Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 40
V Heiðariegast væriað Qlafur bæðist lausnar —segir Vilmundur Gylfason, sem kveðsthafa verið „pólitískt trúlofaður Ólafiíhálfanmánuð” „Ólafur Jóhannesson stendur nú í sömu sporum og Hermann Jónasson stóð haustið 1958. Auðvitað væri heiðarlegast að fara eins að,” segir Vilmundur Gylfason alþingismaður (A) í kjallaragrein, sem birtist í Dag- blaðinuámorgun. Hermann Jónasson baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína haustið 1958, þegar Alþýðusambandið hafnaði til- lögum forsætisráðherra um eftirgjöf af kaupi. „Það er lifsreynsla út af fyrir sig að hafa verið pólitískt trúlofaður Ólafi Jóhannessyni um hálfs mánaðar skeið,” segir Vilmundur og rekur, að hann hafi stutt frumvarp Ólafs frá 12. febrúar og trúað, að Ólafur mundi leggja frumvarpið fram. „En Ólafur heyktist, beygði sig undir vilja nokkurra komma og þrýstihópaforingja og missti buxurn- ar niður um ríkisstjórnina,” segir Vilmundur. Hann segir einnig, að enginn möguleiki virðist að mynda meirihlutastjóm sem eitthvað geti með „verðbólguköllum” í Sjálf- stæðisflokknum og spyr, hvort ekki væri rétt að fara í kosningar. ,,Ég hef nú ekki hugleitt það neitt ennþá,” sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, er DB bar undir hann ummæli Vilmundar í morgun. „Það er nú ekki sami flötur uppi á málunum núna og ætli ástandið sé eins slæmt, ég hef ekki trú á því.” HH./HP. Stór- þjófnaður í morgun varð ljóst að þjófar höfðu verið á ferð í Verzlanahöllinni um helgina. Var farið í flestar búðirnar sem þar eru til húsa, enda auðvelt um vik því skilrúm milli búða ná ekki upp í loft. Mestir peningar reyndust hafa verið í verzluninni Mata Hari 3—400 þúsund að því er talið var. Skiptimynt var í ýmsum öðrum kössum, mismunandi mikil. Verið var að rannsaka hvað annað hafði horfið og rannsóknar- lögreglumenn að verki. -ASt. Bláfjallasnjótroðarinn stjómlaust niður hlíðina Fólk átti f ótum fjör að launa Þegar stóri snjótroðarinn í Bláfjöll- um átti örskammt ófarið upp á fjalls- brún á fimmtudaginn var, skeði það óhapp að vél hans drap á sér og stjóm- andinn missti alla stjóm á troðaranum. Skipti engum togum að hann lagði af stað niður brekkurnar stjórnlaus eða stjórnlítill. Sem betur fór var fátt fólk í brekkunum og náði að forða sér skelf- ingu lostið til beggja hliða. Um tíma hægði troðarinn á sér og stökk stjórn- andinn þáút. Síðan herti hann aftur ferðina og linnti þessu 700 til 800 metra ferðalagi hans ekki fyrr en á palli í dalbotninum við endastöð einnar lyftunnar. 200 metra hæðarmunur er frá fjallsbrún ofan í dalinn. Að sögn Stefáns Kristjánssonar, íþróttafulltrúa Reykjavíkurborgar, var einn af þrem þjálfuðum mönnum við stjórnina er þe' a skeði. Sagði hann misskilning að óvaningum væri hleypt á troðarann enda væri mönnum kunn- ugt um hliðstæð slys erlendis. Kvað hann enga ástæðu til að van- treysta manninum þrátt fyrir þetta, hér væriumhreintslysaðræða. -GS. iULlilW % Fjölmargir bátar biða eftir löndun í mörgum höfnum. Hér er aflahæsti báturinn á loflnuvertíðinni, Súlan EA, að bíða eftir löndun i Reykjavíkurhöfn. DB-mynd Sv. Þorm. M jög góð loðnuveiði við Suðvesturlandið um helgina: Flóknasta löndunarhiðstaða til þessa - sjómenn taka vel ílokun suðursvæðisins Loðnuveiðin var með afbrigðum góð Sjaldan hefur komið upp jafn flókin um helgina, 9840 tonn á laugardag og 20,080 tonn á sunnudag, sem er nálægt því mesta, sem fengizt hefur á einum sólarhring. Þá höfðu 9 bátar tilkynnt Loðnunefnd afla kl. 8 í morgun, 3,660 tonn þannig að heildarveiðin um helgina og þar til í morgun er rösk 33 þús. tonn. biðstaða í löndunarmálunum, og er nú hvergi laust þróarrými nema á Siglu- firði og á einhverjum Austfjarðarhöfn- um. Nú á hádegi verður suður veiði- svæðinu lokað þar sem loðnan er um það bil að hrygna. Vestursvæðið, svo- nefnda, er komið alveg suður á Faxa- flóann. Það litla sem blaðinu er kunnugt um álit skipstjóra á lokun suðursvæðisins, er að þeir taka vel í það. Heildaraflinn frá áramótum var í morgun orðinn um 408 þús. tonn. -GS. „EKKIÁ DAGSKRÁ AÐ RÍKISSTJÓRNIN HÆTTI” — segir Ólafur Ragnar Grímsson — Benedikt Gröndal afþakkaði boð forsætisráðherra um stjórnarfund í dag — „tillöguleikur” áf ram ,,Ég tel, að það sé ekki á dagskrá að ríkisstjórnin hætti,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður (AB) í viðtali við DB í morgun. „Þá voru tveir möguleikar, sem blasa við. Annar er sá, að nú fari fram við- ræður í eina til tvær vikur um efna- hagsfrumvarpið og þær breytingartil- lögur og aðrar tillögur, sem komið hafa fram. Hinn möguleikinn er sá, að krafa Alþýðuflokksins um að leggja frumvarpið fram, hafi fyrst og fremst verið um kaupbindingu og annað í frumvarpinu séu bara um- búðir utan tun kaupbindingu. Kaup- binding næst ekki fram án stríðs við verkalýðshreyftnguna, sem þessi stjóm fer ekki í. Þá kann að vera, að áhugi alþýðuflokksmanna hafi fjarað út, þegar ekki tókst að binda kaupið 1. marz og verði ekki sami þrýstingur áfram frá þeirra hálfu. Miðað við temp>óið fyrri hlutann hefur allur vindur nú farið úr alþýðu- flokksmönnum,” sagði Ólafur Ragn- ar. Hann gat þess, að Ólafur Jóhann- esson forsætisráðherra hefði viljað hafa stjómarfund um efnahagsmálin i dag, en Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins ekki mátt vera að því. Verður fundur þvi á morgun á venjulegum tíma. „Það verður vafalaust einhver „tillöguleikur” áfram,” sagði einn þingmaður Alþýðuflokksins í gærkvöldi. Þingflokkur Alþýðu- flokksins mun taka stöðuna til um- ræðu á fundi í dag. Þingmaðurinn gerði ráð fyrir, að alþýðuflokksmenn myndu næst leggja fram í ríkisstjórn- inni tillögur sínar sem yrðu svar við síðustu tillögum Ólafs Jóhannesson- ar. -HH. Srjálst, oháð dagblað MÁNUDAGUR 5.MARZ1979. Reyðarfjörður: Selur stíflaði vatns- inntak Það horfði heldur illa seint í gær- kvöldi í loðnubræðslunni á Reyðar- firði, en þá stíflaðist skyndilega kæli- vatnsinntakið fyrir verksmiðjuna. KaUaðir vom út viðgerðarmenn, enda mikið í húFi, stanzlaus bræðsla og mikið að gera. Eftir nokkra leit urðu menn varir við stíflu í rörinu inni í verksmiðjunni og var ákveðið að opna rörið þar á staðnum. Eftir að skorið hafði verið á rörið kom ástæðan í ljós: Dauður selur hafði sogazt inn í rörið og stíflað það. Mun þetta hafa verið hringanóri og athygli vakti, að hann var með neta- dræsur um hálsinn. Mikið hefur verið um sel á firðinum undanfarið og er hanngæfur. -HP/VÓ. Reyðarfirði. Trefill herti að hálsi ungrar stúlku — er hann festist í togvír skíöalyftu Ung stúlka var á laugardag flutt í slysadeild eftir óhapp er hún varð fyrir við skíðaiðkun í SkálafelU. Hafði trefill hennar festst í toglyftu og dróst hún einhvern spöl þannig föst í vírnum. Trefillinn herti að hálsi hennar, svo að stúlkan náði ekki andanum um tíma. Henni var komið til hjálpar í tíma en réttara þótti að flytja hana í slysadeild til athugunar. Nokkur önnur óhöpp urðu á fjöl- setnum skíðastöðum um helgina. Ung stúlka skarst iUa á læri í BláfjöUum, drengur tognaði eða brotnaði í Ártúns- brekku og einn var fluttur særður úr Hveradölum í slysadeild. -ASt. Skákmótið íMtinchen: Karpov hættur Það er helzt tíðinda af skákmótinu í Mtlnchen að heimsmeistarinn Karpov hefur nú hætt þátttöku vegna veikinda föður síns. Eru því skákir þær, sem hann hefur teflt i mótinu, ógildar og þeir er náð hafa vinningi af honum missa þá. Þar á meðal er Guðmundur Sigurjónsson, sem gerði jafntefU við heimsmeistarann í 1. umferð mótsins. Þá hefur ungverski stórmeistarinn Adorjan einnig hætt þátttöku og riðlast staðan enn við það. 6. umferð mótsins var tefld í gær. Spassky jók enn við forystu sína á mótinu með því að sigra Dankern og hefur hann nú 4 1/2 vinning. öðrum skákum lauk með jafntefli. Friðrik gerði jafntefU við þýzka stórmeistarann Unzicker og Guðmundur gerði jafntefU við Ralf Lau. Hefur Friðrik nú 3 vinninga en Guðmundur 1 l/2vinning. -GAJ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.