Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.03.1979, Qupperneq 19

Dagblaðið - 05.03.1979, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 5. MARZ 1979. f Iþróttir Iþróttir 19 Iþróttir Iþróttir I Gífurlegur fögnuður var í íþróttahöllinni i Barcelona eftir sigurinn i úrslitaleiknum. Spánverjar kafsigldu Sviss- lendinga í síðari hálfleik —sigruðu með sex marka mun í úrslitaleiknum í Barcelona. Einn albezti árangur íslands í heimsmeistara- og ólympíukeppni Riðla- skipan Moskvu- leikanna Dregið hefur verið í riðla í hand- knattleikskeppni ólympíuleikanna i Moskvu 1980. Það var gert á fundi Alþjóðahandknattleikssambandsins í Barceiona i gær. Niðurstaðan af drættinum varð sú að i A-riðli leika Sovétríkin, Austur Þýzkaland, Pólland, Rúmenía, Sviss og ein þjóð frá Ameriku. Um það verður leikið snemma á næsta ári hvaða þjóð það verður. B-riðiil. Vestur-Þýzkaland, Dan- mörk, Júgóslavía, Spánn auk einnar þjóðar frá Afríku og annarrar frá Asíu. Hamburger tapaði óvænt Spánverjar áttu ekki i erfiðleikum að sigra Sviss f úrslitum ólympíu- og B- keppninnar í Barclona á Spáni á laug- ardaginn. Stórsigur i lokin, 24—18, eftir að Svisslendingar höfðu haft þokkaleg tök á leiknum framan af. En eins og ég skrifaði frá Spáni á dögunum, þá er ekki hægt að sigra spánska liðið á heimavelli i þessari keppni. Stuðningur áhorfenda er svo frábær — og á laugardag höfðu þeir stórkostleg áhrif með hvatningu sinni til leikmanna spánska liðsins. Öskrín — pípið — svo gífurleg, þegar dæmt var á spánskan leikmenn að menn urðu að gripa fyrír eyrum til að þola við. Þjálfarínn fékk sinn skerf. í búningsherberginu brutust tárín út. Þetta hefur heldur ekki svo litil áhrif á dómara — og þó það sé ekki ætlun þeirra, þá verða þeir hagstæðir spánska liðinu. Svisslendingar reyndu lengi vel að halda niðri hraðanum og tókst það nokkuð vel — enda mikil taugaspenna hjá leikmönnum Spánverja. Þeir fengu lítil tækifæri til að beita sínu beittasta vopni — hraðaupphlaupunum. Sviss- lendingar skoruðu á undan og staðan í hálfleik var 10—9. En fljótlega í síðari hálfleiknum tókst Spánverjum að ná tveggja marka forustu. Þábraststíflan. Mörkin hlóðust upp — og í síðari hálf- leiknum skoruðu Spánverjar fimmtán mörk en Svisslendingar aðeins átta. í keppninni um fimmta sætið sigruðu Tékkar Svía — og það er því athyglis- vert, að liðin, sem komu úr C og D riðlunum, Spánn og Tékkóslóvakía, sigruðu í leikjum sínum siðasta dag keppninnar. Fyrir keppnina var talað um að liðin — og það væru einkum Svíar, sem það gerðu — sem léku i A og B riðlum voru svo miklu sterkari. Annað kom á daginn lokadagana. Aðeins íslands tapaði í keppninni við Ungverja um þriðja sætið af liðunum úr C og D riðlum — og þá rfieð mjög veiku liði. Það var skýrt tekið fram i spönsku blöðunum eftir tap íslands gegn Ungverjalandi að ísland hefði leikið án Ólafs H. Jónssonar, Axels Axelssonar og Bjama Guðmunds- sonar. Meira að segja Hollendingar unnu Búlgari í keppninni um sjöunda sætið, 24—22. Lokastaðan i keppninni varð því: 1. Spánn 2. Sviss 3. Ungverjaland 4. ísland 5. Tékkóslóvakía 6. Svíþjóð 7. Holland 8. Búlgaría 9. Austurríki 10. ísrael 11. Noregur 12. Frakkland Þrátt fyrir miklar sveiflur i leik íslenzka liðsins í keppninni á Spáni er þetta þó einn albezti árangur sem íslenzkt landslið hefur náð í heims- meistara- og ólympíukeppni. Meira að segja betri en í B-keppninni í Austur- ríki 1977. Þá urðu Svíar efstir. Siðan komu Austur-Þjóðverjar og Tékkar. ísland í fjórða sæd. Nú erum við fyrir 'ofan stórveldi í handknattleiknum eins og Tékkóslóvakiu og Svíþjóð — en aö vísu á eftir þjóðum, sem við höfðum ;oftast áður verið á undan, Spáni og Sviss. Við Spánverja var ekki að eiga i þessari keppni og undraverð framför |hefur verið í handknattleik í Sviss síð- lustuárin. Samkvæmt þessu erum við í eUefta Isætí beztu handknattleiksþjóða heims — og þaðerekkertsmáafrek, þvihand- knattleikurinn er í örri og mikilli út- breiðslu viðast i heiminum, nú ekki aðeins leikur Austur-Evrópuþjóða, Þjóðverja og Norðurlandabúa — held- ur að verða heimsíþrótt, þar sem þjóðirnar verja stöðugt meiri peningum til að náárangri. -hsím. íþróttir Bochum vann óvæntan sigur á Hamburgcr SV, 2—1, á laugardag í Bundesligunni í V-Þýzkalandi. Kevin Keegan og félagar eru því nú fimm stigum á eftir efsta liðinu í Bundesligunni, Kaiserslautern. Stutt- gart er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir forustuliðinu eftir öruggan sigur, 5—0, á Dusseldorf. Þessir tveir leikir voru hinir einu í V- Þýzkalandi, þar ríkir enn vetur konungur. Bayern Múnchen er hins vegar nú í Túnis og á laugardag lék Bayern við landslið Túnis. Jafntefli varð, 0—0. Staðan í Bundesligunni er nú: Kaisers. 21 12 7 Stuttgart 21 12 5 Hamburger 20 11 4 Eint.Frankf. 20 11 4 Bayem Miin. 20 9 4 Köln 20 7 7 Dússeldorf 19 7 5 Bochum 20 5 9 Hertha Berlín 20 6 7 Mönchenglb. 18 7 4 2 43—25 31 4 40—20 29 5 41—20 26 5 41—20 26 7 40—28 22 6 28—24 21 7 37—33 19 6 33—33 19 7 26—27 19 7 28—22 18 ROJA -CORONA BLANCA- SANTA FE - LOS SALMONES - HOTEL EVGENIA VICTORIA Sum þessara hótela eru þegar oröin vel þekkt meöal Islendinga, og þeir sem einu sinni hafa dvalið á einhverju þeirra, velja þau aftur og aftur. í? JUj IUI

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.