Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1979.
HROSSAKAUP
BSRB-félagi skrifar:
Talsmenn BSRB segja að þeir hafi
á yfirreið sinni verið að kynna samn-
inginn við ríkisstjórniná. Það rétta er
að trúboðar þessir fluttu langar áróð-
ursræður fyrir þessu makalausa sam-
komulagi en sögðu í lokin: Svo ráðið
þið hvað þiðgerið.
En þessar ströngu og dýru lands-
hornaferðir voru raunar óþarfar.
Allir áttu að vita um hvað var spurt:
já eða nei. Þetta er utan við alla póli-
tík, sögðu trúboðarnir. Það rétta er
að „vinstri stjórnin” hafði platað ASÍ
til fylgis við „kauprán” gegn loforði
um „félagsmálapakka” sem hvergi
fyrirfinnst. Pétur Sigurðsson, form.
Alþýðusambands Vestfjarða, segir i
Mbl.: „Kauphækkunin var gefin
eftir til þess eins að halda lífi í ríkis-
stjórninni.” Stjórnin varð að leggja á
það ofurkapp að fá fylgjendur sina í
BSRB til að gefa eftir líka. Og kaupin
gerðust á eyrinni. Þá varð mikill
fögnuður í blaði fjármálaráðherrans
og sjálfur brosti hann breitt. Efnd-
irnar halda varla vöku fyrir stjórnar-
herrunum enda orðalagið loðið, sbr.
„Rikisstjórnin beiti sér fyrir . . . ”
Og áfram hjarir hún á ótta kjósenda
við það að lengi geti vont versnað.
Þegar stjórn Geirs og Ólafs lét
þinglið sitt lögfesta kjaraskerðingu
reis stjórn BSRB og félagsfólk til
'varnar samningsbundnum rétti. Nú
er Morgunblaðið á móti því að gefa
nokkuð eftir en þá bregður svo við að
blað launamanna, sem svo kallar sig,
Þjóðviljinn, lýsir „kaupráni” 1979 í
forystugrein sem „sigri BSRB” og
átti að hafa unnist með „sérstökum
afskiptum Svavars Gestssonar”.
Hinn fyrrum sárhneykslaði skriffinn-
ur er orðinn virðulegur viðskiptaráð-
herra!
Og umhyggja málgagns verkalýðs
og sósíalisma var söm við sig því
27.4. kom enn leiðari um 3% og
BSRB. Þar segir m.a. aðstjórnin hafi
„boðist til þess að veita opinberum
starfsmönnum mikilvægar samnings-
réttarbætur”. Það er meiri náðin að
þurfa að kaupa ríkisstjórnina til þess
að „veita” sjálfsögð mannréttindi
sem fyrri „vinstri stjórn” hafði svik-
ið. — Svo klappar ritstjórinn okkur
Ijúflega á kollinn: „Hinu verður ekki
á móti mælt að það mun vera eins-
dæmi að stéttarfélag felli niður af
fúsum vilja samningsbundið ákvæði
um kjarabót.”
Og það bögglast eitthvað fyrir
brjósti ritstjórans að um leið og þetta
gerist hafi hálaunamenn fengið þak-
lyftingu ekki alllitla og ætli viðsemj-
endurnir sjálfir hafi ekki á aðra millj-
ón á mánuði og ríkissjóð sem láns-
stofnun ef þá vantar bíl. En láglauna-
fólkið í BSRB á að gefa eftir af
umsömdum launum. Það er liklega
þetta: að sigra með kjörseðlinum.
Byggjum myndarlega f lugstöð
verðum að hlúa að f lugsamgöngum
Siggi flug skrifar:
Nýlega var þess getið í fréttum að
nú mætti eiga von á þvi að Banda-
ríkjamenn myndu fjármagna (að ein-
hverju leyti) nýja flugstöðvarbygg-
ingu á Keflavíkurflugvelli. Kom þetta
til umræðu á Alþingi þegar kommún-
istar fengu enn eitt móðursýkiskastið
vegna atvinnu Bandarikjamanna og
íslendinga á Keflavíkurflugvelli.
Upplýsti fyrrverandi utanrikisráð-
herra eitthvað um þetta mál og hinn
nýi síöan að verið væri að teikna nýja
flugstöðvarbyggingu 1/3 minni
hcldur en fyrrverandi teikning sem
þótti (af kommúnistum) of stór.
í blöðum bæjarins undanfarið gat
að líta frétt um það sem einnig birtist
i útvarpinu, að hætt væri við að
byggja nýjan flugvöll fyrir Kaup-
mannahöfn en núverandi völlur yrði
stækkaður.
í öllum heiminum hefur ekki tekizt
að sjá fyrir þær miklu flugsamgöngur
sem nú eru orðnar og af þeim sökum
hafa ýmsir flugvellir í stórborgum
beggja vegna Atlantshafsins fljótlega
orðið of litlir. London flugvöllur er
þannig lagður að nú er ekki lengur
hægt að stækka hann og sama er t.d.
um flugvöllinn í New York.
fslendingar voru fljótir til að koma
á flugsamgöngum hjá sér og yfir Atl-
antshafið. ísland liggur í þjóðbraut
flugsins milli tveggja heimsálfa, og
umferð á vafalaust eftir aðaukast um
ísland á næstu árum, en það er undir
okkur sjálfum komið. Ef við viljum
að flugsamgöngur um land okkar
aukist verðum við að búa vel að
þeim. Farþegum sem koma við á
íslandi verður að líða vel á meðan á
dvölinni stendur.
Nú er tækifærið að byggja
myndarlega flugstöð (sem við svo
auðvitað borgum 'ekki) sem verður
fjármögnuð af Bandaríkjamönnum.
Hættum eins og svo oft áður að anza
úrtökumönnunum kommúnistum og.
byggjum myndarlega flugstöðvar-
byggingu á Keflavíkurflugvelli.
Kristján Thorlacius formaður BSRB.
Fjörutíu og átta
gegn tveimur
— svar við lesendabréf i Jóhanns
Ásgeir Guðmundsson skrifar:
Einhver Jóhann ritar smágrein i
Raddir lesenda 2. maí. Telur hann
fram laun sín og hvað frá er dregið og
finnst honum lítið efdr. Ekki mun
hann einn um það. Þá ræðst hann að
Kristjáni Thorlaciusi vegna samnings-
tillagna sem samþykktar voru af 48
fulltrúum og stjórn BSRB, þó með
tveim mótatkvæðum. Fáir munu
hafa setið hjá enda tel ég þá ekki
með. Lítill skörungsskapur finnst
mér að vera í þeim flokki. Hér hafa
Kristján og 47 aðrir fulltrúar okkar
samþykkt þessa tillögu með fyrirvara
um að félagsmenn skeri úr með at-
kvæði sínu. Ég hef verið í sterku
verkalýðsfélagi um þrjá áratugi áður
en ég gerðist félagi i BSRB. Man ég
ekki eftir slíkum aðförum að for-
manni er stjórn og samninganefnd
stóð með honum að tillögugerð eins
og hér hefur verið. Ekki finnst mér
sama að taka einn mann af 48 og út-
húða honum. Hvað með hina? Var
það ekki félagslega rétt að við mætt-
um kjósa? Ég tel þetta ekki sæmilegt
atferli hver svo sem úrslit verða í
kosningunum. Hér var félagslega rétt
að farið og okkar að velja með at-
kvæðum á kjörstað.
Prótín-innihald:
7,4 grömm í lítra.
Hitaciningar eru u.þ.b.
500, þær fást úr kol-
vetnum.
Annað næringargildi:
Hreinn appelsínusafi er
auðugur af C-vítamínum.
Verð á lítra kr. 472.-
(ÖU verð mHVuA vlS 6. apríl 1979.)
Prótín-innihald:
5 grömm í lítra.
Hitaeiningar eru u.þ.b.
235» þxr fást úr kolvetn-
um og alkóhóli.
Annað næringargildi:
Viss B-vítamín fást úr
pilsner.
Verð á lítra kr. 445.-
Prótín-innihald:
34 grömm í lítra.
Hitaeiningar eru u.þ.b.
630, þær fást úr prótíni,
fitu og kolvetnum.
Annað næringargildi:
Mjólk er alhliða fæða.
Hún er auðug af kalki,
fosfór, A-vítamíni, Bi- og
Bi-vítamínum, einnig er í
henni nokkuð af D-víta-
míni.
Verð á lítra kr. 152.-
Prótín-innihald:
0 grömm í lítra.
Hitaeiningar eru u.þ.b.
420, þær fást úr kol-
vetnum.
Annað næringargildi:
Getur innihaldið kofTín.
Verð á Utra kr. 310.-
Prótín-innihald:
0 grömm í lítra.
Hitaeiningar eru u.þ.b.
430, þær fást úr kol-
vetnum.
Annað næringargildi:
Breytilegt sykurinnihald.
Verð á Utra kr. 372.-
Fra Mjólkunlagsnefnd.
i
i
5
<
I