Dagblaðið - 07.05.1979, Page 11

Dagblaðið - 07.05.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAl 1979. \ andstæðings keisarastjórnarinnar, Javadis, tekur í sama streng. Hann er hagfræðingur, hún menntaskóla- kennari. „Eiginmaður minn hefur séð nýju stjórnarskrána,” segir hún, ,,og segir að hún sé mjög lýðræðis- leg. Ég trúi honum alveg. Ég geng ekki með blæju því honum finnst það ekki fallegt. Það er eðli austrænna kvenna að klæðast samkvæmt óskum eiginmanns síns. Ég hef minna frelsi en hann en mér er alveg saman. Það veitir mér mikla hamingju að annast eins vel og ég get um hann og börnin. Og karlmaður sem býr við réttlæti úti í þjóðfélaginu verður góður við konuna sína þegar hann kemur heim.” Hún segir að 95% hjónabanda í landinu séu ákveðin af foreldrunum en þau endist líka miklu betur en þessi 5% þar sem hjónin velja sjálf. En hún viðurkennir að endingin kunni stundum að stafa af hlýðni við þjóðfélagið fremur en hamingju. Kóraninn veitir karlmanni leyfi til að taka sér allt að fjórar eiginkonur :n upplýstar konur í íran eru vanar ið benda á að þetta sé því skilyrði jundið að eiginmaðurinn elski og rnnist allar konur sínar jafnt. Og neð því að það sé ómögulegt þá sé tngin ástæða til að jagast í þessu. Kóraninn mælir einnig svo fyrir að tonur erfi hálft á við karla (eins og í slenzkum fomlögum). Fyrir dómi afngildir vitnisburður tveggja cvenna vitnisburði eins karlmanns og conur geta ekki gegnt dómarastörf- ím. Þetta er rökstutt með því að konur séu viðkvæmari og góðhjartaðri en karlar og því sé dómgreind þeirra ekki treystandi. Blæjan og brauðið Það er afskaplega erfitt að spá um það hvaða stefnu írönsk stjómvöld munu taka gagnvart konum í fram- tiðinni. Khomeini hefur lýst því yfir að þær eigi að taka þátt í uppbygg- ingu utan heimilis, ef þær geta. Margar af upplýstari konum em gift- ar eða tengdar stjórnmálamönnum og beita áhrifum sinum bak við tjöld- in. Þær hafa hætt opinberum mót- mælagöngum til að veikja ekki bylt- inguna. En eftir sem áður eru langflestar konur í íran svo blásnauðar og barn- margar að spurningar vesbænna blaðamanna um það, hvort þeim leiðist að bera blæju, orka á þær eins og lélegur brandari. Og sama er að segjaum jafnréttið. Sex barna móðir í sveitaþorpi, Soghra Ali Pour, svarar því svo: ,,í minni fjölskyldu búa allir við sama hlut. Ég hef verið gift í 25 ár og við hjónin og börnin okkar höfum í mesta lagi sex sinnum á ári kjöt á borðum, höfum ekki efni á að kaupa okkur kjötbita nema á átta vikna fresti. Við borðum það sama og við vinnum jafnmikið. Hver kúgar hvern?” (Endursagt úr New York Times Magasine). Dæmigerðar andstæður þar scm er hin iranska kona, hulin blæju, á ferð > skellinöðrunni, farartæki nútímans. Kjallarinn Árni Gunnarsson Þá hefur verið sagt, að erfitt verði ð hafa eftirlit með skilum frá þeim instaklingum, sem taka laun á fleiri n einum stað. Þetta atriði má leysa tieð því að gera einstaklinginn ábyrg- n fyrir skilum á skattinum, enda :oma heildartekjur í ljós, þegar laun ru gerð upp á ársgrundvelli. Þá efur verið fullyrt, að t.d. læknar ryndu segja sig úr sjúkrasamlagi, ef essi skattur yrði að lögum, og ýmsir átekjumenn fá launagreiðslum breytt hlunnindi. Við sliku er vissulega erf- :t að bregðast, en þann vanda yrði ð leysa með öðrum ráðum. ivað um skattsvikin? Nú er öllum ljóst, að fjölmargir ís- mdingar geta „skammtað” sér laun margvíslegan hátt. Skattsvik eru tíð g götótt skattalög bjóða upp á ýmsa íöguleika til „löglegra skattsvika”. l þessu sviði hefur margt verið reynt 1 að hefta ófögnuðinn og talsverður rangur náðst. En betur verður að era, ef verulegur árangur á að nást. larátta gegn skattsvikum er nánast ndalaus, en undir stærstu lekana má ósetja. Núverandi ríkisstjórn hefur kveðið að taka þessi mál föstum Skum og á næstunni verður miklum jármunum varið til að efla allt skattaeftirlit. Er þess að vænta að hringurinn taki að þrengjast um þá, er virða lög að vettugi og nota sér- staka aðstöðu sina til að hafa mikla fjármuni af sameiginlegum sjóðum landsmanna. Afnám tekjuskatts af almennum launa- tekjum Alþýðuflokkurinn hefur flutt þingsályktunartillögu um afnám tekjuskatts af almennum launatekj- um. Þar eru almennar launatekjur skilgreindar svo, að þær séu tvöfald- ar meðaltekjur verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna. Þetta er yfirlýst stefna Alþýðuflokksins. En þessi stefna breytir ekki hinu, að þegar laun eru orðin óheyrilega há, er fuU ástæða til að skattleggja þau mikið til að koma á jöfnuði og jafn- vægi í þjóðfélaginu. Það hefur engin ríkisstjórn leyfi til þess að láta fámenna hópa launa- manna setja launaramma svo úr skorðum, að ógni efnahagslegu öryggi þjóðarheildar og einstakra þegna. Þetta mál verður að taka föst- um tökum. Með afnámi tekjuskatta af almennum launatekjum og með sérstökum hátekjuskatti er stefnt að meira launajafnvægi í þjóðfélaginu en nokkru sinni áður hefur verið gert. Lagasetningin Alþingi er til þess kosið að setja þjóðinni lög. Útfærsla laganna kemur fram í reglugerðum. Með frumvarpi um hátekjuskatt er mótuð ákveðin stefna, er horfir í réttlætisátt og á hljómgrunn með yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Ef einhverjir hópar ætla að skerast úr leik og reyna að telja þjóðinni trú um, að þeir séu hafnir yfir slík lög, þeim beri hærri laun en milljón á mánuði, er rétt að huga að því hverjir gera þjóðfélaginu kleift að greiða svo há laun. Það skyldi þó ekki vera fólkið, sem skapar verðmætin með daglegu striti sinu, fólkið, sem hefur í laun einn fimmta hluta af milljón á mánuði? Ámi Gunnarsson alþingismaöur. \ ii AUGLYSINGASTCFNAN — ný stef na í íslenzkum stjórnmálum Alþýðuflokkurinn hefur innleitt nýja „stefnu” í islenzkum stjórn- málum — auglýsingastefnuna. „Stefnu” þessari er ætlað að hafa áhrif á það fólk, sem hefur ekki tíma til að hugsa vandamál þjóðlífsins til enda, en lætur sér nægja að hlusta á fréttir og lesa fyrirsagnir dagblað- anna. Tilgangur auglýsingastefnunnar er atkvæðasmölun, og þegar atkvæða- veiðarar Alþýðuflokksins telja væn- legt að leggja net sin fyrir kjósendur, eru öll veiðarfæri leyfileg. Þá eru málefnin látin lönd og leið, skynsem- in er látin lönd og leið, en auglýsinga- gildið látið ráða. Fyrsta boðorð auglýsingastefnu Alþýðuflokksins er: Verið áberandi og vinsælir. Annað boðorðið er: Verið óábyrgir gerða ykkar — ábyrg afstaða er óvin- sæl. Alþýðuflokksmönnum hefur þótt aðferð þessi gefast vel, og í anda hennar hafa þeir oft kvatt sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi og á þeim vettvangi sem öðrum viðhaft stóryrt- ar yfirlýsingar. Fyrir alþýðuflokksmönnum hefur hins vegar farið eins og oft vill fara þegar vel veiðist — nú hafa þeir gerst of veiðibráðir. Skattaflug með brotlendingu Almenningur er bæði reiður og undrandi yfir hinum svimháu launum flugmanna. Á það hljóta líka allir að fallast, að laun þessara manna séu óeðlilega há, ef tekið er mið af öðrum launum i landinu. Þegar alþýðuflokksmenn fundu hve reiður almenningur var vegna hinna háu launa flugmanna, settust þeir niður til þess að leggja á ráðin um hvernig Alþýðuflokkurinn gæti notfært sér óánægju almennings. Alþýðuflokksmenn vita nefnilega vel, að af óánægðum almenningi má hafa not, þegar til kosninga kemur. Þeir vita líka, að slíkt er best að gera með því að ganga í lið með hinum óánægöu og fá þá svo til að kjósa „rétt”. Verkefnið, sem auglýsingaskrum- arar Alþýðuflokksins fengu, var því að virkja óánægju almennings. En verkefnið var ekki eins auðvelt og það leit út fyrir að vera. Alþýðuflokkurinn var nefnilega með aðild að ríkisstjórn, og ekki nóg með það, heldur var það alþýðu- flokksráðherra, sem hafði flug- mannadeiluna í sínum verkahring! Það sjá allir, að slíkt verkefni er ekki auðvelt, að best hefði verið fyrir alþýðuflokksmenn að hreyfa ekki þessu máli umfram þau afskipti, sem ráðherra þeirra hafði þegar af því haft. En freistingin var svo mikil, að hún varð skynseminni yfirsterkari, og áróðursmeistararnir fundu aðferð, sem þeir töldu að gæti slegið ryki í augu almennings. Vanhugsað frumvarp Aðferð þessi uppfyllir hin tvö boð- orð auglýsingastefnunnar' um vinsæla en óábyrga afstöðu. Alþingi var notað sem auglýsinga- stofa og þar lagt fram frumvarp um hátekjuskatt, hvorki meira né minna Kjallarinn Leó E. Löve en 85% af tekjum umfram milljón á mánuði, en þar að auki kæmi svo út- svar og önnur gjöld, þannig að ekkert yrði eftir. Ekkert er i frumvarpinu um frádráttarliði, hvað þá að vikið sé að nánari framkvæmd laganna, inn- heimtu eða öðrum framkvæmda- atriðum. Til þess að undirstrika vit- leysuna er svo atvinnurekendum heimilað að greiða hátekjumönnum íBæði sleppt og haldið Enn er þó eftir rúsínan í pylsu- endanum. Alþýðuflokkurinn er með það á stefnuskrá sinni; að engan tekjuskatt skuli greiða af launa- tekjum. Afnám tekjuskatts er hluti auglýsingastefnunnar, því að al- mennt eru menn óhressir yfir skött- unum og þvi vinsælt að hafa afnám þéirca á stefnuskrá. En nú passar betur vaj5 sleppa stefnuskránni eitt : augnablilf'-^-og þá er ekki hikað, en lagt fram frumvarp um tekjuskatt! Stefnufesta srkjptir engu, þegar möguleiki er á vinsældum, og það gerir heldur ekkert til, því að Alþýðu- flokkurinn trúir ekki því fornkveðna: „ekki verður bæði sleppt og haldið”, hann er bæði með og á móti ýmsum málum, í stjórn eða stjórnarand- stöðu, allt eftir því hvað auglýsinga- stefnan býður honum að gera hverju sinni. Sprengjur eða púðurkellingar Einhver kann að verja alþýðu- flokksmennina og segja, að frumvarp þeirra sýni góðan vilja, og undir það skal heils hugar tekiö. En þegar hinn góði vilji er settur fram eins og í þessu máli, fer glansinn alveg af. Alþýðuflokksmenn vita, að frum- varp þeirra er svo vitlaust, að það yrði aldrei samþykkt, enda óframkvæm- anleg regla, sem þeir stinga upp á. Þeir eiga hins vegar aðild að ríkis- stjórn, og þeir eiga ráðherra þann, sem mest afskipti hafði af flug- mannadeilunni. Þeir hefðu getað — og geta enn — fundið aðrar leiðir, raunhæfar leiðir, i þessu máli. Vissulega er hætt við, að þær leiðir massi ekki við boðorð auglýsinga- stefnunnar, því að þær yrðu ekki , A „Hitt mega alþýðuflokksmenn vita, aö al- menningur er orðinn þreyttur á hinum ei- lífu „sprengjum” þeirra.” út af reikningi ríkissjóðs, þegar tekj- urnar eru innan við milljón einn mán- uðinn. Það má þá aldeilis batna samvinna atvinnurekenda og ríkisinnheimtunn- ar, ef þetta á að geta gengið upp! Nei, svona frumvarp er hrein móðgun að bera á borð fyrir Alþingi og reyndar landsmenn alla. Nú eru áróðursvinnubrögðin orðin of um- búðalaus. áróðursleg „sprengja” fyrir Alþýðu- flokkinn. Hitt mega alþýðuflokksmenn vita, að almenningur er orðinn þreyttur á hinum eilífu „sprengjum” þeirra og farinn að sjá i gegnum hina mikið notuðu sauðargæru. Almenningur er nefnilega ekki eins heimskur og alþýðuflokksmenn vilja vera láta. Leó E. Löve lögfræðingur. 1978—79 (lOÖ^o^jafarþi^^ 558. Frumvarp til laga Nd. um hátekjuskatt. Jlm-; Árni Gunnarsson, ýilmundur Gyl«ion, Bjarni Giiðnason, Gunhlaugur Sttfánsson, Jóhannj^igurðardóttir, heimI2'séScÍekÍU!’ ,eins;alfc;ings yfir ^niilljónir kr. á ^sgrundvelli, skal inn- umtoml miSÆrimiS * ** *** *” 1 fara vfir^l mnliórfkr skal innfeimta mánaðarlégá, þánnig að ef tekj- af Lr L! mllljonfkr- a mannðrskal vinnuveitanda skylt að halda eftir 85 af hundra^ sióðl e,r. nniframlmrlijon kr., og leggja það inn á sérstakan reikning ríkis! króna fi ÍT nFVft Sf}-á8ur hefur :8reiu Þennan skattj ekki .einni milljójl krona a manuði siðar 4 tímabiiinu, skal endurgreiða honum af sama reikningi. Lög þessi öðlasf þegar gildi. 3. gr. ‘í*. 'iV Óframkvæmanlegt lagafrumvarp. Alþýðuflokksmenn vita, að Alþingi getur ekki samþykkt hvaða vitleysu sem er, og nota þvi svona aðferðir til þess að upphefja sjálfa sig i augum almennings. Annað nýlegt dæmi er tillaga um þjóðaratkvæðagrciðslu. Þegar sú tillaga var felld, er sagt, að enginn hafi orðið þvi fegnari' en sjálfur flutningsmaðurinn, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla hefði verið óframkvæmanleg i þvi tilfelli.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.