Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 07.05.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 7. MAl 1979. □§□ Húsnæðismálastofnun ríkisins Laugavegi77 Útboó Tilboð óskast í byggingu tveggja einnar hæðar párhúsa (4 íbúðir), sem reist verða á Breiðdalsvík. Verkið er boðið út sem ein heild. Útboðsgögn verða til afhendingar á skrif- stofu sveitarstjóra Breiðdalshrepps og hjá tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins gegn kr. 30.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila til sömu aðila eigi síðar en þriðjudaginn 22. maí 1979 kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Framkvæmdanefndar um byggingu leigu- og söluíbúða Breiðdalshrepps. Helgi Guðmundsson, sveitarstjóri. SKYNDIMYNMR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. barna&f jölskyldu - Ijósmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SIMI 12644 Vöru-og brauópeningar-Vöruávísanir Peningaseðlar og mynt Gömul umslög og póstkort FRIMERKI Alltfyrirsafnarann Hjá Magna Laugavegi 15 Sími 23011 Fiskaflinn að nálgast hámark — segja sovézkir f iskif ræðingar. Japanir enn mesta fiskveiðiþjóðin, ísland ífimmtánda sæti Samkvæmt niðurstöðum sovézkra fiskifræðinga eru núverandi fiski- veiðar nærri hugsanlegu hámarki. Þeir benda einnig á að margar teg- ■undir fiska þoli ekki ótakmarkaða veiði, án þess að hætta sé á útrým- ingu þeirra. Hinir sovézku fiskifræðingar benda á að þess séu dæmi að verð- mætar tegundir séu að hverfa en einnig megi benda á hafsvæði þar sem fiskistofnarnir séu ekki fullnýtt- ir. Fiskifræðingarnir telja að auka megi veiðar á túnfiski í úthafinu og einnig háfi. Auk þess séu góðar líkur á því að auka megi veiðar ýmissa djúpsjávarfiska i framtíðinni. Heildarfiskafli í heiminum minnk- aði um meira en eina milljón tonna árið 1977 miðað við fyrra ár, að mati sérfræðinga Matvæla- og Iand- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna, FAO. Tölur fyrir árið 1976 voru 74.717.200 tonn. Fiskafli mun aldrei hafa verið meiri en þá. Árið 1977 var heimsaflinn 73.501.000 tonn og 1975 var aflinn um það bil 71 milljón tonna. Japanir eru enn efstir fiskveiði- þjóða heimsins þrátt fyrir stöðugt auknar takmarkanir á veiðum japanskra skipa út af ströndum annarra ríkja. Árið 1977 voru þeir taldir eina þjóðin, sem veiddi meira en tíu milljónir tonna samtals. I næsta sæti koma Sovétríkin með 9.352 þúsundir tonna. Japanir veiddu 10.733 þúsund tonn. Kína er talið í þriðja sæti með áætlaða tölu 6.880 þúsund tonn. Noregur er með 3.562 þús. tonn, og er í fjórða sæti, og Bandaríkin í fimmta sæti með 3.101 þús. tonn. ísland er í fimmtánda sæti þjóða heims með fiskafla sem er samtals 1.374 þúsund tonn. Þessi skozki forstjóri lét sig hafa það að fara til London ásamt sjötiu öðrum fulltrúum skozks fiskiðnaðar til að minna á hætt- una ef gengið yrði að kröfum Efnahagsbandalagsins um sameiginleg veiðisvæði við Bretland. Á myndinni sést sá skozki ræða við vegfarendur 1 London. SÆTA 2 3 6 1 ETTIÐ ’MALLO — á óvenju lógu verði mióað við gæði, Staðgreiðs/uverð aðeins kr. 328.500/- Sími 2 86 01 Mallo-sófasettið er vandað, efnismikið og þér getið valið um sex ólik munstur i áklæói. Litiö inn i stærstu husgagnaverslun landsins. Og þaö kostar ekkert aö skoöa Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Bretland: Ríkisstjórn f rú Thatcher skipuð Margaret Thatcher er talin hafa gætt þess við val fulltrúa í ríkisstjórn sína að þar væri jafnvægi á milli hægri sinna og frjálslyndra. Carring- ton lávarður var skipaður utanríkis- ráðherra en áður hafði verið talið lík- legt að Heath, fyrrum forsætisráð- herra og leiðtogi íhaldsflokksins, mundi skipa þá stöðu. Carrington er einn margra forustumanna í sveit Thatchers, sem er af aðalsættum. Hann hefur Ianga reynslu sem embættismaður og einnig i viðskipt- um. Ekki er búizt við að hann standi fyrir miklum breytingum á utanríkis- stefnu Breta: James Prior var skipaður atvinnu- málaráðherra. Er það talið eitt mikil- vægasta ráðuneyti brezku stjórnar- innar um þessar mundir. Samskiptin við verkalýðsforustuna gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Thatchers' á næstu mánuðum. Um það bil hálf milljón kennara hótar verkfalli og þeir munu færri, starfshóparnir á Bretlandi, sem ekki krefjast bættra launakjara heldur en hinir sem sætta sig við sinn hlut. Verkalýðsleiðtogareru sagðir mjög uggandi um hag sinna skjólstæðinga ef íhaldsflokkurinn láti verða af þvi að draga úr opinberri eyðslu. Telja þeir að þar gætu stórir hópar misst atvinnu sína. Humprey Atkins var skipaður írlandsmálaráðherra. Kom sú skipun nokkuð á óvart. Atkins hefur lítið verið í sviðsljósinu en hefur að sögn unnið mjög fyrir frú Thatcher á bak við tjöldin. Upphaflega var talið víst að Airey Neave mundi gegna stöðu írlandsmálaráðherra. Neave var ráðinn af dögum fyrir nokkrum vikum af hermdarverkamönnum írska lýðveldishersins. William' Whitelaw var skipaður innanríkisráðherra,' Geoffrey fjár- málaráðherra, og Sir Keith Joseph hlaut stöðu iðnaðarmálaráðherra. Hann hefur verið einn helzti ráðgjafi frú Thatchers. Sir Keith þykir ihalds- samur mjög og meðal annars er minnt á að eitt sinn stakk hann upp á því að tekjulitlar fjölskýldur skyldu sviptar leyfi til aðeignast mörg börn. Brezka þingið, þar sem ihaldsmenn munu nú hafa 43 sæta meirihluta, mun koma saman á miðvikudaginn næstkomandi en hinn nýi forsætis- ráðherra, Margaret Thatcher, mun flytja stefnuræðu sina hinn 15. maí næstkomandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.