Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAt 1979.
Fmlux
LITSJOIMVARPSTÆKI
20" Kr. 425.000.- mefl
22" Kr. 499.000.- sjöHvirkum
26" Kr. 549.000.- stöðvarveljara
SJÓNVARPSBÚÐIN
BORGARTUNI 18 REYKJAVIK SlMI 27099
Brsyttsr opawaartlmi
OPID
KL. 9—9
AHar skroytingar unnar af fag-
mönnum.
Na| bllastmW a.ai.k. é kvöldls
«IÓM©ÁVmiR
HAFNARSTRÆTI Slmi I27I7
HANDKNATTLEIKS-
ÞJÁLFARAR!
Handknattleiksdeild U.M.F. Selfoss óskar að
ráða þjálfara næsta keppnistímabil.
Fullkomin aðstaða, mikill áhugi.
Upplýsingar veitir Þórður í síma 99-1740 eða
U.M.F. SELFOSS.
99-1139.
tjórnunarfélag Islands
Hvert er nýjasta lögmál
Parkinsons?
Höfundur Parkinsonlögmálanna
Prófessor C. Northcote Parkinson,
mun dvelja hér á landi í boöi
Stjórnunarfélags fslands dagana
8.—11. maí n.k.
Prófessor Parkinson mun flytja er-
indi á hádegisveröarfundi Stjórnun-
arfélagsins sem haldinn veröur aö
Hótel Sögu fimmtudaginn 10. maí kl.
12:00. Erindið nefnir hann THE ART
OF COMMUNICATION.
Pátttaka tilkynnist til Stjórnunarfé-
lags fslands, Skipholti 37., sfmi
82930.
Prót: Parkinaon
Ti/sölu: -
Renault 4 Van F4 árg. '78
Renault 4 Van F6 árg. '77
Renauit 4 Van árg. '75
Renault 4TL árg. '75
Renault 5TL árg. '74
Renault 12TL árg. '77
Renault 12TL árg. '75
Renault 12 station árg. '75
Renault 12TL árg. '72
Renault 12TL árg. '71
Renault 20TL árg. '77
BMW 316 árg. '76
BMW 320 árg. '77
BMW 2002 árg. '71
Opið laugardaga kl. 2-6.
Kristinn Guðnason
Suóurlandsbraut 20 - Sími 86633.
Kosið um BSRB samninga:
VlÐAST FELLDIR
—ætlunin að telja hjá ríkisstarfsmönnum íkvöld
Tillaga um niðurfellingu umsam-
innar 3% kauphækkunar gegn rýmk-
uðum samningsrétti var feUd í fjórtán
félögum starfsmanna bæjar- og sveit-
arfélaga en samþykkt í þremur. Er þá
aðeins eftir að telja hjá ríkisstarfs-
mönnum. Verður það gert sameigin-
lega hér í Reykjavík. Stefnt er að þvi
að talning geti farið fram i kvöld en
treglega hefur gengið að fá kjörgögn
víðs vegar utan af landi.
Hér á eftir fer listi yfir úrslit í fé-
lögum starfsmanna á hverjum stað en
hjá sveitarfélögunum var talið sér-
staklega.
ísafjörður Á kjörskrá 73
Vestmannaeyjar 127
Neskaupstaður 44
Kópavogur 217
Húsavík 77
Reykjavík 2226
Hafnarfjörður 180
Garðabær 70
Sauðárkrókur Akranes Félag opinb. starfs- mannaá Suðurl. 77
Siglufjörður Seltjarnarnes 46
Mosfellssveit 40
Akureyri 400
Hjúkrunarkonur sem semja við Reykjavíkur- borg Hjúkrunarkonur sem semja við Akureyrarbæ 51
kusu samþ. andv. og ógildir
47 18 28 í
71 19 52 0
38 19 18 0
123 50 71 2
38 . 32 3 3
1222 177 1029 16
130 56 73 2
44 9 34 1
32 22 10 0
91 43 48 0
40 16 24 0
32 15 17 0
37 16 21 0
21 8 13 0
145 51 88 6
96 21 70 5
29 12 17 0
Sigur á afvega-
leiddrí forustu
—segir Pétur þulur og forustumaður
Andófs79
„Ég tel að þarna hafi hinn almenni
félagi i BSRB unnið sigur á forustu,
sem vildi leiða þá afvega,” sagði Pétur
Pétursson þulur og forustumaður sam-
takanna Andóf 79, sem mjög beitti sér
gegn samþykkt samkomulags samn-
inganefndar Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja og Fjármálaráðuneytisins
um niðurfellingu 3% hækkunar launa
gegn rýmkuðum samningsrétti.
„Sérstaklega er ánægjulegt hve and-
staðan gegn samkomulaginu hefur
verið eindregin og ótvíræð í þeim félög-
um þar sem úrslit liggja þegar fyrir,”
sagði Pétur Pétursson. Hann sagðist
hafa rökstudda ástæðu til að halda að
niðurstöður talningar á atkvæðum
ríkisstarfsmanna, sem talin verða sam-
eiginlega í Reykjavík í kvöld, yrðu á
svipaða lund og hjá bæjarstarfsmönn-
um flestum.
Pétur var spurður hvort hann teldi
úrslit atkvæðagreiðslunnar vera van-
traust á stjórn samtaka starfsmanna
rikis og bæjarstarfsmanna.
„Ég tel alls ekki að neinn eigi að
segja af sér vegna þessara úrslita. Hér
er aðeins um að ræða glögga vísbend-
ingu um vilja félagsmanna. I þessu
sambandi er rétt að undirstrika það að
andstaða okkar í Andófi 79 byggðist
eingöngu á málefnum en ekki mönn-
um. Við fögnum áfangasigri og stefn-
um ótrauð að fullum samningsrétti. ”
,,Þú mátt kalla kosningaúrslitin
sigur tómthúsmanna yfir lénsherrun-
um,” sagði Pétur Pétursson að lokum.
-ÓG.
Vissi um verulega and-
stöðu —segir Kristján Thorlacius f ormaður BSRB
„Þessi úrslit komu mér ekki svo
mjög á óvart og þar sem ég hef setið á
fjölmörgum fundum víðs vegar um
landið að undanförnu var mér fullljóst
að um verulega andstöðu var að ræða
gegn þessu samkomulagi,” sagði
Kristján Thorlacius formaður Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja í samtali
við DB í gær. Hann taldi ekki rétt að
láta hafa mikið eftir sér um málið fyrr
en að lokinni talningu atkvæða ríkis-
starfsmanna, sem fram fer i kvöld.
Kristján Thorlacius var spurður
hvort hann teldi að niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar væri, að hans mati,
vantraust á stjórn BSRB og samninga-
nefndina.
„Við tökum þetta ekki sem van-
traust,” sagði Kristján. ,,Þarna var um
algjörlega sjálfstætt málefni að ræða
sem okkur bar skylda til að leggja fyrir
hina almennu félagsmenn. Samkvæmt
iögum BSRB á að greiða atkvæði um
samningsmál í almennri atkvæða-
greiðslu. Samninganefndin og stjórn
BSRB höfðu samráð við félagsstjórnir,
trúnaðarmannaráð og jafnvel almenna
félagsfundi um tilboð ríkisins um auk-
inn samningsrétt gegn niðurfellingu 3%
launahækkunar,” sagði Kristján Thor-
lacius. „Það var því fráleitt af okkur
að hafna þessu tilboði án jress að gefa
almennum félögum kost á því að segja
sitt álit. Það var ekki hægt öðruvísi en
með almennri atkvæðagreiðslu.
Þannig verða hlutirnir að ganga fyrir
sig í slíkum samtökum eins og BSRB ef
að þau eiga að geta gegnt sinu hlut-
verki.”
Kristján sagði að lokum að ánægju-
legt væri að vita það að við þær þrjár
almennu atkvæðagreiðslur sem fram
hefðu farið um samningamál hefði
kosningaþátttaka ávallt veriö góð eða á
milli 65 til 90% í hverju tilviki.
-ÓG.
Sinubruni bannaður
eftir 1. maf
— níu útköll slökkviliðsins vegna sinu á laugardag
Sinubruna linnir ekki þrátt fyrir að
slíkt sé óleyfilegt eftir 1. maí.
Slökkviliðið var kallað út níu sinnum
vegna sinubruna á laugardaginn,
þrisvar aðfararnótt sunnudags og um
miðjan dag í gær voru útköll orðin
þrjú.
Nokkur brögð munu að því að
trjágróður hafi skemmzt þegar kveikt
hefur verið i sinu. Dæmi um slíkt eru
úr Heiðmörkinni, hólmunum í
Elliðaánum og í Grasgarðinum í
Laugardal.
Að sögn slökkviliðsins er ekki
hægt að fullyrða, að hér sé eingöngu
um að kenna börnum og unglingum,
sem eru að fikta með eldspýtur.
Margir eru um þessar mundir að
brenna ýmsu drasli og kannski eldur-
inn síðan breiðzt meira út en ætlunin
er í fyrstu. Hefur í nokkrum tilvikum
kviknað i skúrum og öðrum smá-
byggingum.