Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 32
3 PROSENTA W ALLA LINUNA „Felli BSRB samkomulagið, á það: að fá 3% kauphækkun, og ég tel að þá eigi ríkisstjórnin umsvifalaust að gangast í, að ASÍ-félagar fái lika 3°7o,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður (AB) í viðtali við DB í morgun. „Þriggja prósenta kauphækkun á —felli BSRB samkomulagið að koma á alla línuna, ef BSRB fellir samkomulagið, sem nú eru líkindi til,” sagði Karl Steinar Guðnason alþingismaður (A) í viðtali við DB i morgun. Þessir stjórnarliðar sögðu að ekki kæmi til greina annað en láglauna- fólkið fengi þessa kauphækkun. Þrjú prósentin hjá BSRB hefðu verið við það miðuð i samningunum 1977, að vega upp kauphækkun sem ASÍ-fólk yrði búið að fá 1. apríl 1979. Þá kauphækkun hefði ASÍ fólk ekki fengið. -HH. Keflavík: Tveirfhaldi vegna fíkniefna — f jölmargir yf irheyrðir Stöðugar yfirheyrslur og rannsókn hafa staðið yfir hjá rannsóknarlögregl- unni í Keflavík yfir helgina vegna gruns um verulega meðferð og sölu fikniefna. Tveir ungir menn, á þritugsaldri, hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald vegna málsins. Annar í allt að tuttugu og fjóra daga hinn í allt að tuttugu og fimm daga. Að sögn lögregluyfirvalda í Keflavík er ekkert hægt að segja um mál þetta þar sem það er á frumrannsóknarstigi. Margir einstaklingar hafa verið yfir- heyrðir vegna þessa máls og auk rann- sóknarlögreglunnar í Keflavík unnu lögreglumenn úr Reykjavik að málinu um helgina auk manna úr almennri lögreglu þar syðra. -ÓG. Samningar opinberra starfsmanna: 3% hækkun mun kosta 2,5 milljarða Aukin útgjöld ríkissjóðs ef 3% launahækkun kæmi til fram- kvæmda að lokinni atkvæða- greiðslu ríkisstarfsmanna yrði 1,5 til tveir milljarðar króna á ári. Launakostnaður Borgarsjóðs Reykjavikur og borgarstofnanna mun við 3% hækkun verða upp undir hálfur milljarður króna. Reykjavíkurborg mun biða með allar aðgerðir vegna úrslita kosninga um niðurfellingu 3% hækkunar gegn auknum samningsrétti þar til atkvæði ríkisstarfsmanna hafa verið talin. -ÓG. 11 kosnirí miðstjórn á Landsfundi Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins kaus ellefu menn í mið- stjórn flokksins i lok hans í gær — þremur fleiri en landsfundur hefur áður kosið. Þessir hlutu kosningu (atkvæðatölur í sviga): Pétur Sigurðsson (694) Birgir ísl. Gunnarsson (610) Jónas Haralz (571) Steinþór Gestsson (569) Inga Jóna Þórðard. (563) Davíð Sch. Thorsteinsson (516) Björn Þórhallsson (468) Salome Þorkelsdóttir (432) Kjartan Gunnarsson (429) Sigurlaug Bjarnadóttir (349) Vigfús Jónsson á Laxamýri (284) -ÓV. Bátasýningin kvödd með rakettum Bátasýningu Snarfara i Sýningahöllinni viö Bíldshöfða lauk í gærkvöldi með miklu „knalli” þegar skotið var upp neyðarflug- eldum og fjöldi neyðarblysa tendraður. Fyrirtækið Ellingsen var þar að kynna þessi öryggistæki til gagns fyrir sportbátaeigendur og gamans fyrir þá og aðra áhorf- endur i kvöldhúminu. Snarfaramenn eru ánægðir með árangur þessarar fyrstu bátasýningar hérlendis, enda var rennt alveg blint í sjóinn með viðbrögð almennings við henni. DB-mynd R.Th. Nýir fréttastjórar DB Ómar Valdimarsson, áður aðstoðar- fréttastjóri Dagblaðsins, hefur verið ráðinn fréttastjóri þess. Jafnframt hefur Jónas Haraldsson blaðamaður tekið við störfum aðstoðarfréttastjóra. Jón Birgir Pétursson, sem verið hefur fréttastjóri Dagblaðsins frá upp- hafi, er hættur störfum og kann Dag- blaðið honum beztu þakkir fyrir unnin störf í þágu blaðsins á undanförnum árum. Ómar Valdimarsson er 29 ára, sonur hjónanna Evu Andersen og Valdimars Tómassonar. Hann hefur stundað blaðamennsku í 10 ár, þar af við Dag- blaðið frá stofnun þess. Ómar er þriggja barna faðir. Sambýliskona hans er Dagmar Agnarsdóttir. Jónas Haraldsson er 26 ára, sonur hjónanna Svanhildar Ólafsdóttur og Haralds Jónassonar. Hann er félags- fræðingur að mennt og hefur starfað við Dagblaðið í tvö ár. Jónas er kvæntur HaHdóru Teitsdóttur og eiga þau tvö böm. Dagblaðið býður Ómar og Jónas velkomna til hinna nýju starfa. Jónas Haraldsson og Ómar Valdimarsson. DB-mynd Hörður. TELPA A ÞRIDJA ARI DRUKKNAÐI í HVÍTÁ Það hörmulega slys varð við Hvítá hjá Iðu á laugardagskvöldið að telpa á þriðja ári drukknaði í ánni. Hafði telpan gengið ein frá heimili sínu, sem er í Laugaráshverfi sem stendur svo til á árbakka Hvítár. Það var um kl. 8 á laugardags- kvöld sem lögreglu var tilkynnt um hvarf litlu telpunnar. Hafði hún horfið að heiman án þess aðeftir væri tekið. Við leit að henni sáust spor í saftidi við ána skammt austan við brúna hjá Iðu. Eftir það var beðið um aðstoð. Lögreglan á Selfossi og björgunarsveitarmenn komu fljótt á vettvang og leit var hafin. Um kl. 21.15 fannst lík litlu telpunnar í ánni 2—3 kílómetrum neðan við'brúna. Litla telpan sem fórst var dóttir Konráðs Sigurðssonar héraðslæknis og konu hans Önnu Agnarsdóttur, en þau hafa lengi búið að Laugarási. -ASt. Srjálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 7. MAÍ1979. Lúðvík Jósepsson, form. Alþýðubanda- tógsins: „Frálertt að lögbinda grunnkaup” „Mér finnast allar slíkar tillögur frá- leitar,” sagði Lúðvík Jósepsson, for- maður Alþýðubandalagsins, í viðtali við DB í morgun um hugmyndir um, að ríkisstjórnin gengist fyrir lögbindingu grunnkaups til 1. desember. „Hins vegar hefur mér aldrei fundizt, að vísitölubætur ættu að mæla alla leið upp úr,” sagði Lúðvík og kvaðst fylgjandi þaki á verðbótum. Lúðvík kvaðst ekki telja að flokkur sinn gæti verið með í neinni lögbind- ingu á grunnkaupi. Grundvöllurinn hefði í upphafi stjórnarsamstarfs verið settur við, að grunnkaup hækkaði ekki fyrir 1. des. 1979. Samkomulag hefði virzt við stærstu launþegasamtökin um þetta. Nú virtist þetta ver að bresta. - -HH. Keflavík: Piltur með- vitundarlaus eftir bflslys Þegar komið var á beina kaflann á Reykjanesbrautinni, milli steypu- stöðvarinnar og Fitjanestis, missti öku- maðurinn vald á bifreiðinni sem fór út af veginum og valt nokkrar veltur. Talið er að bifreiðin hafi verið á nokk- uð miklum hraða er slysið varð. Þannig urðu endalok ökuferðar fimmtán ára pilts úr Keflavík, sem tek- ið hafði bifreið föður síns í heimildar- leysi og án vitundar hans aðfaranótt laugardagsins. Pilturinn var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík meðvitundarlaus og liggur nú á gjörgæzludeild Borgar- spítalans. Hann var ekki kominn til meðvitundar í morgun. Tveir aðrir piltar voru í bifreiðinni er slysið varð. Slapp annar án teljandi meiðsla en hinn var fluttur á sjúkrahús- ið i Keflavík en er ekki talinn alvarlega slasaður. Bifreiðin, sem var Toyota station. nýleg, er talin gjörónýt. -ÓG Stórtsvæðií Heiðmörk logaði Fimmtán sinnum var slökkviliðið kvatt út um helgina vegna sinubruna og íkveikju í drasli á ýmsum stöðum. Sinubrunafaraldurinn er með eindæm- um kostnaðarsamur fyrir slökkviliðið og þá höfuðborgarbúa og er nú mál að linni. Mestur eldur varð á stóru svæði í Heiðmörk á laugardagskvöldið. Var eldur þar í sinu og trjágróðri sennilega út frá vindlingi sem kastað er í gáleysi — eða, eins og menn vilja síður trúa, viljandi kveiktur. Tókst fljótt að slökkva en tjón er talsvert á trjám. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.