Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.05.1979, Qupperneq 15

Dagblaðið - 07.05.1979, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAl 1979. S Iþróttir Iþróttir 15 íþróttir Iþróttir I Mikilvægur sigur A- Þjóðverja yf ir Sviss Austur-Þjóðverjar bættu stöðu sina i 4. riðli Evrópukeppni landsliða veru- lega er þeir sigruðu Svisslendinga 2-0 á laugardaginn í St. Gallen i Sviss. Bæði mörk Þjóðverjanna komu á ákaflega mikilvægum augnablikum. Hið fyrra skoraði Lutz Lindeman á lokasekúnd- um fyrri hálfleiksins og síðara markið skoraði Joachim Streich rétt fyrir leiks- lo^. Sfcigvisslendingar áttu sízt minna i leikn- uni o'g áttu ein. fjögur tækifæri til að skora en tókst ekkt: -íslendingar eru í þessum riðli ásamt Pólverjum og Hol- lendingum og næsu leikur er einmitt á milli Sviss og íslands þann 22. þessa mánaðar. Ahorfendur í St. Gallen voru 9000 talsins. Staðan í riðlinum er nú þessi: Holland Pólland A-Þýzkaland ísland Sviss „Vona að ég geti verið með f landsleikjunum” —sagði Jóhannes Eðvaldsson í gær en hann meiddist illa í ökkla í leik Celtic við Rangers. Fékk þó hæsta einkunn íöllum skozku blöðunum „Ég var heppinn að brotna ekki um ökklann — þetta var mjög slæm „takl- ing” hjá Parlane aftan frá. Ökklinn er stokkbólginn en ég vona aö þetta lagist svo ég geti leikið landsleiki íslands gegn Sviss og Vestur-Þýzkalandi síðar i þess- um mánuði. Mig langar mjög til að vera með i þeim leikjum,” sagði Jó- hannes Eðvaldsson, þegar DB ræddi við hann f gær. í fréttum BBC á laugar- dag var sagt, að Jóhannes hefði meiðzt svo illa að hann mundi ekld leika meir á þessu leiktimabili. Atvikið átti sér stað á 16. mín. i leik Rangers og Celtic á Hampden Park — en þrátt fyrir meiðsl- in lék Jóhannes allan leikínn. „Það var rangt hjá mér að fara ekki út af strax — en maður dofnar, þegar þetta á sér stað. Ég hélt að meiðslin væru ekki svona slæm en vissulega var erfitt að leika. Þetta var líka hörku- leikur og úrslitin ákaflega þýöingar- mikil fyrir bæði lið. Rangers vann en við hjá Celtic fengum okkar tækifæri. Jafntefli hefðu verið sanngjarnari úr- slit. Markið, sem Alex MacDonald skoraði á 57. mín. var hrein vitleysa. Þaö munaði sáralitlu að mér tækist að bjarga á marklínu. Þegar ég fór úr skónum eftir leikinn var ökklinn orðinn stokkbólginn — auk þess sem ég hafði tognað á innan- verðum fætinum. Ég fór strax í ítarlega. rannsókn en sem betur fór kom í ljós- að um brot var ekki að ræða. Liðbönd- in höfðu heldur ekki slitnað en ég gat ekki stigið í fótinn á laugardagskvöld. Ég fór aftur í aðgerð í morgun og var þá betri. Gat aðeins hreyft ökklann og verð i meðferð tvisvar á dag næstu daga. Bara að ég hefði nú öU tækin hans pabba hér við höndina,” sagði Jó- hannesennfremur. Hann mun ekki leika með Celtic í kvöld gegn Partick — en Jóhannes hefur yfirleitt náð sér nokkuð fljótt eftir meiðsli — svo hann var jafnvel að gera því skóna að hann gæti leikið hinn þýðingarmikla leik við Rangers á Park- head þriðjudaginn 15. mai — en greini- legt var þá á Jóhannesi í gær, að hann var mest með hugann við Evrópuleik Sviss og íslands í Bern 22. maí og leik Íslands og Vestur-Þýzkalands í Reykja- vík helgina á eftir. í gær var ökklinn mjög bólginn en mar var farið að koma út, semergóðs viti. Aðeins þrír leikir voru i skozku úr- valsdeildinni á laugardag. Úrslit urðu þéssi: DundeeUtd. — Aberdeen 2-2' Partick — Hearts 2-0 Rangers—Celtic 1-0 Aberdeen náði jafntefli gegn Dundee Utd. á mjög vafasamri vítaspyrnu rétt Mjög góður vamarleikur —ásamt f rábærri markvörzlu f leyttu Aftureldingu upp í2. deild Emil Karlsson, markvörður Aftur- eldingar, var sínum mönnum svo sann- arlega betri en enginn á laugardaginn, þegar Afturelding tryggði sér 2. deildarsætið i baráttunni við Stjörnuna úr Garðabænum. Emil varði hreint eins og berserkur allan leikinn og mark- varzla hans lagði grunninn að góðum sigri Aftureldingar, 16-13. í hálfleik hafði Afturelding yfir 9-6. Strax í upphafi var greinilegt að mikil taugaspenna þjakaði leikmenn beggja liða og voru leikmenn Stjörn- unnar sýnu verri enda höfðu þeir öllu að tapa. Fyrsta mark leiksins kom eftir 8 min., en þá kom Gústaf Baldvinsson Aftureldingu yfir 1-0. Áður hafði Emil varið víti Eyjólfs Bragasonar og gefið þar með forsmekkinn af markvörzl- unni. Stjarnan jafnaði, en smám saman náði Afturelding betri tökum á leiknum og eftir 18 mín. hafði liðið náð þriggja marka forskoti. Sá munur var í leiks- lok. í seinni hálfleiknum tókst Stjörnunni tvívegis að minnka muninn í eitt mark undir lokin en Afturelding gaf ekki frekari höggstað á sér og sigurinn varð örugglega þeirra. Af leikmönnum Aftureldingar ber fyrst og fremst að minnast á Emil Karlsson, sem varði af stakri snilld all- an timann. Þá átti Gústaf mjög góðan fyrri hálfleik. Steinar og einkanlega Lárus skoruðu mikilvæg mörk. Vörnin var sterk í heildina. Stjarnan hefur hrapað ótrúlega undanfarna mánuði. Liðið var aðeins svipur hjá sjón í þessum leik og bar lítið á leikmönnum eins og Eyjólfi og Magnúsi Teits. Árni Árnason var einna beztur Stjörnumanna ásamt Magnúsi Andréssyni en Ómar í markinu varði þokkalega en fékk á sig herfileg mörk oftátíðum. Mörk Aftureldingar: Gústaf Bald- vinsson 7/1, Lárus Haildórsson 3, Steinar Tómasson 2, Ingvar Hreinsson 2, Björn Bjarnason 1 og Sigurjón Eiríksson 1. Mörk Stjörnunnar: Árni Árnason 4, Magnús Andrésson 3, Eyjólfur Braga- son 3/1, Hörður Hilmarsson 1/1, Magnús Arnarson 1 og Eggert ísdal 1. fyrir leikslok og þar fóru siðustu mögu- leikar Dundee-liðsins á meistaratitlin- um. Þar koma aðeins Rangers og Celtic til greina. Celtic tapaði í fyrsta sinn \ sjö leikjum og spenna á Hampden var gífurleg. Áhorfendur hátt í sjötíu þús- und. í skozku blöðunum i gær var Jó- hannes alls staðar með hæstu einkunn leikmanna í leiknum — og það þrátt fyrir meiðslin. Staðan er nú þannig: DundeeUtd. 36 18 8 10 56-37 44 Rangers 32 16 9 7 46-29 41 Celtic 32 17 6 9 52-34 40 Aberdeen 34 12 14 8 57-33 38 Hibernian 35 II 13 11 42-47 35 St. Mirren 35 14 6 15 45-39 34 Partick 33 13 8 12 40-34 34 Morton 35 11 12 12 51-53 34 Hearts 34 8 7 19 39-69 23 Motherwell 35 5 7 23 33-86 17 Jóhannes Eðvaldsson - ökkla á laugardag. - meiddist illa á Gamli landsliðsgarp- urinn lokaði markinu —þegar Ármann sigraði Ægi 9-2 í sundknattleik í gær „Það voru sennilega mistök hjá mér að leika ekki lika í marki i sundknatt- leiknum i gamla daga,” sagði Guðjón Ólafsson, landsliðsmarkvörðurinn kunni hér á árum áður i handknatt- leiknum, eftir stórsnjalla markvörzlu 1 Sundhöllinni i gær. Þá léku ÁrmftVfn og Ægir síðasta leikinn á mljniingarmót- inu um Þorstein ingólfsson og Guðjón, sem kominn er á fimmtugs- aldurinn, var aðalmaðurinn i leiknum. Varði meðal annars þrjú vitaköst Ægis- manna og lokaði marki sínu alveg lang- tímum saman. Fékk aðeins á sig tvö mörk en félagar hans í Ármanns-liðinu skoruðu níu. Ármann sigraði því 9—2 — og KR- ingar urðu sigurvegarar. Þeir hlutu 5 stig. Ármann 4 og Ægir 3. Leikin var tvöföld umferð. Ármenningar voru í vandræðum með markvörð í gær og „gamli maður- inn” skellti sér þá bara í markið. Honum var fagnað mjög eftir leikinn enda ekki á hverjum degi, sem slík Maraþonmet Leikmenn Fram í 3. flokki félagsins settu nýtt maraþonmet i handknatt- leiknum, þegar þeir léku i 29 klukku- stundir i Álftamýrarskóla. Þeir voru sex i hvoru liði og skoruðu grimmt. Fyrra maraþonmetið í handknattleikn- um áttu leikmenn úr Stjörnunni. Það var 27 klukkustundir. skoruðu Guðjón Guðmundsson og Þorsteinn Geirharðsson, viti. Á föstudag sigraði KR Ármann 8—7 í mjög tvísýnum leik. Mörk KR skoruðu Ólafur Gunnlaugsson 4, JþtJrður Ingason 2, Þorgeir Þorgeirsson 1 ójf’Jóhatm. Guðmundsson 1. Mörk .Ármanns: Pétur 2, Stefán 2, Ágúst 1, jGunnar Ástvaldsson 1 og ~KriStinn jlngólfsson 1. Efstu liðin sigruðu öli - í 1. deild íV-Þýzkalandi Sama spennan er alltaf á toppnum f 1. deildinni i Vestur-Þýzkalandi i knatt- spyrnunni. Öll efstu liðin unnu á laugardag. Stuttgart er því enn efst en Hamborg hefur tapað fæstum stigum. Hvert lið leikur 34 leiki. Úrslit á laugardag urðu þessi: Hamborg — Duisburg 3-0 Köln — Gladbach 1-1 Hertha — Bremen 0-2 Dortmund — Brunschweig 2-7 Niirnberg — Frankfurt 0-0 Darmstadt — Bayern 1-3 Stuttgart — Bochum 2-0 Dusseldorf — Schalke 3-1 Kaisersl. — Bielefeld 3-2 Staða efstu liða er nú þannig: Scullnan 30 18 7 5 60-27 43 Hamborg 29 18 6 5 64-29 42 Kalsersl. 30 16 10 4 59-39 42 Bayern 29 14 7 8 62-37 35 Frankturt 30 13 7 10 42-42 33 Diisseldorr 29 12 8 9 60-49 32 Guðjón Ólafsson, gamli landsliðs- markvörðurinn i handknattleiknum i KR, lokaði markinu hjá Ármanni i sundknattleiknum i gær. markvarzla sést. Ægir fékk fimm víti í leiknum. Skoraði aðeins úr einu — Guðjón varði þrjú og i eitt sinn hafnaði knötturinn i stöng. Mörk Ármanns skoruðu Pétur Pétursson 4, Stefán Ingólfsson 3, Ágúst Einarsson 1 og Brynjólfur Björnsson 1. Mörk Ægis Utveggja- steinn - milKveggjaplötur Margra áratuga reymla íframleiðalu útveggjaateim hefur reymt trauatur grunnur fyrir framleiðúu á milliveggjaplötum, hrotasteini og jleiri nýjungum. Möguleikarnir í hleðalu eru ótal margir og ateinarnir ^ fáat í tveimur til fjórum þykktum. Byggingavörudeild 0\ Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.