Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 10
10 MÆBIAÐW DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAÍ 1979. Utgefandc Dagblaðifl hf. Framkvaamdastjórí: Sveinn R'. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. RjtstjómarfuUtrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjórí: ómar Iþróttir'HaHur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrísson. Hörmuru Gufljón H. Pálsson. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Mér E.M. Halldórsson. RHstjóm SUumúia 12. Afgreiflsla, áskríftadoild, auglýsingar og skrífstofur Þverhohi 11. Aflaisimi blaflsins er 27022 (10 línur). Áskríft 3000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugorfl: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skotfunni 10. Ekki íneinum sárum Hinn nýi forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, varð á sínum tíma formaður íhaldsflokksins með því að velta úr sessi grónum leiðtoga, sem áður hafði verið forsætisráðherra, Edward Heath. Samfara þessum formannaskiptum urðu nokkrar væringar með mönnum i íhaldsflokkn- um brezka, en þær hurfu brátt í skuggann. Engum datt í hug, að flokkurinn mundi klofna, enda kom brátt í ljós, að hin flokkslega eining var hin sama og áður. Það er alsiða í Bretlandi og öðrum vestrænum lönd- um, að flokksleiðtogar verði hvað eftir annað að verja stöðu sína í kosningum innan flokksins. Oftast tekst þeim það, en stundum falla þeir eins og Heath féll fyrir Thatcher. Hvergi í þessum löndum er talið, að æviráðning fel- ist í flokksformennsku. Hvergi þykir neitt tiltökumál, að flokksmenn þurfi stundum að skipta um leiðtoga sinn, hvort sem fráfarandi formanni líkar betur eða verr. I stjórnmálaflokkum íslands hefur hins vegar ekki tíðkazt, að menn bjóði sig fram gegn formönnum. Sumum fínnast slík framboð í hæsta máta ósvífin, alveg eins og formennska væri í rauninni æviráðning. Mörgum fannst Iíka næsta ósvífið af Albert Guðmundssyni að bjóða sig fram til formennsku Sjálf- stæðisflokksins gegn Geir Hallgrímssyni. í nágranna- löndum okkar þættu slík mótframboð hins vegar sjálf- sögð og eðlileg. Úrslitin á Iandsfundinum voru traustsyfirlýsing á Geir Hallgrímsson, sem hlaut atkvæði tveggja þriðju hluta fulltrúanna. Staða hans í flokknum er nú sterkari en áður, er honum hefur tekizt að verja stöðu sína í at- kvæðagreiðslu. Staða Alberts Guðmundssonar í flokknum hefur einnig styrkzt, þrátt fyrir ósigurinn í atkvæðagreiðsl- unni. Mörgum kann að finnast þetta undarleg rök- semdafærsla. En staðreyndin er sú, að Albert hefur sýnt fram á, að hann er sameiningartákn öflugra minnihlutasjónarmiða í Sjálfstæðisflokknum. Varaformaður flokksins, Gunnar Thoroddsen, styrkti einnig stöðu sína með því að verja sætið, þótt stuðningsmenn sjálfs formanns flokksins reyndu að velta honum úr því. Með því sýndi hann, að vald for- mannsins dugir ekki til að hnekkja varaformanninum. Rökrétt framhald þess, sem hér hefur verið sagt, er, að Matthías Bjarnason efldist líka á landsfundinum með því að ná töluverðum árangri í atkvæðagreiðsl- unni um varaformennskuna. Með þeim árangri hefur hann skipað sér í innsta hring forustusveitarinnar. Eini sigurvegarinn, sem ekki þurfti að berjast, var Birgir ísleifur Gunnarsson, þriðji maðurinn í flokkn- um á eftir Geir og Gunnari. Hans sigur felst í að hafa sýnt fram á, að hann er ekki umdeildur í flokknum eins og hinir leiðtogarnir. Hvar stendur svo Sjálfstæðisflokkurinn eftir þessi átök? Óhætt er að fullyrða, að hann er ekki í neinum sárum þeirra vegna. í stórum flokkum er jafnan ágreiningur og það er betra að hafa hann á yfirborðinu en undir niðri. Sjálfstæðisflokkurinn er heldur sterkari eftir átökin en fyrir þau. Vonandi lærir bæði hann og aðrir íslenzk- ir stjórnmálaflokkar af þessu. Vonandi fara menn að draga í efa æviráðningu flokksleiðtoga og fara að hugsa sjálfstætt. íslenzkir stjórnmálaflokkar mundu styrkjast, ef leið- togar þeirra yrðu stundum að verja sæti sín fyrir öðr- um leiðtogaefnum. Albert Guðmundsson á heiður skilið fyrir að hafa flett upp á nýjum kafla í íslenzkri stjórnmálasögu. Skyggnzt bak við blæjuna: K0NURIIRAN meirihlutinn kann ekki að lesa Að göturæsi í suðurhluta Teheran- borgar kemur kona með sjö börn og þvottinn sinn. Á höfðinu hefur hún plastkörfu með óhreinum matarílát- um og á öxlinni skjóðu með óhreinu taui. Við brjóst hennar hangir tand- urhreint barn og sýgur. Sólin glampar á brúnleitu vatninu og ungbarnið fálmar eftir spegilmynd sinni í vatnsfletinum meðan móðirin bjástrar við þvottinn. Að klukku- stund liðinni hefur hún lokið störfum og gengur upp brekkuna í átt heim til sín með alla barnaþvöguna á hælun- um. Konan heitir Gholi Dahri og maðurinn hennar vinnur allan daginn sem burðarmaður á „basarnum”. Svo nefnist útimarkaður i Austur- löndum. Ef kaupendur vilja fá vörur sínar sendar heim þá er það hann sem annast það og flytur varninginn ýmist á eigin baki eða handvagni. Dagkaup hans er um 2500 ísl. krónur. Öll fjölskyldan býr í einu herbergi sem hún hefur til leigu. Gholi Dahri er ólæs og sama er að segja um 3/4 af kynsystrum hennar í landinu en íranSkar konur munu vera um 17milljónir. Hún er hjúpuð blæju frá hvirfli ti! ilja, svokallaðri „chador”. Hún getur þó ekki þvegið nema að fara úr henni og þá hefur hún klút á meðan fyrir andlitinu. Hugmyndir um jafnrétti kynjanna er eitthvað sem hún hefur engan áhuga á og þar er hún á sama báti og yfirgnæfandi meirihluti kvenna í íran. Æðstu óskir hennar snúast um m^iri mat fyrir börnin, betri tekjur og stærra heimili en þetta eina herbergi. Og sama er að segja um flestar aðrar konurí landinu. séu milli þeirra. Þær konur voru klæddar þröngum gallabuxum eða kjólum og dýrum loðfeldum. Þær hafa menntun og peninga. Ein þeirra er Susan Kamalieh, þrítug og glæsileg. Hún er dóttir efn- aðra foreldra og fékk frjálslegt upp- eldi, bar til dæmis aldrei blæju nema þegar hún sótti trúarathafnir í mosk- unni. Hún fór til náms í Bandaríkj- unum og fékk síðan að velja eigin- mann sinn sjálf. Hjónabandið entist ekki lengi. Nú á hún vin sem hún ætl- ar að flytjast með til Parísar ef stjórn Khomeinis bannar þann lifstíl sem hún hefur tamið sér. Hún býr hjá foreldrum sínum því henni mundi ekki líðast að búa með vini sínum í Teheran og ennþá síður getur hún búið ein. Það gera konur alls ekki þar i borg. Þær fara heldur ekki einar út á kvöldin því þá eru þær eltar og áreitt- ar af karlmönnum, sérstaklega ef þær eru blæjulausar. „Ástæðan er raunverulega sú að hinir ströngu siðir og hefðir valda því að karlmenn í íran fá ekki nægilega útrás fyrir kynþörf sína,” segir Susan. „í-minni fjölskyldu búa allir við sama hlut. — Við borðum það sama og við vinnum jafnmikið. Hver kúgar hvern?” Þannig spurði sex bama móðir í írönsku sveitaþorpi. Þjóðlegir skæruliðar Yfirstéttarkonur Sá hópur kvenna í landinu sem berst fyrir jafnrétti og flykktist út á göturnar í Teheran, þegar Ayatollah Khomeini skipaði öllum írönskum konum að bera blæju, á svo lítið sameiginlegt með Gholi Dahri og hennar líkum að segja má að ljósár Konurnar í íran tóku þátt í bylting- unni eftir því sem þær höfðu tök á. Blómasölukona á götunni gaf öll blómin sín: ,,það var það eina sem ég gat gert,” sagði hún. Veitingakona fyllti poka af hrísgrjónum og hlóð þeim í götuvígi: „Ég hafði engan sand en grjónin mín vemduðu hug- hraustu hermennina okkar.” Sumar konur börðust með skot- vopnum við hlið karlmannanna. Ein þeirra var Ashraf Rabi. Hún er með- limur í Mujahadeen, þjóðlega skæru- liðaflokknum. Hún gekk í samtökin fyrir tíu árum þegar hún var nítján ára og las eðlis- fræði við háskólann. Hún var tvisvar handtekin og kvalin með sígarettu- glóð og barsmíðum en fljótlega látin laus. En fyrir fjórum árum sprakk heimagerð sprengja á heimili þar sem neðanjarðarhreyfingin sem hún var í hafði bækistöð. ,,Ég var sú eina sem særðist,” segir Ashraf. ,,Á spítalanum var ég yfir- heyrð af öryggislögreglu keisarans með tilheyrandi meiðingum og síðan sett í fangelsi og ekki sleppt fyrr en í janúar síðastliðnum. Meðan á fanga- vistinni stóð var ég einn morgun tekin í smáferðalag. Það var í líkhús borg- arinnar. Þar var mér sýndur maður sem skotinn hafði verið til bana á götu nóttina áður. Ég var spurð hvort ég þekkti hann. „Þetta er maðurinn minn,” sagði ég. „Hann var líka í neðan jarðarhreyfingunni. ’ ’ Ashraf Rabi helgar nú alla sína krafta uppfræðingu kvenna. „Aðal- atriðið er að skapa þjóðfélag, þar sem allir þegnarnir geta lifað ham- ingjusömu lífi út frá eigin forsend- um. Deilan um blæjuna er mál sem blöðin hafa blásið upp. Heimskulegt. Engin kona verður þvinguð til að bera blæju en margar munu bera hana með stolti eftir að hafa kynnt sér sögu og trúarbrögð þjóðar okk- Kóraninn og konurnar Ashraf Rabi trúir á kóraninn og má ekki heyra nefnt að þar gæti kvennakúgunar. Sama viðhorf hefur eiginkona Khomeinis, Batool. Hún var gift honum 13 ára gömul, fyrir 50 árum. „Ég ræð heima en hann heiman. En við ræðum saman um aliar ákvarðan- Keyan, eiginkona eins skeleggasta Hverjir skapa millj- ón á mánuði? — í tilefni hátekjuskatts Aukinn launajöfnuður, jafnlauna- stefna, er ofarlega í huga allra þeirra, er berjast fyrir jöfnuði og jafnrétti. Mikill launamismunur í litlu þjóðfé- lagi hefur skaðleg áhrif i hvívetna, leiðir til ójafnaðar, stéttaskiptingar og stöðugra átaka á vinnumarkaði. íslendingar hafa rækilega verið minntir á þessar staðreyndir að und- anförnu. Á sama tíma og ríkisvaldið fer þess á leit við fjölmennustu, og um leið launalægstu stéttir þjóðfélagsins, að þær skerði umsamin launakjör í krónutölu, fá aðrir hópar verka- mannalaun í hækkun á mánaðar- laun. Þar hefur núgildandi vísitölu- kerfi sannað, að það er ekki aðeins ranglátt, heldur stórhættulegt. Há- launahópar fá mestar hækkanir, þegar þakinu er lyft af vísitölunni, og bilið breikkar á milli launahópanna. Launastefnan er einn þáttur í þeirri tilraun ríkisvaldsins að draga úr ihjjfum verðbólgu með margvís- legurtF^ggrðum í efnahagsmálum. Með einni'ntitijrskrift tókst Flug- ieiðum hf. að kippa'stoðum undan þessari launastefnu og efna til meira launaskriðs en dæmi eru til. Og rikis- stjórnin reyndist sorglega ráðalaus. Launahækkanir háiaunahópa af þessu tagi eru eins og hnefahögg framan í þá láglaunahópa, sem lýst hafa sig reiðubúna að taka þátt í bar- áttunnigegn verðbólgunni. Hátekjuskattur launatekjur einstaklings yfir 12 millj- ónir króna á ársgrundvelli, skuli innheimta sérstakan hátekjuskatt, sem nemi 85 af hundraði af þeim tekjum, sem eru umfram 1 milljón krónaámánuði. Gert er ráð fyrir, að þessi skattur verði innheimtur mánaðarlega, þannig að ef tekjur fari yfir 1 milljón króna á mánuði, skuli vinnuveitanda skylt að halda eftir 85 af hundraði af þvt, sem umfram er 1 milljón króna, og leggja það inn á sérstakan reikning ríkissjóðs. Nái tekjur launþega, sem áður hefur greitt þennan skatt, ekki einni milljón króna á mánuði síðar á timabilinu, skal endurgreiða honum af sama reikningi. Samkvæmt þessu frumvarpi mega launatekjur einstaklings ekki fara fram úr 12 milljónum króna á ári, og þykir sumum rífleg fjárhæð. Hjá hjónum, sem telja fram sitt i hvoru lagi, verður upphæðin 24 milljónir króna. Þarna er sett þak á laun! Flutningsmenn eru þeirrar skoðunar, að 12 milljón króna árstekjur ein- staklings eigi að duga ríflega til „sómasamlegs” framfæris. Engum er vorkennt að lifa af lægri tekjum. tekjur á ársgrundvelli. Þessar endur- greiðslur verða mánaðarlega. Því hefur verið haldið fram, að verði lög þessi að veruleika, muni þau jafn- gilda því, að skattar geti farið upp undir 150%, þ.e. að þessi skattur bætist við skattstigann, sem fyrir er. Þetta er alrangt. í greinargerð segir orðrétt: „í þessu frumvarpi er lagt til, að á verði lagður sérstakur há- tekjuskattur, er komi í stað almennra tekjuskatta”. Hátekjuskatturinn er því ekki í neinum tengslum við þá skatta, sem fyrir eru. Þá má ætla, að skattur af þessu tagi yrði háður verð- lagsbreytingum, þ.e. að tekjumörkin bréyttust í réttu hlutfalli við almenn- ar verðlagsbreytingar. Andstaða hátekjufólks Þegar hefur orðið vart verulegrar andstöðu gegn þessum skatti, en ein- göngu úr hópum hátekjufólks. Sagt er að hann drepi í dróma frjálst fram- tak og athafnaþrá. Enn eiga mörg þúsund íslendinga langt í land með að fá fullnægt athafnaþrá, er gæti veitt þeim 12 milljón króna laun á ári. Vissulega ber að stuðla að fram- A meðan núverandi ástand ríkir er aðeins ein leið fær til að setja þak á laun, þ.e. tekjuskattur á hátekjur. í þeim tilgangi hafa nokkrir þingmenn Alþýðuflokksins lagt fram á þingi frumvarp til laga um hátekjuskatt. Þar er gert ráð fyrir því, að fari rífe „Hverjir gera þjóöfélaginu kleift að greiöa svo há laun? Það skyldi þó ekki vera fólkið, sem skapar verðmætin með dag- legu striti sínu, fólkið, sem hefur í laun einn fimmta hluta af milljón á mánuði?” Þá er ákveðið gert ráð fyrir því, að hjá hópum manna, þar sem sveiflur í tekjum geta verið miklar frá mánuði til mánaðar, fái þeir endurgreitt, ef þeir fara ekki yfir 12 milljón króna taki einstaklingsins, en það framtak þarf einnig að vera í þágu þjóðar- heildarinnar og jafnvel framtakssöm- ustu mönnum er varla vorkunn að lifa af milljón á mánuði.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.