Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979.
25
HELGARSTEIKIN
265 KR. DÝRARI
— niðurgreiðslur óbreyttar í krónutölu
Helgar,,steikin” hækkar í verði um
265 krónur, ef við hugsum okkur, að í
hana fari 2 1/2 kíló af læri. Hækkunin
á búvörum er mjög mismunandi.
Verðlagsgrundvöllur búvara hefur
hækkað um rúm 6%, einkum vegna
launahækkana, olíuhækkana og kjarn-
fóðurs. Til viðbótar er niðurgreiðslum
haldið óbreyttum í krónutölu, svo að
verðhækkunin verður meiri fyrir vikið.
Smásöluálagning hækkar einnig um
6—7 prósent.
Mjólkin hækkar um 12,5%, úr 135
krónum í 152 krónur lítrinn.
Rjómi hækkar um 11%, úr 906
krónum í 1007 krónur hver lítri.
Smjörið hækkar um 19%, úr 1156
krónum í 1370 hvert kíló.
Hækkun dilkakjöts er 9,5 prósent.
Kíló af súpukjöti fer úr 781 krónur í
865 krónur. Kíló af læri fer úr 1150
krónum í 1256krónur.
Kartöflurnar hækka um 19% eða
nálægt 100 krónum 5 kg poki. Nauta-
kjöt hækkar um 9%.
H.H.
BJARGHRINGUR AF
VER FRÁ EYJUM RAK
Á BERJANESFJÖRU
Einn bjarghringur hefur fundizt til Fjörur í Eyjum og undir Eyja- varnadeildarmenn myndu huga vel að
viðbótar úr v.b. Ver VE 200 sem fórst á fjöllum hafa verið gengnar en annað en fjörum á þeim svæðum sem búast
fimmtudagskvöldið. Fannst bjarg- bjarghringurinn hefur ekki fundizt þar. mætti við að eitthvað ræki. í og við
hringurinn á Berjanesfjöru austan Hannes Hafstein framkvæmda- Eyjar er stöðugt hugað að hlutum er
Holtóss. stjóri SVFÍ sagði að bændur og slysa- reka kunna. -ASt.
Þeir komust af úr slysinu þegar Ver
fórst við Eyjar: Árni Magnússon
skipstjórí og Benedikt H. Þorgrimsson
háseti.
Þórður Markússon, sldpstjóri á Bakka-
vík ÁR—100, sem bjargaði mönnunum
tveimur úr sjónum.
DB-myndir: Jónas Sig. Vestm.
SVEITARSTJÓRN-
ARMENN RÆÐA
MÁLEFNI
ALDRAÐRA
Samband íslenzkra sveitarfélaga
gengst fyrir ráðstefnu um málefni
aldraðra á miðvikudag og
fimmtudag, 7. og 8. marz, á Hótel
Sögu.
Þar verður skýrt frá niðurstöðum
kannana, sem nýlega hafa verið
gerðar á högum aldraðra i ýmsum
sveitarfélögum og i heilu héraði og
erindi flutt um ný viðhorf í málefnum
aldraðra á Norðurlöndum.
Nú verður fjallað um þjónustu
sveitarfélaga í þágu aldraðra, félags-
málastarfsemi og heimilishjálp, svo
og húsnæði, sem ætlað er öldruðum.
Ráðstefnugestum — sem verða úr
hópi sveitastjórnarmanna — gefst
kostur á að skoða ýmsar stofnanir á
höfuðborgarsvæðinu sem vista
aldraða, og sérstaklega verður rætt |
um heilsugæzlu og atvinnumál
aldraðra. -ÓV.
Réttar-
ráðgjöfin
færir
út
kvíarnar
Ókeypis lögfræðiráðgjöf nokkurra
lögfræðinga hefur verið veitt i nokkrar
vikur og hafa fjölmargir notfært sér
þjónustuna, að sögn aðstandenda, sem
ekki vilja láta nafna sinna getið með
tilliti til siðareglna lögmanna.
Nú hafa lögfræðingarnir í Réttar-
ráðgjöf ákveðið að færa út kvíarnar og
svara skriflegum fyrirspurnum fólks.
Geta menn því sent skriflegar spuming-
ar sínar um alls kyns lögfræðileg
vandamál til Réttarráðgjafarinnar, Box
4260, 124 Reykjavík, ásamt nafni,
heimilisfangi og sima.
Lögfræðingamir munu áfram veita
góð ráð í gegnum síma (17609) öll
miðvikudagskvöld milli hálfátta og tíu
til mailoka.
Þokkabót
ogEik
ÍMH
Hljómsveitirnar Eik og
Þokkabót halda tónleika í sal
Menntaskólans við Hamrahlíð
anpað kvöld kl. 21.00. Þetta
verða næstsíðustu tónleikar
hljómsveitanna í óákveðinn tíma
og jafnframt þeir síðustu i
Reykjavík.
Eik og Þokkabót hafa undan-
farið haldið tónleika nokkuð víða
í skólum og vakið almenna
hrifningu. Þokkabótarmenn vilja
með þessu tónleikahaldi vekja
athygli á nýútkominni plötu
sinni, í veruleik, en Eik hefur
hafið starf á ný í stuttan tíma eftir
allangthlé. -ÓV.
Beint af
ballinu í
loðnuna
Þær fengu lítið frí frá
loðnuvinnslunni, konurnar í
Vestmannaeyjum. í fyrrinótt
klukkan 3 vom þær ræstar til
vinnu og má ætla að sumar hafi
jafnvel komið beint af böllunum,
sem haldin voru.
Mikil loðna hefur borizt til
Eyja að undanförnu svo að
biðröð hefur verið hjá bátum til
löndunar. Er áherzla lögð á að
frysta sem mest og vinna sem
mest af loðnuhrognum, þannig
að vinnan i frystihúsunum er
mjög mikil.
-ASt.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Simi 15105
10-20%
AFSLÁTTUR
Mokkajakkar
og kápur á fullorðna.
Mokkalúffur
og háfur á börn og fullorðna.
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19
-óv.