Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.05.1979, Qupperneq 16

Dagblaðið - 07.05.1979, Qupperneq 16
16_ Iþróttir Iþróttir WKm&mm&xa i .ttt.i * * Tony Knapp og lifl hans, Viking, eru í efsta sæti. Lið Tony Knapp efst íNoregi Þriðja umferðin í norsku deildakcppninni var háð í gær og urðu úrslit þessi: Bryne — Bodö Glimt 4-0 Hamkam — Moss 3-2 Mjölndalen — Skeid 1-0 Start — Roscnborg 1-1 Valerengen — Viking 0-0 Lið Tony Knapp, Viking, er í efsta sæti með 5 stig, Start og Mjölndalcn hafa 4. Rússarunnu Tékka Rússar unnu Tékka 3-0 í vináttulandsleik, sem fram fór í Moskvu um helgina. Staðan í hálfleik var 2-0. Mörk Rússa gerðu þeir Koridze á 17. mín., Shengelia á 20. mín. og Khidiyatullin á 89. mín. Búiztvið metaðsókn Fyrri úrslitaleikurinn í UEFA-keppninni fer fram i Belgrad á miðvikudag og er búizt við metáhorfcnda- fjölda á þann leik þrátt fyrir að miðar gangi nú söl- um á svörtum markaði á mjög háu verði á mæli- kvarða þeirra austantjaldsmanna. Miðamir kosta allt upp í 11 dollara eða tæplega 4000 krónur ísl. og þykir það ekki neitt stórkostlegt. Rauða stjarnan frá Belgrad mætir þá Borussia Mönchengladbach frá V-Þýzkalandi og þegar hafa fleiri þúsund júgóslavneskir verkamenn, búsettir í V- Þýzkalandi, keypt miða á leikinn. — Miðaverðið er alls ekki of hátt, sagði ritari Rauöu stjörnunnar. — Júgóslavneskir áhangendur geta aðeins séö lið i þannig leik einu sinni á hverjum tíu árum, en þetta er í fyrsta sinn, sem úrslitaleikur í einhverri Evrópu- keppnanna er haldinn i Júgóslavíu. Leiknum mun ekki verða sjónvarpað beint. Magdeburg vann f yrri leikinn Magdeburg frá Austur-Þýzkalandi vann i gær v- þýzku bikarmeistarana Gummersbach 18-15 í fyrri leik liðanna í úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattlcik. í hálfleik var staðan 11-7 Magdeburg i vil. Síðari leikur liðanna verður í V-Þýzkalandi 13. þessa mánaðar. Fyrir skemmstu léku GrosswaUstadt og Rostock saman í úrslitum Evrópukeppni meistaraUðaí hand- knattleik og Grosswallstadt vann þá viðureign austurs og vesturs, en Rostock er a-þýzkt lið eins og Magdeburg. Það verður því væntanlega ærið fróð- legt að sjá útkomuna úr síðari leik iiðanna eftir viku. Austurríki vann ísrael Austurríki vann ísrael mjög óvænt í körfuknatt- leik á Hapoel leikunum um helgina, 67—63. í hálf- leik var staðan 33—21. Þá unnu Spánverjarar Finna 83—79 (44—43) í öörum leik. —————111 ii ■ ..■■■■;■ '■ „Við áttum að skora meira” — sagði Þorsteinn Bjarnason eftir 1-0 sigur La Louviere — Þetta var mjög rólegur leikur og það reyndi ákaflega lítið á mig i hon- um, sagði Þorsteinn Bjarnason hjá La Louviere er við höfðum samband við hann i morgun. — Eina mark leiksins, sem dugði okkur til sigurs, kom í seinni hálfleikn- um og skoraði Dardelli markið. — Ég lék allan leikinn og átti þokkalegan leik. — Karl lék ekki með liðinu en þeir útlendingar sem hér leika berjast grimmilega um stöðurnar í liðinu. — Þetta mark reyndist okkur dýr- mætt því við berjumst nú við fallið ásamt nokkrum öðrum liðum. — Liðin fyrir ofan okkur gerðu okkur þann grikk að reyta inn stig þannig að við eigum erfitt prógramm eftir, en nú er aðeins þremur umferðum ólokið. — Við eigum leik eftir gegn Standard heima um næstu helgi, þá Winterslag úti og loks Cbarleroi heima. — Við gerum okkur vonir um að fá a.m.k. fjögur stig úr þessum leikjum og takist það ættum við að sleppa við fall. — FC Liege, sem er næsta lið fyrir ofan okkur og vann stórsigur í gær, á eftir mjög erfiða leiki, m.a. bæði Ander- lecht og Lokeren. — Annars er enginn vafi á því að Berchem hefur langlakasta liðinu á að skipa í deildinni en þeir hafa samt halað inn stig undanfarið. — Okkar veikleiki hefur verið hversu óstöðugt liðið hefur verið og tauga- spenna í sambandi við fallið spilar þar vafalitið inn í, sagði Þorsteinn. Úrslit í Belgiu í gær: Molenbeek — Courtrai 2-3 Waterschei — Winterslag 0-0 La Louviere — Beerschot 1-0 Antwerpen — Lokeren 1-1 Brugge — Charíeroi 5-1 Waregem — Anderlecht 1-1 FC Liege — Beringen 4-1 Berchem — Standard Liege 1-1 Staðan: Bevern 30 58—21 45 Anderlecht 31 67—35 41 Lokeren 31 49—30 38 Standard 31 40—27 38 Molenbeek 31 50—37 37 FC Brugge 31 48—44 36 Antwerpen 31 38—38 31, Waterschei 31 38—38 30 Beerschot 31 43—44 29 Beringen 31 33—39 28 Lierse 30 35—40 28 Winterslag 30 38—43 27 Waregem 31 28—40 27 Charleroi 30 35—43 26 Berchem 31 26—40 26 FC Liege 31 44—49 24 La Louviere 31 42—72 23 Courtrai 31 24—55 19 HLUPU í HEILAN SÓLARHRING Þó að almenningur hafi haldið sig að mestu innandyra um helgina vegna kulda var líf og fjör á Fögruvöllum, nýja frjálsiþróttavellinum í Laugar- dalnum. Þar fór fram svonefnt sólar- hringshlaup ÍR og voru á einum sólar- hring hlaupnir alls 424 km og 511 metrar. Hlaupið hófst kl. 15 á laugardaginn og var ákveðið að hlaupa stanzlaust í sólarhring. Alls hlupu 79 keppendur, en vegalengdin var frá 200 m og upp í 3 km hjá þeim sem lengst hlupu. Hver keppandi hljóp a.m.k. tvívegis á þessum sólarhring, en keppendum var skipt í hópa og var sólarhringnum skipt í eins konar vaktir — 2 klst. í senn. Keppendur voru frá 10 ára aldri og upp i fast að fimmtugu. Guðmundur Þórarinsson hafði veg og vanda af hlaupinu og stóð hann vakt allan tím- ann. Aheit voru i gangi og sagði Guð- mundur, þegar~DB hafði samband við hann í gærkvöldi, að hann vonaðist til aðsafnazt hefðu um 600 þús. krónur. Hvasst var meginhluta sólarhringsins og gerði það keppendum að sjálfsögðu erfiðara fyrir en menn létú, það ekki á sig fá. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAl 1979. Kampakátir Valsmenn að loknum sigrí i Reykjavikurmótinu. DB-mynd Hörður.' Valsmenn urðu meistarar — unnu Fram 1-0 í rokinu ígær Valsmenn tryggðu sér Reykjavíkur- meistaratitilinn i knattspyrnu á Mela- vellinum í gær er þeir unnu Framara 1—0 í nokkuð fjörugum leik. Sigur Valsmanna hékk á bláþræði i leiknum og ekki hefði verið ósanngjamt að Fram hefði fengið a.m.k. annað stigið. Valsmenn léku undan rokinu í gær en sköpuðu sér engin færi lengi vel. Framarar léku betur saman og áttu meira í leiknum. Eina mark leiksins kom á 27. mín. og var það gegn gangi leiksins. Marteinn Geirsson gaf þá boltann beint í fæturna á Hálfdáni. Hann gaf vel fyrir markið — yfir varnarmenn Fram og þar skaut Albert föstu skoti að markinu. Boltinn stefndi framhjá- markinu, þegar hann fór í Kristin Atla- son og breytti stefnu og sigldi í netið. í seinni hálfleiknum var um nær lát- lausa sókn Framara að ræða. Pétur Ormslev, Marteinn Geirsson og Guðmundur Torfason á lokamínút- unni, fengu allir tækifæri til þess að skora en annaðhvort varði Guðmundur markvörður Vals eða þá að varnar- menn björguðu á línu. Hinum megin fengu Hálfdán og Óli Dan báðir tækifæri til að skora en tókst ekki. Valsliðið verður sterkt í sumar en Framarar standa því ekki langt að baki og verður gaman að fylgjast með Framliðinu í sumar. Á laugardag léku Fylkir og Þróttur í mótinu og varð jafntefli 0—0. Á eftir þeim leik léku Víkingur og Ármann og þar unnu Ármenningar afar óvæntan sigur, 2—1. Lokastaðan í mótinu varð þessi: Valur 6 5 0 1 11—3 11 KR 6 3 12 10—6 8 Fram 6 3 2 1 9—6 8 Fylkir 6 2 2 2 6—6 6 Þróttur 6 12 3 6—7 5 Víkingur 6 12 3 5—10 4 Ármann 6 114 3—11 3 Kmverjar höfðu algera yfirburði Japaninn Seiji Ono varð í gær heims- meistari í borðtennis er hann vann Kín- verjann Guo Yuehua, sem fyrir keppn- ina var álitinn sigurstranglegastur, 25— 23, 21—17,18—21 og staðan var 3—0 í 4. lotunni þegar Kínverjinn varð að hætta vegna meiðsla. Þrir Kínverjar komust í undanúrslit- in, en samt tókst Ono afl sigra. Enginn haffli gert ráð fyrir honum í upphafi 'mótsins og hann var talinn 18. bezti borfltennisleikmaðurinn i heiminum. í undanúrslitum vann hann Kinverjann Liang Geliang 13—21, 21—19, 21—15, 12—21 og 21—15. í einliðaleik kvenna vann Ge Xinai frá Kína Li Song Suk frá Norður- Kóreu 21—10, 21—16 og 21—19. Þar voru einnig þrjár kínverskar í undan- úrslitum og Kínverjar höfðu yfirburði á mótinu þrátt fyrir að Evrópubúar dragi áþájafnt ogþétt. 1 tvíliðaleik karla unnu þeir Dragutin Surbek og Anton Stipanic frá Júgóslavíu Ungverjana Istyan Jonyer og Tibor Klampar 21—18, 22—20 og 21—16. í tvíliðaleik kvenna unnu þær Zhang Li og Zhang Deying og í tvenndarleik unnu þau Liang Geliang og Ge Xinai. AC Milan meistari eftir 10 ára hlé AC Milan varð um helgina italskur meistarí í - knattspymu eftir 0-0 jafntefli gegn Bologna á heima- íþróttir Brian Barnes sigraði eftir bráðabana Brían Barnes frá Bretlandi vann í gær opna ítalska meistaramótið i golfi, sem fram fór i Como. Eftir 72 holur vora þeir jafnir Barnes og Dale Haycs, sem vann keppnina i fyrra, á 281 höggi. Það varð þvi að leika bráðabana um úrslitasætið og Barnes vann hann á4. holu og hlaut 3,8 milljónir isl. fyrir vikiö. 1 þríðja sætinu voru Sam Torrance frá Englandi og Argentínubúinn Vicente Fernadesz. velli. Aðeins ein umferö er nú eftir af itölsku 1. deildarkeppninni og Milan hefur þríggja stiga for- skot. Leikurinn í gær var 500. leikur Gianni Rivera og þetta var 10. meistaratign Milan. Rúmlega 75.000 manns urðu vitni aö hundleiðinlegum leik gegn Bologna, en þúsundir áhangenda hlupu inn á völlinn til að fagna hetjum sinum, bæði fyrir og eftir leik- inn. Perugia, sem fylgt hefur Milan eins og skugginn i vetur, vann Lazio 2-0 en sá sigur kom of seint því liðið hefur gert óheyrilega mörg jafntefli i vetur. Perugia stefnir nú að því fyrst liða síðan 1929 að leika taplaust út keppnistimabilið. Síðasti leikurinn hjá liðinu er á útivelli gegn Bologna, sem þarf eitt stig úr þeim leik til að forða sér frá falli, en liðið hefuraldrei fallið í 2. deild. Orslitleikjaígær: Avellino — Inter 1-0 Fiorentir.a — Ascoli 1-0 Lanerossi — Juventus 1-1 AC Milan — Bologna 0-0 Napoli — Cantanzaro 1-0 Perugia — Lazio 2-0 Roma — Atlanta 2-2 Torino — Verona OO Efstu lið: AC Milan 29 17 9 3 45-18 43 Perugia 29 11 18 0 32-14 40 Juventus 29 12 12 5 37-29 36 Inter 29 10 16 3 37-22 36 Torino 29 11 14 4 34-21 36 Napoli 29 9 13 7 23-21 31 ------- —~— ------—r——-——; —yy— 11 jíbmhhmbbmbmbbbsbbbbb ..... ' .............-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.