Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 05.03.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR5. MARZ 1979. 11 En málin hafa bara ekki þróazt á þennan veg. Eftir þvi sem átökin dragast á lang- inn eru meiri líkur á því að Sovét- menn standist ekki freistinguna að ráðast á Kínverja og kenna þeim sína lexíu. Kínverjar hafa alls ekki megn- að að vinna auðveldan sigur á Víet- nömum og Vietnamar hafa alls ekki hugsað sér að sleppa Kínverjum ósködduðum frá þessum hildarleik, þannig að þeir gætu talað um það að þeir hefðu nú veitt Kinverjum viðeig- andi refsingu. Það hefur enda verið haft eftir sovézkum hemaðarsérfræðingi að Fallinn víetnamskur hermaður i bænum Lang Song. Kínverskir hermenn undir vopnum. Vopn Kínverja eru eldri og ófull- komnari en vopn Víetnama. annaðhvort sé að fara af alvöru i strið við Víetnama eða láta það al- Ifarið eiga sig. Slíkt hafi reynslan kennt mönnum. Komið það til að Sovétmenn veiti Kínverjum „lexíu” getur sú lexía orðið allt frá minniháttar landa- mæraskærum til meiriháttar innrásar og landvinninga í Kína. Það bendir ekkert til þess að Kín- verjar séu þess búnir að taka afleið- ingum gerða sinna ef svo fer að rúss- neski björninn bæri alvarlega á sér. Það virðist svo sem hinir öldnu leiðtogar Kína treysti á yfirburði Kín- verja en það gætu verið falsvonir. 4t Stríðið milli Kína og Víetnam gæti dregizt lengur en Kínverjar kæra sig um. Hvers vegna þingrof og nýjar kosningar? fætur öðru og ber nú ábyrgð á mestu skattpíningarstjórn sem setið hefur að völdum hér á landi. Alþýðuflokkurinn lagði fram á þingi tillögu um þjóðaratkvæði um þau drög sem legið hafa hjá forsætis- ráðherra. Þannig átti að útvega frest og fyrirslátt til að sitja að völdum án þess að gera nokkum skapaðan hlut í nokkra mánuði. Með tillögu Sjálf- stæðisflokksins um þingrof og nýjar kosningar gefst alþýðuflokksmönn- um tækifæri til að opinbera kjark sinn og leggja máliö í dóm þjóðarinn- ar með þeim hætti sem eðlilegast er þegar ríkisstjóm gefst upp á því að stjórna. Ef þeir greiða tUlögunni at- kvæði hlýtur hún meirihluta og efnt verður til nýrra kosninga. Skýrir kostir í upphafi stefnuyfirlýsingar sjálf- stæðismanna í efnahagsmálum segir m.a.: „Stuðningsflokkar rikisstjóm- arinnar sjá fátt annað til úrbóta en aukin rikisafskipti og meiri skatt- heimtu. Sjálfstæðismenn hafna þess- um vinnubrögðum sem leiða til áframhaldandi verðbólgu og versn- andi lífskjara. Þess í stað vilja sjálf- stæðismenn auka frelsi einstaklings- ins til að ráðstafa eigin afla-fé og hvetja hann til dáða. Þeir telja al- mennar reglur heppilegri en boð og bönn og vilja draga úr miöstýringu með því að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, fyrirtækja og einstakl- inga. Þeir vilja nýta kosti frjálsra við- skipta og markaðskerfis og tryggja að ákvarðanir séu teknar af ábyrgð og þekkingu.” Bili ekki kjarkur kratanna gefst kjósendum tækifæri til að endurmeta afstöðu sína til ríkisstjómarinnar annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar á grundvelli ofangreindra kosta, auk þess sem almenningur getur • ,,Með tillögu Sjálfstæðisflokks- ins um þingrof og nýjar kosningar gefst aiþýðuflokks- mönnum tækifæri til að opinbera kjark sinn og leggja málið í dóm þjóðar- innar.” sagt álit sitt á verkum ríkisstjómar- innar. Þess vegna er beðið með eftir- væntingu eftir þvi að tillaga sjálf- stæðismanna um þingrof og nýjar kosningar hljóti afgreiðslu þingsins. Friðrik Sophusson alþingismaður. segja eins og er að það er nokkur nýjung í íslenzku viðskiptalífi að reyna að þjarma að samkeppnis- aðilum og starfsbræðrum á þennan hátt. Er að skilja á skrifum Jóns frá Pálmholti í Dagblaðinu þann 29. janúar sl. að ríkissaksóknari hafi verið eitthvað tregur til aðgerða í þessu tilfelli og hafi ekki talið fært að rannsaka ásakanir á hendur heilum stéttum í einu. Þetta minnir mig á frásagnir ýmissa höfunda, sem ritað hafa um ýmis eftirmál kommúnistabyltinga, að þegar kommúnistar hafa náð völdum, sé eitt fyrsta verk þeirra að „kassera” ýmsum óþarfa stéttum, að undangengnum dómsúrskurði „alþýðudómstóls”. í Rússlandi var t.d. bolsévíkum sérlega illa við verzlunarstéttina af skiljanlegum á- stæðum, verkfræöinga, lækna, lög- fræðinga, svo og fólki sem gekk vel í öllum iðnaðarstéttunum. Starfsfólk Pósts og síma í Rússlandi var einnig álitið sérstakar afætur og óalandi. Af ofangreindu sést að venjulega bíða kommúnistar eftir þvi að þeir komíst til valda áður en réttarhalda- leikrit þeirra hefst. En það er engu líkara en einhver tímaskekkja hafi hlaupið í kollinn á þessum 200 manna hópi sem stjómar Leigjendasam- tökunum svonefndu uð þeir álíti sig nú þegar geta hafizt handa um að þjarma að einni stétt manna, þ.e.a.s. leigumiðlurum. Annars eru leigumiðlanir nauðsynlegur milliliður milli leigu- taka og leigusala og afskaplega ótrúlegt að þær verki verðhækkandi á markaðinn. Leigumiðlari verður að hafa tvennt í huga: þ.e.a.s. aö útvega leigutakanum sem ódýrast og bezt húsnæði og leigusalanum sem bezta og heiðarlegasta leigjendur sem greiða sem hæst verð. Útkoman út úr þessu dæmi getur ekki orðið önnur en sú að framboð og eftirspurn ráði endanlegu verði útleigðs húsnæðis og að leigumiðlunin ráði sáralitiu um hver endanleg húsaleiga verður. Nokkra athygli hefur vakið auglýsingaherferð leigumiðlunar Leigjendasamtakanna þar sem auglýst hefur verið „Ókeypis ■ þjónusta” fyrir kr. 5.000. Að vísu er samhengið öðruvísi í auglýsingunum, en þetta er þó kjarni málsins að þjónustan kostar krónur 5000. Mér skilst að ýmsir aðilar í verzlunarstétt hafi hlotið töluverða sektardóma vegna svona auglýsingabrellna og vissulega væri ástæða til þess fyrir viðkomandi yfirvöld að hafa gætur á viðskiptaháttum leigumiðlunar Leigjendasamtakanna í framtíðinni. Skúli Skúlason. Kópavogi. Kjallarinn Skúli Skúlason

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.