þá krónutölu
sem grunntölu í dag, að leigjandi
„fyrstu áranna”, sem borgar mjög
háa leigu, 1978 kr. 75.000,00 á mán-
uði fyrir 2 herb. íbúð, borgi „allt
saman”, þ.e. „gefi” leigusala íbúð-
ina á fáeinum árum, að húsnæði sé
ekki markaðsvara, heldur nauðsyn
(er ekki matur t.d. markaðsvara?).
Talsmenn leigusala virðast hins
vegar halda að réttmætt sé að láta
íbúð fyrnast um 5% á aðeins einu
ári. Báðum aðilum er það sameigin-
legt að þeir virðast halda að vextir af
lánum séu bara „kostnaður”, sem
líta megi á sem „tap”, en ekki í raun
sem hluta af endurgreiddum höfuð-
stól, enda þótt vextir séu lægri en
verðbólguprósentan. Þeir virðast
flestir reikna með því sem sjálf-
sögðum hlut að menn geti bara
gengið inn í banka og fengið 10 millj.
króna lán á 25% forvöxtum í 40%
verðbólgu (25% forvextir svara til
33,3% vaxta „eftirá”). Ekki veit ég
heldur hvort hægt er að selja íbúð á
kr. 13.300.000.00 sem keypt var einu
ári áður á kr. 10.000.000.00 án þess
að borga háa skatta af mismuninum,
við söluna, sbr. dæmi Finns Birgis-
sonar í Dagblaðinu þ. 7/11 1978.
„Gróðinn” í því dæmi er að sjálf-
sögðu ekki kr. 1.559.550.00, eða
78% á árinu eins og gefið er 'rskyn.
Verðbólgan, á árinu, étur 40 af
þessum 78 prósentum, eða kr.
800.000.00, en það sem eftir er kemur
að mestu leyti frá bankanum sem
„gaf” 10 millj. króna lánið á 25%
forvöxtum.
Gróðinn, sem bankinn gaf, er
nefnilega kr. 500.000.00
(10.500.000.00—10.000.000.00). Og
það voru sparifjáreigendur sem gáfu
bankanum gróðann sem bankinn gaf
síðan leigusalanum. Kannski leigu-
Kjallarinn
T
Carl J. Eiríksson
salinn hafi sjálfur verið sparifjáreig-
andi áður. Kr. 2.500.000.00 í árs-
byrjun jafngilda kr. 3.500.000.00 i
árslok í 40 % verðbólgu. Sá sem
„ávaxtar” fé sitt þannig hefur hvorki
grætt né tapað. Sumir geta aldrei
skilið að glataður er geymdur eyrir,
að krónan sé alltaf að minnka, enda
þótt þeir lifi og hrærist í verðbólgu.
Og Seðlabankinn lætur prenta inni-
stæðulausa seðla, sem fyrr.
Hver er
hagnaðurinn?
Til þess að fá gott yfirlit yfir það
sem raunverulega gerist er þægilegt
að umreikna aliar tölur til verðgildis
ásama tímapunkti. Ef við veljum t.d.
tímapunktinn 1. júlí 1979 og verð-
bólgu 40% á ári myndi t.d. kr.
1.000.000.00, greidd á miðju ári
1978, umreiknast í kr. 1.400.000.00.
Kr. 1.000.000, greidd í árslok 1978,
yrði kr. 1.183,216.00 ef gert er ráð
fyrir 40% verðbólgu, jafnt alla mán-
uði ársins. Kr. 1.000.000.00, greidd
að 1/12 hluta mánaðarlega á árinu
1979, yrði nálægt kr. 1.000.000.00
(nákv. kr. 1.018.875.00 ef greitt er
mánaðarlega fyrirfram).
Ef við notum 1. júlí 1979 sem
viðmiðun og tökum dæmi um íbúð,
sem þann dag myndi kosta 14 millj.
kr. í staðgreiðslu, yrði dæmið líklega
einhvem veginn svona, ef gert er ráð
fyrir íbúð sem eigandinn hefur átt í
mörg ár og sem er orðin skuldlaus:
Gjöld: Fyrning 1/200 af 14millj.: 70.000
Fasteignagjöld (45 þús.plús40%): 63.000
Brunabótaiðgjald (8 þús. plús 40%): 11.200
Viðhald (200þús. plús40%): 280.000
Tekjuútsvar og sjúkratrygg.gj. vegna íbúðarinnar (12,5% af 964.800 mínus 28,57%): 86.100
Tekjuskattur v/ibúð- arinnar (áætlað 30% af kr. 944.800 mínus 28,57%): 202.500
Eignarskattur (1,212% af 10 millj. (fasteignamati) mínus 28,57%): 86.600
Aðstöðugjald, kirkju- garðsgjald og launa- skattur v/íbúðarinn- ar, ca: 10.000
Sérstakur skattur, skv. 10. gr„ v/íbúðar- innar (6% af 775.800 mínus 28,57%): 33.200
Húseigendatrygging, 1,15 prómill af 14 millj: 16.100
Gjöld alls: kr. 858.700
Tekjur: Húsaleigutekjur, kr. 109.917 mánaðarlega 1. hvers mánaðar fyrirfram: 1.343.900
Hagnaður, 3,47% af 14 millj: 485.200
(Ef húsaleigan væri kr. 70.233
mánaðarlega, fyrirfram, þá væri
hagnaðurinn = núll), ef skattarnir
væru óbreyttir, en þeir myndu þá að
sjálfsögðu lækka verulega).
Skattarnir, sem greiðast nálægt
miðju ári 1980, eru hér umreiknaðir
með því að draga 28,57% frá, þ.e.
krónutala þeirra 1980 kemur aftur út
ef 40% eru lögð við hinar umreikn-
uðu tölur.
Ef leigusalinn myndi nú selja íbúð-
ina fyrir staðgreiðsluverðið, kr. 14
millj., og kaupa vísitölutryggð spari-
skírteini ríkissjóðs fyrir andvirðið,
hefði hann 3,50% í hagnað (í meðal-
talsvexti), þ.e. kr. 490.000 á ári, og
visitölutryggingu bæði á vextina og
höfuðstóUnn. Skattar eru engir af
slíkum tekjum, né af slíkri eign. Þá
væri hann jafnframt laus við áhyggj-
urnar af viðhaldi og ólaunuðum um-
svifum við íbúðina.
Hafi ég gert einhverjar verulegar
skyssur i framangreindum dæmum
skora ég hér með á höfunda áður-
nefndra Dagblaðsgreina að leiðrétta
mig og sýna hvaða útkomu þeir fá.
Carl J. Eiríksson
verkfræðingur.
• „Geta menn bara gengið inn í banka og
fengið 10 milljóna lán á 25% forvöxtum
í 40% verðbólgu?”
riasmuoaðhr. 4 áferðir, glans, silki,
matt, hálfmatt.
Normal eða harður.
TURA
high • pe
Ljósmyndapappír
nýkominn
Vegna hagstæðra samninga getum við nú boðið
heimsþekkta gæðavöru á mjög hagstæðu verði.
Verð:
9+13 100 bl. 3.570,-
13+18 25 bl. 1.990.-
18+24 100 bl. 12.800.-
24+30 10 bl. 2.770.-
30+40 10 bl. 4.450.- , , - .
40+50 10 bl. 7.450.- Ath. veitum
50+60 10 bl. 9.880.- magnafslátt.
Amatör
VERZLUNIN
Ljósmynda-
VERZLUN
SlM112630
LAUGAVEGI
m
121 J^JiVK/AV/fc: BOX 71